Jólakveðjan 2007
hér sækirðu prentvænt eintak á Word-skjali
Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *
  

Forsíða GÓP-frétta 
*  


Tvöþúsund og sjö er senn
siglt úr hugans inni
okkur færði æ - og enn
indæl vinaminni.

 

.. ..
út í óvissuna ...

 

- -

Gistigjald
í
Skagfjörðsskála
er
kr. 2000
 

Þórsmörkin
4. - 6. janúar 2008

Áætlun
Föstudagur 4. jan.
undanfarar skoða færið og kynda skálann.
- -
Laugardagur 5. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 6. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.


Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur 


Muna!!
.

að hafa meðferðis sprek á eldinn
og innlegg á kvöldvökuna

Bestu kveðjur - GÓP

.. ..
Gamansögur jólapóstsins
Úr Gamanbók GÓP
>> http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/
Í ljósið
Lögregluþjónninn ákvað að hjálpa manninum sem leitaði lyklanna sinna undir ljósastaurnum og þeir skriðu þar hring eftir hring - en alveg árangurslaust. Loksins gafst hann upp og spurði: "Ertu viss um að þú hafir týnt þeim hér?"
"Nei, nei. Ég týndi þeim þarna í húsasundinu en þar er bara ekkert ljós."
Tvær eða fjórar? * Kom af netinu.
Jón er á gangi þar sem Kyrrahafið skolar fjörusanda Kaliforníu þegar hann hrasar um gamalt lampahró. Hann tekur lampann upp og strýkur af honum óhreinindin. Óðar birtist andi sem segir: Allt í lagi, allt í lagi - þú losaðir mig úr lampanum. Hvað með það - !! Þetta er nú í fjórða sinnið í þessum mánuði sem ég er dreginn úr lampanum og ég er orðinn leiður á þessu óska-veseni. Það er af og frá að þú fáir þrjár óskir. Allt og sumt sem þú getur fengið er ein ósk!
Jón hjaðnar niður - en fer svo að hugsa sig um. Loks segir hann: Mig hefur alltaf langað svo mikið að fara til Hawaii. Hins vegar er ég svo flughræddur að ég get alls ekki farið með flugvél. Ég er líka svo sjóveikur að það getur ekki gengið að fara þangað með skipi. Gætirðu kannski byggt fyrir mig brú svo ég geti ekið þangað með konuna og börnin í sumarleyfinu?
Andinn hlær að honum og segir: Vertu raunsær, maður! Þetta er ómögulegt! Hugsaðu aðeins um hvað þarf til! Ímyndaðu þér hvílík ósköp þyrftu af steypu og stáli! Veistu hve Kyrrahafið er djúpt? Nei, - finndu þér einhverja skynsamlega ósk.
Nú verður Jón hljóður en hugsar svo drykklanga stund. Loks segir hann: Ég hef verið giftur fjórum konum sem allar hafa skilið við mig. Þær hafa sagt við mig að ég skildi þær ekki. Mér mundi þykja mjög til bóta að skilja pínulítið í konum, - geta áttað mig á hvað er að þegar þær segja bara að maður viti það - en maður hefur ekki hugmynd um það, vita hvað þær eru að hugsa þegar þær setja á mann þagnarmúrinn og hvernig yfirleitt er hægt að gera þeim til geðs.
Þá segir andinn: Akreinarnar - viltu tvær eða fjórar?
Prins Polo

Presturinn settist við veitingaborð í Kringlunni og horfði á mannlífið og gladdist við tilhugsunina um að snæða Prins-Pólóið sem hann hafði keypt sér. Glæsileg stúlka vekur athygli hans og spyr hvort hún megi tylla sér við borðið því önnur eru ekki laus. Prestur tekur þessu vel því hann er kurteis maður og ekki síður við glæsilegar ungar stúlkur og hann þekkir að hún er fermingarbarn hans.

Innan skamms sér hann að stúlkan brýtur helminginn af Prins-pólóinu rétt sisona eins og ekkert sé. Honum bregður í brún en lætur þó ekki á neinu bera og brýtur helming þess sem eftir er og nýtur þess. En þá sér hann að stúlkan klárar það sem eftir er.

Þetta líkar honum ekki vel. Hann hugsar þó að best sé að kenna stúlkunni nokkra lexíu og teygir sig yfir í samlokuna hennar, bítur úr henni stóran bita og leggur aftur á diskinn hennar. Þá stendur hún upp og tekur með sér það sem eftir er og er úr þessari sögu.

Presturinn horfir á mannlífið í Kringlunni á meðan hann jafnar sig á þessari ókurteisi æskunnar en stendur að lokum upp og gengur út í bílinn sinn. Þegar hann leitar í vasa sínum að bíllyklinum kemur dálítið á hann þegar hann dregur þar upp sitt eigið Prins-Póló. 

Hæfilegur fyrir Jónas * Björn vélstjóri á Ljósafossi
Í árdaga voru vegir erfiðir um mýrarfláka og eðjusund upp að Laugarvatni. Þá var Ólafur Ketilsson í ferð með fólk og flutning. Hann kom að vondu mýrarsundi og sagði: Hér fara allir út og bera flutningin yfir. Einn farþeganna var Jónas frá Hriflu. Ólafur hlóð farangri og flutningi á farþegana. Þar var einn pokinn öðrum stærri. Þessi hæfir þér, Jónas, sagði Ólafur. Jónas bar sitt pund eins og allir aðrir og yfir komust bíll, farþegar og flutningur.
Einum um of
Þeir Pekki og Johvan voru í sinni árlegu Helsinkiferð. Þetta var í heimsstyrjöldinni og þegar þeir höfðu verið á því í tvo daga réðust Rússar á borgina með miklu sprengjukasti svo víða voru gríðarlegar skemmdir. Átta dögum síðar rennur af þeim félögum og þá eru Rússarnir horfnir á braut. Pekki dregur frá glugganum í hótelherberginu en þegar hann lítur út verður hann skelfingu lostinn og segir: "Hvert þó í logandi - þetta getum við aldrei borgað!"
Enginn hló * Tryggvi Sigurbjarnarson í frábærum eftirmælum um Ólaf Ketilsson í Mbl 22.7.1999.
"Þegar ég var unglingur í skóla á Laugarvatni man ég að strákar tóku sig til og veltu stóra steininum á hlaðinu í veg fyrir rútuna hans Ólafs. Síðan stóðu þeir uppi á bakkanum og ætluðu að hafa gaman af að sjá Ólaf fást við steininn. Ólafur stöðvaði bílinn, gekk að steininum, tók hann upp og lagði á sinn stað. Enginn hló."
Lítt þolandi
Konan mín fór út með vinkonum sínum og þær pöntuðu drykki. Hún pantaði alltaf tvo einfalda og drakk úr þeim báðum. Vinkonurnar spurðu hvers vegna hún drykki ekki einn tvöfaldan í staðinn. Hún kvaðst hafa lofað mér að drekka alltaf einn fyrir mig líka. Klukkan hálf tólf panta þær enn á borðið en nú pantar hún aðeins einn einfaldan. "Hvað er nú?" spyrja vinkonurnar. "Hefurðu gleymt honum?" "Nei, nei" segir hún. "Hann bara þolir svo lítið".
Gleðileg jól - á 25 tungumálum -
úr barnablaði Morgunblaðsins 22.12.2007:
  • Albanía: Gezur Krislinjden
  • Brasilía: Boas Festas e Feliz Ano Novo
  • Chile: Feliz Navidad
  • Kína: Kung His Hsin Nien bing Chu Shen Tan (Mandarín)
  • Danmörk: Glædelig Jul
  • Holland: Vrolijk Kerstfeest
  • England: Merry Christmas
  • Esperanto: Gajan Kristnaskon
  • Eistland: Ruumsaid juulup | hi
  • Færeyjar: Gledhilig Jol
  • Finnland: Hyvaa joulua
  • Frakkland: Bon Noël
  • Þýskaland: Fröhlichen Weihnachten
  • Grikkland: Kala Christouyenna
  • Ísland: Gleðileg jól
  • Ítalía: Buone Feste Natalizie
  • Latína: Natale hilare et Annum Faustum
  • Litháen: Linksmu Kaledu
  • Pólland: Wesolych Swiat
  • Portúgal: Feliz Natal
  • Serbía: Hristos se rodi
  • Thailand: Sawadee Pee Mai
  • Úkraína: Srozhdestvom Kristovym
  • Vietnam: Chung Mung Giang Sinh

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða *