GÓP-fréttir

Ragna Freyja KarlsdóttirEigandi og ábyrgðarmaður GÓP-frétta er

Gísli Ólafur Pétursson 

kt: 310340-4999 * Vsk-nr.: 22672
Heimili og vinnustofa: Grenigrund 2B * 200 Kópavogur


Hátíð-2000

Heimasími: 554-2462 * Vasasími: 89-50-300  
Netfang: [email protected] * Vefur -
forsíða

Athugaðu!!
Hvar sem bækur eða aðrar vörur eru boðnar til sölu á GÓP-fréttum gilda um þau viðskipti ákvæði laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Meðal ákvæða þeirra laga skal þess hér sérstaklega getið að sá sem pantar á fullan rétt á að leiðrétta eftir á mistök sem honum kunna að hafa orðið á við gerð pöntunarinnar og hafi hann fengið heim senda bók sem hann ekki óskaði eftir eða af einhverjum ástæðum vill sjá sig um hönd um kaupin getur hann endursent hana ónotaða/ólesna innan 14 daga og fengið hana að fullu endurgreidda. 
Athugaðu að þú getur músað hér til að lesa lögin nr. 30/2002 í heild sinni á vef alþingis.
Um alla sölu á interneti gilda á Íslandi lög nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga sem þú getur lesið á vef alþingis með því að músa hér.

Copyright
Vinsamlegast athugaðu að Gísli Ólafur Pétursson er höfundur alls efnis sem ritað er á GÓP-fréttum nema þess sem er sérstaklega merkt öðrum. Efni eftir aðra höfunda er birt í GÓP-fréttum með leyfi þeirra. Til þess að nota efni úr GÓP-fréttum umfram venjulegar tilvitnanir - þarf leyfi GÓP - eða viðkomandi höfundar.

Gættu þess að semja fyrst um notkun ljósmynda sem er að finna á GÓP-fréttum áður en þær eru birtar í bókum, fjölmiðlum eða sjónvarpi.

Frá árinu 2009 kostar það kr. 36.000 að notfæra sér án heimildar ljósmyndir sem einungis eru birtar á GÓP-fréttum og myndasöfnum GÓPfrétta.
Senn kemur sjálfsagt hækkun á það gjald.

Úr gestabók heimilisins

Netfang = tölvupóstfang: [email protected]   
Vefsíða: http://www.gopfrettir.net  

Fjölskylda:


RFr 2001

Maki er Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari barna og unglinga með tilfinningalega-, félagslega- og geðræna erfiðleika.

Fædd árið 1940 á Siglufirði. Hún tók kennarapróf árið 1960 og var í fyrsta hópi sérkennara sem Kennaraháskóli Íslands útskrifaði 1969, lauk námi frá Statens Spesiallærerskole 1970 sem sérkennari barna og unglinga sem eiga í tilfinningalegum, félagslegum og geðrænum erfiðleikum og hefur m.a. sérhæft sig í kennslu nemenda með athyglisbrest mofvirkni sem á íslensku er skammstafað AMO en á ensku ADHD. Hún var forstöðumaður Sérkennslustöðvar Kópavogs 1972-83 og skólastjóri Dalbrautarskóla 1984-97. Á árunum 1982 - 90 var hún í samnorrænum faghópi um kennslu barna með einhverfu þar sem m.a. var starfað á árlegum vinnuþingum. 

Myndir úr sextugsafmæli - í miðjum júní árið tvöþúsund
- svona vorum við þá !!

Ragna Freyja samdi og gaf út bókina:

Ofvirknibókin fyrir kennara og foreldra árið 2001:

Ofvirknibókin
Umsagnir

 Forgreitt kr. 2.990 * Kreditkort - kr. 3.490

Vefir Rögnu Freyju eru Ofvirknivefurinn og Kjörþöglivefurinn

Börn


 Freyja '60Rún '62 og Óli '59,- og hér er myndasafn fyrir Davíð ´78


og hér eru Gunnur Elísa '80 og Davíð Karl '78 með Alexander Bjarma '00.

30. sept. 2012

"Hefðbundin" útför
Jóhanna Harðardóttir, blaðamaður og Kjalnesingagoði ritaði pistil undir þessu nafni í Mbl. þann 14. sept. sl.. Þar velti hún gangstéttarhellum venja og siða við útfarir og undirstrikaði mikilvægi þess að menn geri ljósan vilja sinn um sína eigin útför.
Þetta var góð grein og í framhaldi af henni kemur hér uppskriftin að útför GÓP:

Hér er komin - sett með sinni,
- síðar þarf ei um að skottast -
uppskriftin að útför minni
eftir að ég dauður vottast:

1. Engin trúmál:

Alveg ljóst er fyrsta fallið
feitum ritað penna rauðum:
hvorki prests né kirkjukallið
komi nokkuð að mér dauðum.

2. Ódýr pappakassi:

Dulítið af dagsins slæðum
dugði mörgum fornum kappa
- hæfir mér í köldum klæðum
kassi gjör úr stinnum pappa.

3. Strax bál og vindar:

Liðsforingi lífs míns sveitar
lætur undir öllu kynda,
afgangs tekur agnir heitar
út í bjarta sali vinda.

4. Fagnaður síðar - t.d. í næstu þrettándaferð í Þórsmörk:

Þeir sem eiga góðar gengnar
gamanstundir sér í minni
heiman - og á fjöllum fengnar -
fá sér einhvers staðar inni,

lífga sína gömlu gleði
glettnir minnast bross og ferðar
- eru svo með sætu geði
sælar áætlanir gerðar.

5. Ummæli: Ævisaga frá 2009.08.25

Ævisagan öll í kvæði:
Eftir upphaf:
heill og yndi hafði bæði.
Hrökk svo uppaf.

Starfshjal frá 23. ágúst 2014

Iðjan lífs var mundangsmerk
- má í stráum fegra -
eftir liggur ekkert verk
öðru merkilegra.

Forsíða * Efst á þessa síðu