Jólakveðjan 2006

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða GÓP-frétta 
*  


Jólin koma - eftirvænting vex.
Vinakveðjur flytur þessi lína:
Jólatónninn 2006
tær og bjartur gleðji þig og þína.

 

.. ..
út í óvissuna ...

 

- -

Gistigjöld
í Skagfjörðsskála
eru
kr. 1500
 

Þórsmörkin
6. - 7. janúar 2007

Áætlun
Laugardagur 6. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 7. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.

Þann fimmtánda janúar 2007
eru 40 ár liðin
frá hruninu úr Innstahausi
í Steinsholtslónið.
Sjá hér ferðasöguna 1997.




Muna!!
.

að hafa meðferðis sprek á eldinn
og innlegg á kvöldvökuna

Sendu hér póst!!

Bestu kveðjur - GÓP

.. ..
Gamansögur jólapóstsins
Úr Gamanbók GÓP
>> http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/
Barnalesbók Morgunblaðsins í febrúar 2005:

Presturinn hitti Siggu litlu á förnum vegi og sagði við hana: Sigga mín, þú biður bænirnar þínar á hverju kvöldi, er það ekki?
en Sigga svaraði: Nei, veistu, - stundum langar mig bara ekki í neitt.
Séð og heyrt - fundið í september 2006:

Enskur málakennari útskýrði fyrir nemendum sínum að í frönsku væru nafnorð kvenkyns og karlkyns en svo væri ekki í ensku.
"Hús á frönsku er kvenkyns, la maison. Blýantur á frönsku er karlkyns, le crayon."

Einn nemandinn var alveg undrandi á þessu og spurði:
"Hvers kyns er tölva þá?"

Kennarinn vissi það ekki og orðið computer var ekki til í frönsku orðabókinni hans. Hann gerði það þá til gamans að skipta bekknum upp eftir kynjum og bað báða hópana að ákveða og rökstyðja hvort kynið nafnorðið tölva ætti að vera.

Báðir hópar áttu að rökstyðja í fjórum liðum val sitt á kyni.

Karlahópurinn ákvað eftir stutta umhugsun að tölva ætti að vera kvenkyns, la computer, vegna þess að:
  1. Enginn nema sá sem skapar tölvu skilur innvolsið í henni.
  2. Tungumálið sem tölvur nota til þess að hafa samskipti við aðrar tölvur er gjörsamlega óskiljanlegt öllum öðrum.
  3. Minnstu mistök eru geymd í langtímaminni tölvu svo hægt sé að nota þau síðar.
  4. Um leið og maður er búinn að ná sambandi við eina þarf maður að eyða minnst helmingnum af laununum í alls konar dót fyrir hana.

Kvennahópurinn ákvað hins vegar að tölva ætti að vera karlkyns, le computer, einfaldlega vegna þess að:

  1. Til þess að gera eitthvað við tölvu verður fyrst að koma henni í gang.
  2. Tölvur eru með mikið af gögnum en geta samt ekki hugsað sjálfar.
  3. Tölvur eiga að hjálpa þér að leysa vandamál en eru eiginlega alltaf vandamálið sjálfar.
  4. Um leið og þú ert búin að eignast eina kemstu að því að ef þú hefðir beðið aðeins lengur hefðirðu fengið miklu betra módel

Konurnar unnu.

Hvítar og köflóttar skyrtur

Í 13.sept.-ferðinni 13. - 15. september árið 2002 sagði Árni Kjartansson:

Sigurbjörn Benediktsson var alltaf kallaður Bjössi frændi.

Í þetta sinn hafði hann gert samkomulag við Heiðar Steingrímsson, sem ók Jólatrénu hans Guðmundar Jónassonar og skyldi koma og sækja leiðangursmennina, að hann tæki með sér hvítar skyrtur þegar hann kæmi.

Hvítar skyrtur merktu viskí en köflóttar skyrtur merktu einhverja aðra áfengistegund.

Í tæka tíð á leið af jökli hafði Sigurbjörn samband í gegnum Gufunes og kom skilaboðum til verkstæðisins hjá Guðmundi um að komið skyldi með tvær hvítar skyrtur og tvær köflóttar.

Fyrir mistök lentu skilaboðin hjá starfsmanni sem ekki var kunnugur málinu. Hann sendi þau heim til konu Guðmundar. Hún furðaði sig nokkuð á þessari skyrtuþörf - en sendi þær engu að síður.

* * * *

Hin þróaða saga í sjóði fjallafara:

Eitt sinn var Guðmundur Jónasson, fjallabílstjóri og hreppstjóri í Tungnaárbotna- og Grímsvatnahreppi, á ferð í hreppi sínum og lá við í Jökulheimum. Þá berst fregn af því að flugvél muni senn fara í loftið í Reykjavík og fljúga yfir svæðið. Er þá brugðið við og þeim boðum komið í bæinn að senda tvær hvítar skyrtur með vélinni.

Vélin kemur inneftir og eftir stutt hringsól er böggli kastað niður á eyrarnar.

Hreppsmenn bregða glaðir við og hlaupa til - en daprast nokkuð þegar í ljós kemur að í pakkanum eru tvær hvítar skyrtur.

Konuna mína dreymdi draum.

Hana dreymdi að hún var í splunkunýjum og yndislegum Benz sem dásamlegt var að aka og hún sveif áfram þegar hún ýtti á bensíngjöfina. Hana dreymir að hún hefur ekið greitt upp í Lækjarbotna. Ef til vill fullgreitt því hún sér skyndilega í speglinum að það blikka bláu ljósin á lögreglubíl fyrir aftan hana.

Í draumnum kemur henni í hug að prófa hvort hún geti ekki ýtt bara meira á bensíngjöfina og horfið frá lögreglubílnum - og svo hugsað svo gjört - og hún flýgur austur Suðurlandsveginn og er við Litlu Kaffistofuna áður en hún veit af.

Þá sér hún í speglinum að enn er lögreglubíllinn aftan við hana. Nú bregður henni í brún og hún fer að hugsa um að hún sé komin í klípu. Hún stöðvar Benzinn og út úr lögreglubílnum kemur lögreglukona og fær hjá henni ökuskírteinið.

Lögreglukonan er ekki glöð. Hún segir Þetta er fyrsta sektin í dag. Mér finnst þetta pappírsvesen alveg þrautleiðinlegt. Geturðu ekki bara gefið mér einhverja frumlega afsökun á þessu tiltæki þínu svo að ég geti bara sleppt þér með áminningu?

Í draumnum hugsar konan mín sig um stutta stund - en segir svo: Fyrir fáeinum dögum hljóp maðurinn minn frá mér með lögreglukonu. Ég var hrædd um að þetta væri hún - að reyna að skila honum aftur.

Magnús Hallgrímsson - 27. apríl 2004:

Eitt sinn voru jöklamenn á leið austur á Skeiðarársand og komu að Gígjukvísl sem var mikil.

Sigurjón Rist fór í stóru vöðlur og gekk við sinn langa járnkall. Einn annar hraustur ferðafélagi fór einnig í vöðlur og tók sinn staf og þeir fóru að leita vaðs.

Þeir fara út í ána með varúð en standa þar á sandbakka sem hrynur með þá svo þeir fara á kaf og fleytast niður með ánni.

Það verður upp fótur og fit og menn hlaupa til með kaðla og hvaðeina sem þeim kemur í hug að orðið geti til hjálpar.

Heyrist þá til Guðmundar Jónassonar sem stendur á hárri sandöldu við ána og kallar þrumuraustu: Látið Ristarann eiga sig! Bjargið manninum!
 

Niels Bohr:
Hinn frægi danski vísindamaður, prófessor og nóbelsverðlaunahafi átti sumarbústað þar sem skeifa var fest yfir útidyrum. Gestur einn furðaði sig á þessu og spurði prófessorinn: Hvernig getið þér sem náttúruvísindamaður trúað því að slíkur hlutur færi yður lán og lukku?

Tja - ég trúi því nú raunar ekki heldur sagði Bohr en mér hefur verið sagt að hann færi manni heppni jafnvel þótt maður trúi ekki á það.

H. C. Andersen:
Í barnæsku hans átti Friðrik sjötti leið til heimabæjar hans, Óðinsvéa. Hann fór með móður sinni út á gangstéttina til að koma auga á konunginn. Þegar hann sté út úr sinni konunglegu kerru hrópaði drengurinn: En - þetta er bara maður, mamma!

Móðirinn varð skelfingu lostinn, sussaði á drenginn og sagði - ertu alveg frá þér barn!?

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða *