GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Árið 2006 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum
sem stofnað var árið 1980

Fundargerðir eru útdregnar frá fundargerðarbókum FKE
en annað skrásett af GÓP.
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
182. skf
2. des.
2006

Myndir

Gestir
voru
um
60

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4

.

Fyrst var spilað undir stjórn Hermanns Guðmundssonar, formanns félagsins.
Hér er mynd af honum ásamt verðlaunahöfunum.


Hallgrímur Sæmundsson og Margrét Schram hlutu verðlaunin.


Jón Hjálmarsson sagði af nýrri sögu- og ferðahandbók sem hann hefur tekið saman um sögupersónur sem tengjast ýmsum stöðum sem ferðamenn heimsækja.


Hulda Jóhannesdóttir

Eftir veislukaffið sagði Hulda Jóhannesdóttir frá ferð sem þau Hermann Guðmundsson fóru á síðastliðnum vetri og vori til Eyjaálfunnar þar sem þau dvöldu á Nýja Sjálandi. Með frásögninni fylgdu fjölmargar myndir sem Hermann varpaði á tjaldið. Músaðu á myndina hér fyrir neðan - til að sjá þær allar.


Músaðu hér til að sjá allar myndirnar - og notaðu svo Slideshow Fullscreen!

EKKÓ-kórinn flutti fundarmönnum hátíðarsöngva.

181. skf
18. nóv.
2006

Myndir

Gestir
voru
40

 

Regnbogaspil í Ásgarði, Stangarhyl 4.
Ásgarður er samkomusalur Félags eldri borgara í Reykjavík og í húsnæði þeirra við Stangarhyl.


Hólmfríður Gísladóttir hefur hendurnar fullar og útspilið svífur í loftinu.

Vist var spiluð með nýstárlegum skiptingum. Hver spilamaður hafði sinn lit og flutti sig eftir sérstökum reglum. Það var oft handagangur í öskjunni og margt að gerast í einu  eins og sést á þessari mynd.

Hlaðborð kræsinganna var glæsilegt að venju


Rannveig Sigurðardóttir er með á nótunum

og að þessu sinni voru spilaðar fleiri umferðir til að festa aðferðirnar betur í huga.


Sigurður Kristinsson í góðum gír

Menn voru ánægðir með þessa nýbreytni.


Rósariddararnir í lokin

Þegar upp var staðið voru þrír efstu leystir út með rósum. Rósariddarar fundarins voru Hólmfríður Gísladóttir með eina rós í þriðja sætinu, Þorsteinn Ólafsson með tvær rósir í öðru sætinu og Ólöf Pétursdóttir með þrjár rósir í fyrsta sætinu. Hermann Guðmundsson, formaður félagsins, var spilastjóri og kenndi mönnum hinar nýju - en þó um leið gömlu skiptingareglur og fljótlega komust menn upp á aðferðina.

180. skf
4. nóv.
2006

Myndir

Gestir
voru
50

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4.


Verðlaunahafar ásamt spilastjóranum, Hermanni Guðmundssyni, formanni félagsins.

Formaður setti fund og stýrði spilamennsku. Eftir kræsingar af hlaðborði flutti Unnur Stefánsdóttir, leikskólastjóri í Kópavogi, okkur kynningu á skóla sínum sem starfar eftir stefnu sem leggur sérstaka áherslu á hreyfiþjálfun og heilsuvitund bæði í mataræði og umgengni. Slíkir skólar eru orðnir nokkrir á landinu og nefnast Heilsuleikskólar.


Unnur Stefánsdóttir kynnti okkur hugtakið Heilsuleikskóli í framkvæmd.

Að lokum var sungið við undirleik Sigurðar Jóelssonar.


Björg Hansen, Ólafur Haukur Árnason og Margrét Schram

179. skf
7. okt.
2006

Myndir

Gestir
voru
50

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4.


Verðlaunahafar í spilunum.

Í fjarveru formanns setti Hörður Zóphaníasson varaformaður fundinn og Kristján Sigtryggsson stjórnaði spilakeppninni. Að þessu sinni voru tveir karlspilarar jafnir efstir og var Rósa Guðmundsdóttir annar þeirra en Ólöf Pétursdóttir varð efst þeirra sem spiluðu kvenhlutverkin.

Eftir veislukaffi flutti Jóna Sveinsdóttir frásögn af ferð fulltrúa félagsins á 29. norræna mót eftirlaunakennara sem haldið var í Turku/Aabo í Finnlandi í byrjun júní sl. Að því loknu lék Sigurður Jóelsson undir fjöldasöng.

16. suf.
23. ág.
2006

Allar
myndir
úr
ferðinni
eru
hér
!

 

16. sumarferð FKE 23. ágúst 2006
Hópferð úr Reykjavík vestur í Dali - leiðsögumaður Jón Hjálmarsson.
Skoðaðu allar myndirnar í myndafrásögninni inni á myndavefnum.

Haldið var frá Reykjavík árla morguns og ekið um Bröttubrekku í Búðardal og áfram í Sælingsdal. Hjá hinum sögufræga Tungustapa var haldið um Svínadal yfir á Skarðsströnd og skoðuð kirkjan á Skarði. Þaðan var haldið að Eiríksstöðum í Haukadal.

 

Sjá nánar um þessa ferð
og stöku-vörður
Hinriks Bjarnasonar
í

 >> yfirliti yfir farnar ferðir.

15. suf.
16.-18. ág.
2006

Allar
myndir
úr
ferðinni
eru
hér
!

15. sumarferð FKE dagana 16. - 18. ágúst 2006
Hópferð úr Reykjavík til Akureyrar þar sem norðanmenn bættust í hópinn til ferðar á Kárahnúka og um Austfirði og Suðurland til Reykjavíkur. Leiðsögumaður Jón Hjálmarsson.
Veðrið var aldeilis frábært alla ferðardagana og það skilar sér vel í myndafrásögninni inni á myndavefnum.

Fyrsta daginn var ekið austur í Árnessýslu og upp í Hrauneyjar. Þaðan var haldið inn í Nýjadal sem er í miðju hálendi Íslands. Þaðan var farið um Sprengisand í Bárðardal og skoðaðir Aldeyjarfoss og Goðafoss í Skjálfandafljóti.

Gist var á Stóru-Tjörnum og á Akureyri.

Næsta dag var leiðin lögð um Möðrudal á leið í Kárahnúka. Þaðan var ekið að Skriðuklaustri og síðan gist á Eiðum.

Heimleiðin lá suður Austfirðina og um Suðurlandið - hjá Breiðamerkurlóni. Hér eru aðalstarfsmenn ferðarinnar þeir Jón Hjálmarsson leiðsögumaður og Hermann Guðmundsson formaður félagsins.

Músaðu hér til að sjá nánara >> yfirlit yfir farnar ferðir.

28. félf.
6. maí
2006

*

Myndir

 

Aðalfundur í Húnabúð 6. maí eftir síðasta skemmtifundi vorsins.


Músaðu á myndina til að skoða þær allar frá fundinum.


Að þessu sinni hlutu tveir karlaverðlaun en Valborg Helgadóttir hreppti kvennaverðlaunin.
Hermann Guðmundsson og Jóna Sveinsdóttir vinstra megin og Kristján Sigtryggsson hægra megin en hann var spiilastjóri að þessu sinni.

Aðalfundarstörf:

  1. Formaður setti aðalfund og samþykkt var tillaga hans um Hörð Zóphaníasson sem fundarstjóra. Ritari var Bryndís Steinþórsdóttir.
  2. Hörður gerði grein fyrir störfum aðalfundar og gaf Hermanni Guðmundssyni, formanni, orðið að flytja starfsskýrslu stjórnar. 
  3. Margrét Schram, gjaldkeri, kynnti og skýrði reikninga félagsins.
  4. Stjórnarkjör
    Þeir stjórnarmenn sem úr stjórn áttu að ganga gáfu allir kost á sér til endurkjörs og samfelldur stjórnartími þeirra var innan marka laga félagsins og voru allir endurkjörnir einróma. Hermann Guðmundsson var kjörinn formaður. Kristján Sigtryggsson var kjörinn í aðalstjórn en Margrét Schram í varastjórn. Að öðru leyti er stjórnin óbreytt. 
    Endurskoðendur voru kjörnir Gísli Ólafur Pétursson og Sveinn Kristjánsson.

    Stjórnina skipa:
    Hermann Guðmundsson, formaður,
    Hörður Zophaníasson,
    Bryndís Steinþórsdóttir,
    Jóna Sveinsdóttir.
    Kristján Sigtryggsson.

    Varastjórn:
    Birna Frímannsdóttir,
    Margrét Schram.

    Endurskoðendur:
    Gísli Ólafur Pétursson,
    Sveinn Kristjánsson.

  5. Önnur mál:
    Nokkrar umræður urðu um fyrirhugaða sumarferð félagsins til Austurlands og horfðu menn að lokum til hugsanlegrar lengri sumarferðar á þær slóðir eitthvert næsta árið. Þessi fyrirhugaða sumarferð ársins verður farin norður Sprengisand og gist á Stóru Tjörnum og síðan á Eiðum tvær nætur. Ferðin er þegar fullbókuð og yfir tuttugu manns eru á biðlista. Vandinn er fólginn í takmörkuðu gistirými. Önnur eins dags ferð verður svo farin í Dalina.
    Þá voru félagsmenn einnig hvattir til að koma skoðunum sínum um breytingar eða nýjungar í félagsstarfinu á framfæri við stjórnarmenn.
  6. Hermann Guðmundsson þakkað fundarmönnum traustið og fundarstjóri þakkaði góðan fund.


Að lokum

var tekið lagið við undirleik Sigurðar Jóelssonar.

178. skf
3. mars
2006

Myndir

Gestir
voru
120

 

120 gestir á árshátíð félagsins í Kiwanishúsinu við Engjateig 11.

Músaðu hér til að opna myndasafnið!

Það er alltaf mikið að gera í gestamóttökunni þegar hundrað og tuttugu manns koma á örskammri stundu og allir þurfa miða hlýjar móttökur. Hér eru þær Jóna Sveinsdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir önnum kafnar.

Á myndinni sjást einnig Björg Hansen og Ólafur Haukur Árnason, fyrrverandi formaður félagsins og stjórnarmaður um langt skeið.

 

Hér eru Hermann Guðmundsson, formaður, Hörður Zóphaníasson, varaformaður, og Tryggvi Gíslason sem var ræðumaður kvöldsins.

Formaður setti hátíðina og stjórnaði henni og Sigurður Jóelsson lék undir almennum söng sem oft var við hafður.


Jón Hjörleifur Jónsson stjórnaði EKKÓ-kórnum við undirleik Solveigar Jónsson.

 

 

 

Að loknum aðalrétti gladdi Tryggvi Gíslason viðstadda.

Eftir glæsilega danssýningu hlutu nokkrir óvænt höpp.

Capri lék fyrir dansi til miðnættis og þá var hátíðinni slitið með fjöldasöng.

 

177. skf.
4. feb.
2006

Við-
staddir
voru
50

Músaðu
á
mynd
til

sjá
þær
allar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4.

Formaður og varaformaður voru bundnir annars staðar og


Jóna Sveinsdóttir setti fundinn

og bauð menn velkomna. Spilað var á 10 borðum undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar sem hér sést ásamt sigurvegurunum.


Auður Jónasdóttir, Kristján og Elín Friðriksdóttir.

Eftir veislukaffið


ræddi séra Þórhallur Heimisson við okkur

og las úr tveimur nýútkomnum bókum sínum. Önnur fjallar um margvísleg trúarbrögð en hin nefnist Ragnarök og fjallar um tíu hrikalegar trúarstyrjaldir (ef ritari hefur tekið rétt eftir).

Að lokum var almennur söngur við undirleik Sigurðar Jóelssonar.

176. skf.
14. jan.
2006

Við-
staddir
voru
40

Músaðu
á
mynd
til

sjá
þær
allar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4.

Ásgarði er félagsheimili Félags eldri borgara í Reykjavík.
Óvænt og mikið snjóveður olli fjórdrifsbílafæri á götum Reykjavíkur en þótt Stangarhylur sé uppi í Árbænum innan við Elliðaár komust um 40 manns til fundarins.


Verðlaunin hlutu þau Ólafur Haukur Árnason og Rósa 

sem hér eru ásamt Herði Zóphaníassyni, spilastjóra.

Eftir glæsilegt veislukaffi


gerði Helgi Seljan okkur stanslausa gleði 

og las meðal annars úr nýútkominni ljóðabók sinni.

Að lokum var sungið við undirleik Sigurðar Jóelssonar.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta