Forsíða

 

Sjá myndasafn

Hinstu
kveðjur
Kveðjusíða GGí og Facebook-kveðjur

Kveðjusíða PS

Guðrún Gísladóttir (1920 - 2013)

1939?

Guðrún Gísladóttir

Sigurður og Guðrún árið 1926

* Yfirlit


Giftust 30. október 1939

Fjölskyldumyndir
og
Gamlar myndir af fólki í Gamla læknishúsinu á Eyrarbakka
og
á
Facebook - frá 3. febrúar 2012

Guðrún Gísladóttir, 
f.: 05.09.1920, bóka- 
og skjalavörður
.

 

Ég var að endur-finna
þessa mynd 
- sennilega tekin 1957 á
Raforku-
mála-
skrif-
stofunni,

Laugavegi 118 
Kveðja, Jaggi 
(Jakob Jakobsson 
- 13. nóv. 2002)

Foreldrar
og
systkini

Starfaði
lengst af hjá
Orkustofnun og
forverum
hennar.

Hefur
frá upphafi verið
virk í félagsmálum
og tekið
þátt í hverju því
sem bæta
mætti rétt kvenna.

Hún var yngst margra
systkina, fæddist
og ólst upp á Eyrarbakka.

Guðrún Hólmfríður Gísladóttir - f. 5. sept. 1920 á Eyrarbakka, d. 2. júlí 2013 á Landspítalanum við Hringbraut. 

  • Foreldrar:
    • Gísli Ólafur Pétursson, héraðslæknir á Húsavík og í Þingeyjarsýslum, síðar á Eyrarbakka. Fæddur 1. maí 1867 í Ánanaustum í Reykjavík, dáinn 19. júní 1939 á Eyrarbakka. 
    • Aðalbjörg Jakobsdóttir, læknisfrú á Húsavík og Eyrarbakka og ekkja í Reykjavík. Fædd 30. okt, 1879 á Grímsstöðum í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Dáin 19. nóv. 1962 (83 ára) í Reykjavík. Guðrún ritaði um líf og starf Aðalbjargar í ritið >> Húsfreyjan móðir mín << Skuggsjá 1978, bls. 131 - 148.
  • Föðurforeldrar:
    • Pétur Ólafur Gíslason, útvegsbóndi í Ánanaustum í Reykjavík, f. 16. júlí 1831 í Reykjavík, d. 19. sept. 1917 á Eyrarbakka - 86 ára.
    • Valgerður Ólafsdóttir, húsfreyja í Ánanaustum, f. 19. okt. 1838 á Ægissíðu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, d. 29. mars 1890 í Reykjavík - 52 ára.
  • Móðurforeldrar:
    • Jakob Hálfdanarson, stofnandi og erindreki Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, f. 5. febr. 1836 á Brenniási í Bárðdælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, d. 30. jan. 1919 í Mýrarkoti í Tjörneshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu - 83 ára.
    • Petrína Kristín Pétursdóttir, húsfreyja á Húsavík, f. 15. okt. 1839 í Reykjahlíð í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, d. 19. nóv. 1907 á Húsavík - 68 ára. Hún var dóttir Péturs í Reykjahlíð, Jónssonar Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættarinnar.
*

Músaðu á myndina til að fá hana stærri
>>>>

Upp
í
Yfirlit


Systkinin í Gamla læknishúsinu á Eyrarbakka árið 1935

Jakob, Guðmundur, Sigurður, Guðrún, Ketill, Pétur og Ólafur.

Innsetta myndin:
Vigdís Ólafsdóttir og Hólmfríðar, systur Gísla, Gísli Ólafur Pétursson, Aðalbjörg Jakobsdóttir, Petrína Jónsdóttir Jakobsson bróðurdóttir Aðalbjargar, Herdís Jakobsdóttir og Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Drengirnir eru Ketill og Sigurður.
Stúlkurnar eru systurnar Valgerður Aðalbjörg og Guðrún Hólmfríður.

Nám

*

Upp
í
Yfirlit

Nám

  • Stúdentspróf úr stærðfræðideild MR 1941.
  • B.A.-próf í bókasafnsfræði, jarðfræði og akmennri bókmenntafræði frá HÍ í júní 1972.
    >> B.A.-verkefni: Skrá yfir erlend raunvísinda- og tæknitímarit.
  • Námsdvöl í Danmarks Tekniske Bibliotek í tvo mánuði 1968.
  • Hefur sótt námskeið á vegum Félags bókavarða og fleiri aðila um skjalavörslu og tölvumál.
  • Löggiltur bókasafnsfræðingur 18. sept. 1986.
Störf

*

Upp
í
Yfirlit

Störf
  • 1956-58 Teiknari á Raforkumálaskrifstofunni,
  • 1959-90 Bóka- og skjalavörður (forstöðumaður) Bókasafns Raforkumálaskrifstofunnar - síðar (frá 1967) Orkustofnunar.
  • 1966 Bókavörður á Bókasafni Veðurstofu Íslands.
  • 1967 Skipulagningarstörf á Bókasafni Sambands íslenskra barnakennara.
  • 1991 Skipulagningarstörf á Bókasafni Kvenréttindafélags Íslands.
Konur
sem fylgdu baráttumálum sínum eftir

Friður

og

jafnrétti

*

Upp
í
Yfirlit


 

Við Búrfell hjá herkampi.
Guðrún, Ásdís Thoroddsen, Drífa Viðar og Ása Ottesen. Þór Vigfússon með skiltið.

Þessar
upplýsingar
eru
að mestu úr
bókinni
Bókasafns-
fræðingatal

sem út kom
árið
1998

*
Upp
í
Yfirlit

Félags- og trúnaðarstörf
  • 1951-55 - Í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna.
  • Frá 1952 - Í stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Varaformaður 1983-84.
  • 1964-70 - Í stjórn Bókavarðafélags Íslands.
  • 1973-75 og 1976-77 - Stofnfélagi og í stjórn Félags bókasafnsfræðinga.
  • 1975 - Í nefnd til undirbúnings Kvennafrídags.
  • 1975-77 - í stjórn Félags bókavarða í rannsóknarbókasöfnum.
  • 1976-79 - Fulltrúi í Launamálaráði ríkisstarfsmanna í Bandalagi háskólamanna.
  • Félag um skjalastjórn, stofnfélagi.
  • 1980 - Í nefnd til undirbúnings Kvennaviku.
  • 1983-94 - Fulltrúi í Öldungaráði BHMR.
  • 1987-96 - Fulltrúi á Áhugahópi um varðveislu og framgang Kvennasögusafns Íslands.
*

Upp
í
Yfirlit
 

Ritstörf
  • 1961 - Möguleikar til frjáls stöðuvals. Melkorka (2): 41-46.
  • 1976 - Katrín Thoroddsen. Réttur (2): 98-102.
  • 1978 - Aðalbjörg Jakobsdóttir. Í: Móðir mín húsfreyjan, Gísli Konráðsson ritstj., Reykjavík: Skuggsjá, s. 131-148.
  • 1978 - Herdís Jakobsdóttir. Í: Gengnar slóðir: Samband sunnlenskra kvenna fimmtíu ára: 1928-1978. Samband sunnlenskra kvenna, s.34-39.
  • 1978 - Millisafnalán á Íslandi. Reykjavík: Deild bókavarða í rannsóknarbókasöfnum. 54 s. Þórir Ragnarsson og Kristín Þorsteinsdóttir meðhöfundar.
  • 1980 - Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur. Reykjavík: Sögufélag 1980, 271 s. Í ritnefnd.
*
Upp
í
Yfirlit

Viðurkenningar

  • Frá 1987 - Heiðursfélagi Kvenréttindafélags Íslands.
  • Heiðursfélagi Félags um skjalastjórn.
  • Frá 1997 - Heiðursfélagi Bókavarðafélags Íslands.

Tók viðtalið
Dr. Sigrún Klara

Frumherji í bókavörslu

Viðtal
dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur við Guðrúnu
um starf hennar sem bókavörður
Raforkumálaskrifstofunnar og síðar Orkustofnunar.

Viðtalið birtist í Ársritinu Bókasafnið
árið 2010 en útgefandi þess er
Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða.

*

 

Upp
í
Yfirlit

Gudrun Gísladóttir 2000
Guðrún Gísladóttir 2000

Mynd: Jakob Jakobsson
Níræð
5. sept. 2010
Afmælishátíð - Guðrún níræð
* Staðsetningar -
eftir minnisblöðum Guðrúnar:
1920 - 35 Gamla læknishúsið á Eyrarbakka.
Fastpunkturinn í allri hringiðunni.
1935 - 36 Um veturinn: Gagnfræðaskólinn á Ísafirði.
1935-37 Um veturinn hjá Jakobi í Reykjavík: Gagnfræðaskólinn í Reykjavík.
1937 - 39 Hjá Jakobi í Reykjavík - nám í Menntaskólanum í Reykjavík.
Gifting
30. okt. 1939
Guðrún og Pétur ganga í hjónaband á afmælisdegi Aðalbjargar.
Pétur Sumarliðason - sjá hér neðar.
H 1939 - V 1940 Guðrún frá skóla því GÓP er að koma í heiminn. Pétur í Kennaraskólanum.
GÓP fæðist 31.03.40.
Guðrún ráðskona hjá Jakobi Gíslasyni og Pétur að ljúka námi og útskrifast frá Kennaraskólanum.
Á Eyrarbakka um sumarið.
H 1940 - V 1941 Guðrún lýkur MR. Pétur í farkennslu. Búa í herbergi á Laugavegi 42.
V 1941 - H 1944 Búa á Eyrarbakka í Læknishúsinu. Pétur í Bretavinnu og farkennslu.
Bjarni Birgir fæðist 03.03.42 og Vikar 12.10.44.
H 1944 - H 1948 Búa á Skúlagötu 58 í Rvík. Pétur forfallakennari við Austurbæjarskólann.
Guðrún kennir við Kvennaskólann.
H 1948 - V 1950 Pétur skólastjóri Fljótshlíðarskóla. Guðrún kennir líka við skólann.
Pétur Örn fæðist 18.02.1949.
H 1950 - V 1951 Búa á Skúlagötu 58. Guðrún starfar á Raforkumálaskrifstofunni. Pétur forfallakennari við Austurbæjarskólann.
H 1951 - H 1957 Búa á Álfhólsveg 60 í Kópavogi. Guðrún starfar á Raforkumálaskrifstofu - fastráðin 1956. Pétur starfar á Hreppsskrifstofu og síðar á Bæjarskrifstofu Kópavogs.
Skólaárin 1955 - 1957 er Pétur skólastjóri Fáskrúðsfjarðarskóla.
V 1957 - H 1957 Búa á Skúlagötu 58. Guðrún starfar á Raforkumálaskrifstofunni. Þau kaupa íbúð tilbúna undir tréverk og Pétur vinnur við að gera hana íbúðarhæfa.
H 1957 - H 1959 Búa á Bugðulæk 14 í Rvík. Guðrún vinnur á Raforkumálaskrifstofunni og Pétur er kennari við Austurbæjarskólann.
H 1959 - H 1961 Búa í Birkihvammi 19 í Kópavogi. Vinnustaðir óbreyttir.
Björg fæðist 07.09.1961.
H 1961 - H 1972 Búa á Skúlagötu 58. Vinnustaðir óbreyttir.
Aðalbjörg Jakobsdóttir deyr 19. nóv. 1962.
H 1972 - S 1993 Búa á Hlíðarvegi 16 í Kópavogi. Vinnustaðir óbreyttir - uns Pétur deyr 1981. Guðrún fer á eftirlaun 1990.
S Júlí 1993 -

 

*

Upp
í
Yfirlit

Hamraborg 32 í Kópavogi.


Guðrún Gísladóttir áttræð árið 2000
- og Friðgeir Pétur sonur Bjargar Pétursdóttur og Friðgeirs Magna Baldurssonar.
Myndina tók Pétur Örn í skálanum í Jökulheimum.

2. júlí 2013 Lést á Landspítalanum við Hringbraut kl. 09:19 þriðjudaginn 2. júlí árið 2013.
Börn 

sjá neðar


Gísli Ólafur, Bjarni Birgir, Guðrún, Björg, Pétur Örn og Vikar
Pétur Sumarliðason, 
f.: 24.07.1916 -
d.:05.09.1981, 
kennari og 
skólastjóri.

*

Upp
í GGí
Yfirlit

Pétur Sumarliðason
Myndin hugsanlega tekin um 1948 og hann þá 32 ára
Mynd: Sig. Guðmundsson, ljósmyndari.

 

Ýmislegt sem nefnt er 
hér fyrir neðan kemur
nánar fram í eftirmælum
frá útfarardegi hans
15. sept. 1981.

* Yfirlit

Fjölskyldumyndir
og
Gamlar myndir af fólki í Gamla læknishúsinu á Eyrarbakka

Hér segir
lítið eitt
ítarlegar
frá
en í bókunum Kennaratal á Íslandi frá 1965 og 1988

*

Upp
í GGí
Yfirlit

Upp
í PS
Yfirlit

*

 

 

 

Pétur Guðmundur Sumarliðason fæddist í Bolungavík 24. júlí 1916. 
Foreldrar hans voru hjónin
  • Móðir: Björg Pétursdóttir, fædd 1. okt. 1896 í Vindási við Grundarfjörð í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, d. 21. júlí 1917 í Bolungarvík.
    • Faðir Bjargar var Pétur frá Moldbrekku í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu, Pétursson. Pétur var húsmaður á Oddastöðum í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu, bóndi í Vindási f. 7. okt. 1834 á Laxárbakka í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu, d. 28. jan. 1915 í Krossholti í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu.
    • Móðir Bjargar var Andrea Andrésdóttir, vinnukona á Oddastöðum, húsfreyja í Vindási og víðar, síðast búsett í Tröð í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu, f. 28. apríl 1861 í Gröf í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, d. 14. jan. 1948 í Stykkishólmi.
      -
  • Faðir: Sumarliði Guðmundsson, sjómaður, vélamaður og formaður í Bolungarvík, fæddur 30. sept. 1888  í Miðhúsum í Vatnsfirði í Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu, d. 11. nóv. 1959.  Foreldrar Sumarliða voru hjónin Guðmundur Sumarliðason og Anna Petrína Magnúsdóttir.
    • Guðmundur Sumarliðason var bóndi í Miðhúsum, f. 16. ágúst 1852 í Vatnsfjarðarsókn í N.-Ís., d. 13. sept. 1903 í Unaðsdal, Snæfjallahreppi, N.-Ís..
    • Anna Petrína Magnúsdóttir var húsfreyja í Miðhúsum, f. 5. jan. 1853 í Hattardal í Súðavíkurhreppi í N.-Ís.(Eyrarsókn, f. í Ögursókn skv. heim. Héraðsskjalasafns Ísfirðinga), d. 20. nóv. 1911 í Bolungarvík.

    Sumarliði fluttist með foreldrum sínum 3 vikna frá Miðhúsum að Seli ofan við Neðra Selvatn í Vatnsfjarðardal í Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Á fyrstu æviárum Sumarliða var faðir hans bóndi í Miðhúsum í sömu sveit. Þau fluttust síðar að Unaðsdal. Þar missti hann föður sinn 15 ára gamall. 16 ára fór hann vinnumaður að Kjörnum í Eyjafirði og var þar eitt ár. Þá kom hann til Bolungarvíkur og fór þar á sjóinn. Þar var hann á vegum Magnúsar bróður síns.

    Björg var búsett í Grundarfirði þegar þau Sumarliði kynntust og fluttist til Bolungarvíkur fyrir tvítugt þegar þau giftust. Húsnæði var af skornum skammti og þau fengu loks inni í húsi sem hýst hafði fólk sem dáið hafði úr bráðri tæringu, berklum. Þau tóku sér þar búfestu og Björg gekk með Pétur. Björg fékk veikina og dó 1917 - rétt áður en Pétur varð eins árs. Magnús Guðmundsson, bróðir Sumarliða og kona hans, Kristjana Björnsdóttir, voru þá nýgift og tóku Pétur að sér. Þau létust bæði þann 15. des. 1918 úr spönsku veikinni en Pétur sakaði ekki. Þá var hann eins og hálfs árs.

    Sumarliði og María Friðgerður Bjarnadóttir hófu sambúð 1920. Börn þeirra voru: Bjarni Hólmgeir, f. 4.2.1921, d. 26. maí 1994, Magnús Pétur Kristján, f. 12.7.1922, Elín Guðmunda, f. 25. nóv. 1923, Björg, f. 17. júní 1925, Guðjóna Sigríður, f. 7. okt. 1927, d. 15. nóv. 2002, Kjartan Helgi, f. 29. sept. 1929, Rúrik Nevel, f.8. feb. 1932 og Kristján Björn Hinrik, f. 28. nóv. 1933. 

Kennslu-
störf

*

Upp
í GGí
Yfirlit

Upp
í PS
Yfirlit

*

Leið Péturs til framhaldsnáms
og suður til Reykjavíkur í Kennaraskólann var krókótt og torfarin en hann hvikaði hvergi og lauk kennaraprófi árið 1940.

Kennslustörf:

  • 1940-41 í Fróðárskólahreppi á Snæfellsnesi, kennari,
  • 1942-43 við barnaskólann á Drangsnesi í Strandasýslu, kennari,
  • 1943-44 í Vestur-Eyjafjallaskólahreppi, farkennari,
  • 1944-47 við Austurbæjarskólann í Reykjavík, forfallakennari,
  • 1948-50 við Fljótshlíðarskóla, skólastjóri,
  • 1950-55 sem skrifstofumaður á skrifstofu Kópavogshrepps,
  • 1955-57 barnaskólann á Búðum í Fáskrúðsfirði, skólastjóri,
  • 1957-80 fastráðinn við Austurbæjarskólann í Reykjavík sem bekkjakennari nema síðustu árin sem bókavörður og bókasafnskennari. Í lok tímabilsins hafði ráðningarformið breyst í að vera kennari við barnaskóla Reykjavíkur.
  • 1980-81 við Seljaskólann í Reykjavík sem bekkjarkennari.
Önnur
störf
:
  • Á sumrin gekk hann í margvísleg verkamannatörf svo sem byggingaverk og smíðar og einnig háseti á fiskibáti en vann ávallt að ritstörfum þegar hann átti til þess stund.
  • Sumrin 1963-70 var hann veðurathugunarmaður í Jökulheimum í Fremri-Tungnaárbotnum við vesturrönd Vatnajökuls. Þar gerði hann sér og síðan öðrum einnig grein fyrir því að Tungnaá var aðeins sumará en þurr á vetrum og dró einnig ályktanir um staðsetninga Stórasjós. Sjá kveðju Elsu Vilmundardóttur jarðfræðings.
  • Hann sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1964-68 og var formaður 1967-68.
Ritstörf

*

Upp
í GGí
Yfirlit

Upp
í PS
Yfirlit

*

  • Skráð í kennaratali 1965 eftir upplýsingum frá 1959: Blaðagreinar og þættir fluttir í útvarp.
  • Skráð í kennaratali 1988 eftir upplýsingum frá eftirlifandi maka 1987:
    • Kvæði í tímaritum.
    • Þýddar barnabækur.
    • Flutningur þýðinga og fleira efnis í útvarpi.
    • Annaðist útgáfu ritsins Sólhvörf 1971.
    • Vann ásamt Einari Laxness að útgáfu bókarinnar Sjálfsævisaga. Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga eftir Jakob Hálfdánarson sem kom út 1982.
    • Bjó til prentunar bækur eftir Skúla Guðjónsson, (sjá kveðju Skúla)
      • Bréf úr myrkri 1961,
      • Það sem ég hef skrifað 1969,
      • Heyrt en ekki séð 1972,
      • Svo hleypur æskan unga 1975.
Birt á
GÓP-
fréttum
Kveðjur
á útfarardegi

Kveðjusíða PS

Fjölskyldumyndir og
Gamlar myndir af fólki í Gamla læknishúsinu á Eyrarbakka

Börn 

 


Gísli Ólafur, Bjarni Birgir, Guðrún, Björg, Pétur Örn og Vikar
*

Upp
í GGí
Yfirlit

Upp
í PS
Yfirlit

*

 

  • (1) Gísli Ólafur f. 31. mars 1940 í Reykjavík, cand. mag. í uppeldis- og kennslufræði, sálarfræði og stærðfræði, Oslo Universitet, kennari við MK frá 1972 - 2000. Aðstoðarskólameistari 1982-87. Kennari við Tækniskólann 2000-2002.
    • Maki: Ragna Freyja Karlsdóttir f. 8. júní 1940 á Siglufirði, próf Statens Spesiallærerskole í Osló, skólastjóri í Dalbrautarskóla í Reykjavík, síðar sjálfstætt starfandi sérkennari og sérkennsluráðgjafi. Höfundur og útgefandi Ofvirknibókarinnar 2001.
      • Börn:
        • Ólafur Freyr, hans börn eru:
          • Ólafur Ari sem á Sigurbjörn Hörð og Björgvin Ísak,
          • Assa Ósk sem á Aþenu Ísey og óskírðan dreng f: okt. 2016,
          • Arna Björt og
          • Ágúst Örn,
        • Ragna Freyja sem á Lind og Bertu Rögn,
        • Freyja Rún sem á Írisi Hild og
        • Davíð Karl sem á Alexander Bjarma, Daníel Snæ og Emblu Júlíu Mjöll.
  • (2) Bjarni Birgir f. 3. mars 1942 í Reykjavík, bifvélavirki í Þórshöfn í Færeyjum.
    • Maki 1: Ragnheiður Helga Óladóttir f. 5. nóv. 1944 í Reykjavík, starfsmaður Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar,
      • Börn:
        • Bjarni, hans börn eru Snorri Vikanes, Kristófer Áki og Pétur Logi.
        • Valgerður.
    • Maki 2: Helga María Hermansen f. 11. okt. 1945 í Tvöroyri Suðuroy í Færeyjum, póststarfsmaður í Þórshöfn í Færeyjum.
  • (3) Vikar f. 12. okt. 1944 í Reykjavík, Dipl. Ing.-próf í rafeindaverkfræði Technische Universität í Dresden, verkfræðingur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í Reykjavík.
    • Maki: Vilborg Sigurðardóttir f. 14. jan. 1939 í Núpasveitarskóla í Presthólahreppi í N.-Þing., B.A.-próf HÍ, framhaldsskólakennari í Reykjavík.
  • (4) Pétur Örn f. 18. febr. 1949 í Reykjavík, kerfisfræðingur Tölvuháskóla VÍ.
    • Barnsmóðir: Helga (Helen) Andreasen f. 29. des. 1950 í Reykjavík, d. 16. mars 1986 í Mosfellssveit.
      • Barn: Nanna Þorbjörg sem á Arnar Pál, Helen María og Embla Dögg.
    • Barnsmóðir: Fanney Sigurðardóttir f. 7. sept. 1951 í Ólafsfirði, búsett og starfar í Bandaríkjunum.
      • Barn: Guðmundur Rúnar.
    • Maki: Hólmfríður Þórisdóttir f. 27. júní 1961 á Patreksfirði.
      • Börn: Aðalbjörg Eir, Lilja Hlín og Þórir Pétur.
  • (5) Björg f. 7. sept. 1961 í Reykjavík, tekn. lic.-próf í mannvirkjajarðfræði Kungliga Tekniska Högskolan i Stockholm. Árið 2006 lauk hún meistaraprófsverkefni í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á náttúrufræðimenntun og er sérfræðingur í námskrárdeild menntamálaráðuneytisins.
    • Maki: Friðgeir Magni Baldursson f. 30. maí 1954 í Reykjavík, fil.cand-próf í rekstrarhagfræði Stockholms Universitet, útibússtjóri hjá Landsbankanum í Reykjavík.
      • Börn:
        • Eyrún Fjóla,
        • Guðbjörg Eva sem á Sigurð Magna og ... ,
        • Guðrún Andrea sem á Markús Axel,
        • Magnea Lillý sem á ... ,
        • Friðgeir Pétur.
Sonur
Péturs og
Birnu
Krist-
borgar
Björns-
dóttur
f. 11.9.1924
d. 21.1.1992
  • (6) Guðmundur Þorgrímsson f. 30.10.1956 á Fáskrúðsfirði. Rekur verktakafyrirtækið Vöggur í Fjarðabyggð.
    • Maki 1: Kolbrún Einarsdóttir f. 29.2.1960.
      Þeirra börn:
      • Arna Rut Einarsdóttir,
      • Þorgrímur sem á ... ,
      • Bergdís Ýr,
      • Birna Dögg,
      • Birta Hörn.
    • Maki 2: Jóna Petra Magnúsdóttir f. 13.11.1968, kennari.
      Hennar börn:
      • Elísa Marey Sverrisdóttir og Magnea María Karlsdóttir.
    • Þeirra börn:
      • Ísar Atli
      • Nenni Þór.
Sonur
Péturs og
Sólrúnar
Hlíðfoss
Skúla-
dóttur
f. 20.5.1932
  • (7) Böðvar Bjarki Pétursson f. 14.10.1961 í Reykjavík. Kvikmyndagerðarmaður og stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands.
    • Maki: Inga Rut Sigurðardóttir f. 20.02.1958, kennari.
      Þeirra börn: Ragnhildur og Katrín.

Vikar
Pétursson
dró saman
2016-07-24

Pétur Sumarliðason
nokkur ártöl

 f.: 24. júl. 1916 - d: 5. sept. 1981

Ár

Atburður

1840

Fædd Katrín Guðmundsdóttir í Kvennabrekku, Dölum, húsfreyja í Geitareyjum. Móðir Bjargar Eiríksdóttur (1824-1883).
(Íslendingabók)

1850

Björg Eiríksdóttir giftist Andrési Guðbrandssyni
1861-1948 Andrea Andrésdóttir fæðist á Gröf í Setbergssókn á Snæfellsnesi 28. apríl 1861. Deyr 1948.
(Íslendingabók)
1866-1929 6. ágúst fædd Björg Andrésdóttir, móðir Skúla. Tökubarn í Yxney, Narfeyrarsókn, Snæf. 1870. Húskona á Nýjabæ, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Húsfreyja á Ljótunnarstöðum í Hrútafirði. Var á Ljótunnarstöðum, Bæjarhreppi, Strand. 1920. D: 9. febrúar 1929.
(Íslendingabók)

Mynd: Björg Andrésdóttir  með dóttur sinni Guðjónu.

1868 Andrés Guðbrandsson, maður Bjargar Eiríksdóttur ferst með Gamminum, hákarlaskipi.
1870 Andrea, niðursetningur í Glaumbæ, Staðastaðarsókn, Snæfellsnesi.
(Íslendingabók)
1880 Andrea vinnukona á Valshamri, Garpsdalssókn, Austur Barðastrandasýslu.
(Íslendingabók)
1885
7. maí
Fæðist Magnús Pétur Guðmundsson, föðurbróðir PS.
(Íslendingabók)
1885 Pétur Pétursson vinnumaður á Oddsstöðum, 51 árs, ókvæntur. Kvæntist síðar Andreu Andrésdóttur.
(Íslendingabók)
1888
30. sep
Fæddur Sumarliði Guðmundsson í Miðhúsum í Reykjarfirði.
(Íslendingabók)

Systkinin Sumarliði, Kristín og Magnús.

1896
1. okt
Björg Pétursdóttir fæðist - líklega í Vindási í Eyrarsveit.
(Skrif PS)
1901 Björg Pétursdóttir niðursetningur á Kaldárbakka, Kolbeinsstaðahreppi, Hnappadalssýslu.
(Íslendingabók og manntal)
1901 Andrea vinnukona á Görðum í Bervík, Ingjaldshólssókn, Snæfellsnesi.
(Íslendingabók og manntal)
1903
30. jan
Skúli Guðjónsson fæðist. Móðir hans Björg Andrésdóttir er systir Andreu ömmu PS.
(Íslendingabók)
1910 Björg í húsi Eggerts Lárussonar, Hólasókn, Norðurísafjarðarsýsla.
(Íslendingabók og manntal)
1910? Andrea og Björg koma að Ljótunnarstöðum frá Borðeyri. Skúli segir Björgu hafa verið um fermingu. (Frásögn Skúla Gðjónssonar á Ljótunnarstöðum)
1911
20.nóv
Anna Petrína Magnúsdóttir móðir Sumarliða, Magnúsar og Kristínar Margrétar deyr.
(Íslendingabók)
1913 Þeim systrum Björgu, Andreu og Katrínu tæmist arfur, rúmar 70 kr. í hlut
(skrif PS og Bréf Skúla)
1913 Þegar Björg er rúmlega fermd koma þær mæðgur til Ljótunnarstaða.
(Skrif PS eftir Skúla)
1914
5. des.
Sumarliði Guðmundsson og Björg Pétursdóttir ganga í hjónaband.
(Skrif PS)
1916

24.júlí

 

Fæddur Pétur Guðmundur sonur Sumarliða og Bjargar.
(Skrif PS)


Bolungavík

1916
haust
Pétur og Björg flytja inn á risloft í stóru timburhúsi sem þá var kallað Arngrímshús, seinna var þar símstöð.
(Skrif PS)

1916
haust
Björg ófrísk fer á spítala með tæringu. Eignast þar stúlkubarn sem deyr.
(Skrif PS)
1917
21. júlí
Björg Pétursdóttir deyr.
(Íslendingabók)
1918
5. des
Magnús P. Guðmundsson bróðir Sumarliða deyr.
(Íslendingabók)
1918
5. des
PS sá eini sem borinn er lifandi út af heimili Magnúsar. Magnús, kona hans og nýfætt barn létust öll.
(Skrif PS)
 
Sumarliði fyrir miðju í aftari röð.
1928 Kvígindisfjörður.
Pétur er dæmdur til að yfirgefa Bolungavík og má ekki fermast þar. Hann fer þá í Kvígindisfjörð og dvelur hjá systkinum sem þar búa. Árelíus elst upp á þessum bæ og segir frá því að þegar hann er að yfirgefa staðinn hittir hann Pétur sem er að koma til dvalar.
(Frásaga PS, Ævisaga Árelíusar Níelssgn)
Um 1930 Fermist í Flatey. Prestur þarf að drífa af fermingu því skipið bíður. Prestur þá líklega Sigurður Haukdal. (PS sagði VP)
  Pétur gengur út Djúpinu að Reykjaskóla. Fyrir kom að hann næði hesti og léti hvíla sig stuttan spöl með snæri fyrir beisli. Farið að dimma þegar hann nálgaðist Ljótunnarstaði en ljós í glugga. Þar vissi hann  af frænda sínum Skúla, syni Bjargar Eiríksdóttur, hálfsystur Andreu, og Guðjóns Guðmundssonar.

Skúli 25 ára 1928

Ljótunnarstaðir í Hrútafirði

Þeirra börn eru Hjörtur, Guðmundína Guðbjörg Guðjónsdóttir, Guðmundur og Skúli (athuga aldursröð)

1932-33 Reykjaskóli. Mynd af skólaspjaldi. Guðmundur Pétur Sumarliðason 16 ára.

Pétur notar hér nafnið Guðmundur Sumarliðason og er vinstra megin við ártalið 1932.

193? Kynnist Bjarna Bjarnasyni sem á sumarbústað í Kópavogi. Pétur vinnur í Digranesi og færi Bjarna mjólkina í bústaðinn. Þar er eitt sinn Ólína og er farið með ljóð Einars Ben og fleiri. Pétur er þar mjög vel heima - sem þeim fellur afar vel.

1939-40 P lýkur kennaranámi, GGí ráðskona hjá Jakobi. Um sumarið á Eb. PS og GGí giftast 30. okt. 1939. GÓP fæðist 31. mars 1940.
1940/41 Búa í herbergi á Laugavegi 42. P lýkur við kennaraskóla 1940 og er í farkennslu Fróðárskóla á Snæfellsnesi. G lýkur MR.

1941 P og G fara á reiðhjólum að Kolbeinsstöðum í Miklaholtshreppi að heimssækja Andreu. Ljósmynd frá 1941. (Frásögn Guðrúnar)

Andrea og Pétur

1941

Heimilisfólkið á Ljótunnarstöðum

1942-43 Pétur kennir á Barnaskóla Drangsnesi, Strandasýslu. BBP fæðist 3. mars 1942.
(Kennaratal)
1942? Pétur vinnur í Sultartanga - líklega hjá sauðfjárveikivörnum.

  Bjarni kemur í Sultartanga.

1941/44 P&G búa á Eyrarbakka, P er í farkennslu og bretavinnu. Hann var í burtu sumarið 44 og þegar hann kemur á Skúlagötuna kemur G til dyra á steypinum og þekkir hann þá hana ekki. (V hefur eftir G)
VP fæðist 12. okt. 1944.
1943-44 Pétur kennir við Vestur-Eyjafjallaskóla, Rangárvallasýslu.
(Kennaratal)
1944/48 P&G búa á Skúlagötu, P er í forfallakennslu í Austurbæjarskóla.
(Kennaratal)
PÖP fæðist 18. febrúar 1949.
1948 Andrea Andrésdóttir deyr á spítalanum í Stykkishólmi.
(Íslendingabók)
1948
-50
Fljótshlíð, barnaskóli. P skólastjóri
(Kennaratal)
1950
-51
Búið á Skúlagötu 58.
Guðrún og Vikar fara til Hollands til að fá smíðaða skó á Vikar.

1950 Flutt í Kópavog og fenginn landskiki hjá Bjarna Bjarnasyni - sem Bjarnhólastígurinn heitir í höfuðið á. Flutt var hús úr Ölfusi, skammt austan Hveragerðis og nálægt sunnan við veginn. Það var sett niður við Álfhólsveg og varð þar númer 60. Pétur og Guðrún nefndu húsið að Steinum. Nafnið var dregið af tveimur mjög stórum steinum í garðinum sunnan við húsið.

1950-55 Pétur vinnur hjá Kópavogsbæ. (Kennaratal)
1951-57 Guðrún vinnur fyrir Raforkumálskrifstofur og byrjar í föstu starfi hjá Orkustofnun.
(Búsetuskrá GGí)
1955-57 Skólastjóri við barna- og unglingaskóla Búðum Fáskrúðsfirði.
(Kennaratal)

Þar voru með honum Þorgeir Þorgeirsson, Sólrún… og
Birna K. Björnsdóttir hugsaði um okkur - alla vega í byrjun.

Hoffellið klettsvart yfir Fáskrúðsfirði.

1956
30. okt
Fæddur Guðmundur Þorgrímsson, sonur Péturs og


Birnu K. Björnsdóttur ljósmóður frá Brimnesi.

1957 GGí og PS flytja á Skúlagötu og P fær stöðu við Austurbæjarskóla.
(Búsetuskrá GGí)
1957-59 GGí og PS flytja á Bugðulæk 14. Aðalbjörg býr hjá þeim. Þorgeir kemur og les þýðingu sína á Sorbas. (Búsetuskrá GGí)
1959-1961 GGí og PS búa í Birkihvammi 19. Aðalbjörg býr með þeim. Björg fæðist 1961,
(Búsetuskrá GGí)
BP fæðist 7. september 1961.
1962 Kennari við Austurbæjarskóla (Kennaratal)

Kennarar við Austurbæjarskólann árið 1962.
Músaðu á myndina til að sjá nöfnin !!

1961-1972 GGí og PS búa á Skúlagötu 58.
(Búsetuskrá GGí)
1963-1970 Veðurathuganir í Jökulheimum
1972-1993 GGí og PS búa á Hlíðarvegi 16. PS deyr 5. september 1981.
(Búsetuskrá GGí)
1993-2013 GGí býr í Hamraborg 32. Deyr 2. júlí 2013.
(Búsetuskrá GGí)

Efst á þessa síðu * Forsíða * Upp í GGí-Yfirlit  * Upp í PS-Yfirlit