GÓP-fréttir

Myndasíða nr. 2
ferð MK-fara 25.-26. september 1999
Ferðasagan: Þórsmörk - Álftavatn - Hrafntinnusker
Myndasíða  nr. 1 - nr. 2 - nr. 3 - nr. 4

Blíðast er á okkur yrt
allar Merkurstundir:
gróður brosir, kjarr er kyrrt,
Krossá ymur undir.





Hér er á - og eitt vað enn -
allt er þó í haginn:
Eins og Rúnar eru menn
ánægðir með daginn.

Og Jökulsá hún er jafnan kær
og jeppum leyfir hún - svona oftastnær
að komast yfir með engum stans
en er þó stundum með ísafans.

Vissulega hefur hann
Hvanná léttilega -
en hér verður sagt með sann:
sá er utan vega!

Nú inn með Stakkholti stefnum við
hjá Stakknum megum við raunar búast við
að Hvanná okkur ei gefi grið
og grýti bílunum út á hlið.

Myndasíða nr. 1 - nr. 2 - nr. 3 - nr. 4
Ferðasagan: * GÓP-fréttir - forsíða