GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Árið 2008 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum
sem stofnað var árið 1980
Fundargerðir eru útdregnar frá fundargerðarbókum FKE
en annað skrásett af GÓP.
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
196. skf.
6. des.
2008

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4.
Fundarmenn voru 73

Emil Hjartarson, formaður félagsins,
stjórnaði fundinum og stýrði spilum.

 
Vinningshafar voru þau Þorbjörg Guðmundsdóttir og Þorvaldur Óslarsson.


Einar Kárason las úr nýrri bók sinni.


EKKÓ-kórinn söng.

195. skf.
1. nóv.
2008

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 35.

Emil Hjartarson, formaður félagsins,
stjórnaði fundinum og stýrði spilum.

Við upphaf fundarins lék Sigurður Jóelsson
undir almennum söng og einnig í fundarlok

Til verðlauna spiluðu þau Margrét Schram,
Stefán Ólafur Jónsson og
Hulda Jóhannesdóttir.

*

Eftir veislukaffi hljóp Emil í skarðið fyrir þann sem
hafði tekið að sér að flytja innlegg.
Hann las frásögn föður síns sem vann til verðlauna
í frásagnasamkeppni ríkisútvarpsins
um efnið
Þegar ég var 17 ára.

Hér er mynd af spilameisturum fundarins
ásamt Emil:

194. skf.
4. okt.
2008

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 45.

Emil Hjartarson, formaður félagsins, stjórnaði fundinum og Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri félagsins, stýrði spilum.


Spilaverðlaunin hlutu þau Sigríður Einarsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Hörður Zóphaníasson
sem hér eru ásamt Kristjáni Sigtryggssyni spilastjóra.


Sigurður Jóelsson lék á píanóið undir almennum söng og Jóna Sveinsdóttir sagði frá
ferð á fund norrænna félaga eftirlaunakennara sem haldinn var í Bergen í júní.

Næsta ár er fundaröðin komin að Íslandi.

31. félf.
3. maí
2008

*

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

50
félagar
á
aðalfundi

Síðasti fræðslu- og skemmtifundur vetrarins í Stangarhyl 4 - og jafnframt aðalfundur.

Fyrst var spilað á 11 borðum undir handleiðslu Kristjáns Sigtryggssonar.


Þórunn Lárusdóttir, Þorvaldur Óskarsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir og Kristján Sigtryggsson.


Hermann Guðmundsson, fráfarandi formaður segir af störfum félagsins á árinu. Næst honum situr Hörður Zóphaníasson, fráfarandi varaformaður, sem var fundarstjóri.

Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins voru samþykkt samhljóða. Formaðurinn, Hermann Guðmundsson, og varaformaðurinn, Hörður Zóphaníasson, höfðu báðir setið í stjórn í 6 ár samfleytt og gengu því nú úr stjórninni. Birna Frímannsdóttir gaf ekki kost á sér tilendurkjörs sem varamaður. Í stað þeirra voru kjörin þau Emil Hjartarson, formaður, Margrét Schram í aðalstjórn og í varastjórn þau Kristín G. Ísfeld og Hinrik Bjarnason. Brýnustu verkefni nýrrar stjórnar eru að skipuleggja sumarferðir félagsins og undirbúa mót norrænna kennara á eftirlaunum sem fram fer á Íslandi næsta sumar. 

Stjórnina skipa:
Emil Hjartarson, formaður,
Margrét Schram,
Bryndís Steinþórsdóttir,
Jóna Sveinsdóttir.
Kristján Sigtryggsson.

Varastjórn:
Kristín G. Ísfeld,
Hinrik Bjarnason.

Endurskoðendur:
Gísli Ólafur Pétursson,
Sveinn Kristjánsson.
Varamaður: Auður Jónasdóttir.


Herði og Hermanni voru kært þökkuð frábær störf í þágu félagsins undanfarin 6 ár.


Nýkjörinn formaður, Emil Hjartarson, slítur fundi.

193. skf.
5. apr.
2008

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 45.

Hörður Zóphaníasson, varaformaður félagsins, stjórnaði fundinum og stýrði spilum.

 

Spilaskörpust urðu þau Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Steinn Sveinsson.

Eftir frábært veislukaffi að venju

spilaði Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri félagsins, undir almennum söng

og að síðustu gladdi Hólmfríður Gísladóttir okkur með frásögnum af Vigfúsi Sigurðssyni, Reykjanesvitaverði og tvisvar Grænlandsfara.

3. stjrf
2. apr.
2008

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

Stjórnaráð FKE
er vettvangur virkra fyrrum stjórnarmanna FKE ásamt stjórn félagsins.
Það kom saman til síns þriðja fundar í þingsal 6 í kjallara Hótels Loftleiða 2. apríl 2008.


Hulda Runólfsdóttir - 2. apríl 2008

Hörður Zóphaníasson, varaformaður félagsins, stjórnaði fundinum og
Ásthildur Ólafsdóttir flutti kvæði eftir Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli.
Gísli Ólafur Pétursson sýndi myndir úr starfi félagsins og víðar að.

Árshátíð
192. skf.
7. mars
2008

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

 

Árshátíðin var haldin föstudaginn 7. mars í Kiwanishúsinu við Engjateig.


Árshátíðin í Kiwanishúsinu 7. mars

Hátt í hundrað manns komu á árshátíðina. Hermann Guðmundsson, formaður setti hátíðina og stjórnaði henni. Þorvaldur Halldórsson annaðist söngatriðin og lék fyrir dansi til miðnættis. Hörður Zóphaníasson og Ásthildur Ólafsdóttir fóru með gamanmál. Einnig var einsöngur við píanóundirleik og EKKÓ-kórinn söng undir stjórn Jóns Sigurðssonar. Veisluföngin voru sannarlega frábær og veitingar og þjónusta Kiwanishússins voru að venju - til fyrirmyndar. 

191. skf.
2. feb.
2008

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 
Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 35 - en úti var svalasti dagur vetrarins.


Fyrst er að endurskoða útreikningana


en verðlaunin hlutu þau Sigurður Jóelsson og Sigríður Einarsdóttir
sem hér eru með Hermanni Guðmundssyni formanni og spilastjóra.

Eftir frábært veislukaffi


sagði Sigurður Kristinsson frá mannlífi og þjóðflutningum á næstliðnum öldum.

190. skf.
12. jan.
2008

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 40.


Hér eru - með Hermanni Guðmundssyni, spilastjóra og formanni FKE,
þeir sem hrepptu spilarósirnar.
Þrjár rósir fékk Rósa Guðmundsdóttir,
tvær fékk Sigurður Jóelsson og eina Þorvaldur Óskarsson.

Eftir úrvals veislukaffi var á dagskránni frásögn af ferð til Færeyja.


Ferðaleiðirnar eru auðkenndar.


Jóna Sveinsdóttir sagði frá ferðinni til Færeyja.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta