GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Fyrstu 10 ár í sögu
Félags kennara á eftirlaunum
sem stofnað var árið 1980
Efnisatriði eru tekin eftir fundargerðarbókum FKE.
Sumt er orðrétt en annað meira og minna klippt til, stytt og endursagt af GÓP.
>> Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
1980 Undirbúningur í byrjun ársins 1980
Samstarfsnefnd LGF og SGK verður að lífeyrisþeganefnd. Hún kemur fyrst saman 10. janúar 1980 og boðað er til stofnfundar félagsins þann 1. mars 1980. Nefndin heldur fimm undirbúningsfundi.
10. jan.
1980

 

Fundur samstarfsnefndar um málefni lífeyrisþega L.G.F. og S.G.K..
Mættir: Ólafur S. Ólafsson, Magnús Jónsson, Sigurveig Guðmundsdóttir, og Þórður Kristjánsson. Auk þeirra Guðni Jónsson, Valgeir Gestsson (formaður S.G.K.) og Guðmundur Árnason (formaður L.G.F.).

Magnús Jónsson kjörinn formaður nefndarinnar. Hann hafði undanfarið starfað við að skrá lífeyrissjóðsþega L.G.F. innan LSR. Reifaði hugmyndir um væntanlega starfsemi félags eftirlaunamanna sem yrði deild innan KÍ.

Ákveðið að menn kynni sér störf hliðstæðra deilda innan P.Í., St.Rv. og víðar svo sem tími vinnst til. Rætt um möguleika á að stofna slíkt félag í tengslum við stofnþing KÍ. Næsti fundur ákveðinn 17. jan. 1980.

17. jan.
1980

 

Fundur í lífeyrisþeganefnd L.G.F. og SGK.
Mættir: Þórður, Sigurveig, Ólafur S., Magnús, Guðni. Gestur er Guðjón B. Baldvinsson.

Upplýsingar voru frá viðræðum við Póstmenn, en þar var eftirlaunadeild ekki tekin til starfa, St.Rv. en þar er virkt félag eftirlaunaþega. Lesið var upp úr lögum þess og greint frá könnun innan þess um viðfangsefni. Guðjón B. sagði frá sínu starfi fyrir BSRB og stöðu og rétti þeirra sem lífeyri taka til félaganna og m.a. makalífeyrisþega.

Samþykkt að leggja fyrir stjórnir LGF og SGK val um:

  • a) Stofnfund strax , m.a. með hliðsjón af stofnun heildarsamtaka lífeyrisþega innan BSRB.
  • b) Kynningar- og rabbfund haldinn fljótlega en stofnfundur eftir stofnun KÍ.
31. jan.
1980
Fundur í lífeyrisþeganefnd LGF og SGK.
Mættir: Magnús, Ólafur, Sigurveig, Þórður mætti síðar. Guðni ritar fundargerð.

Stofnun félags eftirlaunaþega.
Stjórnir LGF og SGK hafa lýst því yfir að æskilegast sé að stofna félag sem fyrst.

Samþykkt að boða til stofnfundar bréflega um næstu mánaðarmót. 

Magnúsi falið að semja boðsbréf og drög að lögum.

14. feb.
1980

 

Fundur í lífeyrisþeganefnd LGF og SGK.
Mættir: Þórður, Sigurveig, Ólafur og Magnús. Fundargerð ritar Guðni Jónsson.

Rædd drög Magnúsar að starfsreglum fyrir lífeyrisþega KÍ.

Ákveðið að leggja þau fyrir stjórnir LGF og SGK.

Ákveðið að ganga frá undirbúningi stofnfundarins hinn 28. febrúar.

28. feb.
1980

 

Fundur í lífeyrisþeganefnd LGF og SGK.
Mættir: Magnús, Þórður, Ólafur, Guðni.

Fyrir var tekið:
Stofnfundur laugardaginn 1. mars. Auglýsa í útvarpi á föstudag.

Dagskrá:

  • 1 - Ávörp formanna LGF og SGK.
  • 2 - Kosnir fundarstjóri og ritari.
  • 3 - Framsaga: Störf undirbúningsnendar og drög að lögum (Magnús Jónsson).
  • 4 - Umræður.
  • 5 - Borin upp tillaga um stofnun Félags kennara á eftirlaunum.
  • 6 - Kaffi
  • 7 - Aðalfundur og stjórnarkjör
  • 8 - Önnur mál

Þórður verði tilnefndur ritari og Ólafur fundarstjóri.

1.3.1980 Stofnað Félag kennara á eftirlaunum
Stofnf. A
1. mar.
1980

 

Stofnfundur Félags kennara á eftirlaunum
haldinn að Grettisgötu 89 í Reykjavík.

Magnús Jónsson, fv. skólastjóri setti fundinn í nafni undirbúningsnefndar er skipuð var af stjórnum LGF og SGK. Hann stakk upp á Ólafi S. Ólafssyni sem fundarstjóra og Þórði Kristjánssyni sem ritara og var það samþykkt.

Fundarstjóri ávarpaði fundarmenn nokkrum orðum en gaf því næst formanni LGF, Guðmundi Árnasyni, orðið. Guðmundur sagði að stjórnir kennarasamtakanna hefðu lengi haft í huga að stofna félag kennara á eftirlaunum en af framkvæmdum hefði ekki orðið af ýmsum ástæðum. Í haust var ákveðið að biðja Magnús Jónsson, fv. skólastjóra, að athuga þetta mál nánar. Í janúar sl. var skipuð nefnd á vegum LGF og SGK til að vinna að stofnun félags kennara á eftirlaunum, t.d. með því að gera drög að lögum og fleira.

Í þessa nefnd voru skipuð: Magnús Jónsson, Ólafur S. Ólafsson, Sigurveig Guðmundsdóttir og Þórður Kristjánsson. Guðni Jónsson, framkvæmdastjóri SGK sat alla fundi nefndarinnar. Guðmundur sagði að lokum í örfáum orðum frá því hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlöndum.

Er Guðmundur hafði lokið máli sínu tók Valgeir Gestsson, formaður SGK til máls. Hann flutti kveðju frá stjórn SGK. Það er von stjórnar okkar að takast megi að stofna þetta félag og það verði til góðs fyrir alla þá sem þar eiga hlut að máli. Valgeir taldi að á þingum LGF og SGK, sem halda á í júní, yrði líklega samþykkt að sameina þessi tvö sambönd í eitt. Einnig minntist hann á það að ætlunin væri að vinna að því að 95-ára reglan yrði tekin upp aftur.

Magnús Jónsson, formaður undirbúningsnefndarinnar, kynnti eftirfarandi:

Drög að starfsreglum fyrir lífeyrisþega í K.Í.

  • 1. gr. Nafn deildarinnar er: Félag kennara á eftirlaunum.
  • 2. gr. Rétt til aðildar eiga: Kennarar sem látið hafa af störfum vegna aldurs eða vanheilsu. Einnig makar þeirra.
  • 3. gr. Félagið verður deild í heildarsamtökum kennara.
  • 4. gr. Tilgangur félagsins er að:
    • 1. Vinna að eflingu félagslífs.
    • 2. Vinna að útvegun starfsaðstöðu.
    • 3. Kanna vilja og möguleika á hópferðum innanlands og til annarra landa.
    • 4. Gæta hagsmuna lífeyrisþega.
    • 5. Halda spjaldskrá yfir þá sem eiga rétt til félagsaðildar.
  • 5. gr. Aðalfundur skal haldinn annað hvert ár á tímabilinu 15. maí til 15. júní. Á þeim fundi er gefin skýrsla um starfsemina á liðnu stjórnartímabili, kosin stjórn og rædd viðfangsefni næstu tveggja ára.
  • 6. gr. Stjórnin sé skipuð 5 mönnum. Formaður skal kosinn sérstaklega en varaformaður valinn einn af stjórnarmeðlimum. Velja skal 4 varamenn.
  • 7. gr. Kjörtímabil formanns er 2 ár en stjórnarfulltrúa 4 ár. Þannig að aðalfundur kýs hvert sinn formann og tvo stjórnarfulltrúa. Tveir verða áfram í stjórn til næsta aðalfundar en þá víkja þeir úr stjórn og ekki má endurkjósa þá á þeim aðalfundi. Formann má endurkjósa einu sinni.
  • 8. gr. Félagið skal eiga aðild að landssamtökum lífeyrisþegadeilda BSRB.

 Um drögin tók fyrstur til máls Ólafur Einarsson. Hann sagðist vilja þakka öllum þeim sem staðið hafa að þessu máli. Á undanförnum árum hef ég verið fulltrúi kennarasamtakanna á fundum lífeyrisþega á Norðurlöndum. Ólafur sagði í skýru máli frá veru sinni á fundum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og hvernig þessum málum væri háttað þar. Þá ræddi hann drögin er undirbúningsnefndin hafði lagt fram. Að lokum talaði Ólafur um gamla fólkið og taldi að margt þyrfti að gera og það er brýn nauðsyn að búa betur að því en nú er gert. Vonandi getur þetta félag gert eitthvað gott fyrir þetta gamla fólk.

Séra Gunnar Benediktsson benti á að ekki væri minnst á félagsgjöld í þessum drögum og einnig að ekki væri minnst á ef breyta þyrfti lögunum. Þá ræddi Gunnar um það að fresta þessum stofnfundi og athuga þessi mál betur.

Fundarstjóri tók undir það hvort ekki væri rétt að fresta fundi. Eiríkur Stefánsson að norðan spurði: Á að stofna félagið eða ekki? og Sigrún Ingimarsdóttir sagðist hafa orðið mjög glöð er hún frétti að stofna ætti þetta félag.

Þá var lesin eftirfarandi tillaga undirbúningsnefndarinnar:

Fundur eftirlaunakennara, haldinn að Grettisgötu 89 í Reykjavík, 1. mars 1980, samþykkir að stofna félag kennara á eftirlaunum.

Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

Eftir kaffihlé, rabb og umræður var samþykkt að halda framhaldsstofnfund og kjósa 5 manna bráðabirgðastjórn - og sá fundur yrði haldinn er kennarasamböndin væru búin að sameinast í eitt samband.

Í bráðabirgðastjórnina voru valin: Magnús Jónsson, Kristinn Gíslason, Ólafur Einarsson, Sigurveig Guðmundsdóttir og Þórður Kristjánsson.

mar.-jún.
1980
1. - 3. fundur bráðabirgðastjórnar.
>> Bráðabirgðastjórnin kom saman þrisvar, dagana 13. mars, 7. maí og 9. júní.

Á mars-fundinum var Magnús Jónsson kjörinn formaður og Þórður Kristjánsson ritari. Ákveðið að halda fagnað fyrir félagsmenn í aprílmánuði. Í því skyni skyldi leitað til Huldu Runólfsdóttur að lesa eitthvað til skemmtunar og hafa gítar sinn meðferðis. 

Á maí-fundinum var ákveðið að boða til framhaldsstofnfundar fimmtudaginn 12. júní kl. 17 að Grettisgötu 89. Ólafi Einarssyni falið að gera stjórnum kennarasamtakanna grein fyrir áformum um NLS pensionærtræf á Hanaholmen við Helsinki 28. - 31. júlí 1980, m.a. með tilliti til þess hvort fært sé að senda fulltrúa á mótið.

Á júní-fundinum voru endurskoðuð drögin að lögum fyrir félagið. Samþykkt að leggja til við fundinn að félagsgjald verði 1.500 krónur.

12.6.1980 Framhaldsstofnfundur FKE
Stofnf. B
12. jún.
1980

 

Fundarstjóri var kosinn Pálmi Jósefsson og fundarritari Kristinn Gíslason.

Drög undirbúningsstjórnarinnar að lögum félagsins voru rædd og mótuð enn betur og að lokum samþykkt svona:

Lög fyrir
Félag kennara á eftirlaunum

  • 1. gr. Nafn félagsins er: Félag kennara á eftirlaunum.
  • 2. gr. Rétt til aðildar eiga kennarar, sem látið hafa af störfum vegna aldurs eða vanheilsu, og makar þeirra. Hinir síðar töldu hafa þó ekki kjörgengi né kosningarétt þegar kosnir eru fulltrúar félagsins hjá landssamtökum, sem félagið á aðild að. Að öðru leyti hafa þeir full félagsréttindi.
  • 3. gr. Félagið er deild í Kennarasambandi Íslands og verði aðili að væntanlegum landssamtökum lífeyrisþegadeilda BSRB.
  • 4. gr. Tilgangur félagsins er að:
    • 1. Vinna að eflingu félagslífs.
    • 2. Vinna að útvegun starfsaðstöðu.
    • 3. Kanna vilja og möguleika á hópferðum innanlands og utan.
    • 4. Gæta hagsmuna lífeyrisþega.
    • 5. Halda spjaldskrá yfir félagsmenn.
  • 5. gr. Aðalfundur skal haldinn árlega á tímabilinu 15. maí til 15. júní og sé hann boðaður bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Á aðalfundi flytur formaður skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári, kosin stjórn og rædd viðfangsefni næsta árs. Aðalfundur ákveður félagsgjöld. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað.
  • 6. gr. Stjórnina skipa 5 menn. Formaður sé kosinn sérstaklega á aðalfundi. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera. Kjósa skal 2 menn í varastjórn til eins árs í senn og 2 endurskoðendur.
  • 7. gr. Kjörtímabil formanns er 1 ár en annarra stjórnarmanna 2 ár þannig, að aðalfundur kýs hvert sinn formann og tvo stjórnarmenn. Tveir verða áfram í stjórn til næsta aðalfundar, en víki þá og má ekki endurkjósa í það sinn. Formann má aðeins endurkjósa einu sinni.
    Ákvæði til bráðabirgða:
    Á stofnfundi skal kjósa alla stjórnina, formann, 4 stjórnarmenn og 2 varamenn og 2 endurskoðendur. Á aðalfundi 1981 ganga 2 menn úr stjórninni samkvæmt hlutkesti og skulu þá 2 menn kosnir í þeirra stað.
  • 8. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn svo snemma að þeirra verði getið í fundarboði.

Stjórn var kjörin:
Magnús Jónsson, formaður,
Kristinn Gíslason
Ólafur Einarsson,
Valdís Halldórsdóttir,
Þórður Kristjánsson.

Varastjórn:
Magnea Hjálmarsdóttir,
Sigurveig Guðmundsdóttir.

Endurskoðendur:
Árni Þórðarson,
Pálmi Jósefsson.

Samþykkt tillaga bráðabirgðastjórnar um félagsgjald kr. 1.500.
Felld var hins vegar tillaga um 2.000 kr. gjald með 7:9 atkvæðum.

Undir öðrum málum var rætt um verkefni félagsins á þessu sumri. Fram komu hugmyndir um hópferðir fyrir félagsmenn t.d. til Hveravalla eða í Þórsmörk. Til þess var mælst að félagsstjórn athugi möguleika á að efna til slíkra ferða eða annarra, er betur þættu henta.

1. stjf
20. jún.
1980
Á fyrsta fundi stjórnar var Kristinn Gíslason kosinn varaformaður, ritari Valdís Halldórsdóttir, gjaldkeri Þórður Kristjánsson.

Rætt um ferðalög.

  • 1. Ferð í Þórsmörk
  • 2. Ferð að Hveravöllum
  • 3. Ferð að Húsafelli með viðkomu í Munaðarnesi
  • 4. Ferð í Hvalfjarðarbotn

Formanni falið að skrifa bréf til félagsmanna og þar verði boðið upp á þessa fjóra valkosti.

2. stjf
11. sep.
1980
Rætt um vetrarstarfið og möguleika á vinnuaðstöðu fyrir félagsmenn. Fram komu ýmsar hugmyndir svo sem að kanna möguleika á að nema föndur ýmiskonar, iðka með leiðsögn sérfróðra sjúkraleikfimi aldraðra, spilamennsku og söng til upplífgunar. Ákveðið að halda félagsfund og ræða vetrarstarfið.
1. félf
11. okt.
1980
Félagsfundur 11. október 1980

30 félagsmenn mættu til fundar. Fundarefnið var vetrarstarfið.
Í framsögum stjórnarmanna komu fram eftirfarandi hugmyndir:

  • Æfa eða jafnvel læra frá grunni einhverja handiðn svo sem smíðar eða bókband. Hugsanlegt að koma því námi undir Námsflokka Reykjavíkur.
  • Skemmtanaþátturinn gæti verið í formi skemmtikvölda með spilum, tafli, söng, dans og svo frv.. Þetta væri sérstaklega heppilegt til þess að auka persónuleg kynni manna sem nytsamt væri til að byggja aðrar framkvæmdir á.
  • Létt leikfimi við hæfi aldraðra og jafnvel sjúkraleikfimi.
  • Þörf væri á hjúkrunarheimili fyrir aldraða og það gæti orðið stefnumál á komandi árum.

Ármann Kr. Einarsson hvatti eindregið til þess að skemmtistundir hefðu forgang í félagsskapnum til að byrja með. Formaður kvað stjórnina mundu hafa þennan almenna vilja félagsmanna til viðmiðunar fyrst um sinn.

Spurt var hvort sumarferð hefði verið farin og vitnað til útsends bréfs frá formanni - sem kvað þátttöku hafa verið svo litla að ekki hefði þótt fært að stofna til ferðar. Fyrirspurn um deildir úti á landi svaraði formaður og sagði stjórnina líta svo á að allt landið væri félagssvæði Félags kennara á eftirlaunum. Líklega myndu mál þróast þannig að deildir yrðu stofnaðar víðar en í Reykjavík en allmargir eftirlaunakennarar flyttu sig til  Reykjavíkur.

Jón Gissurarson talaði um afgreiðslumáta LSR sem hann taldi ekki vera sem skyldi. Fékk lof fyrir rökfastar bréfaskriftir hjá sumum ræðumönnum en Valgerður Briem var hins vegar all hvassyrt og taldi nóg rætt um peninga- og kjaramál þótt þetta félag sleppti því.

Formaður upplýsti af gefnu tilefni að þegar væri hafið samstarf við sams konar félög á Norðurlöndum og væri ráðgert mót þeirra félaga hér á landi 1982.

Eiríkur Stefánsson minnti á yfirstandandi Afríkusöfnun og hvatti til þess að fundurinn sendi frá sér peningaupphæð. Á fundinum söfnuðust kr. 50.000 - fyrir Rauðakross Íslands.

3. stjf
5. nóv.
1980
Fulltrúar kjörnir á stofnfund Sambands lífeyrisþega aðildarfélaga BSRB þann 22.11.1980.
Fulltrúar kjörnir í fulltrúaráð KÍ.
Ákveðinn skemmtifundur með félagsvist o.fl. laugardaginn 29.11. kl. 14. Stjórnin annast undirbúning.
4. stjf
15. jan.
1981
Formaður gerði grein fyrir stofnun Sambands lífeyrisþega aðildarfélaga BSRB. Á fyrsta stjórnarfundi þess kom fram að reglur um félagaskráningu eru yfirleitt þær að skrá alla félaga sem komnir eru á eftirlaun ásamt mökum þeirra. Félagsgjöld eru þá engin en viðkomandi starfsmannafélag ber allan reksturskostnað. Stjórn Sambandsins óskaði eftir að sá háttur væri viðhafður hjá öllum aðildarfélögunum.

Fundarmenn ákváðu að vinna að framgangi þess fyrirkomulags hjá Félagi kennara á eftirlaunum.

Ákveðið að koma á fót tveggja manna skemmtinefnd fyrir FKE.

Samþykkt að leggja til við stjórn Sambands lífeyrisþega BSRB að starfræktar verði sumarbúðir fyrir félagsmenn og að Sambandið gangist fyrir ferðum félagsmanna hér innanlands og utan.

5. stjf
19. mar.
1981
Gengið frá tillögum um lagabreytingar fyrir næsta aðalfund.
KÍ hefur samþykkt að skipuleggja námskeið fyrir kennara á eftirlaunum á árinu 1982.
Sótt var um ferðastyrk til sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðamanna vegna ferðar á á mót norrænna eftirlaunakennara.
KÍ býður upp á fræðslunámskeið um félagsmál o.fl..
6. stjf
14. maí
1981
Lögð fram eftirfarandi bókun frá 18. stjórnarfundi KÍ:

Stjórn KÍ samþykkir að Félag kennara á eftirlaunum teljist aðildarfélag KÍ eins og gert er ráð fyrir í 6. grein laga KÍ. Kostnaður við rekstur félagsins greiðist úr Sambandssjóði.

Við könnun á framkvæmd 95-ára reglunnar kom í ljós að einungis þeir sem gerast lífeyrisþegar eftir gildistöku samninganna 1980 fá greidd 64% þegar 95 ára markinu er náð. Frekari tilraunir til að fá þetta leiðrétt báru ekki árangur.

Formaður hafði rætt við menntamálaráðherra og ráðuneytisstjóra um möguleika á að fá heimavistarskóla sem orlofsheimili fyrir Starfsmannafélag lífeyrisþega ríkis og bæja. Málið er í athugun hjá ráðuneytinu.

Ákveðið að halda aðalfund félagsins laugardaginn 30. maí.

2. félf
30. maí
1981

Ath!
4
skemmti-
fundir
óskráðir

Aðalfundur 1981

Skýrsla stjórnar:
Stjórnin kannaði möguleika á skemmtiferð fyrir félagsmenn á liðnu sumri en af henni varð ekki vegna lítillar þátttöku.
Einn umræðufundur var haldinn um málefni félagsins.
Fjórir skemmtifundir  með félagsvist o.fl..
Sex stjórnarfundir.
Mót norrænna kennara á eftirlaunum verður haldið í Noregi í september n.k.. Fjórir félagsmenn munun sækja mótið.
Skýrðar voru reglur um greiðslur úr LSR.
Nokkur atriði geta orðið lífeyrisþegum til hagsbóta svo sem ódýrar innanlandsferðir með Flugleiðum á vissum dögum, athugun á sumardvalarstað o.fl..

Samþykktar framlagðar tillögur stjórnar um lagabreytingar. Nú líta lögin svona út.

Stjórn var kjörin:
Magnús Jónsson, formaður,
Kristinn Gíslason,
Ólafur Einarsson,
Sigrún Ingimarsdóttir,
Hans Jörgensson.

7. stjf
30. maí
1981
Stjórnin skipti með sér verkum. Kristinn Gíslason varaformaður og Hans Jörgensen ritari.

Rætt um sumarstarfið og ákveðið að ef vel liti út um þátttöku í eins dags ferð þá skyldi hún farin.

8. stjf
28. sep.
1981
Árið 1982 er ákveðið að Norrænt mót kennara á eftirlaunum verði á Íslandi og KÍ felur stjórn FKE að tilnefna þrjá menn í undirbúningsnefnd. Tilnefndir Ólafur S. Ólafsson, Magnús Jónsson og Sigrún Ingimarsdóttir.

Vetrarstarfið. Samþykkt að skrifa bréf með fyrsta fundarboðinu og segja þar frá starfinu eins og það hefur verið til þessa. Eiríkur Stefánsson var fenginn til að stjórna fyrsta skemmtifindinum og taka með sér tvo aðra í skemmtinefndina.

Samþykkt að skemmtifundir verði á laugardögum. Kristni falið að athuga og skipuleggja laugardagana helst dálítið fram í tímann.

9. stjf
8. jan.
1982
Rætt um fyrirkomulag og framkvæmd skemmtifundanna.
Rætt um þátttöku í auglýstum tómstundahópum. Þátttaka var eins og hér segir:

Leshring - 3 skráðir
Bridge - 5 skráðir
Föndur - 3 skráðir
Tafl - 3 skráðir
Bókband - 4 skráðir
Trésmíði - 4 skráðir

Stjórninni þótti þátttakan svo dræm að ekki væri unnt að fara af stað með hópa þar sem leiðbeinenda væri þörf. Hægt væri að benda þeim sem t.d. vildu spila bridge hverjir aðrir hefðu þar sýnt áhuga og að ef til vill vildu þeir hringja sig saman. Sama gæti einnig gengið þá sem vildutefla eða vera með í leshring. Rætt um að halda fund með þessu fólki.

Rætt um Norðurlandamótið sem ákveðið hefur verið að fari fram á Laugarvatni dagana 5.-9. ágúst í sumar. Miðað er við 15 frá hverju landi og hámarkstalan er 100.

10. stjf
21. jan.
1982
Stjórnarfundur með þeim sem áður hafa lýst áhuga sínum á að taka þátt í tómstundastarfi. Viðstaddir eru 3 auk stjórnar.

Sigrún Guðbrandsdóttir mætti fyrir þá sem höfðu sýnt áhuga á þátttöku í leshring. Hún tók að sér að athuga hvort áhugi væri á að hrinda málinu í framkvæmd en í ljós hafði komið að hugsanlega gæti þar verið um að ræða 6 konur.

Bridge. Einn var viðstaddur af þeim sem þar höfðu skráð sig. Nefnt var að hugsanlega gætu þeir sem skráðu sig myndað hóp sem vildi spila saman - eða fara til þátttöku á spiladögum Félags eldri borgara í Reykjavík. Þar eru allir lífeyrisþegar velkomnir.

Bókband. Einn var viðstaddur þeirra sem þar höfðu skráð sig. Slíkt nám er ekki á vegum Félags eldri borgara og erfitt að komast á slík námskeið nema þátttaka verði meiri.

11. stjf
14. apr.
1982
Kosnir fulltrúar á ráðstefnu Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja og fulltrúar á fulltrúaþing KÍ.

Ákveðið að halda aðalfund þann 27. maí.

12. stjf
14. maí
1982
Gengið frá kjörbréfi til fulltrúaþings Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja, SLRB. Gengið frá tillögum FKE til þess þings:

(1) Þing SLRB fer þess á leit við samninganefnd BSRB að hún taki upp í kröfugerð sína að ákvæðið í 95-ára reglunni um 64% þegar 95-ára markinu er náð og iðgjald greitt í 32 ár - nái til allra sem hætt hafa samkvæmt 95-ára reglu.

(2) Þing SLRB leggur til við stjórn BSRB að hún beiti sér fyrir að byggt verði í Munaðarnesi orlofshús sem sérstaklega verði hannað fyrir aldraða og fatlaða.

(3) Þing SLRB felur stjórn samtakanna að vinna að því að lífeyrisþegar fái 25% afslátt af tekjuskatti og útsvari sem lagt hefur verið á tekjur síðasta starfsárs.

(4) Þing SLRB felur stjórn samtakanna að fara þess áleit við Tryggingastofnun ríkisins að eftirlaun verði greidd í byrjun hvers mánaðar.

3. félf
27. maí
1982

Ath!
4
skemmti-
fundir
óskráðir
Samtals
eru þá
8
skemmti-
fundir
óskráðir

Aðalfundur 1982

Skýrsla stjórnar:
6 stjórnarfundir.
Orlofs sumardvöl að Sælingsdalslaug í Dalasýslu. Nokkur reynsla komin á og áhugi fyrir framhaldi á því. Samkomulag hefur tekist milli FKE og skólans um að miðað við Edduhótelin verði gistigjaldið 25% lægra og matarverðið 10% lægra. Þetta gildir frá 10. júní til 15. ágúst. Sýna þarf vottorð um aðild að FKE.
4 skemmtifundir á árinu.
Tilraun til tómstundastarfs náði ekki fram að ganga vegna lítillar þátttöku.
Fjórir sóttu mót í Noregi.
Sagt af erindunum til fulltrúaþings SLRB sem þar náðu fram að ganga. 

Stjórn var kjörin:
Ólafur S. Ólafsson, formaður,
Kristbjörg Pétursdóttir,
Ingimundur Ólafsson,
Hans Jörgensen,
Sigrún Ingimarsdóttir.

Varastjórn:
Jakobína Pálmadóttir,
Ólafur Kristjánsson.

Þórður Loftsson þakkaði fráfarandi stjórn sérstaklega fyrir skemmtifundina og óskaði hinni nýju allra heilla.

13. stjf
22. okt.
1982
Stjórnin skipti með sér verkum: varaformaður Sigrún Ingimarsdóttir og ritari Ingimundur Ólafsson.

Samþykkt að halda tvo skemmtifundi fyrir jól og athuga hvort unnt er að fá tvo menn til að flytja erindi á hvorum fundi auk þess sem spilað væri, veitt kaffi og fleira gert til skemmtunar.

Borist hefur bréf frá Danmarks lærerforening með tilkynningu um Nordisk pensionisttræf í Skarrildhus á Jótlandi 3.-7. júní og 7. - 11. júní 1983. Mótinu er skipt í tvo hópa vegna takmarkaðs húsnæðis. 

9. skf.
nóv.
1982
Skemmtifundur haldinn laugardag í nóvember 1982. Spiluð félagsvist, hlýtt á fróðlegt erindi Þorsteins Einarssonar, fv. íþróttafulltrúa, kaffiveitingar, fjörugur og þróttmikill söngur og hlýtt á gamansaman þátt Þórarins Þórarinssonar, fv. skólastjóra. Fundurinn stóð frá kl. 16 - 18.
10. skf.
11. des.
1982
Skemmtifundur: Félagsvist, kaffiveitingar, fjörugur söngur, fróðlegt erindi Ársæls Jónssonar, læknis, um hækkandi lífaldur eftirlaunaþega og gamanþáttur Ara Gíslasonar.
11. skf.
22. jan.
1983
Skemmtifundur: Félagsvist, hlýtt á fróðlegt erindi Ólafs H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra umferðaráðs í tilefni Norræna umferðaröryggisársins, Kaffidrykkja og skemmtiþáttur Ara Gíslasonar.  Fundurinn stóð frá kl. 14 - 16.
14. stjf.
28. jan.
1983
Ákveðið að halda árshátíð eða þorrablót 25. febrúar kl. 18:30. Dagskrá: 1. Borðhald, þorramatur, 2 upplestur, 3. kaffi og meðlæti og 4. dans.

Kennarafélag danskra eftirlaunakennara - þingdagarnir ákveðnir 3.-7. júní. Óskað eftir að Íslendingar leggi til dagskrá eitt kvöld, t.d. með erindi og etv einu skemmtiatriði.

12. skf.
25. feb.
1983
Árshátíð FKE föstudaginn 25. febrúar 1983. Hófst með borðhaldi kl. 18:30. Á boðstólum var Þorramatur og íslenskt öl. Þáttakendur hugleiddu tilefni dagsins undir stjórn Hans Jörgenssonar, sungu undir stjórn hans og Steins Stefánssonar og dönsuðu að lokum við undirleik Jóns Sigurðssonar, útibússtjóra Búnaðarbankans. Ágætri skemmtun lauk um miðnættið.
13. skf.
9. apr.
1983
Skemmtifundur: Félagsvist, upplestur úr Ofvitanum og frumsamin saga eftir Magnús Jónsson, fv. skólastjóra. Söngur milli atriða svo og kaffi.
 4. félf.
13. jún.
1983
Aðalfundur 1983. Mættir 14 félagar.

Skýrsla stjórnar:
6 skemmtifundir,
árshátíð í febrúar,
mót norrænna kennara á eftirlaunum á Laugarvatni á síðasta sumri,
á þessu sumri, 3. - 7. júní var sams konar mót í Skarrelshus á Jótlandi.
Næsta mót verður haldið í Svíþjóð.

Rætt um orlofshús fyrir ríkisstarfsmenn á eftirlaunum. Boðist hafði fyrir tveimur árum gamla skólahúsið í Krísuvík að gjöf en síðan kom í ljós að heppilegast var að þiggja það ekki. Hugsanlegt að nýta ráðstefnuhús BSRB í Munaðarnesi fyrir orlofshús þegar það kemur upp.

Skattamál þeirra sem eru að hætta störfum. Á þeim hefur ráðist nokkur bót fyrir tilstuðlan KÍ.

Útborgun eftirlauna frá Tryggingastofnun Ríkisins hefur nýlega verið færð frá 10. hvers mánaðar til hins 1. dags.

Stjórn var kjörin:
Ólafur S. Ólafsson, formaður,
Kristbjörg Pétursdóttir,
Ingimundur Ólafsson,
Kristjana Mooney,
Sigurður Runólfsson.

Varastjórn:
Kristín Björnsdóttir,
Þorsteinn Ólafsson.

Undir öðrum málum var samþykkt eftirfarandi tillaga:

Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að útvega og annast tómstundastarf fyrir félagsmenn, sbr. 4. gr. laga (f. Félag kennara á eftirlaunum) 1. og 2. tölulið. Telja verður eðlilegt að félagar fái notið þeirrar tómstundaiðju er þeir óska svo sem í leshringum, hvers konar föndri o.s.frv. innan vébanda síns eigin félags. 

Tillögunni var vísað til stjórnarinnar til framkvæmda.

Góður rómur var gerður að tillögu um að skrifa öllum 65-ára kennurum bréf og láta þá vita af FKE.

Stjórnin svaraði fyrirspurn um möguleika á því að stofna deildir í þéttbýli utan Reykjavíkur og sagði að það hefði verið athugað en málinu yrði að sjálfsögðu haldið vakandi.

15. stjf.
23. sep.
1983
Stjórnin skipti með sér verkum: Varaformaður Kristbjörg Pétursdóttir og ritari Ingimundur Ólafsson.

Formaður gat þess að óskað væri þess að varamenn mættu á stjórnarfundi.

Kjörin þriggja manna nefnd til að athuga um frístundastarf meðal félagsmanna í samræmi við samþykkt aðalfundarins.

Ákveðið að efna til þriggja skemmtifunda fyrir áramót, föstudagana 8. okt., 5. nóv. og 10. des. kl. 14 alla dagana.

Rætt um undirbúningsfund 7. okt. í Svíþjóð fyrir eftirlaunakennaramót þar á næsta sumri. Ólíklegt talið að unnt verði að senda fulltrúa á þann fund.

16. stjf.
10. des.
1983
Stjórnarfundur að afloknum skemmtifundi.

Upplýst er að á vegum Sambands lífeyrisþega er verið að vinna að gerð teikninga að íbúðum fyrir aldraða félaga.

Rætt um tillöguna sem samþykkt var á aðalfundinum um tómstundaiðju. Ákveðið að kjósa aftur sömu menn og á síðasta stjórnarfundi til að athuga nánar þetta mál.

Nefnt var að einn kennari hafði komið með þá hugmynd að samtök aldraðra keyptu hús á Spáni til orlofsnota og boðið fram lán í þessu skyni.

Þorrablót ákveðið síðasta laugardag í janúar.

17. stjf.
24. mar.
1984
Samþykkt að halda vorfagnað föstudaginn 13. apríl í stað þorrablótsins sem fresta varð 27. janúar og 10. febrúar. Þar verði 1. borðhald kl. 19 en önnur dagskráratriði væntanlega söngur og dans.

Rætt um mótið í Svíþjóð sem verður dagana 9.-13. ágúst í Stokkhólmi. Rætt hefur verið við Ármann Kr. Einarsson um að flytja þar erindi fyrir hönd félagsins. 

18. stjf.
8. maí
1984
Vorhátíðin: 38 komu til hátíðarinnar þann 13. apríl. Aðgangseyrir var kr. 375. Tekjur urðu kr. 14.250 en samanlögð útgjöld kr. 20.156. Ákveðið að leita til KÍ um að það greiði hallann - kr. 5.906.

Ákveðinn aðalfundur mánudaginn 28. maí og samþykkt að leggja til við fundinn að breytt verði 5. gr. félagslaganna þannig að aðalfundur verði haldinn í september.

Sagt af því að Ármann Kr. Einarsson hefur samþykkt að fara á þingið í Stokkhólmi og flytja þar erindi fyrir hönd félagsins. Að öðru leyti verður lýst eftir frekari þátttöku íslenskra eftirlaunakennara á þingið.

19. stjf.
28. maí
1984
Kjörnir fulltrúar á þing KÍ

og rætt um aðalfundinn sem haldinn verður á eftir.

5. félf.
28. maí
1984

Ath!
5
skemmti-
fundir
óskráðir
 

Aðalfundur.
Skýrsla stjórnar:
5 skemmtifundir: 8. okt. með 62 þátttakendum, 5. nóv. með 54 þátttakendum, 10. des. með 42 þátttakendum, 27. jan. með 44 þátttakendum og 24. mars með 52 þátttakendum.
Vorhátíð 13. apríl.
Tveir fulltrúar frá félaginu voru á móti eftirlaunakennara í Skærrelshus á Jótlandi 3.-7. júní.

Kristinn Gíslason taldi að það væri mikill ferðakostnaður en ekki áhugaleysi um norrænt samstarf sem drægi úr mönnum að fara fleiri á þessi mót á Norðurlöndunum.

Stjórn var kjörin:
Sigrún Guðbrandsdóttir, formaður,
Þorsteinn Ólafsson,
Kristín Björnsdóttir,
Kristjana Mooney,
Sigurður Runólfsson.

Varastjórn:
Sigfús Sigmundsson,
Hulda Runólfsdóttir.

Lagabreytingartillaga stjórnar samþykkt og aðalfundur þannig færður til september.

Nú líta lögin svona út.

Önnur mál
Magnús Jónsson vakti athygli á að nauðsyn væri að stjórn félagsins ynni að byggingu orlofshúss fyrir kennara á eftirlaunum á vegum BSRB. Málið hefur verið kynnt þar en fallið í skugga vegna bygginga orlofshúsa samtakanna á liðnum árum. Nú væri þeim áfanga lokið. Málinu vísað til stjórnarinnar til athugunar og fyrirgreiðslu. 

20. stjf.
?
1984
Stjórnarfundur ódagsettur - en haldinn nokkru fyrir mótið í Stokkhólmi sem fram fór 9. - 13. ágúst.
Verkaskipting: Kristín Björnsdóttir, varaformaður, og Sigurður Runólfsson, ritari.
Kristjana Mooney tók að sér forgöngu um spjaldskrárgerð.
Formaður las drög að ræðu sem hún mun flytja á mótinu í Svíþjóð.
Rætt um samkomur félagsins og hvort unnt væri að bjóða þar upp á dans til tlbreytingar. Samkomudagar á haustinu verða 8. sept., 13. okt., 10. nóv. og 8. des.. Sagt yrði frá norræna mótinu þann 8. sept..
21. stjf.
20. sep.
1984
Ákveðið að dansa á næstu samkomu, 13. okt., á eftir spilamennsku og kaffi. Ákveðið að formaður segði þá frá norræna mótinu.
Drepið á hvort tiltækilegt þætti að koma á föndurtíma í þeim tilgangi að nota framleiðsluna sem borðskraut á samkomunni í desember. 
22. stjf.
7. jan.
1985
Rætt væntanlegt Þorrablót föstudaginn 25. jan.

og einnig lítillega um mót í Finnlandi á komandi sumri.

23. stjf.
11. feb.
1985
Þorragleðin skilaði 1.724 kr. hagnaði.
Rætt um næsta skemmtifund sunnud. 17. feb..
Jensína Jónsdóttir mun koma fram fyrir félagið á mótinu í Finnlandi.
24. stjf.
13. apr.
1985
Óvíst um fjármögnun á sendingu fulltrúa á mótið í Finnlandi. Nánari ákvörðun frestað.
Rætt um skemmtifundinn kaugardaginn 4. maí á venjulegum stað (Grettisgötu 89) og tíma.
25. stjf.
19. ág.
1985
Ákveðinn aðalfundur 7. sept. eftir skemmtisamkomu.
Lýst andstöðu við úrsögn KÍ úr BSRB.
Samþykkt af hálfu stjórnar að að af hagnaði sem var af skemmtun Lífeyrisþega ríkis og bæja, yrðu 20 þúsund kr. látnar renna til framkvæmda þeirra er samtökin Skjól  eru að hefja við Kleppsveg 62-64.
6. félf.
7. sep.
1985

Ath!
5
skemmti-
fundir
óskráðir
Alls eru
þá 10
óskráðir.

Aðalfundur á eftir skemmtifundi. Viðstaddir 38 félagar.

Skýrsla stjórnar:
5 skemmtifundir auk aðalfundar en syrirhugaðar samkomur 13. okt. og 10. nóv. féllu niður vegna verkfalls BSRB. Þorragleði 25. jan. með 62 þátttakendum. 4 félagsmenn sóttu þing í Finnlandi. Næsta þing verður í Noregi 1986.

Formaður gat þess að nýlega hefði verið stofnað félag áhugamanna um íþróttir aldraðra og hvatti félagsmenn til að kynna sér auglýsingu þar um sem félagið muni brátt senda frá sér.

Stjórn var kjörin:
Sigrún Guðbrandsdóttir, formaður,
Þorsteinn Ólafsson,
Kristín Björnsdóttir,
Hulda Runólfsdóttir,
Ármann Kr. Einarsson.

Varastjórn:
Dagbjört Jónsdóttir,
Jónas Guðjónsson.

Undir öðrum málum var tekið undir með Sigrúnu Ingimarsdóttur að stjórnin sæi sjálf um dagskrárliði á samkomunum. Einnig hvatt til að stjórnin skipulegði ferð á vegum félagsins á mót Norrænna kennara á eftirlaunum því þátttaka héðan væri svolítil að hún væri okkur til vansa.

Væntanlegt er Norrænt mót kennara á eftirlaunum á Íslandi 1987. Samþykkt að vísa því til stjórnar að hún skipuleggi kynnisferð hér innanlands fyrir mótsgesti sem hér yrðu árið 1987. Slíkt muni bæði kynna land og þjóð og auka kynni meðal manna.

26. stjf.
23. sep.
1985
Verkaskipting: Kristín Björnsdóttir varaformaður og Þorsteinn Ólafsson ritari.

Næsti skemmtifundur ákveðinn laugard. 5. okt. og ákveðið að reyna að fá Þorvald Björnsson til að spila á harmoniku fyrir dansi smástund. Jónas lofaði að athuga með að koma með efni en að öðru leyti verður hefðbundinn háttur á hafður.

27. stjf.
12. okt.
1985
Ármann tekur að sér að flytja á næsta skemmtifundi erindið sem hann flutti á mótinu í Stokkhólmi í fyrrasumar.

Rætt um fyrirliggjandi tillögu um breytingu á lögum BSRB og ákveðið að fylgja eftir á þeim vettvangi tiltekinni breytingu á þeirri breytingatillögu.

28. stjf.
4. des.
1985
Næsti skemmtifundur verður 14. des.. Ákveðið að fá sr Sigurbjörn Einarsson, fv. biskup, til að hafa heldistund með okkur. Til athugunar að Hulda Runólfsdóttir flytji jólasögu og nokkrar konur ætla að leggja til tertur til að gera jólafundinn hátíðlegan.
29. stjf.
20. jan.
1986
Árshátíð félagsins verður 8. febrúar. Valin heitur matur em reynist ódýrari en Þorramatur. Eiríkur Stefánsson verður með gamanmál undir borðhaldi, Kristinn Sigmundsson syngur, fenginn verður spilarisvo hægt verði að enda með dansi. Aðgangseyrir verður líklega að vera kr. 800.
30. stjf.
21. feb.
1986
Kristín Björnsdóttir gegnir störfum formanns í veikindum Sigrúnar Guðbrandsdóttur.
Árshátíðin skilaði hagnaði kr. 4.828 sem ásamt 724 kr ágóða frá fyrra ári var lagt inn á gullbók í Búnaðarbankanum.
Eiríkur heldur gamanþátt sinn á næsta skemmtifundi en hann féll niður á árshátíðinni.
Rætt um mótið í Noregi á sumri komanda. Fyrirhugað er að efna til hópferðar í sambandi við mótið og verður félagsmönnum sent bréf þar um.
 31. stjf.
15. apr.
1986
Norrænt mót í Röros. Pálína Jónsdóttir mun flytja erindi fyrir Íslands hönd um endurmenntun kennara. Sigrún Guðbrandsdóttir sýnir kvikmynd.

Sumarhús í Munaðarnesi: FKE á kost á að fá á leigu tvö hús, eitt stórt og eitt lítið. Sumarleigan er kr. 56 þús. fyrir það stærra en kr. 40 þús. fyrir hitt.

Síðasti skemmtifundur annarinnar verður 10. maí. Kjörnir fulltrúar á þing SLRB.

32. stjf.
11. ág.
1986
Aðalfundur ákveðinn laugardaginn 6. sept. eftir  fyrsta skemmtifund haustsins.
Mikið var rætt um þing eftirlaunakennara næsta ár. Færeyingar voru búnir að óska eftir að halda þingið en það heyrðist ekkert frá þeim áþinginu í Noregi. Sigrún sagði að Íslendingar hefðu orðið að bjóðast til að halda þingið næsta sumar. Óskir komu fram um það hjá hinum norrænu fulltrúunum að þingstaðurinn yrði á Norðurlandi.
Ef þingið hefst ekki fyrr en 27. ágúst verður unnt að fá afslátt á hótelum. Rætt hefur verið við Guðmund Jónasson hf. sérleyfis- og hópferðir. Áætlaður ferðakostnaður báðar leiðir ca  kr 3.000. Hægt að fara suður Kjöl og kom við hjá Gullfossi og Geysi. Sjálfsagt talið að fara til Mývatns og hringferð um Eyjafjörð og etv út í Hrísey.  Venja hefur verið að bjóða 30 frá hverju landi. Skrifað verður bréf til allra formanna á hinum Norðurlöndunum.
7. félf.
7. sep.
1986 

Ath!
7 (?)
skemmti-
fundir
óskráðir
Alls eru
þá 17
óskráðir.

Aðalfundur. Formaður þakkaði meðstjórnarmönnum ánægjulegt samstarf og félagsmönnum góða þátttöku í samkomum félagsins og óskaði næstu stjórn velfarnaðar í starfi og félaginu góðs gengis.

Stjórn var kjörin:
Helgi Þorláksson, formaður,
Kristjana Mooney,
Sigurður Gunnarsson,
Hulda Runólfsdóttir,
Ármann Kr. Einarsson.

Varastjórn:
Dagbjört Jónsdóttir,
Kristinn Gíslason.

33. stjf.
2. okt.
1986
Verkaskipting: Kristjana varaformaður, Hulda gjaldkeri og Sigurður ritari.
Festir skemmtifundardagar: 18. okt., 8. nóv. og 6. des. og ákveðið að hafa þá með líku sniði og tíðkast hefur - nema ef til vill að lengja ögn kaffitímann til að auka samræður manna. Dagskrár skemmtifunda hefjast ekki fyrr en eftir kaffið.

Starfið á næsta ári: ákveðið að hafa fundi mánaðarlega og stefna að árshátíð  í síðari hluta janúar.
Mót kennara á eftirlaunum sem ákveðið hefur verið hér á landi næsta sumar verði rætt á næsta stjórnarfundi.

34. stjf.
8. okt.
1986
Samráðsnefnd norrænna eftirlaunakennara gerir ráð fyrir fundi á Íslandi í næsta mánuði.

Félagssamkoma 18. okt. Ákveðið, auk þess sem geturí síðustu fundargerð, að ræða nokkra stund um félagsmál ogfrítímastörf í lok kaffitímans.
Samþykkt að halda árshátíð laugardaginn 31. janúar.
Næsti fundur ákveðinn 21. okt.

35. stjf.
18. okt.
1986
Kl. 13:40 - á undan skemmtifundi.

Kjörnir fulltrúar í fulltrúaráð KÍ.

31. skf.
18. okt.
1986
Þetta gerðist:
1. stutt ávarp formanns.
2. Félagsvist, 12 umferðir.
3. Kaffihlé, ágætar veitingar eins og vvenjulega.
4. Umræður um félagsstörf. Auk formanns tóku 8 tilmáls.
5. Söngur, tvö lög við undirleik og söngstjórn formanns.
6. Hugmyndir ræðumanna um félagsstörf voru þessar:
>> a) Leshringur um bókmenntir
>> b) Æskilegt að fundarmenn ættu aðgang að nöfnum allra þeirra sem fundi sækja hverju sinni og hvar þeir störfuðu síðast svo að kynning milli félaga geti orðið meiri.
>> c) Kunnáttumaður sem kenndi sætaleikfimi fenginn öðru hverju á fundi.
>> d) Norrænt mót eftirlaunakennara, sem halda á hér álandi næsta sumar, verði vandlega undirbúið og sómasamleg aðsókn okkar tryggð.
>> e) Dansað stöku sinnum í lok funda.
7. Söngur, nokkur lög.
8. Hulda Runólfsdóttir flutti létta og skemmtilega frásögn af fyrsta kennsludegi sínum í Bolungarvík.
9. Formaður sagði stutta sögu úr Finnlandsför á léttum nótum.
10. Söngur, nokkur lög að lokum. Samkomunni slitið kl. 17:10. Fundinn sóttu 43 félagar.
36. stjf.
20. okt.
1986
Ákveðið að skipuleggja skemmtifund 8. nóv. þannig:
a) Félagsvist
b) Kaffiveitingar
c) Rabb um félagsmál
d) Formaður kynnir 1-2 lög.
e) Að félögum sé heimilt að koma með gesti.
f) Að leita til félaganna að koma fram með dagskrárefni á fundum.
g) Að fá kennara sem kennir sætaleikfimi.
h) Að fá leiðbeinanda til að stjórna dansi.

Árshátíðin ákveðin 31. jan..
Mót norrænna eftirlaunakennara 1987. Samþykkt að hafa stjórnarfund þriðjudaginn 4. nóvember með nefnd sem mun hafa starfað að undirbúningi málsins.

37. stjf.
4. nóv.
1986
Allir stjórnarmenn mættir og að auki að tilmælum stjórnarinnar, fyrrverandi formenn félagsins þau Magnús Jónsson, Ólafur S. Ólafsson og Sigrún Guðbrandsdóttir.

Fyrrverandi formenn höfðu starfað að undirbúningi sem var nokkuð langt fram kominn. Ferðaskrifstofa ríkisins hafði - að beiðni fyrrverandi stjórnar - gert glögga kostnaðaráætlun yfir dvöl mótsgesta á Akureyri þá daga sem mótið stendur þar yfir. Rætt um að undirbúa fyrirhugaðan undirbúningsfund með norrænu fulltrúunum sem hingað koma senn. Sá fundur verður 28. nóv. hér í Reykjavík. 

32. skf.
8. nóv.
1986
1. Stutt ávarp formanns.
2. Félagsvist, 12 umferðir.
3. Kaffihlé, ágætar veitingar.
4. Þorsteinn Einarsson, fv. íþróttafulltrúi, flutti stutt ávarp og kenndi síðan nokkrar léttar leikfimiæfingar á stól og við hann. Að þessu var gerður hinn besti rómur.
5. Ljúfir söngvar en lítt kunnir. Formaður kynnti fjögur falleg, lítt kunn lög í tali og tónum og æfði þau síðan með samkomugestum. Munu allir hafa lærtþau. Steinn Stefánsson, fv. skólastjóri, var höfundur eins af þessum lögum oglék það að lokum af sinni alkunnu snilld. Var þetta hin besta skemmtun.
6. Stiginn dans nokkra stund við ljúfa harmonikkutóna.

Skemmtifundurinn stóð frá kl. 14 til 17:30. Mættir voru 40 félagar.

38. stjf.
12. nóv.
1986
Um mót norrænna eftirlaunakennara 1987:
Sendifulltrúi finnskra eftirlaunakennara, Aimo Tammivuori, boðar komu sína á undirbúningsfundinn þann 28. nóv.. Formaður, Helgi Þorláksson, og Kristinn Gíslason valdir í undirbúningsnefnd fyrir þann fund og ákveðið að fara þess á leit við þau Ólaf S. Ólafsson og Sigrúnu Guðbrandsdóttur að þau taki sæti í þeirri nefnd.
Sam-
nor-
rænn
fundur
28. nóv.
1986
Fundur þessi var ákveðinn á fundi norrænna eftirlaunakennara síðastliðið sumar.
Viðstaddir: Helgi Þorláksson, Kristinn Gíslason, Sigurður Gunnarsson, Ólafur S. Ólafsson, Sigrún Guðbrandsdóttir, Aimo Tammivuori frá Finnlandi, Vagn Pedersen frá Danmörku, Marianne Ehrlin frá Svíþjóð og Thorleif Öisang frá Noregi.

Lögð fram tillaga FKE að dagskrá samverudaganna á Akureyri sem ákveðnir höfðu verið af fyrri stjórn, dagana 26. til 31. ágúst 1987. Eftir alllangar rökræður og eina breytingu varð fullt samkomulag um tilhögunina. Eftir nokkrar frekari umræður nánar um ýmis atriði var FKE falið að ganga frá dagskránni og senda aðildarfélögunum á tilsettum tíma.

* * *
Um kvöldið bauð þjóðleikhússtjóri þessum norrænu gestum okkar á óperuna Tosca. Formaður fór ásamt frú sinni. Ýmsir nefndarmenn höfðu þegar séð óperuna.
Á laugardagskvöldinu 29. móv. bauð stjórn KÍ norrænu gestunum og íslensku nefndarmönnunum til hátíðaverðar á Hótel Sögu.

33. skf.
6. des.
1986
1. Ávarp og kynning formanns.
2. Félagsvist, 12 umferðir.
3. Kaffihlé - hátíðaveitingar.
4. Aðventuvaka við kertaljós og kvæði, söng og sagnir. Fram komu Ari Gíslason, Eiríkur Stefánsson úr Jökuldal (Hulda Runólfsdóttir flutti frásögn hans), Sigurður Gunnarsson, og Helgi Þorláksson. Á milli var sungið, einkum falleg og sum lítt kunn jólalög sem formaður hafði ljósritað handa öllum viðstöddum, kynnti og lék sjálfur undir á hljóðfæri.

Skemmtunin stórð frá kl. 14 - 16 og viðstaddir voru 53.

39. stjf.
12. jan.
og
16. jan.
1987
12. jan.:
Ræddur undirbúningur árshátíðarinnar sem verða skal þann 31. janúar.
Miklar umræður, fundarmenn skiptu með sér verkum og fundi frestað til 16. janúar.

16. jan.:
Matarnefnd: Hátíðarmáltíð ákveðin kr. 825 frá Veislumiðstöð Kópavogs.
Tónlistarnefnd: Einsöngvari ráðinn Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Harmonikkuleikari ráðinn, Þórður Markússon. Steinn Stefánsson ráðinn til að spila nokkur laga sinna undir borðum.
Ræðunefnd: Vilhjálmur Hjálmarsson ráðinn ræðumaður kvöldsins.
Aðgangseyrir ákveðinn kr. 1.200. Húsið opnað kl. 18:00 og samkoman hefst kl. 18:30.

Norræna mótið á Akureyri í ágústlok 1987.
Undirbúningur hefur verið virkur og gengið vel. Lokaupplýsingar um mótið þyrfti að senda út fyrir 15. febrúar.

34. skf.
31. jan.
1987
Árshátíð:
1. Ávarp formanns og fjöldasöngur undir hans stjórn.
2. Eftir máltíð kynnti Steinn Stefánsson nokkur laga sinna og börn hans, Iðunn og Ingólfur sungu þau við hans undirleik.
3. Hulda Runólfsdóttir flutti gamla og all sérstæða búmannsþulu eftir óþekktan höfund og afhenti hana ljósprentaða.
4. Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng við undirleik eiginmanns síns, Jóns Stefánssonar.
5. Vilhjálmur Hjálmarsson flutti fróðlega og gamansama frásögn sem hann nefndi Minningar úr Mjóafirði.
6. Hans og Hulda stjórnuðu fjöldasöng við undirleik formanns.
7. Formaður las nokkra vísubotna við fyrripart sem hann hafði fyrr lesið frá einum gestanna.
8. Dansað.
Gestir voru 82.
40. stjf.
10. feb.
1987
Árshátíði: Rætt það sem betur hefði mátt fara. Matargestir voru 82 en gert hafði verið ráð fyrir 75. Í heild tekist vel og ljóst að hagnaður verður nokkur. Ólöf Kolbrún Harðardóttir hafði ekki fengist til að taka neitt fyrir söng sinn en álveðið var að senda henni kr. 12.000 með tilmælum um að hún verji því að eigin mati í þágu Íslensku óperunnar.

Sagt af fundi Fulltrúaráðs KÍ.
Undirbúningur norræna mótsins í sumar. Tafsamt og tímafrekt undirbúningsstarf.
Næstiskemmtifundur 21. feb.. Ákveðið að fá Hannes Flosason og Guðrúnu Nielsen til að koma fram á fundinum en dagskrá annars hefðbundin.
Formaður afhenti stjórnarmönnum nýtt félagatal FKE.

35. skf.
21. feb.
1987
1. Ávarp og kynning formanns.
2. Félagsvist, 12 umferðir.
3. Kaffihlé og ágætar veitingar - eins og venjulega.
4. Þáttur um félagsmál.
Formaður ræddi undirbúning norræna mótsins sem ákveðið hafði verið að halda á Akureyri. Nýleg lét undirbúningsnefndin bera saman kostnað við að halda mótið annars vegar á Akureyri og hins vegar í Borgarnesi. Í ljós kom að í Borgarnesi yrði kostnaður á fjórða hundrað dollara ódýrara heldur en á Akureyri. Í þeim útreikningum var reiknað með að félagar í FKE myndu hýsa hina norrænu gest á sínum heimilum. Norrænu samstarfsfulltrúarnir hefðu fallist á þessa breytingu. Það hefur því verið ákveðið að halda mótið í Borgarnesi. Leitað var eftir því við þá 40 félaga sem viðstaddir voru hverjir mundu treysta sér til að hýsa mótsgesti í tvær nætur þessa daga. Áhersla var lögð á að félagsmenn sæktu mótið vel.
5. Fjöldasöngur sem Hulda og Hans stjórnuðu við undirleik formanns.
6. Hreyfilist við okkar hæfi undir stjórn Guðrúnar Nielsen.

Fundurinn stóð frá kl. 14 til 17:30 og viðstaddir voru 40 félagar.

41. stjf.
25. feb.
1987
Norræna mótið í Borgarnesi. Gögn verða brátt send til norrænu félaganna. Mótið verði kynnt í félagsblaði BK og síðar í bréfi til allra eftirlaunakennara.
Við skoðun félagaskrárinnar var ákveðið að senda skemmtifundarboð framvegis til félaga í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Hveragerði, Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Akranesi.
Næsti skemmtifundur 21. mars.
Ákveðið að fara fram á sömu orlofsaðstöðu hjá Orlofsheimilanefnd BSRB og félagið hefði notið síðastliðið sumar.
36. skf.
21. mars
1987
1. Ávarp formanns.
2. Félagsvist, 12 umferðir.
3. Kaffidrykkja. Ágætar veitingar.
4. Félagsmál. Formaður skýrði stöðu mála um mótið í Borgarnesi og hvatti félaga til virkrar þátttöku.
5. Fjöldasöngur, tvö lög undir stjórn formanns.
Upplestur, Ármann Kr. Einarsson.
7. Fjöldasöngur. Mörg lög undir stjórn og við undirleik formanns.
42. stjf.
13. apr.
1987
Gengið frá til útsendingar bréfi til eftirlaunakennara um land allt með ítarlegri frásögn um mót norrænna eftirlaunakennara í Borgarnesi 27. - 31. ágúst.
Sagt af tímafrekum undirbúningsnefndarstörfum Formanns, Kristins og Sigurðar.
Rætt um undirbúning skemmtifundar 25. apríl.
37. skf.
25. apr.
1987
1. Ávarp formanns.
2. Félagsvist, 12 umferðir.
3. Kaffidrykkja. Ágætar veitingar eins og ætíð.
4. Félagsmál. Sagt af líkum þess að FKE fengi orlofshús í Munaðarnesi - og af stöðu undirbúnings mótsins í Borgarnesi.
5. Sigurður Kristinsson og hulda Runólfsdóttir fluttu athyglisverða þætti í lausu máli og bundnu sem þau nefndu Stiklað á steinum.
6. Kosningasögur. Þennan fundardag var kosið tilAlþingis á Íslandi.
7. Fjöldsöngur, nokkur sumarlög undir stjórn og við undirleik formanns. Fundi lauk kl. 17:50 og 45 félagar voru viðstaddir.
43. stjf.
25. apr.
1987
Valdir fulltrúar á fulltrúaþing KÍ.
44. stjf.
13. maí
1987
Undirbúningur norræna mótsins
Öllum dagsetningum sem áður voru auglýstar var seinkað um eina viku.
Í Svíþjóð og Finnlandi eru tvenn kennarasamtök í hvoru landi en eitt í hverju hinna Norðurlandanna. Bréf voru send til þeirra allra. Ekkert svar hafði borist frá Færeyjum og ekki frá öðru sænska sambandinu. Þátttökutilkynningar eru:
39 frá Finnlandi
26 frá Noregi
24 frá Svíþjóð
3 frá Íslandi
Fáir erlendu gestannahafa óskað eftir heimagistingu á Íslandi en 17 heimili hafa boðist til að hýsa 22 - 28 gesti. Hótel Esja getur ekki tekið á móti öllum erlendu gestunum. Í Borgarnesi og á Hvanneyri er gistirými fyrir 112 manns. Ferðaskrifstofa ríkisins kannar möguleika á hótelgistingum í Reykjavík. Nafnalistar erlendis frá hafa ekki borist.

Rætt var um hvort ráðlegt væri að auglýsa frekar eftir þátttöku Íslendinga eða reyna að smala saman fólki en frá því var horfið. Hins vegar mun stjórn félagsins reyna að sækja mótið. Sennilega verða Íslendingar þó að sjá sér sjálfir fyrir húsnæði í Borgarnesi.

7. maí voru send bréf til allra félagsmanna FKE um leigu á orlofshúsum BSRB sem fáanleg eru í Munaðarnesi. Nokkur svör höfðuþegar borist.

Boð frá Danmarks Lærerforening til KÍ um að senda einn fulltrúa ánámskeið en þar verða haldin þrjú námskeið fyrir eftirlaunakennara. Boðin er ókeypis dvöl ánámskeiðinu og KÍ, sem vísar málinu til FKE, býður apex-flugfar þeim sem fari.

Síðasti skemmtifundur starfsársins verður 23. maí. Hulda bauðst til að tala við Vísnavini um að koma með skemmtiatriði og minnt var á að Guðrún Nielsen hefði boðist til að koma aftur. Einnig var nefnt að fá fyrirlesara um hollustufæði fyrir aldraða.

Aðalfundur ákveðinn 12. september.

37. skf.
23. maí
1987
Ekkert er skráð um þennan fund í fundargerðarbókinni en hann er talinn með í skýrslu stjórnar á næsta aðalfundi. Þar eru nefndir 9 skemmtifundir á starfsárinu.
45. stjf.
9. sep.
1987
Orlofshús í Munaðarnesi, umsóknir og nýting
42 umsóknir bárust. 32 fjölskyldur nutu þar dvalar þær 17 vikur sem húsnæðið var til leigu.

Bráðabirgðayfirlit um 10. mót norrænna kennara á eftirlaunum.
111 þátttakendur komu frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku og 11 frá íslandi. Borist hafa hlýjar kveðjur  með mikilli ánægju með komuna til Íslands og framkvæmd mótsins. Formaður fór yfir framkvæmdina, það sem vel t´+okst til og það sem betur hefði mátt fara og taldi að vel mætti við una í heild.

Aðalfundurinn færist til 19. september.
Ákveðið að leggja til við aðalfundinn að lög FKE yrðu endurskoðuð fyrir aðalfundinn 1988.

38. skf.
19. sep.
1987
1. Félagsvist, 12 spil.
2. Kaffi drukkið með góðum kökum.
Fundarlok um kl. 16:15.
8. félf.
19. sep.
1987
Aðalfundur - skýrsla formanns:
9 skemmtifundir.
16 stjórnarfundir auk margra annarra sem ekki voru bókaðir.
Samskiptin við útlönd og framkvæmd 10. móts norrænna eftirlaunakennara í Borgarnesi 26. - 31. ágúst sl..
Gjaldkeri gerði reikningum félagsins skil. Innistæða í sjóði er kr. 1.142,47.
Margir fluttu stjórninni þakkir og óskað var eftir að hún nýtti eigin krafta á fundum. Þeir væru nægir og góðir.

Stjórn var kjörin:
Helgi Þorláksson, formaður,
Kristjana Mooney,
Sigurður Gunnarsson,
Kristinn Gíslason,
Dagbjört Jónsdóttir.

Varastjórn:
Ármann Kr. Einarsson,
Hulda Runólfsdóttir.

Formaður óskaði eftir heimild fundarins til að stjórnin skipaði nefnd til að endurskoða lög félagsins fyrir næsta aðalfund. Ræddi einnig um nauðsyn þess að félagar úti á landi yrðu virkari. Hvort tveggja var samþykkt samhljóða.

46. stjf.
8. okt.
1987
Verkaskipting: Sigurður varaformaður, Kristinn ritari og Kristjana gjaldkeri.
Norræna samstarfið. Borist hafa hlýjar kveðjur frá formönnum sambanda norrænna eftirlaunakennara. Alir létu í ljós mikla ánægju með framkvæmd mótsins í Borgarnesi og komuna til Íslands.
Danska sambandið boðar til samráðsfundar 28. okt. á Fjóni fyrir næsta kynningarmót sumarið 1988. Ákveðið að senda fulltrúa þangað og óska eftir að KÍ greiði allan kostnað.

Félagsfundir til áramóta: 17. okt., 21. nóv. og 5. des.. Dagskrá októberfundarins verði: 1. setning, 2. félagsvist, 3. kaffiveitingar, 4. húsnæðismál aldraðra og 6. söngur.

47. stjf.
12. okt.
1987
Mál rædd, gengið frá útsendingu fundarboðs fyrir 17. okt nk.
39. skf.
17. okt.
1987
1. Félagsvist, 12 spil.
2. Kaffidrykkja.
3. Fimm mínútur um félagsmál. Formaður lýsti því sem framundan er í starfi félagsins á vetrinum.
4. Hollar hreyfingar undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Hún vakti athygli á að ýmsar leiðir eru til að taka þátt í hollum hreyfingum - m.a. með þátttöku í félagsstarfi aldraðra í Reykjavík.
5. Öldrunaríbúðir verða í umræðunni og formaður benti á ýmis sjónarmið um það efni. Ræðist frekar á skemmtifundi 21. nóv.. Nefnt var að í bígerð er að setja lög um skipan húsnæðismála aldraðra að frumkvæði Samtaka aldraðra og Öryrkjabandalagsins.
6. Almennur söngur.
 
48. stjf.
20. okt.
1987
Undirbúningur skemmtifunda í nóv. og des..
Öldrunaríbúðamálið rætt. Ákveðið að leita viðhorfa félagsmanna um það efni.
Fyrir dyrum standa fundir hjá SLRB og í Fulltrúaráði KÍ.
Formaður sitji samráðsfundinn á Fjóni 28. þ.m..
49. stjf.
13. nóv.
1987
Formaður sagði af för sinni á fundinn á Fjóni. Farið var með nefndarmenn til  Gamle Avernæs semer mótsstaður dönsku kennarasamtakanna. Þar verður 11. mót norrænna kennara á eftirlaunum haldið á næsta sumri. Þarna er aðstaða öll með ágætum til slíks nema hvað aðeins er unnt að hýsa 80 gesti.  Þess vegna verður mótið í tvennu lagi. Annars vegar dagana 2. - 6. júní og hins vegar dagana 7. - 11. júní. Á fundinum voru lögð fram drög að dagskrá mótsins og kostnaðaráætlun fyrir þátttakendur. Þátttökugjald er áætlað kr. 2.500 danskar krónur.

Gengið frá dagskrá fyrir skemmtifund 21. nóv. Auk venjubundinna atriða flytur Elísabet Magnús.
Rætt um aðventufagnað 5. des.. Rætt verði við Andrés Kristjánsson um flutning talaðs orðs og Helgu Magnúsdóttur um söng.

40. skf.
21. nóv.
1987
1. Félagsvist, 12 spil.
2. Kaffidrykkja.
3. Fimm mínútur um félagsmál. Sagt frá aðventufagnaði og árshátíð og að 11. mót norrænna eftirlaunakennara verður haldið á Gammel Avernæs á Fjóni í byrjun júnímánaðar næsta sumar.
4. Hollustufæði fyrir aldraða. Elísabet Magnúsdóttir flutti erindi. Hún gerði grein fyrir niðurstöðum af neyslukönnun Manneldisráðs 1979-1980. Af þeim má ráða að fólk yfir fimmtugt neyti yfirleitt of mikillar fitu, einkum harðrar fitu, og alltof mikils sykurs. Saltneysla virtist langt umfram þarfir. Hins vegar skorti talsvert á að nóg væri af kolvetnum í fæðunni og D-fjörefni var af skornum skammti.
5. Formaður stjórnaði fjöldasöng.
50. stjf.
27. nóv.
1987
Bréf hefur borist frá dönsku samtökunum um mótið næsta sumar.
Rætt um árshátíðin, hugsanleg þrengsli í enjubundnum húsakynnum og að leita til Gils Guðmundssonar og Sigfúsar Halldórssonar.
Aðventufagnaður. Gengið frá dagskrá. Andrés Kristjánsson og Hulda Runólfsdóttir flytja þátt sem þau kalla ég er á leið til landamæra, kvöldljóð Heiðreks skálds.
41. skf.
5. des.
1987
Aðventu-skemmtifundur
1. Félagsvist, 12 spil.
2. Kaffiveitingar. Félagskonur komu með veislukökur.
3. Ég er á leið til landamæra, kvöldljóð Heiðreks skálds. Andrés Kristjánsson kynnti ljóðmál Heiðreks Guðmundssonar og lífsviðhorf eins og það birtist í skáldverkum hans. Hulda Runólfsdóttir las síðan fáein kvæði úr nýrri ljóðabók skáldsins, Landamæri, en Andrés fór fáeinum orðum um hvert ljóð áður en það var lesið.
4. Síðustu jólin heima. Helgi Þorláksson sagði frá síðustu jólunum sem hann dvaldi í foreldrahúsum með fróðleik um forna hætti.
Formaður stjórnaði fjöldasöng milli dagskrárliða og lék undir. Söngtextum var dreift fjölrituðum.  Samkomugestir voru 75.
51. stjf.
4. jan.
1988
Sagt af fulltrúaráðsfundi KÍ þar sem ræddur var undirbúningur kjarasamninga.
Skemmtifundir ákveðnir 27. feb., 19. mars, 16. apríl og 14. maí. Stefnt að aðalfundi 17. september.
Árshátíð 30. janúar. Veitingar fást hjá Veislustöð Kópavogs fyrir kr. 1.100 á mann.
52. stjf.
14. jan.
1988
Árshátíðin
Sigfús er lasinn en Reynir Jónasson er reiðubúinn að leika við borðhaldið, undir fjöldasöng og fyrir dansi. Gils talar. Egill Firðleifsson býður að koma með flokk úr Kór Öldutúnsskóla. Aðgangseyrir ákveðinn kr. 1.600.
Snotur gjöf og góðar kveðjur bárust frá Gudveig Solem, þaátttakanda á 10. norræna mótinu sem haldið var í Borgarnesi 1987.
42. skf.
30. jan.
1988
 
Árshátíð
1. Formaður setti hátíðina.
2. Hátíðaréttur fjölbreyttur frá Veislustöð Kópavogs.
3. Reynir Jónasson, organleikari, lék létta tónlist undir borðum.
4. Gils Guðmundsson, fv. alþingismaður, flutti gamanþátt um ýmsa þekkta menn, einkum alþingismenn.
5. Almennur söngur undir leiðsögn Huldu og Reynis.
6. Söngflokkur úr Kór Öldutúnsskóla. Stjórnandi kórsins, Egill Eðvarðsson, þurfti að fara af landi brott með skömmum fyrirvara en ein stúlknanna, María Gylfadóttir, stjórnaði söngnum af öryggi og kynnti lögin.
7. Dansað til miðnættis.

Sjötíu manns sóttuhátíðina.

53. stjf.
19. feb.
1988
Árshátíðin
Greiðsluhalli kr. 570 stafar af mistökum við uppgjör fyrir matinn til Veislumiðstöðvarinnar að greitt var fyrir 5 fleiri heldur en það sem efni voru til.
"Rétt þykir að bóka hér eftirfarandi, öðrum til leiðbeiningar: Við pöntn á veislumat fyrir árshátíð er ráðlegt að panta ekki fyrir fleiri en víst þykir að muni sækja hátíðina. Gosdrykkir fylgja yfirleitt ekki með og er hagkvæmast að kaupa þá beint frá framleiðanda."

Félagssamkoma 27. febrúar: Félagsvist, Skúli Gunnarsson sýnir litskyggnur, almennur söngur.

54. stjf.
22. feb.
1988
11. mót norrænna kennara á eftirlaunum
Fram lögð og samþykkt drög að kynningarbréfi til félagsmanna semþurfa að tilkynna þátttöku fyrir 10. mars.
43. skf.
27. feb.
1988
Formaður setti og stjórnaði fundi.
1. Félagsvist, 12 spil. Spilað var á 8 borðum.
2. Kaffidrykkja.
3. Fáein orð um félagsmál.
Formaður fór yfir eftirtalin atriði:
>> a) Fundarmenn riti nöfn og heimilisföng í gestabókina.
>> b) Frestur til að skila upplýsingum til Kennaratals rennur út 15. næsta mánaðar.
>> c) Nokkur atriði sem varða 11. norræna mótið í Gammel Avernæs.
>> d) Væntanleg afnot af orlofshúsum í Munaðarnesi á sumri komanda.
Kristinn Gíslason flutti kveðju frá Magnúsi Einarssyni og fór með stöku Magnúsar sem til varð þegar hann fékk boðsbréf félagsstjórnarinnar um skemmtifundina. Fyrsta ljóðlínan er tekin beint úr niðurlagi bréfsins:

Hittumst kát og hress að vanda
hamingjunnar yrkjum brag.
Gleðibros til beggja handa
birtum þennan laugardag.

Magnús Jónsson nefndi frétt um hjón sem greiða mánaðarlega kr. 85 þúsund fyrir að dvelja á vistheimili fyrir aldraða hér í borg og beindi til stjórnar að taka þetta efni til athugunar t.d. á vettvangi SLRB.
Hans Jörgensen sagði frá því að fyrir skemmstu hefði hann verið á fundi þar sem í fullri alvöru hefði verið rætt um að svipta bæri það ´fólk ellilífeyri sem fær greitt úr Lífeyrissjóðum. Hér væri nauðsynlegt að vera vel á verði.
4. Landið vort fagra. Skúli Gunnarsson, kennari, sýndi litskyggnur frá Veiðivötnum og sagði frá.
5. Fjöldasöngur undir stjórn Hans og Huldu og við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.

55. stjf.
10. mars
1988
10. norræna mótið í Borgarnesi 1987
Framlögð ljósrit af greinargerðum Thorleif Öisang, oddvita Norðamanna á mótinu og aðalræðumanni þeirra, Arthur Gjermundsen. Báðar dagsettar 21. okt. 1987 og afhentar fulltrúum norrænu kennarasamtakanna í samráðsnefnd vegna 11. norræna mótsins. Þar koma fram miður vinsamlegar athugasemdir um undirbúning mótsins hér á Íslandi og framkvæmd þess.
Einnig lagt fram bréf frá Thorleif Öisang sagsett 18. sept. 1987 til formanns FKE þar sem kveður við allt annan tón.

Vistgjöld á öldrunarheimilum. Málið rætt og ákveðið að spyrja málshefjandann á aðalfundinum, Magnús Jónsson, hvort mundi vilja vera í nefnd ef stofnuð yrði til að athuga málið nánar.

Sótt hefur verið um framhald á sumarorlofsaðstöðu fyrir félagsmenn FKE í Munaðarnesi en óvíst hvort fæst. Rætt um aðra möguleika svo sem dvalaraðstöðu á vegum KÍ, hjá Ferðaþjónustu bænda o.fl..

Félagssamkomur framundan. Rætt um að leita eftir því við félagsmenn að segja frá dularfullum atvikum sem fyrir þá hafa borið.

11. norræna mótið. Þrjár umsóknir hafa þegar borist. KÍ hefur gert samkomulag við Flugleiðir um fargjald kr. 11.500 til Kaupmannahafnar.

56. stjf.
14. mars
1988
Magnús Jónsson tók vel í nefndarstarf.
Orlofsdvalir til reiðu þar sem leitað var eftir en á umtalsvert hærra verði.
11. norræna mótið - níu félagsmenn hafa sótt um þátttöku.
Námsgagnamiðstöð. Forstöðumaður hefur boðið félagsmönnum FKE í kynningarheimsókn.
44. skf.
19. mars
1988
1. Félagsvist, 12 spil. Spilað var á 9 borðum.
2. Kaffiveitingar.
3. Félagsstörfin framundan. Formaður nefndi
a) 11. norræna mótið þar sem níu hafa skráð sig til þátttöku og samið hefur verið við Flugleiðir um verð fyrir félagsmenn til Norðurlanda í sumar.
b) Orlofsdvalarmálin.
c) Næstu skemmtifundir verða 16. apríl og 14. maí.
4. Einkennilegir atburðir. Friðjón Júlíusson sagði frá dularfullu fólki á ferð í Hrappsey. Helgi Þorláksson dagði tvær sögur af ferðum dularfullra bifreiða í Skaftafellssýslu. Björn Loftsson sagði sögur af Ögmundi í Auraseli sem talinn var kunna sitt hvað fyrir sér. Eiríkur Stefánsson frá Skógum fór með ákvæðavísu.
5. Fjöldasöngur við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.

Fundi slitið kl. 17:40 - fundargestir foru 40.

57. stjf.
11. apr.
1988
FKE hefur forgang að einu orlofshúsi á Flúðum og jafnan aðgang að hinum.
KÍ hefur gert hagstæða samninga við Flugleiðir fyrir félaga sína um fargjöld til útlanda í sumar.
11. Norræna mótið á Fjóni - níu íslenskir þátttakendur. Formaður mun flytja þar erindi fyrir okkar hönd eins og venja er að hver þjóð geri á mótum þessum. Hann nefndi þauefnisatriði sem hann hugðist taka fyrir og gerðu menn góðan róm að og fögnuðu því að hann skyldi hafa aðstöðu til að fara og leysa af hendi þessa mikilvægu þjónustu.
45. skf.
16. apr.
1988
1. Félagsvist, 12 spil. Spilað á 14 borðum.
2. Kaffiveitingar.
3. Fáein orð um félagsmál. Formaður ítrekaði nokkur atriði sem send höfðu verið í bréfi til félagsmanna. a) Orlofshús. b) Afsláttur af flugfargjöldum til Norðurlanda fyrir félagsmenn KÍ. c) Boð um að heimsækja Námsgagnastofnun.
4. Á ferð og flugi. Ármann Kr. Einarsson og Vilborg Björnsdóttir fluttu ferðasöguþætti með myndaskýringum. Ármann hafði varið umkínversk lönd 1987 en Vilborg á Grænlandsgrunduní febrúar sl..
5: Fjöldasöngur við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
58. stjf.
9. maí
1988
Daggjaldamálið: Guðjón B. Baldvinsson, formaður LSRB, hefur kynnt sér málið og komist að þvi að gjöldin eru ákveðin af svonefndri Daggjaldanefnd. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dvalargjöldintil vistheimilanna en tekur eftirlaun og ellilífeyri vistmanna upp í þær greiðslur eftir því sem þau hrökkva til. Allt fer þetta eftir gildandi lögum og reglum. Ákveðið að hreyfa þessu máli á þingi SLRB 26. maí nk..
Stjórn SLRB hefur rætt um nauðsyn þess að samtök opinberra starfsmanna hafi eftirlit með því að lífeyrisþegar fái réttar greiðslur ú lífeyrissjóðum.  Fyrir FKE ætti þetta eftirlit að vera í höndum KÍ.
Fulltrúar kjörnir á þing SLRB.
Skemmtifundur 14. maí.
Ákveðið að senda stjórn KÍ lög FKE til athugunar sbr. 7. gr. laga sambandsins.
46. skf.
14. maí
1988
1. Félagsvist, 12 spil.
2. Fjölbreyttar kaffiveitingar.
3. Félagsmál. Aðalfundur verður 17. september og tillögur til lagabreytingar þurfa að berast í tæka tíð.
4. Á ferð og flugi í rúmi og tíma. Ármann Kr. Einarsson lauk frásögn sinni af för til Austurheims.
5.Sigurður Gunnarsson fór nokkrum orðum um ferskeytluna og las hnyttnar stökur eftir fimm þingeyska hagyrðinga.  
6. Formaður lék undir almennum söng.
59. stjf.
2. sept.
1988
Sagt af þingi SLRB.
Orlofsdvalarumsóknir reyndust mun færri en oftast áður og munu flestir eð allir umsækjendur hafa fengið úrlausn.

Formaður sagði af 11. Nordisk Pensionisttræf á Fjóni í júní 1988.
Íslenskir þátttakendur urðu samtals 7. Tveir voru á fyrri hluta mótsins en 5 á þeim síðari. Formaður flutti erindi á báðum hlutum mótsins. Auk þess áttu íslenskir þátttakendur hlut að tveim öðrum dagskrárliðum. Lagt var að formanni að flytja erinsi sitt á fundi í FKE.

Aðalfundur 17. sept. -
Formaður leitað eftir hviort einhver stjórnarmanna væri fús að taka að sér formannsstarfið. Svo reyndist ekki vera.

60. stjf.
5. sept.
1988
Undirbúningur aðalfundar
Enginn hefur fengist til að taka formennsku að sér.
Formaður hefur fest félaginu eftirfarandi félagsfundardaga til áramóta: 29. okt., 26. nóv. og 10. des..
61. stjf.
12. sept.
1988
Sagt af fundi í Fulltrúaráði KÍ.
Lögð fram skrá um kennara sem byrja að taka eftirlaun frá 1. þ.m..
Undirbúningur aðalfundar -
>> Nokkrir hafa léð máls á að taka sæti í stjórn en enginn til formennsku.
>> Lagabreytingartillögur skoðaðar og ákveðið að leggja þær fyrir aðalfund.
>> Reikningsskil vegna 10. norræna mótsins í ágúst 1987. Tekjuafgangur, kr. 54.104.
62. stjf.
15. sept.
1988
Undirbúningur aðalfundar
>> Samþykkt að leita til Magnúsar Jónssonar um formennsku.
>> Reikningsskil. Ákveðið að leggja tekjuafgang frá 10. norræna mótinu í félagssjóð.
9. félf.
17. sep.
1988
Aðalfundur - skýrsla formanns:
9 félagssamkomur, ein í hverjum mánuði, með að meðaltali 52 gesti. Á aðventuhátíð komu 75 manns en 70 á árshátíð.
Tveir fulltrúar FKE sækja Fulltrúaráðsfundi KÍ sem eru 5.
Tíu fulltrúar FKE voru sendir á fund LSR.
Þegar KÍ gekk úr BSRB missti FKE rétrt til orlofshúsa í Munaðarnesi en KÍ byggði orlofshús á Flúðum. Umsóknir til FKE voru aðeins 10 í ár svo allir fengu úrlausn.
Félagatal FKE er ekki nákvæmt og leiðréttandi athugasemdir vel þegnar.
Norrænt samstarf - Norræn mót eru haldin árlega og til skiptis á Norðurlöndunum. Færeyingar hafa enn ekki gerst aðilar. 10. mótið var haldið á Íslandi 1987. Mótsgestir voru 120, flestir frá Finnlandi.Endanlegt uppgjör hefur nýlega verið lagt fram sem sýnir hagnað kr. 54.100 sem stjórnin er einhuga um að renni í félagssjóðinn. 11. mótið var haldið í Gammel Avernæs á Fjóni í byrjun júní sl.. Dagskrá var þar frá Íslandi, sýnd ný og góð kvikmynd, kynntir nokkrir íslenskir söngvar og formaður flutti erindi sem hann nefndi Frá söguöld til samtíðar á einni mannsævi og sýndi glærur með. Ari Gíslason sýndi einnig myndir og sagði frá og Hulda Runólfsdóttir sá um hlut Íslands í sameiginlegri dagskrá síðasta kvöld mótsins. Næsta mót verður í Svíþjóð 9.-12. ágúst næsta sumar.

Gjaldkeri fylgdireikningum úr hlaði og þar eru 49.754,85 í sjóði.

Lagabreytingar - lagðar til breytingar.

  • Ný 8. grein: Stjórninni er heimilt að skipa nefndir eða einstaklinga til að sinna ákveðnum, tímabundnum verkefnum á vegum félagsins.
  • Ný 9. grein: Tryggja skal að í stjórn FKE og nefndum séu sem næst jafnmargir karlar og konur.
  • Núgildandi 8. grein verði 10. grein.

Breytingarnar samþykktar einróma - og nú líta lögin svona út.

Stjórn var kjörin:
Magnús Jónsson, formaður,
Ragnheiður Finnsdóttir,
Þorsteinn Ólafsson,
Kristinn Gíslason,
Vilborg Björnsdóttir til eins árs.

Varastjórn:
Gerður Magnúsdóttir,
Helgi Hallgrímsson.

Endurskoðendur:
Halldóra Eggertsdóttir,
Vigfús Ólafsson.

Helgi Þorláksson, fráfarandi formaður, skýrði frá því að hann hefði látið taka frá fyrir félagsstarf FKE fundardagana 29. okt., 26. nóv. og 10. des. og fyrir árshátíð hefði hann ekki fengið dag síðast í janúar en tryggt félaginu aðstöðu þann 4. febrúar ef það kæmi til með að henta.

Magnús Jónsson, nýkjörinn formaður, þakkaði traustið og þakkaði frá farandi formanni hans starf og það að hafa tryggt félaginu þessa fundardaga.

Helgi tók aftur til máls og hvatti nýkjörna stjórn til að leita til félagsmanna og skipa í nefndir þegar þess væri þörf. Einkum væri ókunnugum erfitt að sjá um norrænu mótin. Hann þakkaði Ara Gíslasyni sérstaklega fyrir að hafa sótt öllum öðrum fleiri norræn mót.

63. stjf.
21. sep.
1988
Verkaskipting: Kristinn Gíslason varaformaður, Þorsteinn Ólafsson gjaldkeri og Vilborg Björnsdóttir ritari.
Fundurinn 29. okt. - Senda út fundarboð með viku fyrirvara, tala við Helga Þorláksson um að stjórna söng. Auk félagsvistar var ákveðið að hafa skemmtiatriði í 20 - 30 mínútur. Kristinn Gíslason tók að sér að ræða við Ingólf Jónsson frá Prestbakka um að flytja frumsamið efni.
64. stjf.
24. okt.
1988
Undirbúningur næsta skemmtifundar 26. nóv.. Þorsteinn bauðst til að sjá um spilakort, verðlaun ofl og að hafa tal af  Þorsteini Matthíassyni um að flytja erindi.
Jólafundurinn ákveðinn 10. des.
65. stjf.
21. nóv.
1988
Undirbúningur jólafundar - biðja Helga Þorláksson að leiða fjöldasöng og annað hvort Ágúst Vigfússon eða Jón Á. Gissurarson til að lesa jólasögu eða annað aðventuefni.

Upplýst er að styrkur KÍ til Rannveigar Löve til farar á Kvennaráðstefnu í Osló á liðnu sumri var kr. 11.000.

66. stjf.
26. nóv.
1988
Jólafundur frestast til 17. des.
Valinn fulltrúi með formanni í Fulltrúaráð KÍ.
47. skf.
26. nóv.
1988
Formaður setti fund kl. 14.
Félagsvist á 10 borðum. Spiluð 12 spil.
Kaffiveitingar.
Þorsteinn Matthíasson flutti hið snjallasta erindi.
Guðrún Pálsdóttir, Magnús Einarsson og Helgi Þorláksson leiddu almennan söng.
Fundinum lauk kl. 17:00. Fundargestir voru 50.
67. stjf.
12. des.
1988
Stjórnin sér um tertur og annað góðgæti á veisluborð jólafundarins.  Hegli Þorláksson mun leiða aðventusöng ásamt Guðrúnu Pálsdóttur og Hans Jörgensen.

Borist hefur bréf frá undirbúningsnefnd 12. norræna mótsins í Geyerskóla í Ranseten í Vermalandi í Svíþjóð dagana 8. - 12. ágúst. Þátttöku skal tilkynna fyrir 17. apríl og í júní þarf þátttökugjald að vera fullgreitt. Aðeins 120 manns geta setið þingið.

Tilhögun árshátíðar 4. febrúar rædd og sagt af fulltrúaráðsfundi KÍ.

48. skf.
17. des.
1988
Félagsvist spiluð á 12 borðum, 12 spil.
Kaffiveitingar - hinar ljúfustu.
Ávarp formanns um tilhögun 12. mótsins í Svíþjóð þar sem þátttökugjald er 1.800 sænskar krónur. Sú breyting hefur nú verið ákveðin að það land sem heldur mótið sér um alla dagskrána. Þó er óskað eftir að hvert land sendi 5 sönglög með texta.
Guðríður Magnúsdóttir flutti frásöguþátt úr endurminningum föður síns, Magnúsar Magnússonar, ritstjóra. Hann var bæði fróðlegur, skemmtilegur og afar vel fluttur.
Að lokum almennur söngur. Hinir fegurstu sálmar og aðventusöngvar sem Helgi Þorláksson hafði valið. Guðrín Pálsdóttir lék undir og Hans Jörgensson leiddi sönginn með Helga.
Viðstaddir voru 48. Fundi slitið kl. 18.
68. stjf.
11. jan.
1989
Undirbúningur árshátíðar. Björn Th. Björnsson mun halda ræðu. Gerður talar við Ingibjörgu Þorbergs um að syngja. Vilborg ræði við Veislustöðina í Kópavogi um mat og kostnað. Mest er unnt að taka á móti 80 gestum. Aðgöngumiðar verði seldir á skrifstofunni ef unnt er. Þess er vænst að Reynir Jónasson geti spilað undir borðum og fyrir dansi.

Skemmtifundir verða 11. mars og 8. apríl.

Upplýsingar um 12. norræna mótið verða settar í Félagsblað BK. Guðrún Pálsdóttir, Hans Jörgensen og Helgi Þorláksson taka að sér að velja sönglög og texta til að senda út.

69. stjf.
18. jan.
1989
Undirbúningur árshátíðar.
Reynir kemur og spilar. Vilborg hefur samið við Sveinbjörn Pétursson, forstjóra Veislustöðvarinnar í Kópavogi, um kalt borð með heitum rétti, ábæti og kaffi á eftir fyrir kr. 1.400 fyrir manninn. Ragnheiður hefur fengið loforð frá Söng- og skemmtifélaginu Samstilling að koma og skemmta. Björn Th. Björnsson mun flytja erindi.
70. stjf.
23. jan.
1989
Gengið frá dagskrá árshátíðar.
Síðasti skemmtifundur vetrarins verði 29. apríl.
Undirbúningur skemmtifundar 11. mars. Sigurður Kristinsson og Ari Gíslason hafa lofað að flytja skemmtiefni á næstu fundum.
49. skf.
4. feb.
1989
Árshátíð FKE
Formaður setti hátíðina kl. 18:45 og var veislustjóri.
Nokkur lög voru sungin áður en borðhaldið hófst. Sannkallaður veislumatur frá Veislustöð Kópavogs.
Reynir Jónasson lék undir borðum.
Björn Th. Björnsson, listfræðingur, flutti erindi sem nefndist Heimþrá til heimabyggða um lífshlaup Þorvaldar Þorvaldssonar frá Skógum á Þelamörk sem uppi var á 18. öld og afkomendur hans.
Söng- og skemmtifélagið Samstilling skemmti gestum.
Almennan söng leiddi Hans Jörgensson ásamt þeim Helga Þorlákssyni og Huldu Runólfsdóttur en Reynir lék undir.
Að lokum stiginn dans við undirleik Reynis. Hátíðinni lauk kl. 11:30.
71. stjf.
27. feb.
1989
Uppgjör árshátíðar. Seldir aðgöngumiðar voru 58 og ágóði varð kr. 4.394.
Næsti skemmtifundur 11. mars. Ari Gíslason mun mun lesa sögu og Þeir Hans og Helgi leiða söng.
Umræður um rétt félagsmanna FKE til að notfæra sér orlofshús.
Fyrirhuguð er skemmtisamkoma SLRB og þar er Kristinn Gíslason í undirbúningsnefnd.
72. stjf.
6. mars
Gengið frá dagskrá næsta skemmtifundar en þá mun Ari Gíslason, ættfræðingur, flytja erindi.
Fundir kennara á eftirlaunum verða haldnir í Finnlandi í apríl, 2 daga, og í Danmörku í júní. Okkur er boðið að senda einn fulltrúa og er uppihald ókeypis fyrir hann í þrjá daga.
Skemmtisamkoma SLRB verður haldin á Hótel Sögu 21. mars og hefst kl. 15:00.
50. skf.
11. mars
1989
Félagsvist spiluð á 13 borðum, 12 spil.
Kaffiveitingar.
Ari Gíslason, ættfræðingur, las upp.
Milli atriða leiddu þau söng Guðrún Pálsdóttir, Hans Jörgensson og Helgi Þorláksson.
Viðstaddir voru 54. Fundi lokið kl. 17:00.
73. stjf.
3. apr.
1989
Vinnufundur um útsendingu bréfa.
Rætt um dagskrá næsta fundar.
Sagt frá fundi KÍ á Flúðum um síðustu helgi þar sem meðal annars var rædd boðun verkfalls.
Á næsta fundi, 29. apríl, er áætlað að Ingimundur Ólafsson verði með frásögn og svo er gert rá ðfyrir tónleikum.
51. skf.
8. apr.
1989
1. Félagsvist spiluð á 15 borðum.
2. Fjölbreyttar kaffiveitingar.
3. Upplestur - Sigurður Kristinsson las upp ljóð úr Blágrýti eftir Sigurð Gíslason.
4. Söng leiddu Guðrún Pálsdóttir, Hans Jörgensson og Jón Hjartar.
5. Hjálmar Helgason lék nokkur lög á harmonikku.
Gestir voru 64. Fundi slitið kl. 18.
74. stjf.
24. apr.
1989
Gengið frá fundarboði næsta skemmtifundar en þar mun Ingimundur Ólafsson flytja skemmtiþátt, lög verða sungin eftir Magnús Einarsson, kennara, við ljóð eftir hann.

12. norræna mótið verður haldið í Svíþjóð dagana 8. - 12. ágúst nk. og 5 félagsmenn FKE munu sækja það.

52. skf.
29. apr.
1989
1. Formaður setti fund.
2. Félagsvist spiluð á 12 borðum.
3. Hinar bestu kaffiveitingar.
4. Ingimundur Ólafsson, kennari, flutti skemmtilega frásögn af atburðum sem urðu í júní 1962.
5. Helgi Þorláksson stjórnaði fjöldasöng.
6. Sigurður Gunnarsson las tvö ljóð.
Gestir voru 52. Fundi lauk kl. 18.
75. stjf.
31. ág.
1989
Gengið frá fundarboði fyrir aðalfund sem er næsti fundur félagsins 16. sept..
4 félagsmenn sóttu 12. mótið í Svíþjóð og formaður sá þar um dagskrá af Íslands hálfu. Þar söng íslensk stúlka sem búsett er í Svíþjóð og Sigrún Guðbrandsdóttir lagði þar einnig af mörkum. Allt gekk þetta vel.
53. skf.
16. sep.
1989
1. Félagsvist á 13 borðum.
2. Notið var hinna bestu kaffiveitinga.
Fundi var slitið kl. 16.
10.félf.
16. sep.
1989
Aðalfundur - skýrsla formanns:
Norrænt samstarf - ræddi um ferðir til Norðurlandanna sem væru svo dýrar að erfitt væri fyrir okkur hér frá Íslandi að sækja mótin þar ytra. Bréfaskipti milli landanna væru þó bæði mikil og gagnleg. 12. mótið haldið í Svíþjóð í ágúst sl..
Starf liðins árs - ítarleg skýrsla.
Gjaldkeri - hagnaður á árinu var kr. 2.269. Í gullbók í Búnaðarbankanum eru kr. 52.024.

Stjórn var kjörin:
Hulda Runólfsdóttir, formaður,
Ragnheiður Finnsdóttir, ritari,
Þorsteinn Ólafsson, gjaldkeri,
Vilborg Björnsdóttir, meðstjórnandi,
Gerður Magnúsdóttir, meðstjórnandi.

Varastjórn:
Helgi Hallgrímsson, varaformaður,
Gunnar Guðröðarson.

Endurskoðendur:
Halldóra Eggertsdóttir,
Vigfús Ólafsson.

Í fundarlok las Jón Hjartar ljóðið Ástarjátning eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson og síðan risu menn úr sætum og sungu nokkur lög við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur. Fundi slitið kl. 18:30.

- - -
Ath. Verkaskiptingar er ekki getið á eftirkomandi stjórnarfundi en ofangreind skipting er innfærð svona í fundargerð aðalfundarins.

76. stjf.
25. sep.
1989
Undirbúningur skemmtifundar 14. okt.. Áhugi fyrir að fá Guðrúnu Nielsen til að sinna líkamsrækt á næsta fundi eða síðar. Sönghópur með Matthíasi Einarssyni kemur á næsta fund. Auðunn Bragi Sveinsson mun lesa ljóð. Rætt um að hvetja fundarmenn til að leggja til sjálfvalið efni eftir því sem tími leyfði.
54. skf.
14. okt.
1989
Spilað var á 13 borðum.
Kaffiveitingar voru hinar bestu.
Félagsmenn spjölluðu saman drykklanga stund og nokkrir þeirra fluttu frásagnir af liðnum atburðum.
Mikill almennur söngur.

Viðstaddir 42. Fundi slitið kl. 18.

77. stjf.
6. nóv.
1989
Gengið frá fundarboði næsta fundar 11. nóv.
Von okkar er sú að mjög góður söngflokkur komi og skemmti okkur.
55. skf.
11. nóv.
1989
Formaður setti fund og stýrði.
Dagskráratriðum var raðað með nokkuð öðrum hætti en venja er til.
Í upphafi var Magnús Einarsson, kennari, mættur með sönghóp og undirleikari var Kjartan Sigurjónsson. Hópurinn var tímabundinn og því ákveðið að hann yrði fyrstur á dagskránni.
Kaffi fram borið.
Félagsvist spiluð á 13 borðum.
Hans Jörgensson leiddi söng við undirleik Helga Þorlákssonar.
Viðstaddir 58. Fundi lokið kl. 18.
78. stjf.
4. des.
1989
Sagt af Fulltrúaráðsfundi KÍ.
Ákveðið að stjórnin gefi sem fyrr kökur á aðventufundinum 9. des..
56. skf.
9. des.
1989
1. Félagsvist á 15 borðum.
2. Kaffiveitingar - hinar glæsilegustu.
3. Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar.
4. Ragnheiður Finnsdóttir flutti bernskuminningar undir heitinu Jón blindi.
5. Fjöldasöngur við undirleik Helga Þorlákssonar.

Má með sanni segja að þetta var hin ljúfasta síðdegisstund.

Frh Hér lýkur yfirliti yfir fyrstu 10 starfsár Félags kennara á eftirlaunum.
Framhaldið finnurður hér.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta