GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Árið 2005 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum
sem stofnað var árið 1980

Fundargerðir eru útdregnar frá fundargerðarbókum FKE
en annað skrásett af GÓP.

Vísitölur sem bera saman
launaþróun samkvæmt meðaltalsreglu og almennri launavísitölu frá 1997 til 2004.

>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
175. skf.
3. des.
2005

Við-
staddir
voru
50

Músaðu
á
mynd
til

sjá
þær
allar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði sem er félagsheimili Félags eldri borgara að Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík.


Spilað var á 11 borðum og vinningar voru veglegir.


Eftir veislukaffi


söng EKKÓ-kórinn undir stjórnunarsveiflu Jóns Hjörleifs kórstjóra


og á eftir gladdi Hallgrímur Helgason okkur með lestri úr bók sinni, Roklandi.

174. skf.
5. nóv.
2005

Við-
staddir
voru
50

Músaðu
á
mynd
til

sjá
þær
allar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði sem er félagsheimili Félags eldri borgara að Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík.


Músaðu á myndina til að sjá þær allar!

Ljómandi aðstaða er í Ásgarði í Stangarhyl 4. Þetta er nýja húsnæðið sem Félag eldri borgara keypti snemmsumars. Ef til vill er heldur lágt undir loft þvísalurinn er svo stór en þar er mjög góð aðstaða og tækni til reiðu að flytja mál og sýna myndir.


Sigurhjónin Elín Friðriksdóttir og Óskar Ágústsson

ásamt Hermanni Guðmundssyni spilastjóra og formanni félagsins.

Að þessu sinni var spilað á átta borðum og eftir veislukaffið kom séra Gunnar úr Digranesprestakalli og sagði meðal annars af för sinni til Vestur-Íslendinga í Kanada.

173. skf.
1. okt.
2005

Við-
staddir
voru
52

Músaðu
á
mynd
til

sjá
þær
allar
!
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði sem er félagsheimili Félags eldri borgara að Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík.

Stefán Ólafur Jónsson og Elín Vilmundardóttir

Spilað var á 11 borðum og eftir veislukaffi sögðu þau Stefán Ólafur og Elín frá Kirunaferð, Elín las ljóð eftir Sama í þýðingu Einars Braga og Elín sýndi okkur merka smíðisgripi eftir Sama úr eigu þeirra hjóna.


Kolbrún, Hermann og Valborg

Kolbrún Hjartardóttir hreppti verðlaunin fyrir að vera efst kvenna í spilunum, Valborg Helgadóttir varð efst karlspilara en Hermann Guðmundsson, formaður félagsins, stjórnaði spilunum.

Fundurinn var að þessu sinni haldinn í félagsheimili Félags eldri borgara í Stangarhyl 4. Þrátt fyrir þessa breytingu áttu menn furðu gott með að rata á hinn nýja stað. Áætlað er að vera áfram á þessum stað svo að þá festist staðurinn í sessi í hugum félagsmanna. Í þessu húsi er félagsheimili FEB sem nefnist Ásgarður. Þar fer fram margvísleg starfsemi FEB, meðal annars skák á þriðjudögum, og aðgangseyrir að þátttöku í starfi FEB er sá sami fyrir félagsmenn FKE eins og fyrir félagsmenn FEB. Frábært er ef félagsmenn FKE geta nú betur hagnýtt sér þátttöku í starfi FEB með því að nú er mönnum ljóst hvar húsnæði FEB er.

14. suf.
23. ág.
2005

Myndir
úr
ferðinni
norður
Kjöl
og
suður
aftur

Myndir
úr
ferðinni
í
Fjörður
og
Flateyjar-
dal

14. sumarferð FKE dagana 23. - 25. ágúst 2005
Hópferð úr Reykjavík til að taka þátt í sumarferðinni frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal

Norður Kjöl og farið í Fjörður og Flateyjardal

46 fóru hópferð frá Reykjavík til Akureyrar til að taka þar þátt í sumarferðinni í Fjörður og Flateyjardal. Farið var úr Reykjavík kl. átta og ekið á Þingvöll og svo um Geysi og Gullfoss til Hveravalla á Kili. Þaðan var ekið norður af til Blöndustíflu og þar austur yfir í Skagafjörð og inn í Austurdal og horft til Merkigils og Ábæjarkirkju.

Morguninn eftir bættust 44 í hópinn á Akureyri í sumarferðina þaðan í Fjörður og Flateyjardal. Leiðsögumenn í þeirri ferð voru þeir snillingar, Valgarður Egilsson sem tók að sér Flateyjardalinn, og Björn Ingvarsson sem annaðist Hvalvatnsfjörðinn. Ferðinni var þannig hagað að meðan helmingur hópsins fór á Flateyjardal fór hinn helmingurinn í Hvalvatnsfjörð og síðan skiptu hóparnir um bíla sem aftur fóru sömu ferð. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður í Grenivík og heima á Akureyri vorum við um klukkan ellefu.

Á fimmtudeginum 25. ágúst var veðrið dimmt og mikil kalsarigning í byggð með gráum fjöllum og stormviðvörunum og snjókomuspám til fjalla. Var þá horfið frá því að fara Sprengisand eins og áformað hafði verið en leiðin lögð vestur um og suður um Holtavörðuheiði. Í Borgarfirðinu tók Árni Pálsson að sér að gefa okkur sýn listamannsins, Ásmundar Sveinssonar, á verk hans, Sonatorrek, sem stendur við Borg á Mýrum. Heim til Reykjavíkur komum við í glaða sólskini og blíðuveðri eftir afar vel heppnaða ferð.

Sjá nánar um þessa ferð og stöku-vörður Hinriks Bjarnasonar í  >> yfirliti yfir farnar ferðir.

13. suf.
17. ág.
2005

 

Myndir

13. sumarferð FKE
miðvikudaginn 17. ágúst 2005
frá Reykjavík í Flatey á Breiðafirði.

50 manns fóru undir fræðandi og skemmtilegri leiðsögn dr. Árna Björnssonar í Stykkishólm og með ferjunni Særúnu um Breiðafjörðinn, meðal annars út í Flatey. Veðrið var frábært með logni og í Flatey voru hlýindi. Særún gengur 36 km á klst eða sem samsvarar 10 m/sek og það varð gjólan á okkur í logninu á glampandi sléttum sjó undir marglitum himni. 

Músaðu á myndina - til að fá þær allar!

Músaðu hér >> til að skoða yfirlit yfir farnar ferðir.

27. félf.
7. maí
2005

*

Starfs-
skýrsla
stjórnar

Aðalfundur í Húnabúð 7. maí eftir síðasta skemmtifundi vorsins.


Músaðu á myndina til að skoða þær allar frá fundinum.

Verðlaunahafarnir, Þorsteinn Ólafsson og Hulda Jóhannesdóttir ásamt spilastjóranum, Hermanni Guðmundssyni, sem á aðalfundinum var kjörinn formaður félagsins.

Aðalfundarstörf:

  1. Formaður setti aðalfund og samþykkt var tillaga hans um Jónu Sveinsdóttur sem fundarstjóra. Ritari var Bryndís Steinþórsdóttir.
  2. Jóna gerði grein fyrir störfum aðalfundar og gaf formanni orðið til að fylgja eftir starfsskýrslu stjórnar sem dreift hafði verið til fundarmanna.
  3. Skýrsla formanns: Hér finnurður skýrsluna í heild.
  4. Reikningar félagsins - Eignir eru alls kr. 904.885.
  5. Stjórnarkjör
    Gísli Ólafur Pétursson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Hermann Guðmundsson var kjörinn formaður. Margrét Schram var kjörin í aðalstjórn til tveggja ára, Birna Frímannsdóttir og Kristján Sigtryggsson í varastjórn til eins árs.
    Endurskoðendur voru kjörnir Gísli Ólafur Pétursson og Sveinn Kristjánsson og til vara Tómas Einarsson.

    Stjórnina skipa:
    Hermann Guðmundsson, formaður,
    Hörður Zophaníasson,
    Bryndís Steinþórsdóttir,
    Jóna Sveinsdóttir.
    Margrét Schram.

    Varastjórn:
    Birna Frímannsdóttir,
    Kristján Sigtryggsson.

    Endurskoðendur:
    Gísli Ólafur Pétursson,
    Sveinn Kristjánsson.
    Varamaður: Tómas Einarsson.

  6. Önnur mál:
    Gísli Ólafur Pétursson, fráfarandi formaður, flutti tillögu fyrri stjórnar að eftirfarandi samþykkt aðalfundarins, sem borin var undir atkvæði og samþykkt samhljóða:

    Aðalfundur FKE, haldinn 7. maí 2005, samþykkir eftirfarandi:
    Með hliðsjón af samþykkt 3. þings KÍ í mars sl. um að stjórn KÍ tilnefni fólk í nefnd, sem fái það verkefni að skoða og samræma lög KÍ og aðildarfélaga þess, felur aðalfundur FKE stjórn FKE að ræða við stjórn KÍ um stöðu FKE innan KÍ og óska eftir því við stjórn KÍ að stjórn FKE fái að leggja til einn fulltrúa frá FKE í þá nefnd.

    Gísli Ólafur kom aftur upp undir þessum lið og þakkaði mjög gott samstarf bæði við samstarfsmenn í stjórninni og við alla félagsmenn og sagðist gera að sínum orð Óla Kr. Jónssonar, sem lét af formennsku í maí árið 1999 með þessari vísu:

    Formannssæti læt ég laust
    er ljómar sól um grundir.
    Þakka hlýju, þakka traust,
    þakka gleðistundir.  (Óli Kr. Jónsson 1999)

    Nýkjörinn formaður þakkaði traustið.
    Fundarstjóri þakkaði góðan fund.

245. stjf.
7. maí
2005
kl. 12:15 - 13:00 - á undan aðalfundi í Skeifunni 11.
  1. Samþykkt fundargerð stjórnarfundar nr. 244.
  2. Ferðir sumarsins - þátttakendalistar lágu frammi. Þegar eru skráðir 50 í ferð í Breiðafjarðareyjar og 70 í ferð í Fjörður og Flateyjardal.
  3. 2. tbl. FKE-frétta 2005 var póstlagt 19. apríl og tók að berast félagsmönnum strax hinn 20. apríl. Þá voru 17 dagar til aðalfundar. Markmiðið var að blaðið bærist öllum fyrir þann 24. apríl til þess að uppfyllt væri það ákvæði félagslaga að aðalfundarboðið bærist hálfum mánuði fyrir fundardag. Gera má ráð fyrir að það hafi tekist og því sé aðalfundurinn löglega boðaður.
  4. Aðalfundurinn
    1. Formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs og Hermann Guðmundsson hefur fallist á að gefa kost á sér til formanns og verður gerð tillaga um það.
    2. Margrét Schram hefur fallist á að gefa kost á sér til gjaldkerastarfsins og verður gerð tillaga um að hún verði aðalmaður í stjórn.
    3. Kristján Sigtryggsson, fyrrv. skólastjóri, hefur gefið kost á sér til að taka sæti í varastjórn FKE og verður gerð tillaga um það.
    4. Lagt verður til að endurskoðendur félagsins verði endurkjörnir þannig að Gísli Ólafur Pétursson komi í staðinn fyrir Ingunni Árnadóttur sem vill gjarnan hætta endurskoðunum.
    5. Lagt verður til að endurkjörnir verði aðalfulltrúar í Kjararáði KÍ.
    6. Undir liðnum Önnur mál verði lögð fram til umræðu og samþykktar ef fundinum sýnist svo - eftirfarandi texti:
      *
      Aðalfundur FKE, haldinn 7. maí 2005, samþykkir eftirfarandi:
      Með hliðsjón af samþykkt 3. þings KÍ í mars sl. um að stjórn KÍ tilnefni fólk í nefnd, sem fái það verkefni að skoða og samræma lög KÍ og aðildarfélaga þess, felur aðalfundur FKE stjórn FKE að ræða við stjórn KÍ um stöðu FKE innan KÍ og óska eftir því við stjórn KÍ að stjórn FKE fái að leggja til einn fulltrúa frá FKE í þá nefnd.
  5. Næsti stjórnarfundur verður boðaður síðar.
  6. Önnur mál voru engin.

Fundi lokið kl. 13:00
Þessi 245. stjórnarfundur er sá sextándi á því starfsári sem nú er að ljúka.

244. stjf.
11. apríl
2005
 Músaðu á myndina til að fá fleiri myndir!

Jóna Sveinsdóttir skjalavörður og Hermann Guðmundsson gjaldkeri á stjórnarfundi 11. apríl 2005 heima hjá Bryndísi Steinþórsdóttur ritara. Músaðu á myndina til að fá fleiri myndir.

244. stjórnarfundar haldinn mánudaginn 11. apríl 2005 hjá Bryndísi á Dalbraut 14. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn.
Þetta gerðist:

  1. Samþykkt fundargerð fundar nr. 243.
  2. Gengið frá efni í 2. tbl. FKE-frétta sem meðal annars boða aðalfundinn þann 7. maí.
  3. Rædd efnisatriði í skýrslu formanns um starfsárið.
  4. Ræddur undirbúningur aðalfundarins.
  5. Næsti stjórnarfundur ráðgerður kl. 12:15 á undan aðalfundinum þann 7. maí.

Fleira ekki. Fundi lokið kl. 11:30.

243. stjf.
5. apríl
2005
243. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 5. apríl 2005 hjá Bryndísi á Dalbraut 14. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn nema Birna sem var bundin annars staðar.
Þetta gerðist:
  1. Samþykkt fundargerð fundar nr. 242.
  2. Eftir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005. Hefur samþykkt lagabreyting þingsins áhrif á félagatal FKE - og ef svo - þá hver?
    Til upplýsinga - félagagreining. Skráðir félagsmenn eru samtals 1.653 og hér koma fram 1636:
    a. Framhaldsskólakennarar 325
    b. Grunnskólakennarar 754
    c. Makar eru samtals 216 en sumir þeirra eru kennarar sem eru ranglega skráðir sem makar.
    d. Tónlistarskólakennarar 22
    e. Leikskólakennarar 33
    f. Skólastjórar 286
    g. Undir sextugu eru örorkuþegar og eftirlifandi makar samtals skráðir 122.
    >> Þeir eru einnig taldir í hópum hér að ofan.
    .
    Til minnis:
    Tillegg eins FKE-félaga til reksturs kennarasamtaka í fullu starfi í 32 ár - á núvirði:
    (Mánlaun = 250þ) * 12mán * 32ár * 2,4% = 2,3 millj
    (Mánlaun = 250þ) * 12mán * 32ár * 1,6% = 1,5 millj
    Greiðslur hafa lækkað nokkuð eftir að KÍ og HÍK sameinuðust í KÍ og eru nú 1,6% en voru áður um 2,4% svo að næst lagi gæti verið áætlun um 2 milljónir í samanlagðar greiðslur. Flestir fullstarfandi kennarar hafa auk þess unnið til amk 67 ára aldurs og þá hafa greiðslurnar orðið enn hærri.
  3. Út hafa verið send drög að 2. tbl. FKE-frétta 2005 sem dagsetjast og eiga að fara í útsendingu 15. apríl. Aðalfundurinn er 7. maí.
  4. Aðalfundurinn er laugardaginn 7. maí. Rætt um undirbúning fundarins. Frestað til næsta fundar.
  5. Næsti stjórnarfundur ákveðinn miðvikudaginn 13. apríl. (Hann færðist síðar fram til mánudagsins 11. apríl.)
  6. Önnur mál voru engin
     

Fundi lokið kl. 11:30.

172. skf.
2. apríl
2005

Við-
staddir
voru
31

Fræðslu- og skemmtifundur í Húnabúð, Skeifunni 11.
Skráðir gestir voru 31 og spilað var á 7 borðum undir stjórn Harðar Zóphaníassonar.


Músaðu á myndina til að sjá þær allar frá fundinum.

Verðlaunahafarnir voru þau hjónin Hallgrímur Sæmundsson og Lovísa Óskarsdóttir sem hér sjást standa milli þeirra Margrétar Schram sem afhenti verðlaunin og Harðar Zóphaníassonar spilastjóra.

Sigurður Jóelsson lék á píanóið undir almennum söng og nú var lagið tekið milli atriða og í lokin. Að þessu sinni voru allir félagarnir úr EKKÓ-kórinn í söngbúðum í Hveragerði og því fjarri góðu gamni.

Að loknu veislukaffi las formaður úr bókinni Bréf til tveggja vina eftir Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) og úr Dagbók frá Dubaí eftir Flosa Arnórsson, stýrimann. 

242. stjf.
22. mars
2005
242. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 22. mars 2005 hjá Bryndísi á Dalbraut 14. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn nema Birna sem var erlendis.
Þetta gerðist:
  1. Samþykkt fundargerð fundar nr. 241.
  2. Sumarferðirnar. Leitað hefur verið tilboða í akstur í báðar ferðirnar.
    a. Sumarferð í Breiðafjarðareyjar. Þar eru þegar skráðir 40.
    b. Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Í hópferðina frá Reykjavík eru þegar skráðir 41.
  3. Þriðja þing KÍ var haldið dagana 14. og 15. mars 2005.
    a) Rekstrarframlag til FKE var ákveðið kr. 2,5 m.
    b) Lögum KÍ var breytt þannig að nú hafa kennarar á eftirlaunum heimild til að gerast einstaklingsaðilar að KÍ.
  4. Rædd fyrirliggjandi drög að 2. tbl. FKE-frétta. Hugmynd kom fram um að senda blaðið trúnaðarmönnum aðildarfélaga KÍ svo að það berist inn á alla vinnustaði þar sem verðandi félagsmenn FKE eru að störfum. Frestað til næsta stjórnarfundar. 
  5. Rædd fyrirliggjandi fyrstu drög að skýrslu formanns um starfsárið. Frestað til næsta stjórnarfundar.
  6. Ræddur undirbúningur aðalfundar 7. maí og kjör í stjórn og endurskoðun reikninga. Frestað til næsta stjórnarfundar.
  7. Næsti stjórnarfundur: fyrsti apríl-þriðjudagurinn er 5. apríl 2005.
  8. Önnur mál.
    a) Jóna spurði um möguleika á danskennslu.
    b) Formaður gerði grein fyrir samtali sínu við framkvæmdastjóra Félags eldri borgara og þar kom meðal annars fram að félagsmenn FKE geta tekið þátt í allri starfsemi FEB með sama lága þátttökugjaldinu og þeir sem eru félagar í FEB. 
    c) Samþykkt að fá Bjarna Bjarnason, rithöfund, til að lesa úr bók sinni Andlit á næsta fræðslu- og skemmtifundi laugardaginn 2. apríl næstkomandi.
    d) Fundarmenn þökkuðu góðar veitingar og gengu á lagið og þáðu gott boð Bryndísar um að funda þar oftar.

Fleira ekki. Fundi lokið kl. 11:45.

241. stjf
8. mars
2005
241. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 8. mars 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn nema Hörður sem var upptekinn annars staðar og hafði boðað forföll.
Þetta gerðist:
  1. Samþykkt fundargerð fundar nr. 240.
  2. Árshátíðin tókst vel og þar hefur árshátíðarnefndin, þær Bryndís, Jóna, Birna og Margrét, unnið frábært undirbúningsstarf. Sérstakar þakkir til Sigurðar Jóelssonar fyrir undirleikinn. Ósk er um að fá frábær ávörp þeirra frænda, Harðar Zóphaníassonar og Helga Seljan á vefinn. 
    Fyrir seinni árshátíðir er það hér tekið fram að heppilegt er að hafa dansleikinn til kl. 24 og ljúka þá með hringsöng.
    Ákveðið að kanna hvort Helgi Seljan getur komið því við vera með okkur í annarri af sumarferðum félagsins í ágúst.
  3. Sumarferðirnar. Leitað hefur verið tilboða hjá Vestfjarðaleið í akstur í báðar ferðirnar.
    a. Sumarferð í Breiðafjarðareyjar. Þar eru þegar skráðir 40.
    b. Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Í hópferðina frá Reykjavík eru þegar skráðir 41.
  4. Undirbúningur FKE fyrir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005.
    Stjórnarmenn skipta sér þannig til nefndarstarfa á þinginu:
    Fjárhagsnefnd - Hermann Guðmundsson
    Launa- og kjaramálanefnd - Bryndís Steinþórsdóttir
    Orlofsnefnd - Jóna Sveinsdóttir
    Útgáfunefnd - Gísli Ólafur Pétursson
    Laganefnd - Hörður Zóphaníasson
    Rætt um nafn félagsins sem menn eru sammála um að endurspeglar ekki glögglega félagsvídd þess en það er félag allra þeirra KÍ-félaga sem fara á eftirlaun og þar á meðal eru einstaklingar sem sumir hafa aldrei verið kennarar og margir gegnt öðrum störfum í skóla heldur en kennslu í fjölmörg ár næst áður en þeir fóru á eftirlaun.
    Ákveðið að dreifa á þinginu kynningarefni um starf og starfsáætlun félagsins.
    Ákveðið að leita eftir tvöföldun rekstrarfjár til að mæta sem næst fjórföldun félagsmanna frá síðasta þingi.
  5. Minnt er á útkomu næsta tölublaðs FKE-frétta í tæka tíð fyrir aðalfund félagsins.
  6. Næsti stjórnarfundur: fyrsti apríl-þriðjudagurinn er 5. apríl 2005.
  7. Önnur mál. Upplýst er að hluti stjórnarmanna verður í söngbúðum með EKKÓ á næsta fræðslu- og skemmtifundi sem verður fyrsta laugardaginn í apríl.

Fundi lokið kl. 11:30.

171. skf
4. mars
2005

Myndir

Undirbúningur
hátíðarinnar
hvíldi á
þeim
Bryndísi,
Birnu
og Margréti.

Gestir
voru
yfir
100

Hundrað manns á árshátíð og 25-ára afmæli FKE í Kiwanishúsinu við Engjateig 11.

 
Afmælissöngurinn sunginn

Formaður setti hátíðina og stjórnaði henni og Sigurður Jóelsson lék undir almennum söng sem oft var við hafður. Stjórnin hafði sérstaklega boðið þeim Jóni Hjörleifi Jónssyni og Solveigu konu hans sem svo mjög hafa lagt af mörkum við þjálfun EKKÓ og þeim Guðmundi Árnasyni og Salóme Gunnlaugsdóttur en Guðmundur Árnason er annar af ljósfeðrum félagsins - sjá útdrátt úr fundargerð fyrsta fundar undirbúningsnefndarinnar sem vann að stofnun félagsins þann 10. janúar árið 1980. Hinn guðfaðirinn, Valgeir Gestsson, sendi félaginu góðar og hlýjar kveðjur en komst ekki sjálfur. Ennfremur þáði núverandi söngstjóri EKKÓ, Sigrún Þórsteinsdóttir, boð félagsins og heiðraði okkur með nærveru sinni og stjórnaði kórnum þegar hann kom fram.

Formaður sagði frá upphafsfundinum og þeim sem hann sátu en lagði svo fram stjórnatal félagsins frá upphafi sem veislugestir gátu skoðað. Einnig nefndi hann viðfangsefni félagsins og verkefni stjórnanna og lagði fram yfirlit yfir þau og framvindu þeirra - veislugestum til skoðunar.

Í bland við úrvals máltíð kom fiðlusveit Vilmu Yong og lék fyrir okkur, Hörður Zóphaníasson, varaformaður félagsins, flutti eigin inngang að kveðju og gleðiefni frá frænda sínum, Helga Seljan, sem varðist veirum fjarri góðu gamni. EKKÓ-kórinn söng og meðal annars fjögur lög þar sem fjórir kórfélagar áttu aðild að, höfðu samið lag eða texta eða hvort tveggja.

Nokkrir hlutu óvænt höpp. Geisladiskar með upptökum fiðlusveitarinnar fóru til þriggja gesta.

Á myndinni hér til hægri eru þau Kolfinna Bjarnadóttirog Hinrik Bjarnason. Happ Kolfinnu var að fá sæti fyrir tvo með gistingu í hópferð félagsins úr Reykjavík til Akureyrar til að fara þaðan í Fjörður og Flateyjardal og svo heim um Sprengisand 23. - 25. ágúst í sumar.

Á myndinni hér til vinstri eru þær Sigurlaug Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Happ Ingibjargar var ferð fyrir tvo á Eyjafjallajökul í næsta helgargóðviðri.

Sú ferð var farin laugardaginn næsta á eftir, 12. mars. Ingibjörg komst ekki en Sigurveig gerði góða ferð. Hér sjást myndir úr þeirri ferð.

Capri lék fyrir dansi frá kl. 22:30 þar til eftir miðnætti og þá hurfu menn glaðir brott eftir fjöldasöng.

240. stjf
1. mars
2005
240. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 1. mars 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn.
Formaður setti fund og dreifði gögnum.
  1. Fundargerð 239. fundar samþykkt.
  2. Árshátíðin. Undirbúningur er á lokastigi. Föstudaginn 25. febrúar voru samtals skráðir 72. Skjótlega þarf að hafa samband við boðsgesti sem enn eru óskráðir. Formanni falið að tala við Tómas Einarsson og Jón Hjörleif Jónsson og einnig þá upphafsmenn félagsins Guðmund Árnason og Valgeir Gestsson. Rætt um óvænt höpp og fyrirkomulag þeirra með númerun söngskráa.
  3. Sumarferðin til Stykkishóms og sigling um Breiðafjörð 17. ágúst 2005. Í auglýsingunni var tekið fram að menn skyldu hafa með sér nesti. Í skipinu er vistasala. Hugmynd er að hafa gott veður og taka nestið með þegar gengið er um Flatey. Skráðir eru þegar 35.
  4. Sumarferðin frá Akureyri í Fjörður og Flat­eyjar­dal þann 24. ágúst 2005.  Kvöldverður í Miðgarði í Grenivík? Skráðir eru þegar - frá Reykjavík - 28.
  5. Undirbúningur FKE fyrir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005. Kjörnefnd KÍ hefur verið sendur listi yfir tilnefnda aðal- og varafulltrúa félagsins. Fyrir liggja drög formanns að skýrslu stjórnar til þingsins. Minnislisti:
    *
    Hugleiðingar um hugmyndina um breytt nafn.
    * Kynna þarf félagið fyrir þeim félögum sem fulltrúa eiga á þinginu. FKE gengur illa að hafa upp á eftirlaunaþegum sem starfað hafa hjá sveitarfélögum. Það er hins vegar nokkuð gott að finna eftirlaunaþega KÍ-félaga hjá LSR. Virkja verður KÍ-félögin til þess að kynna félagsmönnum sínum tilveru FKE.
  6. Drög að 2. tbl. FKE-frétta 2005 verði tilbúin á stjórnarfundi 5. apríl. Miðast við að póstleggjast 20. apríl. Aðalfundurinn er 3. maí.
  7. Næsti stjórnarfundur er boðaður þriðjudaginn 5. apríl 2005.   
  8. Önnur mál voru engin.

Fundi lokið kl. 11:30

239. stjf
15. feb.
2005
239. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 15. febrúar 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zóphaníasson, Bryndís Steinþórsdóttir, Hermann Guðmundsson, Jóna Sveinsdóttir og Birna Frímannsdóttir.  
Formaður setti fund og lagði fram dagskrá.
  1. Fundargerð 238. fundar samþykkt.
  2. Árshátíðin. Undirbúningur er á lokastigi.
  3. 28. NPT 2005 - sjá gögn sem dreift er til fundarmanna.
    a
    . Dagatal frá Siv Selinder segir:
    • 1. mars sendist inn tillaga um 5 sönglög.
    • 1. apríl sendist tilkynning um fjölda þátttakenda og óskir um aðstöðu.
    • 15. apríl sendir Siv upplýsingar um hugsanleg viðbótarrými.
    • 1. maí sendist inn þátttakendalisti og komutímar.
    • 15. maí sendist greiðsla fyrir þátttökugjöldum.
    b
    . Forgangsröð. Staðfest er sú regla sem viðgengist hefur í starfsemi félagsins að forgangsröðun til viðburða sem félaginu er ætlað að sinna og takmarkaður aðgangur er að, eins og með NPT-mótin, á eftir starfandi aðal- og varastjórnarmönnum, er eftir aldri þannig að eldri koma fyrr en yngri. Þó getur stjórn ákveðið að færa framar þann sem virkari hefur verið í starfsemi félagsins. Að óbreyttu er ávallt gert ráð fyrir að hver þátttakandi sé tveir á ferð og röðunin miðist við þann sem framar raðast.
    c
    . Formaður hvetur stjórnarmenn til að fara á mótið ef þeir geti komið því við til að kynnast starfsemi og viðhorfum eftirlaunakennara á hinum Norðurlöndunum. 
  4. Sumarferðin til Stykkishóms og sigling um Breiðafjörð 17. ágúst 2005. Staðfest er að fargjald verður kr. 8.500 og þarf að greiðast þegar þátttakan er skráð og ekki síðar en 12. ágúst. Eftir það verða teknir þeir sem fremstir eru á biðlista. Hámarksfjöldi þátttakenda er 120. Árni Björnsson gerir ráð fyrir að geta verið með ítarefni í ferðinni. Tómas Einarsson er bundinn við hjólastól og óvíst hvað verður. Gjaldkera falið að ganga frá samningum við Sæferðir.
  5. Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Hugsanlegt er að Valgarður Egilsson geti komið því við að vera leiðsögumaður. Bergvin Jóhannsson á Áshóli (símar 463-3162 og 696-3162) annast flutning ferðalanga eftir þörfum umfram það sem hópbíll kemst. 
  6. Næsti stjórnarfundur: fyrsti mars-þriðjudagurinn er 1. mars 2005.
  7. Önnur mál voru engin.

Fundi lokið kl. 11:30

170. skf.
5. feb.
2005

Í
gesta-
bók
skráðu
sig
54

Mynda-
síða!

*

Mynda-
albúm!

Fundarstaður var Húnabúð. 56 skráðu nafn sitt í gestabók.

Sjá hér myndafrásögn!

Myndir eru líka komnar í albúmið

Spilað var á 11 borðum undir stjórn Hermanns Guðmundssonar og verðlaun kvenna hlaut Kristrún Björnsdóttir en karla Jóhanna Björnsdóttir.

Eftir spilalotuna lék Sigurður Jóelsson á píanóið undir almennum söng.

Veislukaffi var að venju.

Á meðan menn gæddu sér á krásunum flutti formaður pistil um málefni félagsins.

  • Þar var sagt af starfi í áhugahópum
  • og af fjármögnun starfsemi félagsins en það er félagssjóður KÍ sem leggur félaginu til 2 milljónir króna árlega til að unnt sé að standa straum af virkri hagsmunagæslu eftirlaunakennara sérstaklega og einnig að taka þátt í baráttu íslenskra eftirlaunamanna fyrir viðunandi kjörum og þjónustu í samfélaginu.
  • Nokkur hluti af þessu rekstrarfé fer samkvæmt hefðum til að styðja almenna starfsemi svo sem að leigja húsnæði og ýmsa þjónustu á fundi félagsins og greiða aksturskostnað í sumarferðum.
  • Sumarferðin á Breiðafjörð. Þar hefur fyrsta hugmynd um fargjald reynst of lág og þótt stuðningur félagsins verði sá að greiða aksturskostnað til og frá Stykkishólmi mun kostnaðurinn við siglinguna og hátíðakvöldverð verða kr. 8.500 svo að verðið hækkar í þá upphæð. Auk þess verða menn að skrá sig skjótt því aðeins komast 120 manns í skipið - og allir félagsmenn, hvar sem þeir búa á landinu, geta skráð sig til þátttöku. Gera má ráð fyrir að það verði biðlisti og þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem skrá sig til þátttöku greiði fargjaldið í síðasta lagi 12. ágúst til þess að þá verði ljóst hverjir komist með af biðlistanum.
  • Frammi liggur blað sem menn geta skrifað sig á til að tryggja sér aðgang að sumarferðinni á miðaverðinu kr. 8.500.
  • Árshátíðin verður föstudaginn 4. mars og frammi liggur blað sem menn geta skrifað sig á til að tryggja sér aðgang og þeir sem þar á skrifa þurfa ekki að hringja inn til KÍ að tilkynna þátttöku sina.
  • Þeir sem hafa skráð sig til þátttöku á 28. NPT í Kiruna í Svíþjóð næsta sumar fá hér upplýsingablað en eru svo boðaðir til samráðsfundar næstkomandi þriðjudag, 8. febrúar, kl. 10 árdegis í kjallarasalnum í KÍ-húsinu.


Vigdís Jack flutti okkur frásögn úr Grímsey eftir kaffið. Hún sagði af sinni fyrstu komu á það úthafssker þar sem allt var hundrað árum á eftir tímanum og vatni var safnað af húsþökum og farið sparlega með. Hún fór þangað til að vera ráðskona séra Róberts Jack sem þar var ekkjumaður með syni sína en  svo fór að þau tvö tóku saman og hún sagði frá ævintýralegri giftingarför þeirra til Siglufjarðar. Einnig sagði hún ítarlega af bandaríkjamanninum Willard Fiske sem hafði mikinn áhuga fyrir Íslandi og sérstaklega Grímseyingum sem hann gaf svo rausnarlega peningagjöf að þeir gátu byggt sitt fyrst alvöruhús undir skóla og bókasafn og auk þess gaf hann tafl á hvert heimili í eyjunni.

Í lokin lék Sigurður Jóelsson undir fjöldasöng.

238. stjf
5. feb.
2005
238. stjórnarfundar haldinn laugardaginn 5. febrúar 2005 í Húnabúð í Skeifunni 11 - á undan fræðslu- og skemmtifundi febrúarmánaðar. Hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn nema Hörður sem er erlendis. 

Árshátíðarmálin rædd. Hermann Guðmundsson, Margrét Schram,
Bryndís Steinþórsdóttir, Birna Frímannsdóttir og Jóna Sveinsdóttir.
Myndina tók GÓP.
  1. Fundargerð 237. fundar samþykkt.
  2. Bryndís gerði grein fyrir stöðu árshátíðarundirbúnings. Stjórnarkonur munu fínpússa áætlun kvöldsins og þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11 mun stjórnin hittast í Engjateigi 11 og ræða við húshaldarana. Hermann og Sigurður Jóelsson taka að sér að ganga frá söngbók hátíðarinnar.

Fleira ekki. Fundi lokið kl. 13:30.

237. stjf.
1. feb.
2005
237. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 1. febrúar 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru Gísli Ólafur Pétursson, Hermann Guðmundsson, Jóna Sveinsdóttir, Bryndís Steinþórsdóttir og Birna Frímannsdóttir.  
Formaður setti fund og lagði fram dagskrá.
  1. Fundargerð 236. fundar samþykkt.
  2. Hörður Zóphaníasson er erlendis til 8. febrúar og biður fyrir bestu kveðjur til stjórnarmanna. Bókmenntaklúbburinn sér um sig sjálfur í næsta skipti en svo verður Hörður aftur kominn til starfa.
  3. Árshátíðin 4. mars 2005. Rætt var um undirbúning hátíðarinnar og verður farið yfir þau mál aftur þegar færi gefst á fræðslu- og skemmtifundinum laugardaginn 5. febrúar nk..
  4. FKE-fréttir koma ekki út fyrir árshátíðina en næsta tbl. FKE-frétta 2005 þurfa að vinnast í byrjun apríl og fara í dreifingu ekki síðar en mánudaginn 18. apríl til að berast félagsmönnum svo sem 10 dögum fyrir aðalfundinn, þ.e. um 24. apríl.
  5. Bréf stjórnar FKE til stjórnar KÍ. Fram lagt afrit af bréfi stjórnar sem formanni var falið að ganga frá og senda til stjórnar KÍ með umsókn um aukið fjárframlag til rekstursins. Erindinu hefur verið vísað til gerðar fjárhagsáætlunar á þingi KÍ. 
  6. Undirbúningur FKE fyrir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005. Fulltrúaval FKE hefur verið tilkynnt til skrifstofu KÍ. Formanni falið að taka saman drög að skýrslu um starfsemi FKE og starfsáætlun fyrir næsta ár og láta fylgja tillögum félagsins til fjárhagsnefndar þingsins. Drögin verði send út í netpósti til athugasemda og endurbóta og verða svo rædd á næsta stjórnarfundi þann 1. mars.
  7. 28. NPT 2005 Skráðir áhugamenn fá upplýsingablað á Fræðslu- og skemmtifundinum 5. feb. nk. og boð á fund til nánari umræðu þriðjudaginn 8. febrúar kl. 10 í KÍ-húsi.
    Dagatal frá Siv Selinder sem annast Kiruna-mótið hjá sænska kennarasambandinu segir:
    >> 1. mars sendist inn tillaga um 5 sönglög.
    >> 1. apríl sendist tilkynning um fjölda þátttakenda og óskir um aðstöðu.
    >> 15. apríl sendir Siv upplýsingar um hugsanleg viðbótarrými.
    >> 1. maí sendist inn þátttakendalisti og komutímar.
    >> 15. maí sendist greiðsla fyrir þátttökugjöldum.
  8. Sumarferðin til Stykkishóms og sigling um Breiðafjörð 17. ágúst 2005. Eftir er að fara í saumana á tilboði Sæferða. Skipið er sagt aðeins flytja 120 farþega til lengri siglinga - og það sem nú er fyrirhugað kallast lengri sigling. Setja þarf inn í næstu kynningu á ferðinni - í aprílblaðinu - fjöldatakmörk, hækkun fargjalds í kr. 8.500 og að fargjaldið þurfi að greiða fyrir 12. ágúst til að þá verði ljóst hverjir komist inn af biðlista. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboði Sæferða er heildarkostnaður á hvern þátttakanda kr. 11 þúsund en gert er ráð fyrir að félagið greiði aksturskostnaðinn eins og áður og lækki þannig verðið fyrir hvern þátttakanda um kr. 2.500.  Ein af ástæðum hins lága verðs er að Tómas Einarsson heldur sinni venju að annast undirbúning, leiðsögn og fararstjórn endurgjaldslaust.
  9. Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Nokkur undirbúningsatriði eru ófrágengin.
  10. Næsti stjórnarfundur: fyrsti mars-þriðjudagurinn er 1. mars 2005.
  11. Önnur mál engin.

Fundi lokið kl. 11:30

169. skf.
15. jan.
2005

Við-
staddir

43

Músaðu
hér
til að
opna
mynda-
bókina

Fundarstaðu: Í sameign iðnaðarmanna í Skipholti 70. Sjá myndir.
43 rituðu nafn sitt í gestabókina en fáeinir komust ekki til þess.


Hermann spilastjóri fylgist grannt með

Fundurinn hófst að venju á spilum kl. 13:30 og var spilað á 9 borðum. en byrjun spilamennskunnar dróst þó um 10 mínútur meðan aukið var við spilaborðum þegar svo margir mættu. Spilaðar voru 12 umferðir sem fyrr - undir öruggri og hraðvirkri stjórn Hermanns Guðmundssonar.  Spilaverðlaunin hlutu þær Jóna Sveinsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir.

Eftir veislukaffið fengum við í heimsókn þá Finnboga Sigurðsson, formann félags grunnskólakennara, og Pál Ólafsson, starfsmann Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna, og fóru þeir ítarlega í gegnum hin ýmsu ákvæði samninga grunnskólakennara og skólastjórnenda sem undirritaðir voru og samþykktir í desember 2004. Þeir gerðu grein fyrir stóru sem smáu og hvað af því ætti að skila sér inn í laun eftirlaunaþega á eftirmannsreglu.

Páll Ólafsson hjá LSR gerði þennan samanburð

Eftir hvaða viðmiðunarreglu borgar sig að taka eftirlaunin?

Þessi mynd frá Páli Ólafssyni hjá LSR sýnir hvernig launin hafa breyst frá 1997. Myndin sýnir einnig vísitölu neysluverðs í landinu.

Eftir-
manns-
reglan
Eftirmannsregla
Skilar til eftirlauna einungis þeim hækkunum sem fylgja kjarasamningi stéttarfélagsins. Hækki samningsbundin laun stéttarfélagsins umfram laun annarra sem starfa hjá ríkinu þá hækkar eftirmannsreglan eftirlaunamanninn meira heldur en meðaltalsreglan. Sjái eftirlaunamaðurinn fram á að sústaða sé að myndast á launamarkaði að stéttarfélagið muni fá umtalsverða leiðréttingu launa - eða bara dálitla leiðréttingu launa - þá er sjálfsagt að láta þá hækkun ganga yfir áður en hugað er að því að skipta yfir á meðaltalsreglu.
Meðal-
tals-
reglan
Meðaltalsregla
Skilar til eftirlauna öllum hækkunum sem verða á kjörum ríkisstarfsmanna hvort sem þar er um að ræða fámenna eða fjölmenna hópa. Miklar kjarabætur alþingismanna skila líka örlítilli hækkun inn í meðaltalið og hækkar því meðaltalsreiknum eftirlaun sem því smáræði nemur. Til langs tíma litið hækkar meðaltalsreglan meira en eftirmannsreglan. Ef ljóst virðist að nokkur ár muni líða áður en er að vænta umtalsverðrar leiðréttingar á launum stéttarfélagsins þá borgar sig að færa sig strax yfir á meðaltalsreglu.
Samn-
ingar
2004
Grunnskólasamningarnir frá 2004
Þeir kennara- og skólastjórnendasamningar fyrir grunnskólann sem nú hafa verið gerðir skila umtalsverðu til og með 1. ágúst 2005. Eftir það er aðeins um að ræða litlar hækkanir í þrjú ár sem áreiðanlega halda ekki í við verðlagsþróunina innanlands.
Mat
GÓP:
Færa sig
01.09.05
Sá sem þetta ritar (Gísli Ólafur Pétursson) telur ljóst að það muni borga sig fyrir eftirlaunamann á eftirmannsreglu eftir grunnskólasamningnum frá 2004 að fara á meðaltalsregluna frá og með 1. september 2005. Til þess þarf að sækja um breytinguna fyrst í júní 2005 því að það tekur þrjá mánuði að framkvæma hana. Hafðu samband við Lífeyrissjóðinn, LSR í síma 510-6100 og kynntu þér málið. Umsjónarmaður eftirmannsreglunnar hjá LSR er Páll Ólafsson og netfang hans er [email protected] 
Fylgstu
með
Mánaðarleg breyting launa samkvæmt meðaltalsreglunni er færð inn á vef Lífeyrsisjóðsins http://www.lsr.is/ og þú finnur töfluna þar með því að velja þar í yfirlínunni: LÍFEYRIR og úr listanum sem þá fellur niður velur maður MEÐALTALSREGLA.
Bridge-
hópur
stofnaður
!!
Bridge-hópur
Meðal fundarmanna voru 11 manns sem áhuga reyndust hafa á því að spila bridge svo að Bridge-hópur var þegar stofnaður undir stjórn og umsjá Margrétar Schram. Fyrsta mæting var boðuð miðvikudaginn 19. janúar í KÍ-húsinu.

Í lokin var almennur söngur - en píanistar voru í flensu.
Til baka á forsíðu FKE-vefsins.

236. stjf.
7. jan.
2005
236. stjórnarfundar sem haldinn var föstudaginn 7. janúar 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zóphaníasson, Hermann Guðmundsson og Jóna Sveinsdóttir. Fjarvist höfðu boðað Bryndís Steinþórsdóttir og Birna Frímannsdóttir og eftir á kom í ljós að Margrét Schram hafði gleymt fundinum enda hafði formanni láðst að senda út áminningu um hann til stjórnarmanna.
Formaður setti fund og lagði fram dagskrá.
  1. Fundargerð 235. fundar var samþykkt.
  2. Af fundi Kjararáðs KÍ 29. des. sl.. Gerð var grein fyrir kjarabreytingum með kjarasamningum Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands sem samþykktir voru í byrjun desember. Helstu niðurstöður þessara samninga er að finna á FKE-vefnum svo og hvernig þau hafa áhrif á eftirlaun sem tekin eru samkvæmt eftirmannsreglu. Einnig var gerð grein fyrir nýjum samningi Félags leikskólakennara en yfirlit um áhrif hans á eftirlaun er ekki komið inn á FKE-vefinn þegar þetta er skrifað (20. janúar 2005). Önnur félög sögðu af stöðu samningamála hjá sér en óljóst var hver mundi reynast tímarammi þeirra.
  3. Undirbúningur FKE fyrir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005. Kjörnefnd KÍ hefur verið sendur listi yfir tilnefnda aðal- og varafulltrúa félagsins. Atriðalisti til umræðu:
    >
    > a. Umfangsmeiri aðild að FKE sem leiðir til breytts nafns? Rétt til aðildar FKE eiga allir sem eru innan KÍ. Margir þeirra eru ekki kennarar. Þar á meðal eru starfsmenn á fræðsluskrifstofum og starfsmenn í KÍ-húsi. Fjöldi félagsmanna sem nefndir eru á listum frá LSR er 1437 í nóvember 2004 og þá eru ótaldir nokkuð á annað hundrað manns sem taka eftrirluan annars staðar eða þekkjast ekki sem kennarar í LSR þótt þeir séu það í raun. Komið hefur fram ábending um að heppilegt kunni að vera að breyta núverandi nafni FKE til þess að það hæfði hópnum betur. Hér er kastað fram þeirri hugmynd að taka upp nafn sem tengi félagsmenn við KÍ en nota samt áfram sömu skammstöfun. Það gæti til dæmis verið svona: Félag KÍ-félaga á eftirlaunum. Hins vegar mund nafn eins og KÍ-félagar á eftirlaunum breyta skammstöfuninni í KFE.
    >
    > b. Aukið fjárframlag til starfsemi FKE. Um leið og reist er umræðan um breytt nafn vegna mjög aukins fjölda félagsmanna og mismunandi starfstengingar félagsmanna er eðlilegt að leggja til tvöföldun fjárframlags til starfseminnar. Það auðvitað miklu lægra á skráðan félagsmann heldur en var árið 2000 þegar núverandi framlag var ákveðið en nokkuð eðlilegt að gera tilraun með það en skýra um leið frá því að dugi það ekki þurfi að gera ráð fyrir að litið verði vinsamlega á umsókn um aukafjárveitingu þegar þar að kemur.
    >
    > c. Setja þarf saman skýrslu til þingsins um starfsemi FKE og áætlanir um starfsemina í stórum dráttum til næsta þings KÍ.
  4. Fundur með áhugamönnum um 28. NPT 2005 -hefur verið ákveðinn eftir Fræðslu- og skemmtifundinn 5. feb. nk..
  5. Sumarferðin til Stykkishóms og sigling um Breiðafjörð 17. ágúst 2005. Samið hefur verið við Sæferðir að flytja hópinn á skipi sem tekur mest 150 farþega - en þó er eftir að semja um greiðslur. Rétt getur verið að setja inn aðvörun um hámarksfjölda þátttakenda í næstu kynningu í FKE-fréttum og hugsanlega um hækkun fargjalds. Atriði sem eftir er að ganga frá:
    1) Bílakostur frá Reykjavík. Tómas Einarsson annast leiðsögn og fararstjórn.
    2) Bílakostur frá Akureyri - og leiðsögn.
  6. Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Atriði sem eftir er að ganga frá:
    1) Strax: Kvöldverður
    2) Bílakostur frá Reykjavík og leiðsögn.
    3) Bílakostur frá Akureyri - bíllinn frá Reykjavík fer líka - og leiðsögn.
  7. 1. tbl. FKE-frétta 2005. Blaðið var borið út um áramótin. Að þessu sinni var það tvíblöðungur og gerð þess varð nokkru dýrari en áður af tveimur ástæðum: blaðið var tvöfalt stærra en venjulega og vegna hins knappa tíma bárust leiðréttingar eftir að filmur höfðu verið unnar og þurfti því að endurgera þær. Önnur leiðréttingin stafaði af því að formaður hafði ekki gætt þess að tryggja húsnæði undir fundinn 15. janúar og skrifast það alveg á hann. Heppni var að húsnæði fékkst í Skipholti 70 í sameign iðnaðarmanna. Hin leiðréttingin var á auglýsingunni þar sem Sumarferðir óskuðu að upp yrði gefið annað sölusímanúmer. Filmur voru gerðar mánudaginn 27. des. og endurgerðar þann 28. Allt var prentað þann 28. Þá um kvöldi flensaðist bókbindarinn sem lofast hafði til vélvirks frágangs svo að handvirkur frágangur hófst þann 29. og lauk kl. 14 þann 30. Blaðið var komið í pósthús kl. 15. þann 30. og var borið út þann 31. des.. Frágengin eintök voru 1700 og útsend 1540. Heildarkostnaður með póstsendingu er kr. 125.850 sem þrátt fyrir allt er vel viðunandi verð fyrir tvöfalt stærra blað. Síðan hafa allnokkur blöð verið send mökum.
  8. Næstu tbl. FKE-frétta 2005. Talið óþarft að senda út sérstakt blað fyrir árshátíðina þar sem hún hefur nú verið auglýst í tveimur tölublöðum með áberandi hætti. Nauðsynlegt er hins vegar að gefa út blað í tæka tíð fyrir aðalfundinn, þ.e. um 24. apríl.
  9. Næsti stjórnarfundur:  1. febrúar kl. 10:30 í KÍ-húsi.
  10. Önnur mál voru engin.

Fundi lokið kl. 11:00

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta