Jólakveðjan 2008
hér sækirðu prentvænt eintak á Word-skjali
Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða GÓP-frétta 
*  


Jólin ber í bjarma slóð
blika vonir nýjar -
Jólaóskir, jólaljóð,
- jólakveðjur hlýjar.

 

 
út í óvissuna ...

- -


 

Þórsmörkin
2. - 4. janúar 2009

Áætlun:
Föstudagur 2. jan.
undanfarar skoða færið og kynda skálann.
- -
Laugardagur 3. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 4. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.

..Grillhátíð á laugardagskvöldi

..

..Veisla og gisting - kr. 4.000
óbreytt frá síðasta ári !

Sjá hér nánari lýsingu!!


Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur 


Muna!!
.

að hafa meðferðis sprek á eldinn
og innlegg á kvöldvökuna

Bestu kveðjur - GÓP

.. ..

Gamansögur
jólapóstsins

Úr Gamanbók GÓP
>> http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/

Númer 73

Tveir félagar höfðu lengi legið við með ekkert að lesa nema litla brandarabók. Þeir voru hættir að rifja upp brandarana sem komu þeim í hug en nefndu bara númerin. Þegar Gummi kom til þeirra skildi hann ekki að þeir gátu hlegið þessi ósköp þegar annar þeirra nefndi einhverja tölu.

Hann ákvað að prófa líka og sagði: 73!

Þá hlógu þeir hálfu meir því þennan höfðu þeir aldrei áður heyrt.

Verra gat það verið ...

Maður einn kemur um morguninn í Norðurleiðarrútuna í Reykjavík og biður bílstjórann að setja sig út þegar þeir komi í Varmahlíð. Því miður sé hann afar úrillur á morgnana en biður bílstjórann þess lengstra orða að skeyta ekki um það en setja sig þar út hvað svo sem hann kunni að tauta.

Á Akureyri vaknar maðurinn, veður að bílstjóranum með óbótaskömmum og svívirðingum fyrir að hafa ekki sett sig út í Varmahlíð.

Nærstöddum manni hnykkir við og spyr hvað í ósköpunum gengi hér á. Hvað sé eiginlega að manninum? Annan eins munnsöfnuð hafi hann aldrei heyrt.

En bílstjórinn segir: Vertu rólegur. Þetta er nú ekki svo slæmt. Þú hefðir átt að heyra í þeim sem ég setti út í Varmahlíð.

Að hitta sauð

Bensi fékk sendan riffil með sjónauka frá vini sínum í Reykjavík. Næsta haust kemur vinurinn í heimsókn og spyr hvernig riffillinn hafi reynst. Bensi lætur vel af .. og sjónaukinn er ágætur segir hann.

Nú, nú? spyr vinurinn.

, segir Bensi. Það sá ég um daginn þegar hann Róbert bað mig að skjóta fyrir sig hrútinn.

Varla hefurðu nú þurft sjónaukann til þess? segir vinurinn.

Raunar þurfti ég þess. Það stóð nefnilega þannig á fyrir Róberti að hann gat ekki komið hingað með hrútinn. En þegar hann sagði mér það í símann datt mér í hug að það mætti skjóta hann yfir fjörðinn því Róbert býr hérna beint á móti. Það tókst alveg ágætlega - en mér fannst nú Róbert rólegur að hafa hann á milli fótanna.

Ennþá betra

Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrum ráðherra var að taka upp úr töskum sínum. Þá vildi ekki betur til en svo að hann missti fötin ofan snarbrattan stiga og þau dúndruðu alla leið niður.

Ja, það var gagn að þetta voru ekki sparifötin, sagði hann við lítinn sonarson sinn.

Ja, - það var nú ennþá betra að það var enginn í þeim, sagði sá stutti.

Kraftaverk

Kraftaverkadagurinn við Ganges var runninn upp. Fyrsti sjúklingurinn var blindur en í þriðja sinn sem honum var difið í ána fékk hann sjónina á ný.

Næsti sjúklingur hafði snúinn fót en í þriðja sinni sem honum var difið í ána varð honum fóturinn alheill.

Þriðja sjúklingnum var ýtt fram á hjólastóli en í þriðja sinni sem honum var difið í ána hafði stóllinn fengið rafmagnsmótor.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *
 

Forsíða