Jólakveðjan 2016
hér sækirðu prentvænt eintak á pdf-skjali
Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið!!

Jólakveðjan

* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða GÓP-frétta 
*  

 


Vinatraust og sáttasól
sveipi fólk og grundir
gefi öllum gæfujól -
góðar friðarstundir.


Gleðileg jól!
og farsæl komandi ár!
Hjartans þakkir fyrir hlýjan hug
og vinsamleg samskipti.
Gísli Ólafur og Ragna Freyja

 
út í óvissuna ...

- -


Sjá hér
nánari
lýsingu!!

Þórsmörkin
7. - 8. janúar 2016

Áætlun:
Föstudagur 6. jan.
undanfarar skoða færið og kynda skálann.
- -
Laugardagur 7. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 8. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.


Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur 


Muna!!.

að hafa meðferðis nesti og vetrarbúnað,
sprek á eldinn og innlegg á kvöldvökuna

Bestu kveðjur - GÓP

Jólablandan

Úr Gamanbók GÓP-frétta
>>
http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/

Séra Jón

Bóndi nokkur hafði búið árum saman einn á búi sínu ásamt hundi sem honum þótti mjög vænt um og dekraði við. Eftir margra ára sambýli dó hundurinn og bóndinn fór til kaþólska sóknarprestsins.
"Faðir", sagði bóndinn, "minn afar kæri hundur er dáinn. Gætirðu sungið messu yfir honum?"
"Það þykir mér leitt að heyra"
svaraði presturinn, "en því miður þá getum við ekki verið að messa yfir dýrum. En - hins vegar er sértrúarsöfnuður hérna í næsta þorpi og þótt ég viti ekki á hvað þeir trúa þá ef til vill eru þeir tilbúir til að gera eitthvað fyrir dýrið þitt."
"Ég fer strax þangað"
, sagði bóndinn. "Heldurðu að 150.000 króna gjöf til þeirra væri nóg fyrir þjónustuna?"
"150.000?"
, hváði presturinn. "Hvers vegna sagðirðu mér ekki strax að hann væri kaþólskur?

Internetið veit allt

Ljóshildur vinkona mín hafði beðið mig að liðsinna sér við að kynna fullorðinni móður sinni töfra internetsins. Við fórum fyrst inn á Gúgl-síðuna frægu og sögðum henni að þar fengi hún svar við öllum sínum spurningum.
Þetta var hún efins um en Ljóshildur hvatti hana og sagði:
"Þetta er alveg satt - láttu þér detta eitthvað í hug til að spyrja um!"
Ég sat með fingurna tilbúna á ritborðinu og horfði á konuna hugsa sig um.
Svo leit hún til mín og spurði: "Hvernig líður Jóru frænku?"

Belja - hvað?
Helgi Seljan - 101 Gamansaga

Ungur maður mætti bíl öfugu megin í blindbeygju og rétt tókst að forðast árekstur. Stórvaxin kona ók hinum bílnum, stakk höfðinu út um gluggann og kallaði: "Svín!". Ungi maðurinn kallaði á móti: "Belja!" og ók viðstöðulaust aftan á stærsta svín sem hann hafði nokkru sinni séð.

Skammstöfun
Helgi Seljan - 101 Gamansaga

Drykkfelldur ungur maður eltist lengi við bráðlaglega stúlku sem ekki vildi eiga hann nema hann hætti að drekka. Loks lét hún undan þegar hann lofaði algjörri reglusemi. Hann keypti nú hringana - en hún lét hann lofa sér að innan í hringunum stæðu orðin: 'Ást', 'tryggð', 'virðing' og 'reglusemi'.
Með þessi fyrirmæli fór hann til gullsmiðsins. Þegar hann svo kom að sækja þá sagðist gullsmiðurinn ekki hafa komið öllum orðunum fyrir. Hann hefði því brugðið á það ráð að setja bara inn upphafsstaf hvers orðs: ÁTVR.

Að óska sér

Heilladísin kom til sextugra hjóna og veitti þeim eina ósk hvoru. Konan óskaði sér strax hnattferðar fyrir tvo og miðarnir lágu samstundis á borðinu. Karlinn varð vandræðalegur en sagði svo að sig hefði alltaf langað til að eiga konu sem væri 30 árum yngri en hann - og varð um leið níræður.

Elskan
Dómarinn: "Þú ert sökuð um að hæðast að lögreglunni. Hverju svarar þú því?"
"Jú, herra dómari. Lögreglumaðurinn hellti sér svoleiðis yfir mig með óbótaskömmum og svívirðingum að mér fannst eins og maðurinn minn væri að tala við mig og þá sagði ég alveg ósjálfrátt: - já, já, elskan."

Ilmurinn

Gesturinn sest inn á veitingahúsið og kokkurinn gefur sig ögn á tal við hann. Þar kemur að gesturinn segir - "Þú hefur verið að skera rabbarbara."
Kokkurinn segir "Ja - hérna - anga ég af honum - en auðvitað er rabbarbarinn sterk planta." Gesturinn biður hann afsökunar - hann eigi í vandræðum með að hann finnur lykt þótt enginn annar finni.
Kokkurinn vill prófa lyktarskyn hans, - fer í eldhúsið, níðhreinsar disk, bregður honum yfir matarpott örskamma stund, kemur með hann og réttir gestinum. "Já, - lambasteik með lauksósu og rauðvínskryddi." segir gesturinn.
Þetta þykir kokknum góð ágiskun, fer aftur inn, tekur annan disk og bregður honum yfir annan pott - ennþá sneggri en áður - og gesturinn segir: "Grænmetissúpa með gulrótum og brokkoli."
Kokknum þykir þetta furðulega lyktnæmur maður og fer í þriðja sinn. Nú tekur hann enn tandur hreinan disk og bregður honum yfir kollinn á konunni sem er aðalkokkur hússins og kemur til gestsins - sem lyktar aðeins af diskinum og hikar ögn við - en segir svo: "Heyrðu - færðu mér rétt dagsins. Ég finn að snillingurinn hún Sigveig dóttir hans Jónasar á Skarðsenda er farinn að stýra eldhúsinu ykkar".

 Auglýsingarnar

Litla stúlkan fór í kirkju í fyrsta sinn. Eftir messuna - þegar hún var að fara með foreldrum sínum - spurði presturinn hvernig henni hefði líkað messan.
"Mér þótti tónlistin skemmtileg," svaraði hún, "en auglýsingahléið var alltof langt."

Jólakveðjan

* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

 Forsíða