Forsíða


Námskrár-torg * Námskeið fyrir framhaldsskólakennara:

Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
(Ágúst 1999-júní 2000)

4. lota: Hönnun námskrárgerðar - vettvangar og þátttakendur / Curriculum Planning: Levels and Participants

Minnisatriði með 6. kafla í bók H&W.

Saman-
tektir:
Útdráttur um innlegg frá Tyler, Walker og Eisner

Leiðarbækur í lotulýsingum námskeiðsins:
Lota nr. > 1 * 2 * 3 * 4

Drög að efnislista skólanámsskrár < Þetta er nokkuð ítarlegur atriðalisti með kaflaskiptingu. Uppsetningin er í formi yfirlitstöflu þar sem merkja má við atriði sem taka skal með, tilgreina hversu vinnu atriðisins er langt komið - eða lokið.

Hvað
meinar
...
Hvað meinar Aðalnámskráin? < Hér er lesin út úr markmiðssetningum Aðalnámskrár skilgreining hennar á þeim persónu-eigindum kennarans sem gera hann hæfan til að fylgja markmiðssetningunni eftir. Vísað er til vinnuskjals um þá greiningu sem aftur vísar til annars vinnuskjals þar sem skilgreining Aðalnámskrárinnar er lögð að nokkrum þekktum skilgreiningum í lýðræðis-röð. Þessi skilgreining á kennaranum er síðan notuð til að geta með góðri samvisku haldið utanfræða-markmiðum utan við fræðamarkmiðin til að geta síðan lagt ýmsar þekktar mælistikur við fræðamarkmiðin.

Með því að kennsluskilgreiningar hafa verið lagðar í lýðræðis-röð eftir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru - þá er gripið tækifærið til að setja upp dálítinn leik fyrir kennara til að íhuga hvar þeirra eigin kennsla raðast í lýðræðisröðinni. sá leikur er nefndur alvarlegi gamanleikurinn: Svona kennari er ég! Það skal tekið fram að engin dómur er lagður á hvort betra er að vera lýðræðislegur eða einræðislegur kennari. Raunar skal því í staðinn haldið fram - hér og nú - að allt fari það eftir margvíslegum aðstæðum og þeim samskiptum sem eru í gangi hverju sinni.

Þróun Námskrárbreytiferillinn < fjallar um lífs-hlaup námskrárbreytingar og þætti sem því tengjast. Þaðan er sérstaklega vísað í umfjöllun um aðferðir/líkön sem þróaðar hafa verið fyrir vinnu við breytingar á námskrá og til samanburðar á þeim aðferðum. Þá er einnig velt upp formi kennslugagna og kennsluleiðbeininga með nýrri námskrá og vísað í íhugun um þær viðtökur sem ný námaskrá getur átt í vændum í skóla. Í samhengi við námskrárbreytingar eru dregnir saman þættir úr þróunarsögu MK og sérstaklega rifjuð upp tilkoma tölvukennslunnar sem var námskrárnýjung og hvernig hún þróaðist í kjarnanáminu.
Námskrár-
leikurinn

og
persónur
hans
Hverjir eiga að þróa námskrána? < litið er yfir þá aðila sem hrærast í útkomu námskrárleiksins og íhuguð tengsl þeirra við þróun námskrárinnar. Þar er um að ræða kennara, skólastjórnendur, foreldra, nemendur, liðkendur og annan tiltækan liðsauka. Gerð er grein fyrir viðhorfi M&W til námskrárgerðar með því að lýsa námskrárgerðarleik Purves frá 1975.
Aðild útaðila
að mótun
starfskrár
skóla
GÓP hefur sett saman hugleiðingu um aðild útaðila að mótun starfskrár (framhalds)skóla með annars vegar íhugun á því að hvaða leyti viðkomandi aðili geti verið fengur fyrir samstarfið og hins vegar aðeins litið á hvernig þátttökusvið foreldra í störfum tiltekins íslensks grunnskóla virðast vera samkvæmt fréttablaði þess skóla. Áhugavert er að útbúa spurningalista á vefnum til að leita upplýsinga um raunverulegt viðhorf einstaklinga til umtalsverðrar þátttöku útaðila - til dæmis að spyrja hóp framhaldsskólakennara hvað einstaklingum hans þykir sér hæfileg þátttaka í mótun starfskrár þess grunnskóla þar sem börn hans stunda nám.
Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd.
GÓP Textinn hér fyrir neðan er fenginn frá Guðrúnu Geirsdóttur og Ingvari Sigurgeirssyni og inn í hann bætt á nokkrum stöðum texta sem merktur er upphafsstöfunum GÓP.
  Kennaraháskóli Íslands Framhaldsdeild  
35.00.03.993 Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
Sumarönn 1999

4. lota: Undirbúningur námskrárgerðar: Þrep og þátttakendur

 

Markmið lotunnar

Þátttakendur:

  • ... þekki ólík þrep námskrárgerðar
  • ... beri saman aðstæður til námskrárgerðar á Íslandi og í Bandaríkjunum
  • ... skilji mikilvægi kennara í námskrárgerð
  • ... taki afstöðu til þess hvort kennsla er listgrein eða vísindi
  • ... þekki helstu rannsóknir á því hvernig kennarar undirbúa kennslu
  • ... íhugi eigin undirbúning kennslu í tengslum við rannsóknarniðurstöður
  • ... þekki fyrirbærið SBCD, þær hugmyndir sem þar liggja til grundvallar og ígrundi eigin afstöðu til þessara aðferða
  • ... geri sér grein fyrir mikilvægi skólastjórnenda í námskrárgerð
  • ... þekki ólíka stjórnstíla skólastjórnenda
  • ... taki afstöðu til þátttöku foreldra og nemenda í námskrárgerð
  • ... tengi niðurstöður úr viðtölum við kennara eða nemendur við efni kaflans
 

Verkefni:

1. Lestur grunnbókar - leiðarbók.

2. Verkefni: Viðtöl við nemendur og kennara

  1. Lestur grunnbókar - leiðarbók
Í þessum kafla er fjallað um undirbúning námskrárgerðar frá nokkrum sjónarhornum. Sjónum er beint að þremur ólíkum þrepum námskrárgerðarinnar: Stefnumótun, skipulagningu námskeiða og námsbrauta og undirbúningi kennslustunda. Skoðað er við hvaða aðstæður undirbúningur kennslu fer fram og að hvaða marki mismunandi aðilar koma að þessu verki. Vikið er að þætti kennara, skólastjórnenda, foreldra, nemenda og utanaðkomandi ráðgjafa.

6.1 INNGANGUR / INTRODUCTION (bls. 186)

Lögð er áhersla á að það sé ekki tilgangur höfunda að gefa forskriftir, heldur fyrst og fremst að benda á mismunandi leiðir sem lesendur geti valið um. Einnig er undirstrikað hve þýðingarmikið sé að hugleiða hverjir eigi hlut að máli þegar verið er að taka ákvarðanir um hvað kenna skuli.

6.2 ÓLÍK ÞREP NÁMSKRÁRGERÐAR

Í þessum undirkafla leggja Marsh og Willis áherslu á lykilhlutver kennara, þetta gildi einnig þótt ákveðinn fyrirmæli séu í námskrá. Kennarar þurfa alltaf að taka mikilvægar ákvarðanir. Þrátt fyrir þetta leggja höfundar áherslu á að skoða þurfi námskrárgerð á ólíkum stigum hennar (frá "macro" til "micro")

Í kaflanum Policies and Programs: The Macro and Intermediate Levels, er fjallað um mismunandi þrep námskrárgerðar. Í þessari lýsingu er gengið út frá aðstæðum í Bandaríkjunum. Efsta stig (macro-stigi) vísar til almennrar stefnumótunar (dæmi stefnumörkun í Enn betri skóla). Á millistigi (intermediate) fer fram nánari skipulagning námsbrauta og námsfyrirkomulags (dæmi Aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla). Slík útfærsla gengur mislangt. Víða er henni fylgt eftir með útgáfu leiðbeininga (curriculum guides) þar sem gefin eru dæmi um markmið, inntak, kennsluaðferðir og viðfangsefni, auk ítarefnis.
  * Berðu þessa lýsingu á fyrirbærinu Curriculum Guides saman við umfjöllun um skólanámskrá á bls. 36-37 í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennum hluta.

* Hvað er sameiginlegt? Hvað greinir þessi fyrirbæri að?

* Hvaða ályktun má draga af þessum samanburði?

> >

GÓP: MW = M&W: Curriculum guides og SN = Skólanámskrá skal geyma (- skv Aðalnámskráin bls. 36-37):

MW SN Efnisþáttur:
Detailed list of goals and objectives

Nánari útfærsla á markmiðum og inntaksþáttum aðalnámskrár, svo og aðlögun þeirra að aðstæðum í viðkomandi skóla, og hins vegar staðbundin markmið og útfærsla þeirra með hliðsjón af ákvæðum aðalnámskrár.

Sérstök viðfangsefni skólans, svo sem áfengis- og vímuvarnir, umhverfismennt, jafnréttisfræðsla ofl.

A complete structure and sequence for the content to be taught

Skipulag, það er lýsingar námsbrauta, tengsl áfanga og námsgreina, samstarf kennara, sérstakar áherslur í starfi skóla, starfsáætlanir og skipan í námshópa eða bekki.

Specific, highly detailed teaching units, including examples of content, questions, and tests and quizzes.

Skipulag kennslunnar og kennsluaðferðir.

Tilhögun námsmats, reglur sem um það kunna að gilda, hvers konar vitnisburður er gefinn og á hvaða grunni hann byggist.

Nei Background information for teachers about the subjects to be taught, including follow-up references.
>> >> Skólanámskráin skal þræða ítarlegustu leiðina við framsetningu leiðbeininga til kennara og nemenda um kennslu. Þar skal þó ekki vera innifalin sérstök kennsluhandbók fyrir kennara. Hugsanlega bætist hún þó í safnið og verður þá aðeins aðgengileg fyrir kennara.

Aðalnámskráin gerir ráð fyrir að skólanámskráin sé unnin innan skólans. Það er sama viðhorf og M&W hafa til mikilvægis þess að kennararnir útbúi sjálfir þessar leiðbeiningar til þess að þær verði í senn raunhæfar og notaðar. Segja má að þessar leiðbeiningar verði til samans nokkuð nákvæm fyrirmæli um hvað eina sem lýtur að kennslu, prófum og mati. Ef árleg eða tíðari endurskoðun innan skólans og innan viðkomandi fagdeildar verður til virkara samráðs kennaranna um sjálfa framkvæmd kennslunnar getur þó svo til tekist að þessi uppskrift verði ekki hemill á frumkvæði og þróun innan deildarinnar. Hættan er þó fyrir hendi að þegar kennari gengur til samstarfs við svona skipulagða starfshætti láti hann höfundum skipulagsins eftir að huga að þróun þess. Einnig skiptir mjög miklu hvernig hann metur kjör sín því ef þau eru kröpp er aðlaðandi að notast við það sem þegar hefur verið skipulagt.

Nei Kennslu og nauðsynlega þjónustu við langveika nemendur
Nei Almennar skólareglur, byggðar á aðalnámskrá framhaldsskóla. Þar skal einnig fjalla um réttindi og skyldur skóla og nemenda, svo og reglur um skólasókn. Í skólareglum skal kveðið á um umgengni og hegðun nemenda í skóla, á samkomum á vegum skóla og á heimavist. Þar ber einnig að veita upplýsingar um viðurlög við brotum á skólareglum
Nei Starfslið skólans, menntun þess og starfsreynslu.
Nei Auk þess skulu birtar í skólanámskrá upplýsingar um ýmsa aðra veigamikla þætti skólastarfsins, s.s. skóladagatal, samskipti heimila og skóla, félagslíf, heilsugæslu, aðbúnað og aðstöðu, samskipti við aðila á vinnumarkaði eftir því sem við á.
x Birting upplýsinga verði með aðgengilegum hætti - til dæmis á á heimasíðu.
>> >> Auk upplýsinga um námsefni og kennslu á skólanámskráin að innihalda ítarlegar tilvistar-leiðbeiningar til nemandans og aðstandenda hans um skólasamfélagið og veruna á skólastað.

Í framsetningu M&W er ekkert sem mælir móti því að þessi atriði séu inni í skólanámskrá - það er einfaldlega ekki verið að fjalla um þau atriði í sama mund.

Hins vegar er það í samræmi við M&W að skoða alla vist nemandans í skólasamfélaginu sem námsvist í skólanum og þar með eru skólareglur og atferliskröfur til nemandans hluti af námskrá skólans.

Ákvæðin um að birtar skuli ítarlegar upplýsingar um starfslið skólans eru umhugsunar virði. Þau ættu að hvetja stjórnendur skólans til að ráða til sín sem best menntað starfsfólk því sá listi mun gefa skólanum eina af mikilvægari einkunnunum.

Svo virðist sem stóri mismunurinn á núverandi aðalnámskrár og þeim sem verið hafa í gildi sé sá að breyta skilgreiningu framhaldsskólans á sjálfum sér úr því að vera fagnámsskóli sem undirbýr til frekara náms í hverri fræðigrein til þess að verða uppeldisstofnun sem jafnframt undirbýr nemendur til frekara náms í sumum fræðigreinum. Stór hluti af því eru ákvæðin um mótun persónuleika nemendanna og aðgerðir til að draga úr brottfalli úr námi. Í þeim anda eru ákvæðin um þjónustu við langveika nemendur og stuðning við alla sem eiga við ramman reip að draga vegna fötlunar eða hefts þroska..

  Lestu undirkaflann Lessons: The Micro Level.

* Tengdu þessa umfjöllun við það hvernig þú undirbýrð þína eigin kennslu.

GÓP þykir þessi umfjöllun afar raunsæ og vel hafa tekist að ná til lýsingar á því sem raunverulega er gert í hita leiksins. Um þá hlið - hversu hátimbruð áætlun ytri aðila á allt sitt undir meðhöndlun kennarans í kennslustundinni - er engu við umfjöllun M&W að bæta. Auk þess þarf kennari ekki nema að gleyma sér nokkur andartök í kennslustundinni við það að athugasemd nemanda kveikir á hugrenningatengslum sem færir þyngdarpunkt stundarinnar til allt annars mikilvægis þannig að það sem eftir stendur hjá nemandanum er fjarri draumi útaðilans - jafnvel fjarri því sem kennarinn sjálfur vildi. Síðan eru það þessar eilífu fimmur. Hvað raunverulega situr eftir í hugskoti þess nemanda sem farið hefur gegnum kerfið á eilífum 4,5 ... ?

 

6.3 TEACHERS / KENNARAR

Hér er fjallað um áhrif kennara á hvað kennt er. Þeir ráða vitaskuld öllum úrslitum. Á þessu eru þó margar hliðar. Nokkrar þeirra eru reifaðar í kaflanum. Afar áhugavert er að velta fyrir sér sjónarhornum Green, Young o.fl. (bls. 189-190) um þann mun sem getur verið á stefnu og framkvæmd og íhuga hvort þetta eigi í einhverjum tilvikum við hér á landi.

  Framlag til þessarar umræðu er að finna í þessari heimild:

Vefrit: Ingvar Sigurgeirsson: Námsefni: Þarfur þjónn eða harður húsbóndi?

  Á bls. 189-190 er umræðunni vikið að undirbúningi kennslu (námskrárgerð) sem skapandi viðfangsefni - sem listgrein (Stenhouse). Einnig er vikið að því sjónarmiði hvort vænlegra sé að líta á þetta viðfangsefni sem vísindi (Zahoric). Þessi sjónarmið eru mjög áhugaverð og eðlilegt að hver og einn taki afstöðu til þeirra. Hið sama gildir um kennara sem mótandi aðila í undirbúningi eða hvort þeir líta fremur á sig sem "handlangara" fyrir aðra.
GÓP Hver er þín skoðun?

GÓP telur að í framhaldsskólanum séu fjölmargir kennarar mjög vel menntaðir í sinni kennslugrein. Þeir hafi sífellda spurn uppi um boðskap kennslubókar. Þeir hafi því að mestu eigin línu sem bæði fagþekking og kennslureynsla hafi fægt og noti kennslubækur á þann hátt sem best nýtist til að ná fram þeirri fagþekkingu hjá nemendum sem þeir stefni að. Mat á því mögulega og því æskilega endurnýist sífellt af nýjum miðum við þá nemendur sem fari gegnum námið. Þessir kennarar líti því alls ekki á sig sem handlangara fyrir aðra..

Er kennsla list eða vísindi? Kennsla er list sem unnt er að styðja, efla og betrumbæta með ráðum sem sækja má til vísinda og til reynslu annarra. Þekking á viðtakandanum og eðli viðbragða hans styður líka iðkun þeirrar listar að kenna og ná til viðtakandans. Til eru dæmi um kennara sem reynast afbragðs vel án þess að hafa nokkru sinni til kennslu lært og einnig eru dæmi um kennara sem lært hafa hvaðeina en aldrei tekist að kenna. Að sjálfsögðu eru kannski enn fleiri dæmi um hið gagnstæða en dæmin sem hér voru tekin styðja mína uppsetningu á meðan gagnstæðu dæmin segja einfaldlega ekkert um hana. Leikarinn á sviðinu er dæmi um aðra starfsstétt sem iðkar list og sem notið getur margs góðs af vísindum listgreinar sinnar.

  Í kaflanum How Teachers Plan (bls. 190-192) er fjallað um rannsóknir á því hvernig kennarar undirbúa kennslu.
  * Gerðu þér grein fyrir meginniðurstöðum þessara rannsókna.

GÓP hefur fléttað niðurstöðurnar hér inn í lengri skilgreininguna á starfi kennarans.

* Finnst þér lýsing höfunda á því hvernig kennarar standa að undirbúningi sanngjörn? Kannast þú við þær aðstæður sem þeir lýsa? Koma þessar hugmyndir heim og saman við þína eigin reynslu?

GÓP: M&W hækka í áliti hjá mér þegar ég les hjá þeim svona raunsannar lýsingar á því hvernig kennarar sinna starfi sínu frá degi til dags.

  Vakin er athygli á því að í bókinni ...

* Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Að mörgu er að hyggja. Handbók um undirbúning kennslu. Reykjavík, Æskan ... er fjallað um undirbúning kennslu frá ýmsum hliðum.

  Í undirkaflanum Interacting with Other Faculty (bls. 192-193) er vikið að samstarfi kennara við undirbúning. Hér gefst enn tilefni til samanburðar við aðstæður í skólum hér á landi.

Kaflinn Site-Based Mangement and School-Based Curriculum Development, tengist beint meginviðfangsefni þessa náms. Þarna eru kynnt til sögunnar tvö lykilhugtök Site-Based Mangement, eða SBM og School-Based Curriculum Development (SBCD). Einkum á síðarnefnda fyrirbærið, SBCD, erindi við okkur þar sem því má halda fram að það liggi til grundvallar þessu námskeiði. Því er áríðandi að staldra við lýsingu höfunda á forsendum þess að takast megi að vinna í anda SBCD og útleggingum þeirra á þeim meginhugmyndum sem byggt er á.
GÓP:  Ætlast er til þess að þátttakendur á þessu námskeiði kunni glögg skil á þessum hugmyndum og taki til þeirra afstöðu.

GÓP: Í orðalista hef ég reynt að gera grein fyrir þessum hugtökum en núna er ég hreint ekki viss um hvert er viðfangsefni SBM þegar viðfangsefni SBCD er hið sama nema með námsefnið í brennidepli. M&W leggja áherslu á að ekkert breytingastarf getur maður fengið út úr þeim einstaklingum sem finna sig engu ráða. Þess vegna þurfi hver sá sem vald hefur í topphúfuröðinni að gæta þess að gefa þeim frjálsar hendur sem starfa að námsefnisþróun innan skólans. Stjórnendur skólans þurfi að forðast skipanir og stjórnunarsemi og þess í stað veita liðsinni og aðstoða með því að (1) hjálpa til við að gera grein fyrir markmiðum skólastarfsins, (2) skapa þau skilyrði sem þarf til að þeir sem vinna að námsefnis- og námskrárþróuninni nái sem bestum tökum á viðfangsefninu og þeim geti unnist vel og (3) afla skólastarfinu stuðnings ytri aðila. Sjá einnig hér á eftir um heppileg vinnubrögð stjórnenda skóla.

  Í köflunum Educational Policies and Priorities of School Districts (bls. 195-196), Organizational Policies of Individual Schools (bls. 196) og Societal Pressures (bls. 196-197) er fjallað um ýmsa þætti sem hafa áhrif á möguleika kennara til að skipuleggja námskrá og kennslu eftir eigin höfði.
GÓP:  Finndu dæmi um fyrrgreinda þætti sem hafa áhrif hér á landi.

GÓP: Þeir þættir sem M&W nefna eru:

  • hversu frjálsar hendur kennarar hafa til að ráða, móta og skipuleggja námsefnið
  • hversu frjálsar hendur kennarar vilja hafa um námsefnið
  • hversu frjálsar hendur kennarar hafa persónuleg tök á að hafa á námsefninu miðað við menntun þeirra sjálfra. Þar er nefnt hvernig skortur á kennurum í tiltekinni námsgrein kallar á ítarlegri leiðbeiningar fyrir þá kennara sem hlaupa undir bagga án nægrar menntunar í greininni. Þetta á ljóslega við víða í grunnskólakerfinu þar sem kennsla er framkvæmd af einstaklingum sem ekki hafa umtalsverða menntun í því sem þeir eru að kenna.
  • yfirleitt sé hægara að víkja frá settri námsefnisslóð í bandarískum grunnskóla heldur en á næsta skólastigi fyrir ofan vegna staðlaðra námsáfanga og landsprófa. Hugsanlegt er að þetta eigi einnig við hér á landi en nú eru liðin þrjátíu og sjö ár síðan ég kenndi í barnaskóla og þrjátíu ár síðan ég kenndi í unglingaskóla/gagnfræðaskóla svo ég er ekki alveg dómbær á það hversu raunhæfir möguleikar eru á því að víkja frá troðinni slóð í námsefni og miðlun þess í grunnskólanum. Í framhaldsskólanum miðar kennarinn ætíð við að nemandinn standi sig ekki lakar en nemendur frá öðrum framhaldsskólum þegar hann kemur í háskólann og þess vegna er ætíð tekið mið á viðfangsefni fyrsta námsárs háskóla. Í sumum námsgreinum geta verið ýmsar leiðir að því marki en færri í öðrum. Enn er þó stúdentspróf í skólunum samið af kennurum greinarinnar sem gefur þeim nokkra vik-möguleika. Ljóst er að stefnt að stöðluðu stúdentsprófi innan fárra ára og það mun stöðva möguleika kennara til umtalsverðrar fjölbreytni í námsefnisleiðum.
  • Umhverfi kennarans í skólanum krefst þess að hann valdi ekki truflun. Þessi krafa getur jafnvel orðið svo hörð að kennara er í raun meinað að leita aðstoðar við að halda uppi aga - því það veldur truflun hjá stjórnendum skólans og truflar einnig mynd þeirra af skólanum. Einnig er auðvitað að í kennarahópi eru sumir kennarar öðrum þyngri í vægi þegar ákveða skal hvort horfa skal til breytinga. Eldri kennarar geta auðveldlega sest á nýja kennara sem ekki eru þeim mun harðari af sér. Þess eru líka dæmi að velheppnaðar tilraunir í yngri bekkjum grunnskóla þjóta sem vindur um eyru annarra kennara sem taka við börnunum í eldri bekkjum og beita þeim aftur á það námsefni sem tilraunin hafði löngu afgreitt.
  • Sífelldur áróður er í gangi í samfélaginu um áherslur og ný fræði sem kenna ætti í skólum. Þannig hafa nú síast inn í skólana kröfur sem hrint er í framkvæmd með nýrri aðalnámskrá um stefnumörkun í umhverfismálum, fíkniefnamálum, tóbaksvarnamálum og svo framvegis. Segja má að oddvitar þessara þrýstihópa hafi náð að koma áróðri sínum á framfæri við löggjafann því í þessu dregur aðalnámskráin dám af nýsettum lögum. Þessi þróun er í sjálfu sér eðlileg og lýðræðisleg þótt örðugur yrði róðurinn ef allar hugdettur fykju inn í námskrá skólans.
  Ekki er um það deilt að skólastjórnendur gegna lykilhlutverki varðandi þróun námskrár, hver í sínum skóla. Í kaflanum fara höfundar skilmerkilega yfir þetta hlutverk, auk þess sem þeir fjalla um stjórnunarhæfileika og ólíkan stjórnunarstíl.
  Berðu stjórnendur í eigin skóla saman við þá flokka sem tilgreindir eru í Mynd 6.2 á bls. 201.

GÓP: Stjórnendur eru sífellt bornir saman við og tengdir hinum ýmsu einstrengingsformum stjórnenda þótt í raun séu allir stjórnendur á hverjum degi lengri og skemmri tíma í hverju einu af slíkum formum. Það á jafnt við um stjórnendur MK og aðra.

- H&W um stjórnendur skóla.

  Lestu grein Hauks Viggóssonar. 1999. Skólastjórar í klípu. Ný menntamál, 17 (1):6-11. Í greininni er fjallað um yfirgripsmiklar samanburðarrannsókn á skólstjórum í Svíþjóð og á Íslandi. Hugleiddu niðurstöður Hauks með hliðsjón af Mynd 6.2 á bls. 201.
  6.5 PARENTS / HLUTUR FORELDRA

Afskipti foreldra af skólastarfi hafa farið mjög vaxandi í grunnskólum Ný Aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla ætlar foreldrum aukinn hlut. Margt bendir til þess að þessi þróun muni halda áfram.
GÓP Hugleiddu þau sjónarmið sem nefnd eru í þessum kafla og athugaðu Mynd 6.3 (bls. 203) sérstaklega vel.

* Hverjir af þeim þáttum sem nefndir eru á Mynd 6.3 hafa komið við sögu í þínum skóla?

GÓP - Í MK hafa samskipti við foreldra verið á 1. stiginu sem lýst er í töflunni. Enda þótt samskipti við foreldra fornámsnemenda séu umtalsverð eru þau þó öll á því sama stigi.

* Hver er þín skoðun á því hversu víðtækt foreldrasamstarf á að vera í framhaldsskólum?

GÓP - telur að foreldrasamstarf á framhaldsskólastigi eigi heima á 1. stigi töflunnar. Með hækkuðum sjálfræðisaldri er eftirlitshlutverk foreldra meira en áður var og þar með samstarfsskylda skólans við foreldra. Samstarf hefur verið við foreldra í MK um langt skeið til að viðhalda samfellu í eftirliti með námsframvindu yngri nemenda skólans. Það samstarf kveikir umræðu með kennurum og foreldrum og þar af koma hugmyndir sem horfa til ýmissa breytinga í starfsemi skólans.

Um tiltekin atriði í starfsemi skóla getur verið nytsamt að fá viðhorf foreldra - svo sem um það hvort herða eigi eftirlit með áfengisnotkun á dansleikjum sem haldnir eru á vegum nemendafélaga eða hvort taka eigi upp breyttar áherslur í félagsmálum nemenda sem eru undir sjálfræðisaldri. Fleiri spurningar geta vaknað um hvað eina sem snertir starfsemi skólans. Slíkra viðhorfa má þá afla með ýmsum tækjum viðhorfskannana og ekki síst á félagsfræðasviði skólans.

  Áhugaverð grein um samskipti heimila og skóla (grunnskóla):

* Kristinn Breiðfjörð. 1994. Samskipti heimilis og skóla: forsendur og umfang. Ný menntamál, 12. árg.; 1. tbl., bls. 12-19. Sjá einnig á þessari vefslóð.

  6.6 STUDENTS / HLUTUR NEMENDA

Í kaflanum eru rakin helstu rök með og á móti því að nemendur séu hafðir með í ráðum um nám og kennslu. Þetta er áhugavert í íslensku samhengi.
GÓP Hver er þín afstaða til þeirra sjónarmiða sem rakin eru í kaflanum?

* Hverju getur þú bætt við þessa röksemdafærslu?

GÓP þykir alltaf best að skýra það sem finnst í athugunum og könnunum á einfaldasta mátann. Þannig sér hann ekki að dæmisögur um velheppnaðar veruleika-fléttur inn í kennsluvettvanginn og viðfang nemendanna sé meira en dæmi um list þess kennara sem þar var að verki. Slík list er mikilsverð og er nýtanleg í hlutfalli við færni kennarans. Oft er unnt að kenna tiltekin atriði með mismunandi aðferð þar sem val um aðferð lítur út fyrir að vera þátttaka í stjórnun og þá er afbragð að nota tækifærið og leyfa val. Þess utan er mat sem endar með vali einn veigamesti námsþáttur hverrar námsgreinar.

Ekkert af þessu rökstyður þátttöku nemenda í formlegum ákvörðunum um námsefni eða hvernig það skuli kennt. Hins vegar hafa nemendur mjög sterk óbein áhrif á alla kennslu. Það gerist með því móti að kennarinn lærir á nemendurna og þeir læra á hann. Hann miðar því miðlun sína við nemendahópinn og miðlun hans er ekki sú sama í tveimur hliðstæðum samtíma bekkjum.

* Hvaða áhrif hafa nemendur í framhaldsskólum á nám og kennslu?

GÓP: Auk hinna óbeinu áhrifa sem áður voru nefnd hafa nemendur mikið sjálfræði um val námsbrauta og um námsgreinar innan brautanna. Þess utan hafa nemendur bein áhrif á margvíslega starfsemi skólans utan kennslustofa. Þeir eiga fulltrúa í skólastjórn og taka þar upp bæði mál sem snerta alla nemendur og einnig málefni einstakra nemenda ef þeim sýnist svo.

* Hvaða áhrif eiga þeir að hafa sbr. nýja aðalnámskrá?

GÓP hefur ekki séð þess getið í aðalnámskránni að nemendum sé ætlað að hafa hönd í bagga um námsframboð skóla eða miðlun þess. Hins vegar er þátttaka þeirra í stjórnun skólans tiltekin og á þeim vettvangi er þeim opin aðgangur að öllu því sem skólastjórn tekur til umræðu og meðferðar. Nokkuð sjálfgefið sýnist GÓP það vera að ekki komi öll mál til umræðu og afgreiðslu í skólastjórn.

* Hver er þín skoðun?

GÓP hefur þá skoðun að það fyrirkomulag sem hér hefur verið lýst að ríkjandi sé í framhaldsskólanum, sé ágætt.

Allt fyrirkomulag er í sífelldri þróun með því að samfélagið þróast og yngri kennarar leysa hina eldri af hólmi. Með nýju fólki koma nýjar hugmyndir. Sumar nýju hugmyndirnar eru gamlar afturgöngur - sem eðlilegt er. Jafnvel gamlar afturgöngur geta slegið í gegn á meðan eldmóður fylgir þeim eftir en á sama hátt geta frábærar nýjar hugmyndir koðnað niður ef mönnum er ætlað að framkvæma þær án þess að þær hafi hlotið viðunandi undirbúning.

Sem sagt: þróunin er sífelld. Við sitjum öll í strætisvagni þróunarinnar. Hann er hins vegar langur vagninn sá og við sitjum sum framarlega en önnur aftar og út um gluggana er ólíkt útsýni. Leið vagnsins er LEIÐIN en hvorki sú besta né sú rétta. Hlutverk okkar er að skynja og skilja og halda áfram - inn í frumskóginn.

Maður þarf líka að ná sáttum við þá tilfinningu sína að maður sitji á brostinni undirstöðu, fái misvísandi skilaboð og allt sé í raun í nokkru uppnámi þar sem enginn viti til hlítar. Maður þarf að gefa þeirri tilfinningu sinni þá einkunn að hún beri vott um jákvæða spennu sem tengist fagnandi forvitni sem færi okkur sínýtt skemmtilegt skref nær gefandi viðkomustöð ... á leiðinni ... .

  6.7 EXTERNAL FACILITATORS / UTANAÐKOMANDI AÐILAR

Í kaflanum er rætt um þýðingu utanaðkomandi aðila í námskrárgerð (ráðgjafa, leiðbeinenda). Vert er að huga að því að þetta nám á einmitt að efla hæfni ykkar í að taka að ykkur slík hlutverk. Skoðið listann á Mynd 6.5.
  * Hvernig stendur þú gagnvart þessum atriðum?

GÓP skilur nú ekki þessa spurningu en heldur að lýsing þessarar superpersónu eigi dável við hann ... .

 

6.8 CONCLUDING COMMENTS / NIÐURLAG

Í niðurlagsorðum leggja höfundar áherslu á námskrárgerð sé alltaf ákveðin "þrautaganga". Því er ekki ólíklegt að stundum komi upp þörf á að leita utanaðkomandi aðstoðar. Eðlilegt viðfangsefni á þessu námskeiði er að smíða töflu eins og þá sem birt er á bls. 213 (Mynd 6.6).

GÓP hefur íslenkað þessa töflu en ekki staðfært.

  2. Viðtöl við nemendur og kennara
Að þessu sinni er val á milli tveggja verkefna:
  1. Viðtal við nokkra kennara: Undirbúningur kennslu

Í 6. kafla er m.a. fjallað um hvernig kennarar undirbúa kennslu og þá þætti sem helst hafa áhrif á undirbúningin.

Semdu spurningar, með hliðsjón af kafla 6.3, sem þú telur endurspegla vel þau sjónarmið sem þar koma fram. Taktu viðtöl við tvo til þrjá samkennara þína. Greindu þessi viðtöl. Að hvaða marki samræmast þær upplýsingar sem þú færð frá þeim efni kaflans? Hvað kom þér á óvart? Skrifaðu stutta greinargerð um helstu niðurstöður.

Æskilegt er að þið hafið samstarf um spurningarnar. Samstarfið má gjarnan fara fram á málstofunni.

  2. Viðtal við hóp nemenda: Áhrif á námskrá?

Taktu viðtal við tvo til þrjá hópa nemenda. Hafðu þrjár til fjóra nemendur í hverjum hópi.

* Hvað finnst þeim um námið (inntak og aðferðir)?

* Hvað finnst þeim vanta?

* Telja þeir að nemendur eigi að hafa eitthvað um nám og kennslu að segja?

* Skilja þeir röksemdir að baki þeim viðfangsefnum sem þeir eru að glíma við í skólanum?

* Gera nemendur sér grein fyrir því hver ákveður hvað kennt er í framhaldsskólum?

Bættu við spurningum sem þú telur áhugavert að fá svör við.

Legðu mat á viðtölin og fjallaðu um niðurstöður þínar með hliðsjón af þeim hugmyndum sem settar eru fram í kafla 6.6

  Umfang þessara verkefna: 5-10 bls. ef um einstaklingsverkefni er að ræða. Gætið þess að hafa inngang, látið spurningar ykkar koma fram, gefið dæmi um svör eftir því sem ástæða er til og gætið þess að tengja umfjöllun ykkar við lesefnið.
  Hér kemur lýsing á viðbótarverkefni vegna 4. lotu (einkum ætlað þeim sem ekki hafa tök á að ná viðtölum við nemendur eða kennara).

Verkefnið er þetta:

Að hvaða marki eiga foreldrar, nemendur og aðilar utan skólans ("atvinnulíf", stéttarfélög, þrýstihópar) að koma að skólanámskrárgerð að þínum dómi? Hver er æskileg aðild hvers hóps fyrir sig? Hvernig er unnt að fá fram álit og viðhorf einstakra hópa?

Ræddu þessar spurningar með hliðsjón af
a) köflum 6.3, 6.5, 6.6 og í bók Marsh og Willis,
b) aðstæðum í þínum skóla eða annars staðar þar sem þú þekkir til.

Ef við á: Settu fram tillögur um þetta samráð.

GÓP hefur sett saman hugleiðingu um aðild útaðila að mótun starfskrár (framhalds)skóla með annars vegar íhugun á því að hvaða leyti viðkomandi aðili geti verið fengur fyrir samstarfið og hins vegar aðeins litið á hvernig þátttökusvið foreldra í störfum tiltekins íslensks grunnskóla virðast vera samkvæmt fréttablaði þess skóla. Áhugavert er að útbúa spurningalista á vefnum til að leita upplýsinga um raunverulegt viðhorf einstaklinga til umtalsverðrar þátttöku útaðila - til dæmis að spyrja hóp framhaldsskólakennara hvað einstaklingum hans þykir sér hæfileg þátttaka í mótun starfskrár þess grunnskóla þar sem börn hans stunda nám.

Efst á þessa síðu