Jólakveðjan 2005

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða GÓP-frétta 
*  


Ljómar sunna lengri dag,
litar næturkjóla.
Heill þér gefi góðan hag,
- gleði árs og jóla.


 

.. ..
út í óvissuna ...

 

- -

Gistigjöld
í Skagfjörðsskála
eru
kr. 1500
 

 

Þórsmörkin
7. - 8. janúar 2006

Áætlun
Laugardagur 7. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Athuga þó - að farið verður
hálftíma fyrr ef
viðrar til
Eyjafjallaskreppu.
- -
Sunnudagur 8. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.

 .

Hafðu meðferðis sprek á eldinn
og innlegg á kvöldvökuna

Sendu hér póst!!

Bestu kveðjur - GÓP

.. ..
Gamansögur jólapóstsins
Úr Gamanbók GÓP
>> http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/
Barnalesbók Mbl 2005:
Pabbi, ég held að kennarinn viti að þú hjálpar mér heima.
Hvers vegna dettur þér það í hug?
Hann sagði við mig í dag að þetta væri meiri vitleysa heldur en ég gæti sett saman hjálparlaust.
Ísl. fyndni II (1934) eftir Gunnar Sig. frá Selalæk:
Þegar Gísli Ólafur Pétursson, héraðslæknir á Eyrarbakka, sótti um læknishéraðið risu nokkrir menn á móti honum og söfnuðu undirskriftum til að fá hann til að taka aftur umsóknina.
Eitt af því sem notað var gegn Gísla var að hann væri svo þungur að enginn hestur gæti borið hann. Í rauninni var hann hins vegar grannvaxinn og fremur lítill vexti.
Þegar hreppstjórinn í Ölvushreppi sá héraðslækninn í fyrsta skipti varð honum á orði:
"Það hlýtur að vera þungt í honum pundið!"
Gummi litli var 9 ára að koma úr sunnudagaskólanum. Amma spyr hann hvað hann hafi lært. "Það var um einhvern Móses," sagði Gummi. "Hann var ísraelskur skæruliðaforingi bak við víglínuna í Egyptalandi. Hann var mikil hetja og tókst að komast úr landi með alla sína menn. Þegar þeir komu að Rauðahafinu lét hann í skyndi byggja brú yfir svo allir komust. Þá komu Egyptarnir á eftir og út á brúna en Móses sendi orrustuflugvélar sem sprengdu brúna í loft upp svo þeir týndust allir."
"Ja, hérna," sagði amma. "Ertu viss um að presturinn hafi sagt þetta svona?"
"Nei, - en ef ég segði frá því eins og hann gerði þá mundi sko enginn trúa mér."
Hann var á leið með konuna og börnin í sumarfrí austur yfir Skeiðarársand en áður en kom að Skeiðarárbrú þurfti nú endilega að springa á bílnum. Það hefði sosum verið í lagi hefði hann ekki gleymt tjakknum heima. Hann beið nokkra stund en engir bílar voru á ferðinni enda farið að kvölda. Hann ákvað að ganga austur til bæja og fá lánaðan tjakk.
Fyrst gekk hann og naut blíðunnar og fegurðar himinsins. Svo fór hann að undirbúa sig undir að koma til bæja og átti í huganum prufusamtöl við bóndann:
"Má ég fá lánaðan tjakk?" mundi hann segja og bóndinn mundi svara: "Gjörðu svo vel."
Það væri nú ekki alveg víst að bóndinn væri með tjakkinn við höndina. Ef til vill er tjakkurinn hans í bílnum hans og bíllinn í láni. Þá segir bóndinn: "Þar fór í verra, en ég skal hringja á næsta bæ og fá lánaðan tjakk hjá þeim."
Kannski mundi hann ekki vera svona greiðvikinn. Kannski segir hann: "Hvers konar borgarskepna er á ferðinni yfir Skeiðarársand án þess að vera með tjakk!?" eða jafnvel að hann segir: "Ferðamönnum er ekki treystandi fyrir nokkrum hlut nú orðið. Þú verður að setja tíu-þúsund-króna tryggingu."
Sem hann er í huganum kominn í þessa svörtu glímu við bóndann kemur hann í hlað, gengur upp tröppur og ber að útidyrum sem óðara er lokið upp - en hann er búinn að fá meira en nóg af óbilgirni bóndans svo hann öskrar um leið og bóndinn opnar dyrnar: "Þú getur sjálfur átt þinn andskotans tjakk!"
Ísl. fyndni I (1933) eftir Gunnar Sig. frá Selalæk:
Kjarval bjó einu sinni á hóteli í erlendri verslunarborg. Efnaður íslenskur kaupmaður var þar á ferð og settist að á sama hóteli. Þeir Kjarval urðu málkunnugir og biður kaupmaður hann að mála af sér mynd. Kjarval lofar því og byrjar strax á myndinni.
Þegar myndin er næstum fullgerð kemur kaupmaðurinn til Kjarvals að skoða hana og lætur vel yfir. Síðan fer hann að tala við Kjarval um hans einkamál og segir meðal annars að það sé alltof dýrt fyrir Kjarval að búa á hóteli. Hann eigi að búa úti í bæ, helst á einhverju ódýru matsöluhúsi.
Kjarval svarar því engu.
Litlu síðar fer hann með myndina til kaupmannsins. Hann lítur á hana og segir:
"Það ber mikið meira á grænum lit í myndinni heldur en þegar ég sá hana síðast."
"Alveg rétt" sagði Kjarval. "Ég gaf henni dálítið grænni blæ eftir að ég kynntist yður betur."
Fréttabréf ÖBÍ 4/94:
Litla dótturdóttirin kom til ömmu sinnar og spurði: "Amma! Hvað heitir það þegar fólk sefur hvort ofan á öðru?" Amma komst í mikinn vanda en sagði loks að það héti að elskast. Daginn eftir kom dótturdóttirin til ömmunnar og sagði: "Amma! Þú sagðir vitlaust í gær. Það heita kojur!"
Hörður Zophaníasson í júní 2005:
Í árdaga Kópavogs var Finnbogi Rútur Valdemarsson oddviti og óþreytandi hjálparhella íbúanna. Eitt sinn hringdi ungur íbúi til ljósmóðurinnar og sagði henni að kona sín væri komin að því að fæða. Hún spurði: Er vatnið komið? og maðurinn svaraði nei, en Rútur lofaði því strax eftir helgina.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða *