Forsíða
Ofvirknivefur
Ofvirknibók 
Kjörþögli
Kærleiksspilið
Umsagnir 


Ragna Freyja

Umsagnir

Umsagnir

Ofvirknibókina má skoða,
lesa og
hagnýta sér
- og einnig kaupa

meðal Bóka og rita og myndabóka GÓPfrétta

Fæst
einnig
í
verslunum
sem
selja
bækur

 
Ofvirknibókin
fyrir kennara og foreldra

fjallar um athyglisbrest með ofvirkni (AMO), þá erfiðleika sem börn með AMO eiga við að etja og leiðbeinir um viðbrögð og viðmót fullorðinna.

Hvað er athyglisbrestur? Hvað er athyglisbrestur með ofvirkni? Hvað veldur? Hvernig er greiningin? Hvað þarf kennarinn að gera til að samskiptin verði nemandanum bærileg? Hvað þurfa foreldrar að gera til að styrkja og styðja barnið? Hvaða umgengnisreglur þarf að hafa í heiðri?

Mörgum finnst auðveldara að tíunda óæskilega hegðun barna með AMO og koma ekki auga á kosti þeirra. ... Við bestu aðstæður ... eru þau yfirleitt mjög skemmtileg, ófeimin, einlæg, hreinskilin, fróðleiksfús, útsjónarsöm, hugmyndarík og sjálfstæð. Þau hugsa um margt sem jafnaldrarnir velta lítið fyrir sér ... . Þau hafa kímnigáfu og geta tekið spaugi, ... eru ... meðvituð um vanda sinn og ... það er fróðlegt og lærdómsríkt að fá ráð þeirra um það hvernig kennarinn - og aðrir - ættu að umgangast "okkur sem eigum í svona miklum erfiðleikum." (Bls. 18.)

Markmiðið með Ofvirknibókinni er að auka þekkingu og skilning á heimi einstaklingsins sem hefur AMO svo að honum verði lífið bærilegra, hann nái að öðlast réttmæta trú á sjálfan sig og læri að meta sína fjölmörgu frábæru kosti.

Þær leiðbeiningar og þau ráð sem hér er að finna um viðmót og umgengni við börn með AMO henta öllum börnum en eru sérstaklega mikilvæg þar sem regla og festa þurfa að vera í fyrirrúmi. Þetta á t.d. við um börn með vægari einkenni athyglisbrests með eða án ofvirkni, börn með misþroska, börn með Tourette-heilkenni, börn með hegðunarvandkvæði og börn sem eiga í sértækum námsörðugleikum.

Netskoðun, lestur, hagnýting og ef þú samt vilt kaupa -
skoðaðu Bækur, rit og myndabækur GÓPfrétta

Um
bókina:

Dewey-
flokkunar-
númer fyrir
íslensk bókasöfn
er: 370.153

ISBN
9979-9289-1-3

© Copyright:
Höfundurinn, Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari,
Netfang: [email protected]
Pósthólf 36, 202 Kópavogur.

Myndskreyting: Ásdís Guðjónsdóttir.
Forsíðu-ljósmynd: Max Schmid.
Útgefandi er höfundur.

Úr
efnis-
yfirlitinu:

Bókalisti,
heimildaskrá
og atriðaskrá.

Ítarlegt efnisyfirlit

Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) þessi kafli er birtur á NetDoktor.is
Hvað veldur ADHD?
Nemandi með ADHD - og skólinn
> Af sjónarhóli kennarans
> Af sjónarhóli nemandans

Kennsluskipulag
Barn með ADHD - og heimilið
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Nokkur viðbrögð við óæskilegu atferli
Atferlismótandi aðgerðir
Þrautaráð
Ráð og ráðabankar:
> Ráðabanki fyrir kennara
> Ráðabanki fyrir foreldra
> Viðauki >> Ráð - til þess sem hefur AMO

Ráða-
bankar
Ráðabankar bókarinnar eru þrír.
Þeir eru að sjálfsögðu um flest samhljóma. Allir sem vinna með börnum sem hafa AMO hafa sameiginlegt markmið. Þeir leitast við að létta byrði barnanna, auðvelda þeim að takast á við erfiðleikana og hjálpa þeim að standa á eigin fótum.
Fyrir kennara
geymir
77
atriði:

Kennarinn oskrar ...
Kennarinn
öskrar
á mann

Ráðabanki fyrir kennara skiptist í eftirtalda kafla: 
  • Nýtið alla fræðslu sem í boði er um AMO: bækur, greinar, námskeið og fleira. Munið að AMO verður ekki læknað með ávítum, skömmum eða refsingum.
  • Um reglur skólans ...
  • Um samskipti skólans og heimilisins
  • Um samskipti kennarans og nemandans
  • Um kennslu og kennsluaðstæður
  • Um fyrirmæli
  • Um verkefni
  • Um hegðun
  • Um óskipulagðar aðstæður
  • Um hrós
  • Um atriði sem þarfnast varúðar
  • Um ýmsa persónulega aðstoð við nemandann
  • .. og um atriði sem hafa þarf í huga.
Fyrir foreldra
geymir
57
atriði:
Ráðabanki fyrir foreldra/forráðamenn skiptist í eftirtalda kafla:
  • Nýtið alla fræðslu sem í boði er um AMO: bækur, greinar, námskeið og fleira. Munið að AMO verður ekki læknað með ávítum, skömmum eða refsingum.
  • Barnið þarf að fá að vita hvað AMO er - og ekki síður hvað AMO er ekki ...
  • Um reglur heimilisins ...
  • Um samskipti skólans og heimilisins
  • Um samskiptin við barnið
  • Um heimanámið og námsaðstæður
  • Um fyrirmæli
  • Um hegðun
  • Um hrós
  • Um atriði sem þarfnast varúðar
  • Um ýmsa persónulega aðstoð við barnið
  • .. og um atriði sem hafa þarf í huga.
Fyrir þann
sem hefur
AMO
geymir
32
atriði:
Ráðabanki fyrir þann sem hefur AMO skiptist í eftirtalda kafla:
  • Um AMO
  • Um námið - heima og í skólanum
  • Um samskipti við aðra
  • Um atriði sem hafa þarf í huga
  • .. og nokkur góð ráð.
Lykillinn

Lykilatriði í samskiptum við nemanda með AMO:
  • þekking og skilningur á AMO,
  • kurteisi, virðing og þolinmæði
  • sveigjanleiki - umburðarlyndi
  • jákvætt viðhorf og viðmót
  • skipulag
  • ákveðni - festa,
  • samkvæmni - sanngirni
  • hlýleg orð, uppörvun - hrós,
  • og ekki gleyma að BROSA!

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * OfvirknibókUmsagnir