GÓP-fréttir

Myndir
ferð MK-fara 25.-26. september 1999
Ferðasagan: Þórsmörk - Álftavatn - Hrafntinnusker
Myndasíða  nr. 1 - nr. 2 - nr. 3 - nr. 4

Hér við Skagfjörðsskálahlað
skal nú forðast baðið:
GÓP og Jói eru að
athuga með vaðið.

LandRoverinn leggur í
langan, blautan, stríðan.
Veifar glaður Þórir því
það er rjómablíðan.

Ilmur berst af úrvals steik
- er þá margur hvatur.
Bratta fólkið brá á leik.
Bráðum kemur matur!

Senn er kominn kvöldfundur
- kannski vantar rósir -
en glaður opnar Guðmundur
grænna bauna dósir.

Fórum saman veg og vað
vafin Íslands-tónum,
hér er þessi hópur að
horfa einum sjónum.

Myndasíða nr. 1 - nr. 2 - nr. 3 - nr. 4
Ferðasagan: * GÓP-fréttir - forsíða