Jólakveðjan 2013
hér sækirðu prentvænt eintak á pdf-skjali

Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

 

Forsíða GÓP-frétta 
*  

 


Bráðum koma blessuð jólin
birtir hug og gleðjast magar -
tindri stjörnur, tungl og sólin,
til þín streymi góðir dagar
.

Gleðileg jól!
og farsæl komandi ár!
Hjartans þakkir fyrir hlýjan hug
og vinsamleg samskipti.
Gísli Ólafur og Ragna Freyja

 
út í óvissuna ...

- -


Sjá hér
nánari
lýsingu!!

Þórsmörkin
11. - 12. janúar 2014

Áætlun:
Föstudagur 10. jan.
undanfarar skoða færið og kynda skálann.
- -
Laugardagur 11. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 12. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.


Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur 


Muna!!
.

að hafa meðferðis nesti og vetrarbúnað,
sprek á eldinn og innlegg á kvöldvökuna

Bestu kveðjur - GÓP

Jólablandan

Úr Gamanbók GÓP-frétta
>>
http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/

Syndin * Helgi Seljan: 1001 gamansaga bls. 146

Presturinn var á heimleið og mætti Sigga, nágranna sínum, blindfullum.
     Sigurður minn, sagði presturinn með umvöndunartóni. Við munum ekki verða saman á himnum.
    
Siggi leit hvasst til hans og sagði:
     Þótt þú hafir eitthvað misstigið þig skaltu bara fara með bænirnar þínar. Ég skal svo tala máli þínu við Pétur.

Skiptimyntin * Frá Högna

- Hvernig var hjá þessum ódýra tannlækni þínum?
- Hann dró úr mér tvær tennur.
- Hvað segirðu?! Þú ætlaðir bara að láta draga eina.
- Já - en ég var bara með þennan nýja tíuþúsundkall og hann gat ekki gefið til baka.

Bláu náttfötin * Helgi Seljan: 1001 gamansaga bls. 150

Rétt fyrir starfalok á föstudeginum hringdi ungi eiginmaðurinn í ungu eiginkonuna og sagðist þurfa að fara með viðskiptavin í veiðiferð og bað hana að taka fyrir sig til veiðitöskuna og sitt lítið smávegis af fatnaði.
     Heyrðu, sagði hann, settu líka niður bláu náttfötin mín.
     Já, elskan, sjálfsagt, sagði unga eiginkonan.
Hann kom á slaginu fimm, greip veiðitöskuna og fataskjóðuna og kom ekki aftur fyrr en að viku liðinni, dauðþreyttur en himinlifandi yfir veiðiferðinni sem hafði verið erfið og allur fengur gefinn til hjálpar bágstöddum.
     Heyrðu, sagði hann svo. Hvað var með bláu náttfötin sem ég bað þig sérstaklega að setja niður?
     Já, elskan, svaraði hún, þau eru efst í veiðitöskunni.

Annað gildismat

Þegar kaupmaðurinn missti konuna sína fór hann að endurmeta stöðuna. Verslunin gekk vel, húsið hans var stórt og nýtt og einkasonurinn var vel giftur og þau áttu tvö yndisleg börn. Hann ákvað að gera þeim vel. Hann eftirlét syninum verslunina fyrir málamyndagreiðslu sem aldrei var raunar innt af hendi og hann bauð þeim báðar hæðir hússins en flutti sjálfur upp í tvö herbergi í risinu. Þau voru hjartanlega þakklát og gleðin geislaði af þeim.
     Þegar árin liðu varð þessi tilvera æ hversdagslegri og þar kom að gamla manninum fannst veruleg breyting orðin á viðmóti sonar síns og fjölskyldu hans í sinn garð. Það var orðið engu líkara en þeim þætti hann vera orðinn eins og niðursetningur á heimili þeirra. Þetta féll honum afar þungt.

Notar þurrkinn

Gamli afdalabóndinn keypti loksins þvottavél sem gerir allt sjálf, þvær, vindur og þurrkar. Öll fjölskyldan horfir á vélina þvo sinn fyrsta þvott heima í kjallaranum. Allt í einu fer að hvína í henni og hún byrjar að hoppa um gólfið. Hana ber í áttina að útidyrunum.
     Hvað er hún nú að gera? spyr gamla konan.
Bóndinn sér það strax:
     Hún er auðvitað að fara að hengja út á snúru.

Hann ræddi þetta stundum í trúnaði við fornvin sinn sem þótti hér komið í illt efni. Eitt sinn þegar þeir hittust sagði vinurinn að þeir skyldu taka til sinna ráða. Hann hafði tekið með sér í pappírspoka eina milljón króna í seðlum sem hann lét kaupmanninn hafa og sagði:
 
    Í kvöld kem ég í heimsókn til ykkar. Ég þekki son þinn vel og hann er ágætlega stæður. Þegar við höfum allir spjallað saman stutta stund þá ber ég upp erindið sem er á þann veg að ég eigi í skammtíma erfiðleikum með fjármögnun og bráðvanti eina milljón strax.

Á eyðiey * ÖBI - 4. tbl. 1997

Dani, Svíi og Íslendingur urðu skipreika á eyðiey og voru orðnir illa haldnir þegar á ströndina rak lampa einn, heldur óhrjálegan.

Þeir stóðu saman í sandinum og fægðu lampann og þá kom úr honum andi sem bauð hverjum og einum að fá uppfyllta eina ósk.

Daninn óskaði sér strax að komast heim til sín í Danmörku og var umsvifalaust horfinn. Svíinn óskaði sér á sama hátt heim til Svíþjóðar.

Þá stóð Íslendingurinn einn eftir og sagði:
     Mikið skelfing er ég einmana. Það vildi ég óska að þeir félagar mínir væru komnir aftur.

     Í sama bili stóðu þeir aftur allir þrír í sandinum.

     Það mun sjálfsagt standa í syni þínum að verða við þeirri málaleitan að lána mér þá peninga. Þegar það er sýnilega komið í þrot þá skalt þú ræskja þig og koma hógværlega til skjalanna og bjóðast til að lána mér upphæðina. Eftir viðeigandi gleði mína ferðu upp til þín og dvelur þar dálitla stund en kemur svo aftur niður og lætur mig hafa þessa peninga.

      Þetta gekk nú eftir. Vinurinn kom í heimsókn og fór fram á skammtímalán sem sonurinn sá engin ráð til að verða við. Gamli kaupmaðurinn kom þá til skjalanna og bauðst til að leysa vandann. Hann fór upp í risið og kom all nokkru seinna niður aftur með eina milljón í peningum sem hann lét vin sinn hafa.
     Eftir þetta gerbreyttist viðhorf sonarins og eiginkonu hans til gamla mannsins. Nú varð sambúðin eins og hann væri aftur orðinn dýrmætur hluti fjölskyldunnar.

Þegar hann dó flýttu þau hjónin sér að kanna herbergin hans nánar. Þar fundu þau ekkert fémætt - aðeins umslag sem stílað var til þeirra. Í því var þessi vísa:

Ég er farinn allra veg
- ykkar kæra hlýhug finn -
okkar tíð var yndisleg
- einkum seinniparturinn.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

 Forsíða