Jólakveðjan 2012
hér sækirðu prentvænt eintak á pdf-skjali
Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða GÓP-frétta 
*  


Senn mun lægsta sólarlog
sveipa fjöll og hóla -
- eigðu gleði, gæfu og
góðar tíðir jóla.

 

 
út í óvissuna ...

- -


Sjá hér nánari lýsingu!!

Þórsmörkin
5. - 6. janúar 2011

Áætlun:
Föstudagur 4. jan.
undanfarar skoða færið og kynda skálann.
- -
Laugardagur 5. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 6. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.


Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur 


Muna!!
.

að hafa meðferðis nesti og vetrarbúnað,
sprek á eldinn og innlegg á kvöldvökuna

Bestu kveðjur - GÓP

Jólablandan

Úr Gamanbók GÓP-frétta
>>
http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/

Upphafið

      Jæja Jói minn, hverjir voru fyrstu mennirnir?
      Það vori þeir Ingólfur og Hjörleifur.
      Nei, vinur. Það voru þau Adam og Eva.
      Nú? Eru útlendingar taldir með?

Skápurinn

      Gummi, Halli og Siggi sátu að spilum. Þegar Gummi þarf að skreppa á klósettið byrja félagar hans að pískra.
      Aumingja Gummi, segir Halli. Sonur hans er hárgreiðslumaður og hommi. Engin framtíð í því. Sonur minn er efnilegur á fjármálamarkaðnum. Hann er ekki nema 29 ára og þegar hann fór í afmæli til vinar síns um daginn gaf hann honum glænýjan BMW.
      Það er nú ekkert - segir Siggi. Sonur minn er orðinn mjög umsvifamikill í fasteignabransanum, aðeins 27 ára, og þegar hann fór í afmæli hjá félaga sínum um daginn gaf hann honum nýja íbúð í Skerjafirðinum.
      Gummi kemur inn og spyr: Missti ég af einhverju?
      Nei, segja hinir, við vorum bara að tala um strák­ana okkar.
      Já, segir Gummi. Ég varð fyrir dálitlu áfalli þegar strákurinn minn kom út úr skápnum - en hann plumar sig vel. Hann er með tvo í takinu núna. Annar gaf honum glænýjan BMW og hinn gaf honum íbúð í Skerjafirðinum.

Múrar Jeríkó

      Bjössi skólastjóri var að kenna biblíusögur og spurði hver hefði brotið niður múra Jeríkó. Siggi - sem alltaf var kennt um allt - stóð upp og sagði að það hefði hann sko alls ekki gert.
      Seinna sama dag þurfti Bjössi að fara á fund í fræðslu­nefndinni og í ljósi umræðunnar sagði hann frá þessu til skýringar um börn eins og Sigga - sem kennt er um allt.
      Formaðurinn vildi ekkert heyra um Sigga og sagði:
Það skiptir engu hver gerði þetta - við látum bara gera við það strax.

Kúreki?

      Fullorðinn karlmaður kom inn á Texas-bar og fékk sér einfaldan viskí. Þegar hann renndi niður hálfluktum augum og leyfði líkamanum að njóta dropans gekk til hans glæsileg kona og spurði: Ertu kúreki?
      Maðurinn horfði á konuna íhugandi, lagaði kúreka­hattinn á höfðinu, strauk snjáðar leðurbuxurnar og hagræddi skambyssunni um leið og hann byrjaði svarið:
      Ég held það. Ég hef unnið á nautgripabúgarði í þrjátíu ár. Ég hef verið upp um fjöll og heiðar á eftir nautgripum og unnið þau verk sem til hafa fallið við að hjálpa þeim að draga fram lífið erfiða vetur og fitna í sumarhögum, halda frá þeim villidýrum, hjálpa þegar burður gengur illa og brennimerkja kálfa. Já, ég held að það megi segja að ég sé kúreki. En - segðu mér, hvað ert þú?
      Konan sagði: Ég er lesbía.
      Hvað merkir það? spurði maðurinn.
      Það merkir að ég er alltaf að hugsa um konur. Ég hugsa um konur þegar ég vakna á morgnana, þegar ég klæði mig, fer í bað, borða, er að vinna, útbý kvöldmatinn og þegar ég fer upp í rúm á kvöldin - þangað til ég sofna - og þá dreymir mig konur. 
      Maðurinn horfir á konuna sem kveður hann og víkur sér burt.
      Hann snýr sér að barþjóninum og biður um annan tvöfaldan. Þegar barþjónninn réttir honum glasið spyr hann manninn: Ertu kúreki?
      Ég hef
alltaf haldið það, segir maðurinn, en núna veit ég að ég er lesbía.

Bækur - ?

Fyrir 1970 var talstöðin á einni rás sem allir heyrðu og þar var óviðeigandi að nefna áfengi. Eitt sinn hringdi Pétur Sumarliðason úr Jökulheimum í gegnum talstöðina í vin sinn í Reykjavík. Á samtalið hlustuðu allir þeir sem höfðu talstöðvar - og skildu hvað um var að vera.

      Mundirðu ekki gera mér þann greiða að senda mér bækurnar sem ég lánaði þér? spyr Pétur.
      Hvaða bækur?
segir vinurinn. Ég man ekki eftir þessum bókum.
      Allt í lagi,
segir Pétur þá og vill brydda upp á öðru í samtalinu.
      Pétur minn, segir vinurinn þá, ég man ekki eftir neinum bókum sem ég hef fengið að láni frá þér. Ég er alveg viss um að ég er ekki með neinar bækur í láni frá þér. Þig misminnir þetta.
      Já,
segir Pétur, líklega misminnir mig þetta. Heyrðu - þakka þér fyrir spjallið. Blessaður.
      Pétur minn. Ég er alveg viss um að þetta er eitthvert misminni hjá þér. Það eru engar bækur hérna hjá mér sem ég hef fengið frá þér,
segir vinurinn enn.
      Loks tekst Pétri að slíta samtalinu.

      Þá heyrir hann strax í stöðinni kall frá kunningja sínum sem staddur er á Langanesi:
     Pétur, - dálítið var hann tregur -

 

*  *  *

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

 Forsíða