GÓP-fréttir FKE-vefurinn |
Árið 2009 í sögu Félags kennara á eftirlaunum sem stofnað var árið 1980 Fundargerðir eru útdregnar frá fundargerðarbókum FKE en annað skrásett af GÓP. |
>>
|
Hér er saga félagsins - Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
|
203. skf. 5. des. 2009 |
Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún
38. Fundarmenn voru nær 80. Emil R. Hjartarson, formaður félagsins, stjórnaði fundi - og spilum
Þorbjörg Guðmundsdóttir og Anna Jóhannsdóttir urðu efstar.
Eftir jólahlaðborðs veislukaffi
las Kristín Marja Baldursdóttir úr nýrri bók sinni, Karlsvagninn,
og EKKÓ-kórinn söng - og fundarmenn tóku undir í síðasta laginu. |
202. skf. 7. nóv. 2009
Músaðu
Músaðu
|
Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún
38. Fundarmenn voru nær 70.
Músaðu hér! til að sjá Kína-myndirnar!!
|
201. skf. 3. okt. 2009
Músaðu
|
Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún
38. Fundarmenn voru nær 70.
|
32. félf. 2. maí 2009 * Aðal- |
Síðasti fræðslu- og skemmtifundur vetrarins í Stangarhyl 4 - og jafnframt
aðalfundur. Ritari var ekki á fundinum. Fyllri frásögn bíður bíður betri tíma. Brýnustu verkefni stjórnar eru að stýra norrænu móti kennara á eftirlaunum sem haldið verður í lok júní á Egilsstöðum svo og sumarferðir félagsins. Stjórnin var öll endurkjörin.
|
200. skf. 4. apr. 2009
Músaðu
|
Fræðslu- og skemmtifundur - og Stjórnaráðsfundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 50.
Sitja: Aðalheiður Edilonsdóttir, Ólöf Pétursdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Hulda Runólfsdóttir og Rannveig Sigurðardóttir. Standa: Sveinn Kristjánsson, Ólafur Haukur Árnason, Björg Hansen, Ásthildur Ólafsdóttir, Haukur Zóphaníasson, Hulda Jóhannesdóttir, Hermann Guðmundsson, Ólöf H. Pétursdóttir, Valborg Helgadóttir, Guðjón Þorgilsson og Helga Karlsdóttir. Að auki var úr þessum hópi GÓP sem tók myndina.
Eftir kaffið sýndi Gísli Ólafur Pétursson myndir úr starfi félagsins svo og úr ferðum Evu Júlíusdóttur til Kákasus og Balkan og safn mynda af ýmsum stöðum á Íslandi. Eftir það
lék Sigurður Jóelsson undir almennan söng og Kristján Sigtryggsson sleit fundinum. |
199. skf. 13. mars 2009 100 Árshátíð |
Hundrað manns á árshátíð á Grand Hótel föstudaginn 13.
mars
Emil R. Hjartarson, formaður félagsins, setti hátíðina og bað Hinrik Bjarnason að taka að sér veislustjórn. Hinrik hélt upp gleði og hópsöng og stýrði uppákomum. Eftir úrvals kvöldverð
var dagskráin þessi:
Hver aðgöngumiði var happdrættismiði og voru dregnir út tveir vinningar.
|
198. skf. 7. feb. 2009
Músaðu
|
Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 40. Emil Hjartarson, formaður félagsins, stjórnaði fundinum. Fyrst lék Sigurður Jóelsson undir fjöldasöng. Síðan stýrði Emil spilum á átta borðum.
Eftir hið venjulega lúxus veislukaffi kom Loftur Guttormsson og sagði af nýútkomnu tveggja binda verki um íslenska skólasögu sem hann hafði ritstýrt af hálfu Kennaraháskólans. |
197. skf. 10. jan. 2009
Músaðu
|
Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru 43.
Emil Hjartarson, formaður félagsins,
sagði skemmtilegar sögur að vestan eftir veislukaffið og að lokum lék Sigurður Jóelsson undir fjöldasöng. |