GÓP-fréttir

Myndasíða nr. 3
ferð MK-fara 25.-26. september 1999
Ferðasagan: Þórsmörk - Álftavatn - Hrafntinnusker
Myndasíða  nr. 1 - nr. 2 - nr. 3 - nr. 4

Uppfært 16.02.02 *

Tröllagjá og tryppager,
tré og landsins gæði -
Einhyrninginn yfir ber
allt á þessu svæði.

Inn með fjalli - undir tind
og á vinafundinn - .
Góð mér þykir þessi mynd
af Þórunni með hundinn.


Er á þessum eldastað
einstaklega natinn
Kristján yfirkokkur að
kræsigera matinn

Fundum þungan fossins gný
- fórum niðrí-móti -
og þar litum Laufa í
ljúfu Markarfljóti.

Myndasíða nr. 1 - nr. 2 - nr. 3 - nr. 4
Ferðasagan: * GÓP-fréttir - forsíða