Jólakveðjan 2011
hér sækirðu prentvænt eintak á pdf-skjali
Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða GÓP-frétta 
*  


Yfir grund og yfir hríð,
yfir vetur stinnan
ósk þér berst um yndistíð
utan lands og innan.

 

 
út í óvissuna ...

- -


 

Þórsmörkin
6. - 8. janúar 2011

Áætlun:
Föstudagur 6. jan.
undanfarar skoða færið og kynda skálann.
- -
Laugardagur 7. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 8. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.

..Grillhátíð á laugardagskvöldi

..

..Veisla og gisting - kr. 8.000

Sjá hér nánari lýsingu!!


Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur 


Muna!!
.

að hafa meðferðis sprek á eldinn
og innlegg á kvöldvökuna

Bestu kveðjur - GÓP

.. ..

Gamansögur
jólapóstsins

Úr Gamanbók GÓP
>> http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/

Meðferðis
Helgi Seljan: 1001 gamansaga.
Þegar sölumaðurinn strunsaði upp í bílinn sinn og hvarf frá bænum fór Jói inn til ömmu sinnar og spurði hvernig væri með búskapinn í himnaríki.
Hvers vegna spyrðu að því hróið mitt? spurði amma þá.
Afi hætti við að kaupa skítadreifarann, sagði Jói.
Nú-já? sagði amma.
Sölumaðurinn spurði afa hvort hann héldi að hann kæmist inn í himnaríki með peningana sem hann væri að spara, sagði Jói.
Jæja - ?
sagði amma.
Já, sagði Jói. En afi hélt að það yrði ekki auðveldara að komast þangað með skítadreifarann.

AAADD
Í netpósti frá Færeyjum.
Ég hef á seinni árum verið plagaður af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er. Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp:

Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er.
Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo ég gleymdi því ekki.
Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á uppáhaldsþáttinn "Sex in the City".
Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera!!!

Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið kalt á eldhúsborðinu.
Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".

Tungumál
Úr Snælandsskóla
Nemendur höfðu kveðið upp úr með þarfleysi þess að læra tungumál.
Ótal rök voru auðvitað fyrir því í heimi innlendra dagblaða, sjónvarps sem þýðir allt erlent tungutak og í bókmenntaheimi sem þýðir á móðurmálið allt sem vert er að lesa.

Kennarinn hlustaði áhugasamur. "Jaaa" sagði hann - og "sko" sagði hann. "Þetta eru verðugar athugasemdir. Skoðum málið" - sagði hann - á meðan hann sneri sér rólega að vinstri hluta töflunnar og fór að teikna þar mynd af nokkuð stóru húsi. Smám saman skýrðist myndin og hann lýsti henni með nokkrum tilburðum og leit til hópsins títt til að hjálpa öllum að fylgjast með.

"Þetta er gömul hlaða. Hér á gaflinum eru dyr og yfir þeim sjáið þið nokkuð stóran glugga. Það er nú ekki neitt nýtilegt hey í hlöðunni og mjög gott rými fyrir músafjölskyldu sem þar býr. Það eru músamamma og músapabbi og 15 músabörn - nokkuð misstór. Þau stærstu að verða fullvaxta en þau minnstu bara agnarsmá."

Kennarinn færir sig nú yfir á hægri hlið töflunnar og teiknar þar. "Hér eru kornstæður á kornakri." Það eru auðvitað aðeins þétt lóðrétt strik en með kornríkum toppum. Frá hlöðudyrunum er töluverð leið yfir í kornakurinn.

"Músamamma vekur athygli músabarnanna og spyr þau hvort ekki sé ráð að fara nú í göngutúr út í akurinn og fá sér að borða - og óðar er það samþykkt - meira að segja kallinn maldar ekki í móinn.
Þau leggja af stað"
og kennarinn bendir með krítarkroti hvar gat er neðst á hlöðudyrunum og þegar öll hersingin er komin út teiknar hann mynd af strollunni. Stærst og fremst er músamamma en síðan hver gangandi á fætur öðrum - og sísmækkandi uns aftast er bara pínu lítill hnoðri.

"Og - sjáið hér uppi í glugganum. Hér er kötturinn! Nú sýnist honum bera vel í veiði. Hann gerir í einni svipan áætlun um að stökkva niður og komast aftast í röðina. Éta hana síðan alla saman aftan frá. Fyrst þessi pínupons og svo áfram og gæða sér síðast á stóra bitanum, músamömmu sjálfri. Og með það sama stekkur hann af stað, niður stiga, fram gólfið, út um um gatið á hurðinni og á eftir hópnum."

"En sem hann er að komast í aðstöðuna og er meira að segja byrjaður að æfa ginvöðvana, opna og loka og opna meira og meira - þá lítur músamamma við og sér hvað til stendur. Hún fer nú snarlega þessa leið"
- eftir krítarlínu sem kennarinn dregur - "í sveig til hliðar við halarófuna uns hún kemur að kisu. Þar setur hún snjáldrið að eyra kisu og segir:

VOFF!!

Kisu greyinu bregður auðvitað alveg ferlega og flýr í ofboði í skjól við hlöðuna"
eftir skyndistriki kennarans - sem segir: "Það getur sko aldeilis skipt máli að kunna önnur tungumál."

Endalaust

Helgi Sæmundsson var eitt sinn spurður hvað hann mundi gera ef hann lenti á eyðieyju allslaus nema með eitt fransbrauð.

Eftir stutta íhugun glaðnaði yfir honum: „Ég mundi bíta í annan enda brauðsins og síðan í hinn. Eftir það mundi ég borða það endalaust."
 

Bakhjarlinn

Presturinn flutti hjartnæma útfararræðu og lýsti meðal annars þeim dásemdum sem biðu manna hinum megin. Í erfidrykkjunni var drukkið fleira en kaffi. Þá fóru menn að þrengja að presti og vildu vita hvernig hann gæti fullyrt svona um himnadýrðina.
Prestur varðist lengi vel - en sagði loks:
"Ja, - ég veit svo sem ekkert um þetta, en það er nú samt einhver andskotinn á bak við þetta allt saman."

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða