Forsíða námskrár-torg Uppfært |
7. og 8. lota námskeiðs fyrir framhaldsskólakennara: Námskrárfræði og skólanámskrárgerð (Ágúst 1999-júní 2000) * Stuðst er við bók HogW |
> | Þróunaráætlun
um breytt námsefni Þessi samantekt er ætluð kennurum tölvudeildar. Þar hafa sumir meiri menntun og aðrir minni - einnig í kennslugreininni sjálfri. Sumir hafa starfað þar lengi en aðrir aðeins eina önn. Enn aðrir byrja í nýir um leið og hið nýja námsefni er tekið upp. Sennilega hafa þeir kennt eldra námsefnið á fyrri kennslustað. |
Hér er >> | II. Hvert er viðfangsefnið?
Þessi vefsíða geymir athugun á því hvert það verkefni er sem ráðist skal í. Einfaldasta lýsing þess er auðvitað þessi: Tekin verður upp kennsla breytts námsefnis undir nýju áfangaheiti. Ef til vill er þetta ekkert mál. Hér er farið yfir ýmsa þætti sem hugsanlega geta snert þessa breytingu. Ef það virðist vera eitthvert mál að sinna einhverjum eða öllum þeim þáttum þá getur verið ástæða til að gera áætlun um hvernig þeim verði sinnt. |
>> | Efnisyfirlit
7. lota:
8. lota: |
II | II: Yfirlit yfir það verkefni sem fólgið er í framkvæmd breytingarinnar
|
Nemar: | Hvaða áhrif hafa breytingarnar á nemendahópinn?
Eru áhrifin þau sömu á alla nemendur eða mismunandi eftir því hvort um er að ræða yngri eða eldri nemendur og skiptir máli hvort þeir eru hraðfara eða hægfara í námi? |
Nemar:
Frá |
Hugmyndin er að breyta innihaldi byrjunaráfanga í kjarnanámi sem langflestir nemendur taka á fyrsta námsári. Þegar breytingin verður
framkvæmd munu nær allir eldri nemendur hafa lokið því námi sem lagt er niður. Hvaða áhrif mun það hafa á viðhorf þeirra til eigin
náms í hinum aflagða áfanga og til þess skóla sem ekki telur það nám þeirra merkilegra en svo að það megi leggja af?
Áætluð breyting er tvíþætt:
Prófkostnaður: Ljóst er að nemendur munu verða að greiða prófgjald fyrir hvert TÖK-próf sem þeir þreyta. Það verður þeim auðvitað nokkur nýlunda en jafnframt er lílegt að það knýji þá til að gera sér grein fyrir tilgangi náms síns. Þeir eru þá að afla sér verðmætis, þar sem er viðurkenning sem veitir aðgang að atvinnu. Yfirleitt tengja nemendur framhaldsskólans ekki verðmæti við nám í huga sér. Þekking og menntun er þó einmitt það sem mest er eftir sótt þegar starfsmanna er leitað. Það er því til góðs að hvetja nemendur til að gera þess tengingu skírari í huga sér. |
Nemar:
Frá |
UTN-103 verður 50% umfangsmeira samkvæmt einingareikningi heldur en TÖL-102 var áður. Hvernig munu yngri nemendur líta á það
að þeim er ætlað viðameira nám og leið þeirra verður þeim mun torsóttari heldur en hinna sem eldri eru?
Yfirleitt er þetta ekki áhyggjuefni. Nýnemar taka sem sjálfsögðum hlut þeirri námsefnisskipan sem fyrir þá er lögð í upphafi framhaldsskólans. Þetta gildir að minnsta kosti um fyrstu námsönnina því að þá hefur nýneminn svo margt nýtt um að hugsa. Nemandi sem nær þokkalegum tökum á því efni sem fyrirhugað er að taka upp - mun þá verða svo ánægður með eigin færni að hann hefur fremur samúð með hinum sem fóru á mis við tækifærið. Alkunna er að það eru þeir nemendur sem betur standa sig sem hafa þá áhrifarödd sem kennarinn og skólinn hlustar mest eftir. Hinir hafa auk þess ekki nægilegt sjálfstraust til að orða gagnrýni sína með eftirfylgni. |
Nemar:
Frá |
Í framhaldi af síðustu athugasemd má velta upp hvernig þessi efnisbreyting geti horft við þeim nemendum sem gengur hægar að tileinka
sér efnið.
Þegar litið er til æ vaxandi hlutverks tölvunnar í lífi hvers íslensks einstaklings er þess að vænta að öll aukin tölvuþjálfun nemenda verði þeim til stuðnings í bráð og í lengd. Eins og í öllum námsgreinum reynir hér á kennarann að miðla svo málum milli nemandans og námsefnisins að nemandinn sættist á að tileinka sér efnið. Þegar kennarinn hvetur nemandann til að takast á við TÖK-prófin getur hann lagt áherslu á að ekki er nausynlegt að taka nema einn áfanga þess í einu og að nemandinn getur tekið þann áfanga þegar hann er sjálfur tilbúinn. Hann getur líka tekið þann áfanga aftur ef hann vill. Þegar þetta er skoðað er þess að vænta að ef kennarinn er ekki þeim mun óheppnari þá takist að gera einnig hægfara nemendum námið eftirsóknarvert. |
Nemar:
Nytsamar |
UTN-nám framhaldsskólans er undirbúningur undir TÖK-próf. TÖK-prófið verður þar með að vel skilgreindu markmiði sem mikilvægt
er að gera sem eftirkeppnisverðast. Nauðsynlegt er að gera nemendum og foreldrum - og samfélaginu öllu grein fyrir þessu mikilvæga
samhengi milli UTN-náms framhaldsskólans og beinna atvinnuréttinda. Í ræðu og riti þarf að
Með þessum hætti færist TÖK-skírteinið nær venjulegu ökuskírteini að eftirkeppnisvirði. Senn verða aðeins fá prósent vinnuaflsins ráðin til starfa þar sem ekki þarf að sinna tölvustörfum og þá þurfa allir aðrir að hafa TÖK. |
Kennari: | Hvaða áhrif hafa breytingarnar á kennarann?
Kennarar eru margir og ólíkir og hér er reynt að horfa til hins fjölbreytta hóps sem gæti verið til staðar - en ekki bara til þess úrvalsliðs sem í raun er í deildinni. Þess vegna er velt hér upp ýmsum hliðum sem kunnugir vita að ekki munu valda áhyggjum í þessum hópi. Sú breyting sem hér stendur fyrir dyrum uppfyllir tvö afar mikilvæg skilyrði:
|
Hvernig fer ég að þessu? |
Markmið kennarans er að hrífa nemendur með sér í því að kljást við og ná tökum á viðfangsefninu. Þegar efnið breytist hefur hann fyrst
áhyggjur af því hvort hann sjálfur viti út í ystu æsar hvert það er og hvernig nytsamast sé að taka á því. Hann veit að fyrsta kennslulotan
er í raun fyrsta æfingarlotan. Öll kennsla er reyndar æfing undir næsta sinn og smám saman verður fræðslan unnin af æ meir og betur
gegnhugsaðri leikni. Þá fyrst er kennarinn í færum til að krefja nemandann til hins ýtrasta.
Fyrir þjálfaðan kennara er það ætíð áfall að þurfa að fara í gegnum ný tilraunatímabil sem hann veit að skilar fyrstu nemendunum miklu minnu heldur en þeim sem síðar munu koma. |
Verður þetta loks í lagi - eður ei? |
Tekst mér þetta nokkru sinni? Þessi spurning rekur hina fyrri á undan sér. Þessi spurning vekur óróleika hjá kennaranum uns hann hefur
fengið sjálft námsefnið í hendur. Ef ekkert námsefni er að hafa verður hann að leggjast yfir markmið og kröfur og draga saman námsefni
uns á það kemur heildarmynd. Þá fyrst getur hann tekist á við svarið með því að afla sér þeirra þekkingar sem honum þykir sig skorta.
Að þessu sinni - og sem ég skrifa þetta - er mér námsefni ekki tiltækt. Það verður þó að ætla að unnt sé að afla staðlaðra kennslugagna vegna þess hversu útbreiddur staðallinn er. |
Hvar get ég fengið aðstoð? |
Vitað er að Skýrslutæknifélag Íslands er hinn íslenski tengiliður þessa náms. Það veitir prófmiðstöðum gögn og aðgang að prófabanka og með fylgja leiðbeiningar um mat. |
Er ég á réttri leið? |
Er þessi vinna mín nú þess eðlis að hún muni auðvelda mér verkið? Hjálpar þetta mér til að gera mér grein fyrir umfanginu, afla mér
upplýsinga um efnið, fá kennslubækur og læra þetta sjálfur, vinna upp kennsluefni eða laga það efni sem til kann að vera að minni
persónu og minni tjáningu?
Þessi spurning er alltaf uppi eftir að breytingin hefur verið ákveðin. Ég - sem þetta skrifa - er augsýnilega að notfæra mér verkefnið til að afla mér yfirsýnar og auðvelda mér framhaldið. Aðrir geta verið í erfiðari aðstöðu á kafi í önnum við kennslu gamla efnisins og þannig fastir í því plógfari sem þeir þrá að komast upp úr sem fyrst. Slík staða getur valdið mikilli streitu því það er mannlegt eðli að vera órólegur, finna streituna vaxa þegar rekur að verkefni sem ekki sér út yfir. Nám er ætíð verkefni sem ekki sér út yfir fyrr en því lýkur. |
Hvernig taka nemendurnir þessu? |
Þessi spurning er einnig efst á baugi en hún er einnig alltaf höfð í huga þegar verið er að meta hvernig efnið skuli sett fram. Að þessu sinni þarf ekki að hafa áhyggjur af að nemendur telji námið einskis virði. Samt er nytsamt að leggja á sig erfiði og fjármagn til að nytsemis-tengja það sem allra best í hugum fólksins. |
Kemst efnið fyrir á þeim tíma sem til er ætlaður? |
Þetta er enn ein jaðarspurningin. Ætíð er hún í huganum þegar efnið er skoðað í heild og einstökum þáttum þess skipað niður til kennslu og þjálfunar. Á þessari skrifandi stundu sýnist sem efnið sé ærið en ekki verður þó fullyrt að tíminn geti ekki nægt. Hér þarf einnig sífellt að skoða þær kennsluaðferðir sem hraðað geta náminu. Oft rýrnar leikniþjálfun við aukin kennsluhraða en einnig getur fundist slík framsetning efnis að í einu skiljist það sem áður var hjakkað á. |
Vil ég breyta? |
Að öllu venjulegu viljum við geta valið milli kosta. Að þessu sinni er þó að minnsta kosti ljóst að ekki er unnt að viðhalda óbreyttu
ástandi vegna fyrirmæla fræðsluyfirvalda.
Í öllum hópum eru menn misfúsir til breytinga. Skipta má kennurum - eins og öðrum - í þessa þrjá hópa:
Nauðsynlegt er að átta sig á þessum staðreyndum svo að einstaklingurinn geri sér grein fyrir að allar tegundir tilfinninga eru eðlilegar á tímamótum sem þessum. Gera má ráð fyrir að eftir því sem mönnum hjaðnar fyrirstaðan í huga og augum verði þeir minna kvíðnir fyrir verkefninu og þar með fúsari til samvirkni. Sú ályktun leiðir til þeirrar niðurstöðu að leggja beri atorku og kostnað í að létta kennurum förina yfir hjallann þar til þeir sjá að þetta verkefni er vel viðráðanlegt. |
Námsgögn | Afla þarf námsefnis og prófa |
Efni og þjálfun |
UTN-103 er nýr námsáfangi. Taka þarf saman námsefni eða útvega það eftir öðrum leiðum. Námsefni til undirbúnings TÖK-prófum
þarf einnigað taka saman en þó er trúlegt að unnt sé að hafa þar um samráð við þá framhaldsskóla sem þegar kenna efnið.
Prófabanka þarf að koma upp í því efni áfangans sem er sérstaklega sniðið að viðkomandi skóla. Það efni sem notað er til að undirbúa TÖK-prófin má hins vegar meta með hliðstæðum hætti og notaður er við mat á sjálfum TÖK-prófunum. Nauðsynlegt er að hafa þessi gögn svo nærtæk að kennarar geti rætt þau og skoðað og borið saman bækur sínar jafnóðum og þeir fikra sig áfram með nýtingu þeirra. |
Áætlun: | Nauðsynlegt er að taka saman áætlun um hvernig staðið verði að breytingunni.
Næsti kafli gerir grein fyrir áætluninni og tekur mið af þeim hugleiðingum sem fram hafa komið. Hér á eftir eru skoðuð nokkur nytsöm atriði. |
Hafa ber í huga |
Hér hefur verið gerð grein fyrir því að hin fyrirhugaða breyting
|
.. og .. | Atriði - utan námsefnisins sjálfs - sem máli skipta hér:
|
annað: |
|
Efst á þessa síðu * Forsíða GÓP-frétta * Efnisyfirlit þessarar samantektar