Jólakveðjan 2015
hér sækirðu prentvænt eintak á pdf-skjali
Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið.

Jólakveðjan

* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða GÓP-frétta 
*  

 


Stjörnur lýsa, lengst er nótt,
logn um fjöll og hóla,
óskum - meðan allt er hljótt -
öllum góðra jóla.

Gleðileg jól!
og farsæl komandi ár!
Hjartans þakkir fyrir hlýjan hug
og vinsamleg samskipti.
Gísli Ólafur og Ragna Freyja

 
út í óvissuna ...

- -


Sjá hér
nánari
lýsingu!!

Þórsmörkin
9. - 10. janúar 2016

Áætlun:
Föstudagur 8. jan.
undanfarar skoða færið og kynda skálann.
- -
Laugardagur 9. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 10. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.


Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur 


Muna!!
.

að hafa meðferðis nesti og vetrarbúnað,
sprek á eldinn og innlegg á kvöldvökuna

Bestu kveðjur - GÓP

Jólablandan

Úr Gamanbók GÓP-frétta
>>
http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/

Platar mig nú ekki - af netinu

Giftur maður átti í ástarsambandi við einkaritarann sinn. Dag einn ákváðu þau að fara heim til hennar þar sem þau áttu ljúfa eftirmiðdagsstund - og sofnuðu útkeyrð. Klukkan er orðin átta þegar þau vakna og maðurinn byrjar að klæða sig á fullu en biður ástkonuna að fara fyrir sig með skóna út og nudda þeim í grasið og moldina. Hún skilur ekki hvað er á seyði en gerir eins og hann segir. Hann skellir sér svo í skóna og blússar heim.
Hvar hefurðu eiginlega verið??! spyr konan um leið og hann kemur inn.

Elskan, ég get ekki logið að þér. Ég á í ástarsambandi við einkaritarann minn. Við áttum yndistíma heima hjá henni í allan dag og sofnuðum að lokum og ég vaknaði ekki fyrr en klukkan 8.

Konunni verður litið á skóna hans og segir: Góði minn, þú platar mig nú ekki. Þú hefur stolist í golf.
 

Bílageymslan

Ljóskan kom í bankann niðri á Manhattan og bað um 1000 dollara lán til skamms tíms.
Allt í góðu lagi með það - sagði lánastjórinn, en geturðu sett einhverja tryggingu?

Ljóskan gekk út að glugganum og benti á glæsibifreið sem þar stóð blikandi - og spurði hvort hún dygði? Sjálfsagt sagði lánastjórinn og starfs¬maður bankans fór út með henni og færði bifreiðina inn í vörslu bankans.

Mánuði síðar kom ljóskan aftur, greiddi dollarana 1000 ásamt 10 dollurum í vexti og kostnað. Þegar hún bjóst til að fara komu boð frá bankastjóranum sem bað hana að finna sig. Þegar hún kom á hans fund sagðist hann hafa kynnt sér hennar góðu fjárhagsstöðu og spurði hann hvers vegna hún hefði óskað eftir þessu láni.

Hún spurði: þekkirðu aðra aðferð til að fá örugga geymslu fyrir bílinn þinn á Manhattan í mánuð fyrir aðeins 10 dollara?

Drífðu þig! – frá mömmu

Konan kom heim og segir við manninn: "Veistu hvað! Heldurðu ekki að ég hafi hitt hann Gunna - þú manst, sem ég var svo skotin í hér áður. Það var nú meira stuðið á honum. Hann var að fara með vinafólki sínu í sumarbústað um helgina og bauð mér með. Auðvitað dettur mér ekki í hug að fara - en ég var bara alveg búin að gleyma honum."

Maðurinn svarar: Já, það var gaman. Heyrðu, drífðu þig bara með þeim í sveitina. Það verður fróðlegt og spennandi að rifja upp gömlu kynnin.

Konunni brá nokkuð við þessa hvatningu eiginmannsins en þegar hann lét sig hvergi þá sló hún til og dreif sig í sumarbústaðinn með Gunna og vinum hans. Þegar hún kom aftur síðdegis á sunnudeginum var hún ekki alveg eins upprifin: Þetta var nú ekki eins gaman og ég hélt, segir hún við manninn. Ég var alveg búin að gleyma hvað mér fannst hann hræðilega leiðinlegur.
Eftir dálitla stund segir hún svo: Heyrðu annars, hvers vegna varstu að æsa mig upp í að fara með honum Gunna?
Ég skal segja þér það segir hann. Það var þannig að þann morgunn hafði ég einmitt fundið nýja skó inni í skáp hjá mér og áttaði mig ekki á því hvers vegna þeir voru þar alveg ónotaðir. Ég fór þess vegna í þeim í vinnuna. Þegar ég kom heim var ég alveg búinn að vera í fótunum. Ég hafði nefnilega gleymt því að ég gat aldrei notað þá því þeir meiddu mig svo mikið. Þá komstu heim og sagðir mér frá Gunna. Ég taldi víst að einhverju hefðirðu gleymt.

. giftast ... - Eyjólfur Eyfells, listmálari

Unga ástfangna parið lenti í bílslysi og bæði dóu. Þau tókust í hendur og leiddust upp mjóa veginn og komu að Gullna hliðinu. "Gjörið svo vel" sagði Sankti-Pétur og tók þeim elskulega. Piltinum fékk hann strax vistarveru í piltasambýlinu en stúlkan fékk inni í kvennablokkinni skammt frá.

Langt og skammt eru afstæð hugtök í himnaríki en þar kom að hjónaleysunum þótti aðlaðandi að gifta sig og leituðu til Péturs. Hann kvað það sjálfsagt og bað þau bíða meðan hann aðeins brá sér frá. Eftir allanga stund kom hann aftur og var dálítið kindarlegur en sagði að því miður var ekki hægt að gifta þau þá stundina. En komið fljótt aftur - þá verður þetta allt í lagi.

Þau koma aftur til Péturs nokkru síðar en allt fer á sömu leið. Þau láta langt líða áður en þau koma í þriðja sinni og Pétur biður þau enn að doka meðan hann bregður sér frá. Þegar hann kemur inn aftur og segir að þetta sé enn ekki hægt ganga þau á hann og spyrja hvers vegna ekki?

- Það er sko - þetta með prestana segir Pétur - það er nefnilega enginn kominn ennþá.

Finnast ekki - Guðlaug Vala sem var 11 ára fyrir löngu-löngu

Hvers vegna finna hvítabirnirnir ekki mörgæsirnar?
??
Vegna þess að mörgæsirnar eru á Suðurskautslandinu en hvítabirnirnir á norðurpólnum!

 

Jólakveðjan

* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

 Forsíða