GÓP-fréttir

Námskrár-
 torg

Forsíða


7. kafli í H&W * upptöku-ferlið

Snaraður - útdráttur - bls. 221 - 229 * 229 - 238 * 238 - 239

Um þennan kafla - upptökuferlið
Þú ættir að ...
Nokkur sjónarhorn - A - B - C
7.1 Inngangur
7.2 Nokkrar skilgreiningar og sjónarhorn: Hvað er átt við með upptöku nýs eða breytts námsefnis?
7.3 Áhrifavaldar á upptökuferlið: Hvaða atriði auðvelda upptöku breytinga?
7.4 Fylgst með upptökuferlinu: Hvað er það sem gerist þegar nýtt námsefni er tekið í notkun?
7.5 Rannsóknir á upptökuferlinu: Sérstakar athuganir.
7.6 Upptakan studd: Margar rannsóknir - nokkrar vísbendingar.

Nokkrar umtalsverðar aðferðir hafa verið notaðar á næstliðnum áratugum. Ýmist beinast þær að hópnum sem starfar að upptökunni eða að einstökum kennurum. Þær fjórar helstu eru:

7.7 Að lokum

7.6 Upptakan studd
Hvaða skilning sem menn kunna að leggja í upptökuferlið er það staðreynd að það nær sjaldnast fram að ganga á viðunandi hátt nema því sé lagt lið. Mjög hefur verið rannsakað hvernig því liðsinni megi sem best við koma. Ekki hefur alltaf komið verulega áþreifanlegt út úr þeim rannsóknum en samt má í þeim finna áhugaverðar vísbendingar.

Stuðningur
ríkis og
héraðs
Mörg sæmi eru um ríkisstuddar námsefnisnýjungar. Dæmi eru um að skólahéruð hafi fengið sérstaka hvatningu til að taka upp námsefnisnýjungar sem framleiddar hafa verið af útaðilum. Öðrum sinnum hefur ríkið lagt til fjármuni til að standa straum af kostnaði við að fá útaðila til liðs við heimaframleiðslu nýr námsefnis. Crandall (1988) skiptir þessu liðsinni í þrjá meginhluta sem hann nefnir sýnikennslu, mat og kvisun.
ESEA
1965
The Elementary and Secondary Education Act var upphaf nokkuð athafnasams tímabils ríkisaðgerða í fræðslumálum. Í kjölfarið fylgdu sérverkefni eins og Follow Through, Right-to-Read og Bilingual Education. Þar með fylgdu fjármunir til skóla að nota til að bæta aðstöðu nemenda með sérþarfir.
> 1965

Sýnikennsla
=
demonstration

Upphaflega - í lok 7. áratugarins - var markmiðið ekki einvörðungu að aðstoða börn með sérþarfir heldur einnig að finna heimagerðar nýjungar sem hægt væri að taka mið af og færa út til annarra skóla.

Þetta var sýnikennslu-stigið. Gert var ráð fyrir að kennarar í skólunum mundu vilja nota - og gætu með auðveldum hætti notað - góð kennsluupplegg sem aðrir kennarar hefðu búið til. Það sýndi sig hins vegar að það sem virkaði vel við einar aðstæður gat átt erfitt uppdráttar annars staðar. McLaughlin (1989) skrifar - við skoðun á Rand-skýrslum:

Þegar þessum annars ólíku verkefnum var hrundið í framkvæmd var það hald manna að meira fé eða betri hugmyndir myndu gera kennurum fært að bæta kennslu og nám í sínum heimaskólum. Reynslan sýnir að þetta var ekki raunhæf hugmynd.

> 1970

Mat
=
evaluation

Skömmu eftir 1970 er komið annað hljóð í strokkinn. Breytingar og nýjungar eru nú nákvæmlega hannaðar og vegnar og metnar - einkum með tilliti til þess hvernig þær myndu bæta nám nemendanna. Ótal rannsóknir voru framkvæmdar til að svara spurningunni um það hvort breytingin mundi í raun virka og hvort hún svaraði kostnaði.

Grunnhugmynd hins opinbera við þessa viðamiklu undirbúningsstarfsemi var sú að ef tilraunir og rannsóknir sýndu að þær kenndu nemendum betur - og væru ódýrari - þá myndi þeim verða tekið opnum örmum.

Því miður tóku þessar hugmyndir ekki mið af óförum sýnikennslunnar. Ennfremur var hér um að ræða algjört ofmat á möguleikum fræðslu-rannsókna á að leggja fram óyggjandi svör við þessum tveimur meginspurningum um kennsluágæti og kostnaðarstig. Það er kaldhæðnislegt að gríðarlegu fé var varið í árangurslausa leit að leiðum til að sýna fram á að kennsluaðferðirnar væru góðar og ódýrar - þ.e. hagkvæmar.

> 1975

Kvisun
=
disemination

Eftir 1975 tóku yfirvöld upp þá stefnu að viðhafa skipulega kvisun. Þetta var þó með dálítið nýjum hætti. Áður hafði kvisunin gengið út á hugmyndir, upplýsingar og sérstakar aðferðir en nú var miðað við heil og samstæð verkefni sem taka skyldi upp meira og minna án aðlögunar.

Mörg verkefni voru unnin með þessum hætti og sum notuðust við fleiri tegundir kvisunar svo sem að nota námsefnisþróara sem sýnikennara, sem venjulega voru virkir kennarar, og um leið aðra kvisendur innan héraðsins til að liðka til fyrir upptökunni innan héraðsins. Þeim aðilum var ætlað að hjálpa skólafólkinu til að skilgreina þarfir sínar og vekja athygli þeirra á því að til væru lausnir sem hentuðu og síðan að sjá til þess að þeir gætu fengið aðstoð og þjálfun til að nota þessar lausnir í eigin kennslu.

>1980
- 2000

Skiptar
skoðanir

Á þessum áratugum var fé til fræðsluþróunar stórlega skorið niður. Jafnframt færðist frumkvæðið í þessum efnum æ meir frá ríkisstjórninni til fylkisstjórnanna - (frá Alríkisstjórninni til ríkjanna í Bandaríkjunum). Þessi tilfærsla var mjög í samræmi við margvíslegar ályktanir og skýrsluniðurstöður á næstliðnum árum. Mörg fylkin höfðu til dæmis aukið stórlega fé til menntamála þrátt fyrir harðnandi tíma þrengri fjárhag og notað féð til að bæta námsefni og bæta æðri menntun sem og menntun í grunnskólanum.

Skiptar skoðanir voru um mörg viðhorf og einnig um vensl samkvæmni og aðlögunar.

Aðferðir
til
stuðnings
við
upptöku
s: 240-256
Nokkrar umtalsverðar aðferðir hafa verið notaðar á næstliðnum áratugum. Ýmist beinast þær að hópnum sem starfar að upptökunni eða að einstökum kennurum. Þær fjórar helstu eru:

7.7 Að lokum
Mikill munur getur verið milli skóla á því hvernig áætlað nýtt námsefni skilar sér í gegnum kennslu til nemenda. Sumir kennarar fallast á að breyta litlu af því sem nýjungin mælir fyrir um en aðrir vilja laga meira að því sem þeir telja nemendunum fyrir bestu. Viðhorf kennara geta verið afar mismunandi milli skóla. Það eina sem virðist víst í þessu efni er það að engin ein aðferð er rétta aðferðin. Ekkert útlit er fyrir það að töfralausnin finnist og á næstliðnum árum hafa menn gert sér æ betur grein fyrir því hversu hátt flækjustigið er í almennri breytingu og sérstaklega í upptöku nýjunga í skólum. Það er því rétt að fara fram með gát, reyna að gera sér grein fyrir fleiri atriðum og gefa út færri forskriftir.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Námskrártorg