GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Árið 2004 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum
sem stofnað var árið 1980
Fundargerðir eru eftir fundargerðarbókum FKE
en annað skrásett af GÓP.
>> Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
235. stjf.
21. des.
2004
235. stjórnarfundar sem haldinn var þriðjudaginn 21. des. 2004 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30 að viðstöddum öllum stjórnarmönnum. 
Viðfangsefni:
Formaður setti fund og lagði fram dagskrá.
  1. Fundargerð 234. fundar var samþykkt. Þessi stjórnarfundur hafði áður verið ákveðinn þann 7. des. en á örfundi stjórnar á fræðslu- og skemmtifundinum 4. des. var ákveðið að fresta honum til 21. des..
  2. Árshátíðin hefur verið fastsett 4. mars 2005 í Kiwanishúsinu við Engjateig nr. 11. Undirbúningur er á góðum vegi. Nánar rætt  á stjórnarfundi í janúar. Bryndís hefur alla þræði í hendi sér.
  3. Af fundi Kjararáðs KÍ. Deildir KÍ sögðu af stöðu sinna kjaramála og gerðu grein fyrir næstu áætlunum. FKE lagði áherslu á að menn litu til þess hverju sinni við samningaborðið hvort það sem um væri verið að semja kæmi þeim sjálfum til góða einnig í eftirlaunum. Rætt var um áhrif kjarasamnings grunnskólakennara á eftirlaun og þá komu á fundinn Finnbogi Sigurðsson, formaður félags grunnskólakennara og Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, en hann á sæti ístjórn LSR. Þeir gerðu grein fyrir því að allar þær kjarabreytingar sem færast til grunnlauna skila sér samkvæmt eftirmannsreglunni. Það á við um launahækkanir strax á þessu ári en hins vegar ekki um eingreiðslur. Eiríkur mun senda yfirlit um þessar breytingar sem koma munu inn á FKE-vefinn.
  4.  Af ársfundi KÍ. Fundurinn var haldinn í skugga verkfalls grunnskólakennara. Gerð var grein fyrir stöðu sjóða og starfsemi deilda með framlögðum gögnum eða/og í fram¬sögu. Þing KÍ verður haldið í mars 2005.
  5. Kiruna-fundur. Ákveðið að hafa fund með þeim sem sýnt hafa áhuga á að fara til Kiruna á 28. NPT 2005 - eftir fundinn 5. feb. 2005.
  6. Frá Tómasi Einarssyni hugmyndir að sumarferð miðvikudaginn 17. ágúst 2005.
    1) Ferð á Kjalarsvæðið, Geysir, Gullfoss, Hvítárnes og Hveravellir. Í bakaleið ekið um Laugarvatn til Þingvalla og kvöldverður í Valhöll.
    2) Ferð um Suðurland. Ekið til Skálholts (þar er verið að grafa eftir fornleifum), þaðan um Þjórsárdal (ekið að sundlauginni, að Gjánni og svo eftir Línuveginum fram hjá Hólaskógi að Háafossi, svo eitthvað sé nefnt) og síðan að Hraunbúðum. Þar snæddur hádegisverður (súpa og brauð?) Á heimleið ekið með fjöllum, að Geysi, Laugarvatni og snæddur kvöldverður í Valhöll á Þingvöllum.
    3) Ferð um Snæfellsnes og Dali. Ekið að Bjarnahöfn á Snæfellsnesi. Þar er móttaka fyrir ferðamennahópa og ýmislegt að skoða. Þaðan ekið til Stykkishólms og boðið upp léttan hádegisverð á hótelinu. Síðan ekið sem leið liggur um Skógarströnd að Eiríksstöðum í Haukadal. Staðurinn skoðaður og eftir það ekið heim á leið. Kvöldverður í Munaðarnesi eða í Skessubrunni í Svínadal.
    4) Ferð til Flateyjar og sigling um Breiðafjörð. Ekið til Stykkishólms. Þar er um tvennt að velja. Fara með Baldri í áætlunarferð til Flateyjar og dvelja í eynni meðan skipið fer til Brjánslækjar og sigla svo með því til baka síðdegis. Dvölin í eynni verður þá um þrír tímar. Það dugir, ef allt gengur upp, veður o.fl. Ath. Baldur siglir kl. 9 og svo aftur síðdegis. Hinn möguleikinn er að taka skip á leigu í Hólminum. Ég held að þar séu skemmtiferðabátar fyrir hendi, sem fara með ferðamenn um fjörðinn, og þá er unnt að ráða því, hvert farið er. Ef þátttaka í svona ferð verður á annað hundrað manns, gengur þetta ekki upp, nema skipin séu tvö. Kvöldverður t.d. í Borgarnesi, Skessubrunni v/Efra Skarð í Svínadal eða í Munaðarnesi.
    *
    Ákveðið að fara ferðina í Flatey þann 17. ágúst og auglýsa hópferð sama dag frá Akureyri til Stykkishólms þar sem hóparnir sameinist í siglingu og kvöldverð og svo fari hvor til síns heima þann sama dag.
  7. Sumarferð ákveðin frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst - sem er viku eftir ferðina frá Reykjavík. Boðið verður upp á hópferð frá Reykjavík til Akureyrar þann 23. ágúst og heim aftur fimmtudaginn 25. ágúst og þátttakendum liðsinnt með gistingu þessar tvær nætur ef þeir láta fljótt vita.
  8. 1. tbl. FKE-frétta 2005 - sjá fyrirliggjandi drög. Í blaðinu er sagt hvenær hópastarf hefst í janúar, árshátíðin auglýst, sagt af sumarferðunum og boðað til fundar vegna 28. NPT í Kiruna laugardaginn 4. febrúar í lok fræðslu- og skemmtifundar í Húnabúð. Kynntur fræðslu- og skemmtifundur laugardaginn 15. janúar þar sem frætt verður um kjarabreytingar vegna samnings grunnskólakennara. Stefnt verður að útkomu blaðsins til dreifingar þann 3. janúar og þar verði með ítarleg kynning á nýju tilboði Sumarferða til FKE-félaga þar sem verð eru frábærlega lág og auk þess fá félagsmenn 10 þúsund króna ferðastyrk frá Orlofssjóði KÍ.
  9. Næstu tbl. FKE-frétta 2005 þurfa svo að koma út - hugsanlega fyrir árshátíðina og örugglega til útsendingar í vikunni sem hefst mánudaginn 18. apríl til að berast félagsmönnum fyrir 23. apríl, þ.e. tveimur vikum fyrir aðalfundinn 7. maí.
  10. Ákvörðun um 5 fulltrúa FKE á 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005 og fimm til vara í tiltekinni röð. Fræðslu- og skemmtifundurinn 4. des. samþykkti að stjórnin yrði fulltrúar félagsins og leitað yrði eftir þremur varamönnum til viðbótar. Ekki hefur hafst upp á þeim. Samþykkt að senda inn tilkynningu um aðal- og varafulltrúa í sömu röð og stjórn FKE er skipuð.
  11. Bréf frá KB-banka um stofnun vörslureiknings fyrir 15. jan. 2005. Heyrir undir gjaldkera og Hermann annast það.
  12. Kjararáðsfundur er boðaður miðvikudaginn 29. des. kl. 9. Eiríkur segir: “Á dagskrá verður fyrst og fremst yfirferð yfir nýgerðan kjarasamning FG og SÍ og farið yfir gang kjaraviðræðna annarra félaga. Einnig verður rætt um uppleg Kjararáðs í skýrslu stjórnar til 3. þings KÍ.” Hörður mun verða fjarri þann dag en Bryndís og Gísli munu mæta.
  13. Rætt um uppfærslu félagatals. Fá þarf uppfærða eftirlaunaskrá frá LSR í janúar 2005. Yfirlit um aldursdreifingu félagsmanna  liggur frammi á fundinum.
  14. Næsti stjórnarfundur verður föstudaginn 7. janúar 2005. Þá er hafið 25. afmælisár félagsins.
  15. Önnur mál. Samþykkt var tillaga Harðar um að greitt yrði upp í kostnað við FKE-vefinn, gerð hans og úthald.

Fundi lokið kl. 11:30

168. skf.
4. des.
2004

Við-
staddir
voru
um
90

Músaðu
hér
til að
opna
mynda-
bókina

Fundarstaðu: Húnabúð, Skeifunni 11. Sjá myndir.
84 rituðu nafn sitt í gestabókina en fáeinir komust ekki til þess.

Fundurinn hófst að venju á spilum kl. 13:30 en byrjun spilamennskunnar dróst þó um 10 mínútur meðan aukið var við spilaborðum þegar svo margir mættu. Spilaðar voru 12 umferðir sem fyrr - undir stjórn Hermanns Guðmundssonar. Hver umferð tekur um 6 mínútur með skiptingu svo að gera má ráð fyrir að 12 umferðir standi í 72 mínútur að viðbættum töfum á einstökum borðum. Með verðlaunaafhendingu er vel að verki staðið að ná öllu á 90 mínútum. Það tókst að þessu sinni.


Myndin sýnir vinningashafana, Guðríði Magnúsdóttur og Stein Sveinsson með Hermanni Guðmundssyni spilastjóra.

Arnþrúður Arnórsdóttir, félagi í FKE, flutti stutt ávarp um sjálfboðaliða á vegum Rauða krossins sem leggja lið einstaklingum sem eru hjálparþurfi. Þeir sem vilja leggja því starfi lið hafa samband við Rauða krossinn á Laugavegi 120.

Á borðum var veislukaffi með hangikjötsflatkökum, smákökum og rjómatertum eins og hver gat í sig látið. Á meðan á kaffinu stóð ávarpaði formaður gesti og dreifði efninu í fjölriti - en raunar í takmörkuðu upplagi -  til fundarmanna ásamt ljósriti af nýlegri skýrslu stjórnarinnar til ársfundar KÍ. Skýrsluna finnurðu hér á Word-skjali

Hér fer á eftir innlegg formanns um nærtæk félagsmál:

  1. Næsti FOS-fundur er dagsettur laugardaginn 5. febrúar. Vilja menn hafa fund í janúar - t.d. 15. janúar? * Verkfalli grunnskólakennara er lokið - hvort sem fyrirliggjandi samningsdrög verða samþykkt eða felld. Margir félagar okkar - í Félagi kennara á eftirlaunum - er forvitnir um þau áhrif sem þessi kjarabarátta hefur á eftirlaunin. Stjórnin áætlar að fá innlegg um það á fyrsta Fræðslu- og skemmtifundi næsta árs.
  2. Kosning þingfulltrúa:  3. þing KÍ verður haldið dagana 14. og 15. mars í vor. Þar á félagið 5 aðalfulltrúa og 5 til vara. Við þurfum að senda frá okkur fulltrúalistann strax í næsta mánuði. Okkar 7 manna stjórn er fús til að skipa 5 aðalmenn og tvo varamenn ef fundurinn fellst á það.
    Formaður óskaði eftir að þeir sem því væru samþykkir gæfu merki.
    Það var samþykkt samhljóða.

    Formaður óskaði eftir að þeir gæfu merki sem áhuga hefðu á að skipa þau varamannasæti sem á vantaði. Enginn gaf sig fram svo að því er vísað til stjórnarinnar að leita þriggja varamanna.
  3. 28. NPT í Kiruna næsta sumar. 20 manns hafa látið í ljós áhuga á þeirri ferð og félagið á þar 10 sæti sem það getur fyllt. Undanfarin ár hafa mörg Norðurlandanna - þar á meðal Ísland - ekki fyllt öll sín sæti á mótunum svo að hugsanlegt er að við getum fengið fleiri sæti. Það verður þó ekki ljóst fyrr en í apríl. Kallað verður saman til kynningar og undirbúningsfundar í febrúar - eftir Fræðslu- og skemmtifundinn þann laugardaginn 5. febrúar 2005.
  4. Skákin. Enn hefur engin skák verið tefld í skákklúbbi félagsins. Húsnæðismál hafa verið frekar erfið en nú er aftur komin ró á þau og skáktími er í KÍ-húsinu annan hvern miðvikudag kl. 14 - næst þann 15. desember. Eru skákmenn viðstaddir hér núna?
    Einn gaf sig fram.
    Til greina kemur að leggja teflandi félagsmönnum lið við að komast á æfingavettvang annarra starfandi skákklúbba og skákfélaga þar sem fleiri eru fyrir.
  5. Tölvustarf fer fram alla miðvikudaga kl. 16:20 til 18 í Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Lokatíminn á haustönninni er næsta miðvikudag - 15. des.. Þátttaka í tölvustarfinu er félagsmönnum án kostnaðar og þar geta menn byrjað hvenær sem er og skiptir engu þótt þeir hafi misst af tímum á önninni því allt starf tekur aðeins mið af einstaklingnum sjálfum.

  6. EKKÓ er
    Eftirlaunakennarakórinn. Formaður hans er Rannveig Sigurðardóttir og kórinn hefur æfingaaðstöðu í Kennaraháskólanum og söngstjóri er Sigrún Þórsteinsdóttir. Á næsta ári hefur kórinn starfsemi sína fimmtudaginn 20. janúar. Allir þeir sem hug hafa á að taka þátt í söngstarfseminni eru beðnir um að snúa sér til Rannveigar.
  7. Bókmenntaklúbburinn hefur starfað þrátt fyrir húsnæðiskreppuna. Næst verður hann í KÍ-húsinu kl. 14 þann 16. desember og þar verður fengist við efni sem tengist jólum í kvæðum, sögum og frásögnum.
  8. Framkvæmdastjóri * Stjórnin hefur rætt um að þar sem skráðir félagar eru orðnir hálft annað þúsund - 1.540 eintök eru send út af FKE-fréttum - þá sé nauðsynlegt að ráða félaginu starfsmann í hlutastarf.

Þegar fundarmenn höfðu snætt viðbót af veislukostinum og síðan allir hjálpast að við að drífa af borðum til eldhúss kynnti formaður sérlegan gest fundarins:

Það eru tveir liðir eftir á okkar dagskrá. Áður en EKKÓ gleður okkur með söng - er nú komið að sérstökum gesti okkar. Hann hefur samofist okkur í sinni listrænu og flosísku samfylgd sem ekki verður til annars jafnað. Hann hefur leikið fjölmörg hlutverk í okkar samtíð og sent okkur ótal pillur sem afar oft hæfðu okkur í hjartastað. Og því verr sem okkur varð við - þeim mun var það okkur hollara. Nú fær hann loksins tækifæri til að láta okkur - sem hér erum inni - hafa það óþvegið. Hann getur því miður aðeins staðið stutt við - en við fögnum innilega Flosa Ólafssyni.


Þegar Flosi hafði rætt við okkur og lesið úr nýútkominni bók sinni kom okkar glæsilegi EKKÓ - kór og gladdi okkur með söng sínum og leiddi að lokum almennan söng þar sem menn stóðu upp og tóku undir Heims um ból.

Til baka á forsíðu FKE-vefsins.

167. skf.
6. nóv.
2004

Við-
staddir
voru
51

Fundarstaður: Húnabúð, Skeifunni 11. Sjá myndir.

 

  1. Meðan menn söfnuðust saman og komu sér fyrir var á vegg varpað myndum úr starfi félagsins.
  2. Formaður stjórnaði fundi. Félagsvist var spiluð á 11 borðum og verðlaun hlutu Sigurður Kr. Óskarsson með 87 slagi og Aðalfríður Pálsdóttir með hvorki meira né minna en 101 slag. Aðeins einu sinni fékk hún bara 7 slagi!
  3. Veislukaffi.
  4. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, las úr bók sinni, Bítlaávarpið, sem út kom degi fyrr. Góður rómur var gerður að upplestrinum sem mönnum þótti skemmtilegur.
  5. Sigurður Jóelsson lék á píanóið undir söng í lokin.

  Til baka á forsíðu FKE-vefsins.

234. stjf.
2. nóv.
2004
234. stjórnarfundar sem haldinn var þriðjudaginn 2. nóv. 2004 í Safnaðarheimili Neskirkju og hófst kl. 9:30 að viðstöddum öllum stjórnarmönnum. Húsnæði í KÍ-húsi er enn upptekið vegna yfirstandandi verkfalls.
Viðfangsefni:
Formaður setti fund og lagði fram dagskrá.
  1. Fundargerð 233. fundar var samþykkt.
  2. 5. tölublað FKE-frétta fór til 1.512 félagsmanna. Samanlagður kostnaður varð kr. 98.040 og þar af er póstkostnaðurinn kr. 68.040.
  3. Stjórnaráð FKE kom saman til fyrsta fundar síns þriðjudaginn 19. október í Gerðarsafni í Kópavogi. Hörður Zóphaníasson annaðist boðun fundarins sem reyndist töluvert mál. Viðstaddir voru 25 manns sem allir gerðu góðan róm að þessu framtaki.
  4. Gengið frá undirbúningi Fræðslu- og skemmtifundarins 6. nóvember.
  5. Rætt um undirbúning jólafundarins þann 4. desember 2004.
  6. Árshátíðin hefur verið fastsett 4. mars 2005. Rætt um dagskrárefni og fyrirkomulag.
  7. Skýrsla til ársfundar KÍ. Þar skal leggja fram reikninga fyrir næstliðið ár, skýrslu yfir starfsemina síðastliðið ár ásamt starfsáætlun fyrir komandi ár. Drög lágu frammi að skýrslu formanns sem ákveðið var að leggja fram.
  8. 28. NPT í Kiruna í Svíþjóð 12.-16. júní 2005. FKE á aðgang fyrir 10 þátttakendur en þegar hafa 19 lýst áhuga á að fara. Ákveðið að bíða um sinn og sjá hvort fleiri bætist í hópinn en kalla menn svo saman til skrafs og ráðagerðar. Ekki er víst að félagið fái rýmri aðgang og það kemur ekki í ljós fyrr en líður á vorið þegar ljós er þátttakan frá hinum Norðurlöndunum.
  9. Næsti stjórnarfundur verður þriðjudaginn 7. desember en fundarstaður tilkynntur síðar.
  10. Önnur mál.
    Samþykkt að halda félagsfund þegar fyrir liggur niðurstaða úr yfirstandandi kjaradeilu Félags grunnskólakennara og sveitarfélaganna.
  11. Fundarmenn fóru til að skoða aðstöðuna í Þróttarheimilinu í Laugardal þar sem fyrirhugað er að halda árshátíð félagsins þann 4. mars 2005. Aðstaða þar er aðlaðandi og mönnum leist vel allt nema það að ekkert píanó er í húsinu. Hugað verður nánar að þessu máli og um leið kannað hvort annað húsnæði kynni að vera heppilegra. FKE-fréttir munu hvort sem er koma út áður en árshátíðin verður og bera öllum félagsmönnum boð um það húsnæði sem verður fyrir valinu.
Fundi lokið kl. 11:30
 
1. stjrf
19. okt.
2004

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar

1. fundur Stjórnaráðs FKE haldinn í Gerðasafni í Kópavogi þann 19. október 2004 kl. 15:30 - 17:00


Músaðu hér til að opna myndasíðuna.

Viðstaddir eftirtaldir virkir eldri stjórnarmenn félagsins og þeirra makar ásamt stjórn FKE - alls 25:
Ólöf Pétursdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Helga Vigfúsdóttir, Ólafur Kr. Þórðarson, Guðjón Þorgilsson, Helga Karlsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Ólöf H. Pétursdóttir, Björg Hansen, Ólafur Haukur Árnason, Sveinn Kristjánsson, Aðalheiður Edilonsdóttir, Valborg Helgadóttir, Ásthildur Ólafsdóttir, Kristín S. Björnsdóttir, Auður Eiríksdóttir, Hulda Runólfsdóttir, Hermann Guðmundsson, Hulda Jóhannesdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Birna Frímannsdóttir, Sigurður Jóelsson, Hörður Zóphaníasson, Bryndís Steinþórsdóttir og Gísli Ólafur Pétursson.

Formaður setti fund og stýrði. Þegar menn höfðu notið kaffiveitinga sagði hann frá skoðun á tuttugu og fjögurra ára sögu félagsins þar sem viðstaddir hefðu verið hinir virku gerendur og unnið að hag félagsins. Saga félagsins og allar fundargerðir þess mætti nú lesa á vef félagsins. Þar hefði líka verið dregin út sérstök umfjöllun og þar með þróun margra viðfangsefna. Margra spurninga hefði verið spurt af fyrri stjórnarmönnum og menn staðið frammi fyrir mörgum sömu vandamálum. Mikinn fróðleik um lausnir daglegra viðfangsefna væri að finna í þessum gögnum sem nú væru öllum opin á netinu. Virkir eldri stjórnarmenn væru mikilvægur reynslusjóður fyrir félagið og auk þess væru þeir að sjálfsögðu virkustu félagsmennirnir.

Dreift hafði verið frumeintökum 6. tölublaðs FKE-frétta 2004 sem út munu koma til dreifingar alveg á næstunni. Þar er sagt frá viðfangsefnum vetrarins og einnig þeim breyttu aðstæðum í húsnæðismálum sem stafa af verkfalli grunnskólakennara. Þar er einnig sagt frá stuðningi FKE við baráttu grunnskólakennara fyrir viðunandi starfskjörum.

Fundarmenn áttu glaða endurfundi og skemmtilegar samræður og gerðu góðan róm að þeirri áætlun að stjórnaráðið kæmi saman að minnsta kosti einu sinni á ári.  Til baka á forsíðu FKE-vefsins.

Verkfall
grunnskóla-
kennara
20. sept
til.
17. nóv.
Verkfall grunnskólakennara í 59 daga
20. sept. - 17. nóv.
= 8 vikur og þrjá daga
Vinnudeilusjóður studdi hvern kennara með 3.000 króna framlagi hvern verkfallsdag og kennurum var gert að greiða skatta af upphæðinni - sem þeir þó hafa greitt skatt af áður - þegar þeir greiddu framlag sitt til sjóðsins.
Frá
stjórn
FKE

afhent
15. okt.
2004

þegar
verkfallið
hafði
staðið
í
26
daga

Hér geturðu
sótt
yfirlýsinguna
á
WORD-
skjali


Músaðu á myndina til að sjá fleiri

Frá afhendingu stuðningsyfirlýsingarinnar í Verkfallsmiðstöðinni í Borgartúni 22 þann 15. okt. 2004. Frá vinstri: Hörður Zóphaníasson varaformaður FKE, Jóna Sveinsdóttir meðstjórnandi FKE, Árni Heimir Jónsson, formaður Vinnudeilusjóðs K.Í. og Hermann Guðmundsson, gjaldkeri FKE. Myndina tók GÓP, formaður FKE.
*  *  *  *

Stuðningur við grunnskólakennara
15. október 2004

Félag kennara á eftirlaunum styður grunnskólakennara í baráttu þeirra fyrir viðunandi starfskjörum. Augljóst er að það skólastarf, sem mörg sveitarfélög hreykja sér af, hefur á næstliðnu samningstímabili staðið á þeim brauðfótum að reiða sig á endalaus sjálfboðastörf kennara. Þetta verður að lagfæra. Auk þess er það þjóðfélagsleg nauðsyn að kennarar raðist til launa í samræmi við mikilvægi þess starfs sem þeir gegna í þjóðfélagi sem á öll sín sóknarfæri undir áhuga og námi hinnar uppvaxandi kynslóðar.

Um leið og FKE leggur 300 þúsund krónur til Vinnudeilusjóðs KÍ er félagsmönnum, sem og öllum landsmönnum sem styðja baráttu grunnskólakennara, bent á bankareikning Vinnudeilusjóðsins. Númerið er 1175-26-9325 og kennitala sjóðsins er 641100-2420.

Fyrir þá sem hafa úr litlu að spila skal á það bent að hver kennari fær á verkfallsdegi 3.000 króna stuðning frá Vinnudeilusjóðnum svo að það er ljóst að það munar um 3.000 króna framlag.

Grunnskólakennarar! Baráttukveðjur!

Stjórn FKE:
Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zóphaníasson, Bryndís Steinþórsdóttir, Hermann Guðmundsson, Jóna Sveinsdóttir, Birna Frímannsdóttir og Margrét G. Schram.

Hér geturðu sótt yfirlýsinguna á WORD-skjali

Leggjum
3000
krónur
í
Vinnu-
deilu-
sjóðinn
Framlag í Vinnudeilusjóð - 3.000 krónur
Það eru ekki allir svo mjög aflögufærir en fjölmargir landsmenn, bæði eldri og yngri, vilja gjarnan styðja kennara í þessari baráttu.
Hér er bent á að það munar um 3.000 krónur.
Það skiptir jafnvel enn meira máli að leggja þannig í verki nafn sitt í lið með þeim sem í eldlínunni standa.
Ef þú getur lagt það af mörkum þá kemst það til Vinnudeilusjóðsins með því að þú ferð í næsta banka eða sparisjóð, talar við gjaldkerann þar og leggur upphæðina inn á reikning Vinnudeilusjóðsins.
Þú þarft að segja gjaldkeranum að reikningsnúmer sjóðsins er 1175-26-9325 og kennitala hans er 641100-2420.
233. stjf.
12. okt.
2004
233. stjórnarfundur var haldinn á veitingastaðnum Lækjarbrekku þriðjudaginn 12. október 2004 og hófst kl. 10 en KÍ-húsið er upptekið vegna verkfalls grunnskólakennara. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn.

Viðfangsefni:
Formaður setti fund og lagði fram dagskrá.
  1. Fundargerð 232. fundar var samþykkt.
  2. Fræðslu- og skemmtifundur verður laugardaginn 6. nóv.. Margrét tekur að sér að ræða við rithöfund um upplestur.
  3. Um spilaverðlaun. Samþykkt að hafa í handraðanum fleiri verðlaun svo að þeir sem verða jafnir og efstir fái báðir/allir verðlaun.
  4. Undirbúningur jólafundar 4. desember 2004. Hann mun að venju hefjast með félagsvist og EKKÓ-kórinn mun syngja. Hugmyndir voru uppi um ræðumann.
  5. Formaður sagði af sumarferðinni frá Akureyri. Í henni voru 22 samtals og hún tókst vel. Sjá nánari ferðarlýsingu og myndir á FKE-vefnum.
  6. Formaður sagði af útsendingu 5. tölublaðs FKE-frétta sem fór til 1.527 félagsmanna. Fjórir reyndust látnir og fáeinir fluttir. Lítillega hefur fjölgað í félaginu við að einstaklingar hafa sótt um aðild. Félagatalið er í tölvu formanns og verður að minnsta kosti fyrst um sinn. Eftir er þó að bæta þar inn þeim sem voru í gamla félagatalinu en eru ekki í listum frá LSR. Þeir eru margir.
  7. Formaður sagði frá innsendum netföngum félagsmanna sem eru nú orðin 56 að meðtöldum stjórnarmönnum. Með einu fylgdi fyrirspurn um félagsskírteini og afsláttarkort við verslun hjá fyrirtækjum.
  8. Stjórnaráð FKE, sem samanstendur af virkum fyrri stjórnarmönnum félagins, er boðað til fundar þriðjudaginn 19. október í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 15.30. Boðunin er í umsjá Harðar Zóphaníassonar og þetta hefur mælst vel fyrir hjá þeim sem náðst hefur til.
  9. Árshátíðin - Samþykkt að hún verði föstudaginn 4. mars 2005 ef til þess fæst húsnæði, en Birna Frímannsdóttir hefur leitað hófanna um Félagsheimili Þróttar í Laugardal (Birna festi okkur húsið seinna þann sama dag). Síðar verður ákveðið um veitingar, skemmtidagskrá og tónlist.
  10. Samþykkt að halda stjórnarfund fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Næsti fundur verður því þriðjudaginn 2. nóvember. Samþykkt að stjórnarfundir hefjist kl. 09:30 og þeim verði að jafnaði lokið kl. 11:30.
  11. Verkfall grunnskólakennara. Samþykkt að leggja kr. 300 þúsund í Vinnudeilusjóð KÍ sem segja má að sé meira táknrænn en fjárhagslegur stuðningur við þessar fjárfreku aðgerðir.
  12. Ákveðið að gefa út 6. tölublað ársins af FKE-fréttum og hvetja félagsmenn og aðra lesendur til að leggja til Vinnudeilusjóðs KÍ kr. 3.000 sem er sú upphæð sem grunnskólakennari fær í styrk hverrn verkfallsdag. Persónulegt innlegg lágrar fjárupphæðar er jafnframt verulegur siðferðilegur stuðningur við þá sem í eldlínunni standa. Vegna verkfallsins er ekki rúm í KÍ-húsinu til klúbbastarfseminnar og verður hún færð í húsnæði við Ármúlaskólann sem fengist hefur í þessu skyni. Frá þessum breytingum verður sagt í FKE-fréttunum og kynnt dagskrá vorsins.
  13. Önnur mál. Rétt er að færa til bókar að þeir Árni Björnsson og Grétar Eiríksson, sem sáu um áhugaverða kynningu á Fjalla-Eyvindi á síðasta fræðslu- og skemmtifundi FKE, tóku ekki greiðslu fyrir framlag sitt en fengust til að þiggja boð í sumarferðina 2005. 

Fleira ekki. Fundi lokið kl. 12:00.

166. skf.
2. okt.
2004
Fundarstaður: Húnabúð, Skeifunni 11. Sjá myndir.
  1. Formaður setti fund og stýrði.
  2. Hermann Guðmundsson stjórnaði félagsvist á 9 borðum.
  3. Veislukaffi.
  4. Dr. Árni Björnsson flutti erindi um Fjalla-Eyvind og feril hans - eftir því sem næst verður komist með því að rýna í skriflegar heimildir, sennileika og munnmælasögur. Grétar Eiríksson, tæknifræðingur sýndi litskyggnur þar sem sáust fjölmargir staðri sem Fjalla-Eyvindur hefur verið orðaður við.
Eyva-
varðan

 

 

 

Kom
Fjalla-
Eyvindur
nokkru
sinni
á
Hvera-
velli?

*

Ólíklegt
er

hann
hafi
nokkru
sinni
búið
þar!

Grétar Eiríksson
lét formanni í té eftirfarandi grein sem hann ritaði í Morgunblaðið hinn 20. maí 1998. Grétar féllst á að setja mætti greinina hér á FKE-vefinn enda er efni hennar í samræmi við hið flutta erindi. Myndin hér til hliðar er samsett úr ferð FKE frá Akureyri á Hveravelli 25. ágúst 2004 og af Grétari að undirbúa myndasýningu með fyrirlestri dr. Árna Björnssonar á fundinum sem hér var sagt frá.

Framan við Stjórnarráð Íslands

Margt er sér til gamans gert.
Nú hafa nokkrir framtakssamir menn tekið sér það fyrir hendur að reisa Fjalla-Eyvindi túristaminnisvarða og valið honum stað á Hveravöllum - þar sem engin heimild er til um að hann hafi nokkurn tíma dvalið eða komið til. Líkt er um marga aðra staði sem við hann eru kenndir. Það er gömul íþrótt Íslendinga að snúa þjóðsögum upp á fræga menn ef snertipunktur gefur tilefni til. Fjalla-Eyvindur er einn þeirra sem sýndur er slíkur sómi. Gísli Konráðsson, sagnaritari, fór stundum frjálslega með staðreyndir í frásögn sinni. Hveravellir eru að margra hyggju afar ólíklegur staður til að dyljast á vegna þess að þeir voru á þjóðleið milli Suður- og Norðurlands fram til 1780 er hún lagðist af eftir mannskaðann við Beinhól (Líkaborg).
Öllum er frjálst að trúa því að Eyvindur hafi hlaðið Eyvindartóft, Eyvindarhver og Eyvindarrétt, sem að áliti ýmissa geta alveg eins verið mannvirki leitar- eða ferðamanna sem þarna áðu. En hvað um það, þá eru menjar þessar vegleg minnismerki sem fara vel og eru til prýði í landslaginu, en það hygg ég að túristaminnisvarðinn geti aldrei orðið þótt velheppnað listaverk hugsanlega sé.
Jón Jónsson, bóndi í Skipholti, og Eyvindur voru albræður en Jón er langa-langafi minn. Þykist ég því mega hafa skoðun á því hvar monumentið skuli staðsett. Það situr síst á mér að mæla því í mót að Eyva frænda sé reistur minnisvarði þótt ég geti með engu móti séð hvaða ástæða er til þess gjörnings nema vera kunni hégómaháttur. Að minni hyggju koma aðeins fjórir staðir til álita fyrir listaverk þetta. Eyvindur dvaldi á þremur þeirra en var tengdur þeim fjórða sannanlega samkvæmt skráðum samtímaheimildum.
Þrír af þessum stöðum eru Eyvindarver, rústin við Hreysiskvísl og Hrafnsfjarðareyri, en þar dó hann 1780/82 þótt enginn viti hvort hann er þar grafinn en leiði hans er sagt þar. Gömul sögn er að kerling ein, forn í skapi, er átti þar heima, hafi óskað þess að vera grafin í túnjaðrinum þar er mýrar og valllendi mætast. Útsýn er þar best út fjörðinn. En sá er gallinn á gjöf Njarðar að á þessum stöðum fer minnisvarðinn jafnilla og á Hveravöllum.
Þá er komið að fjórða staðnum sem ég og ýmsir kunningjar mínir teljum álitlegastan, en það er framan við Stjórnarráð Íslands. Þar getur listaverkið farið ágætlega enda þemað rimlaverk mikið sem minnir á forna frægð hússins. Auk þess veldur það þar engri sjónmengun.
Skulu þá færð rök fyrir hugmyndinni sem sumum mun þykja fáránleg en kynni að breytast við frekari skoðun.
Þegar ákveðið var að byggja tyftunarhús á Íslandi 1762 var lagður eyrnamerktur skattur á alla borgunarhæfa menn á landinu er skyldi renna óskiptur til byggingarinnar. Nú eru allir sem greiddu þennan skatt löngu komnir til feðra sinna og öllum gleymdir - nema einn. Því er þannig varið að tyftunarhúsbók Ísafjarðarsýslu er geymd á Þjóðskjalasafni. Þar er þess getið að Eyvindur Jónsson, bóndi á Hrafnsfjarðareyri 1760, greiðir eitt lambskinn. Á frændi minn því hlut í byggingu tyftunarhússins, nú Stjórnarráðs Íslands. Þó svo að Eyvindur gisti aldrei í því ágæta húsi þykir mér og ýmsum vinum mínum vel við hæfi að monumentinu verði valinn staður framan við Stjórnarráðið.

Höfundurinn, Grétar Eiríksson, er tæknifræðingur.

165. skf.
4. sep.
2004
Fundarstaður: Salur Bridge-sambandsins sem er á efstu hæð í Síðumúla 37.
Rúmt og ágætt húsnæði.
Sjá myndir.
  1. Formaður setti fund og stýrði.
  2. Hermann Guðmundsson stjórnað félagsvist á 9 borðum. Alls skráðu sig 38 manns.
  3. Veislukaffi.

Myndum úr starfi og frá viðburðum félagsins varpað á tjald í upphafi fundar og yfir kaffi. Formaður ræddi síðan um 26. NPT sem haldið var í Danmörku. Um mótin almennt sagði hann að þau væru fyrst og fremst skipulögð sem fræðandi og gleðjandi ferð með góðum aðbúnaði og vandlegu skipulagi eins og aðrar hópferðir. Ekki væri þörf á umtalsverðri málakunnáttu og á mótunum eru margir sem ekki skilja mikið annað en eigið tungumál. Félagið, FKE, hefur greitt mótsgjald félagsmanna en félagið hefur kvóta - og getur yfirleitt sent 10 þátttakendur. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað. Svona fyrirgreiðsla tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum en til þess ber að líta að það er umtalsverður flugkostnaður bætist alltaf á íslensku þátttakendurna.

Næsta ár verður 27. NPT haldið í Kiruna í Svíþjóð dagana 12. - 16. júní. Sýnd var kynningamynd frá svæðinu og Stefán Ólafur Jónsson bætti við upplýsingum frá ferðum sínum þangað og sagði Kiruna afar áhugavert hérað. Ef margir hafa áhuga á að fara þessa ferð verður stofnað til hópferðar þar sem leitað verður skemmtilegra ferðafæra. 

12. suf.
25. ág.
2004

frá
Akureyri
!!

12. sumarferð FKE miðvikudaginn 25. ágúst 2004 - frá Akureyri.
Ekið frá Umferðamiðstöðinni á Akureyri í þurru og hlýju ágætisveðri og við vorum 22 saman.

Ekið var suð-vestur Hörgárdal og Öxnadal í Skagafjörð og um Vatnsskarð í Langadal og svo til Blönduóss þar sem snædd var frábær súpa í veitingahúsinu Við árbakkann. Þaðan var haldið kl. 13  og menn gerðu góðan róm að umsögninni:

Súpan var einmitt matur sem magana gleður
og magnaði orkuna hjá okkur, félögum, öllum.
Á Blönduósi er logn og ljómandi veður.
Við leggjum af stað og stefnum að Hveravöllum.

Þeirri stefnu var haldið upp á Kjöl og komið á Hveravelli kl. 15. Þar gengum við um hverasvæðið og skoðuðum uppgert leitarmannahús og fangelsis-minnið um vistir útilegumanna á svæðinu. Við settumst fyrir myndatöku í Eyvindartóft og tókum mynd af Eyvindarhver.

Nú eru Hveravellir komnir úr umsjón Ferðafélags Íslands. Það er Hveravallafélagið sem tekið hefur við rekstrinum og fyrir aðeins kr. 200 fær hver gestur aðgang að allri aðstöðu á staðnum.

Við snæddum nú nestið og tókum lífinu með ró í ljúfu veðri þótt sól væri handan skýja. Síðan runnum við norður heiðar og komumst að því að fyrir aðeins þremur dögum var í Blönduvirkjun hætt að taka á móti gestum sem vildu skoða virkjunina. Þess vegna fórum við í mestu makindum austur yfir Vatnsskarð og í Skagafjörð og hvíldum okkur í þægilegu stofunni í Löngumýrarskóla áður en veislukvöldverðurinn var framreiddur.

Staðarhaldarinn, Gunnar Rögnvaldsson fræddi okkur um staðinn og rekstur hans og sló gítartóna og varð okkur forsöngvari að loknum matnum. Við notuðum svo tækifærið og sögðum ögn hvert af sínu áður en tíminn var sannlega frá okkur fokinn og við runnum austur á Akureyri.

Þangað var komið kl. 22:30 eftir frábæra ferð sem við þökkum hvert öðru hjartanlega fyrir.

232. stjf.
24. ág.
2004

Hér
finnurðu
5. tbl
FKE-frétta
2004
sem
sendar
voru
út
eftir
fundinn

 

232. stjórnarfundur var haldinn þriðjudaginn 24. ágúst 2004 kl. 10-12:
Viðstaddir: Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zophaníasson, Hermann Guðmundsson, Birna Frímannsdóttir, Margrét Schram og Bryndís Steinþórsdóttir sem ritar fundargerðina.
Þetta gerðist:
  1. Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og afhenti fundargögn:
    1. Viðfangsefni fundarins.
    2. Sýnishorn af 5. tbl. FKE-frétta, sem áður hafði borist stjórnarmönnum í netpósti. Af tæknilegum ástæðum var útsendingu frestað um fáeina daga. Miðað er við að það komi út í tæka tíð til að boða fyrsta fræðslu- og skemmtifundinn laugardaginn 4. september nk..
  2. Fundargerð 232. fundar var samþykkt. Hana má sjá á FKE-vefnum.
  3. Formanni og gjaldkera falið að vera fulltrúar stjórnarinnar í dagsferðinni frá Akureyri sem farin verður á morgun, miðvikudag.
  4. Rætt var á hvern hátt er tæknilega unnt að skrá í félagaskrána alla þá sem eiga rétt á að vera þar, svo að þeir geti notið þess sem þeim þar með stendur til boða.
  5. Á fundi formanns FKE og formanns KÍ kom fram að það er mat KÍ að FKE ræki vel skyldur sínar í samræmi við markmiðsgrein laga FKE. Í umræðum stjórnar um þennan lið kom fram að hin mikla fjölgun skráðra félagsmanna kalli á aukna starfsemi og allra helst í föstu húsnæði til daglegra nota þar sem félagsmenn geta tengst til áhugaverkefna. Upp kom hugmynd um að heppilegt geti verið að ráða félaginu framkvæmdastjóra.
  6. Herði og Hermanni falið að hafa samband við fyrri stjórnarmenn og boða þá til fundar þriðjudaginn 19. október nk. í Gerðarsafni í Kópavogi.
  7. Stofnsetning nefnda: umræðum frestað til næsta stjórnarfundar.
  8. Yfirlit yfir verkefnin framundan.
    1. Salur, veitingar og efni á samvist 4. september. Fundurinn verður í sal Bridds-sambandsins að Síðumúla 37 með sama fyrirkomulagi og venja er. Ákveðið að fara þess á leit við Ólaf Hauk Árnason, fyrrverandi formann FKE, að segja frá 27. NPT sem haldið var í Danmörku síðastliðið sumar. Spilað verður að venju og verðlaunin verða tveir geisladiskar.
    2. Rætt var um verðlaun almennt. Upp komu hugmyndir um að hafa gjafakort í verðlaun ásamt rós til afhendingar.
    3. Efni á samvist 2. október, 6. nóvember og 4. desember. Fram kom hugmynd um að leita til dr. Árna Björnssonar um að flytja erindi um Fjalla-Eyvind á fundinum 2. október.
    4. Árshátíð - hefur verið haldin í mars. Finna þarf stærri sal.
    5. Kynning á 28. NPT sem haldið verður í Kiruna 12. - 16. júní 2005. Umræðu frestað.
    6. 31. NPT verður á Íslandi 2008. Ári seinna þó ef Færeyingar taka eitt mót. Málið rætt og talið rétt að hafa það í huga og fara að leggja um það línur.
    7. Um fjölföldun VHS-spólunnar með upptökum frá 25. og 27. NPT og sending hennar til hinna Norðurlandanna: Sendingu seinkar nokkuð af tæknilegum ástæðum.
  9. Næsti stjórnarfundur verður þriðjudaginn 16. nóvember kl. 10 f.h. nema annar verði boðaður fyrr í netpósti.
  10. Önnur mál. Engin.

Fundi lokið kl. 12:00.

11. suf.
18. ág.
2004

Myndir
!!

11. sumarferð FKE miðvikudaginn 18. ágúst 2004.
Ekið frá BSÍ kl. 08 í aldeilis einmuna yndislegu veðri.

Ekið var á tveimur bílum og alls vorum við 108 FKE-félagar á ferð. Stuttur stans var gerður við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en síðan haldið norður um Bolabás og hjá Meyjarsæti, hjá Sandkluftavatni á Kaldadalsleið. Horft var af Langahrygg austan Oks þar sem sést vítt til norðurs og suðurs og veðurblíðan bærði ekki hár á höfði.

Tómas Einarsson var fararstjóri eins og í öllum fyrri ferðum félagsins en það var einmitt hann sem kom þessum ferðum á með aðstoð samstarfsmanna sinna í stjórn félagsins árið 1994 og vegna samtengingar bílanna nutu allir leiðsagnar hans. Haldið var niður í Borgarfjörðinn hjá Húsafelli og skammt neðan við Hraunfossa haldið suður í Reykholtsdal og ekið svo vestur með Reykjadalsá til Reykholts. Þar var súpa og brauð á borðum og af bestu gerð. Veðrið var ótrúlega yndislegt og við gengum með séra Geir Waage um svæðið. Síðan runnum við upp að Hraunfossum og að Húsafelli þar sem steinverðir Páls Guðmundssonar heilsuðu okkur - en þó fremur þögulir að venju - sem var dálítið annað en séra Brynjólfur sem við heimsóttum í Stafholti og náði að segja okkur fjölmargt um kirkjuna og staðinn á þeim stuttu tíu mínútum sem fararstjórinn hafði afmarkað honum.

Við settumst að veisluborði í Munaðarnesi og áttum þar góða stund. Meðal annars fluttu hjónin Ásthildur og Hörður Zophaníasson okkur brot úr menningarsögunni í ljóðum borgfirskra kvenna. Auðunn Bragi Sveinsson lagði inn létta frásögn og Valgeir Gunnlaugur Vilhjálmsson fór með gamanmál. Góður rómur var gerður að þessari frábæru för og íslenska handboltaliðið vann í leik sínum á Ólympíuleikunum og íslenska knattspyrnulandsliðið lagði það ítalska 2-0 í Reykjavík - sem allt var mönnum til enn aukinnar gleði og efldi auðvitað sönginn við undirleik Sigurðar Jóelssonar.

Við komum heim kl. 22:30 og það var nákvæmlega eins og áætlað hafði verið - og svo var um allar aðrar tímasetningar þessarar frábæru ferðar með skipulagi Tómasar Einarssonar - sem enn einu sinni hefur gefið félagsmönnum tíma sinn, leiðsögn og fararstjórn.

Það var tekið hraustlega undir þessi tilmæli formanns, sem var fundarstjóri:

Yfir fjöll og eftir velli
upp oss fræðir lon og don!
Handgerum nú háa skelli!
Heiðrum Tómas Einarsson!!!

með dynjandi lófataki.

231. stjf.
3. ág.
2004

Hér
finnurðu
4. tbl
FKE-frétta
2004
sem
sent
var
út
eftir
fundinn

231. stjórnarfundur þriðjudaginn 3. ágúst 2004 kl. 10 í Kennarahúsinu við Laufásveg
Viðstaddir: Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zophaníasson og Gunnar, afabarn hans, Hermann Guðmundsson, Birna Frímannsdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir sem ritar fundargerðina.
Þetta gerðist:
  1. Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og afhenti fundargögn:
    1. Yfirlit yfir viðfangsefni fundarins, þar með lista yfir stjórnarmenn, síma þeirra og netföng.
    2. Yfirlit yfir sumarferðir FKE sem farnar hafa verið frá 1994, ein á hverju sumri og í sumar eru áætlaðar tvær.
    3. Lög félagsins eins og þeim var síðast breytt á aðalfundi árið 1999.
    4. Drög að FKE-fréttum þar sem greint er frá sumarferðum á vegum félagsins frá Reykjavík um Kaldadal og Borgarfjörð og frá Akureyri til Hveravalla. Einnig eru þar fréttir frá árlegu móti kennara á eftirlaunum, sem haldið var í Danmörku dagana 5. - 10. júní s.l. og minnt er á upplýsingavef okkar, vetrarstarfið og Orlofssjóð KÍ.
  2. Formaður greindi frá því að hann hefði farið yfir öll gögn félagsins og taldi hagkvæmast að birta fundargerðir og aðrar upplýsingar um FKE á FKE-vefnum. Unnt er að prenta fundargerðir út á A4-blöð og geyma þær þannig í skjalasafni félagsins en handfæra þær ekki inn í fundargerðarbók. Samþykkt að hafa þann hátt á.
  3. Formaður vakti athygli á því að í 2. grein félagslaganna eru viðfangsefnin sett fram með nokkuð öðrum hætti en í eldri lögum. Þetta kann að þurfa að íhuga nánar með það í huga hvort áherslur þurfi að breytast í starfi félagsins.
  4. Fundarmenn eru sammála um að sumarferðin frá Akureyri er spor í rétta átt og auðveldar þeim sem búa norðan heiða að taka þátt í ferðum á vegum félagsins. Samþykkt að styðja þá Akureyringa, sem unnið hafa að því að hrinda Akureyrarferðinni í framkvæmd, til að hlutast til um gleðjandi starfsemi þar.
  5. Tekinn var upp þráður frá síðasta stjórnarfundi þar sem rætt var um leiðir til að kanna hug félagsmann og um fjölbreytni í starfsemi félagsins. Formaður vakti athygli á að í könnun sinni á gögnum félagsins hefði afar margt fróðlegt komið fram og um þetta hefði hann á vefnum dregið saman yfirlit um hugmyndasögu félagsins þar sem finna mætti fjölbreyttar umræður í fyrri stjórnum félagsins.
  6. Rædd sú hugmynd að ná saman öllum tiltækum fyrri stjórnarmönnum félagsins við góðar aðstæður.
  7. Rætt um ómetanlegt tillegg Bjargar Hansen til varðveislu heimilda um störf félagsins og þátttakendur í störfum þess. Björg hefur tekið mjög mikið af góðum myndum og verið afar örlát við félagið bæði á tíma sinn og fé því allt hefur hún gert að eigin frumkvæði og á eigin reikning. Í framhaldi af þessari umræðu kom fram sú hugmynd að setja saman nefnd um sögu félagsins og minjar um starfsemi þess.
  8. Fyrirliggjandi verkefni:
    1. Formaður tók að sér að semja um akstur fyrir Akureyrarferðina.
    2. Rætt um hópastarfsemi. Unnið er að undirbúningi en endanlegar ákvarðanir verða kynntar í FKE-fréttum sem áætlað er að verði sendar út á næsta stjórnarfundi, sem fyrirhugaður er þann 24. ágúst.
    3. Formaður bauð fram leiðsögn fyrir tölvunámshóp í tölvustofu skóla. Nánar verður getið um það og aðra starfsemi í næstu FKE-fréttum.
    4. Rætt um Innbjudan frá Lärarforbundet 13. og 14. sept.. Svar þarf að berast fyrir 13. ágúst. Að þessu sinni sjáum við okkur ekki fært að sækja fundinn.
    5. Formaður hefur útbúið VHS-myndband með upptökum sínum frá tveimur NPT-mótum, númer 25 og 27, og frá sumarferð FKE í Þórsmörk 2003 ásamt lítilsháttar aukaefni til kynningar á séríslenskum aðstæðum. Myndbandið hefur hann tekið saman til að senda NP-deildunum á hinum Norðurlöndunum. Samþykkt að fjölfalda myndbandið og senda það.
    6. Á næsta fundi verður rætt um kynningu á 28. NPT sem haldið verður í Kiruna 12. - 16. júní 2005.
  9. Rætt um FKE-fréttirnar og hugsanlegar kostnaðarbreytingar ef útgáfa þeirra verður á betri pappír og með litmyndum úr starfi félagsins.
  10. Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 24. ágúst kl. 10 - einkum til að ganga frá næsta tölublaði FKE-frétta til útsendingar. Ákveðið að hafa frumrit þess tiltækt á vefnum og í millisendingum stjórnarmanna til gagnkvæmra umsagna og hafa það tilbúið og fjölfaldað í upphafi næsta fundar.
  11. FKE-fréttir voru fjölfaldaðar í 900 eintökum og unnar til útsendingar. Þar unnu allir vel að og ekki síst Gunnar, afabarn Harðar.
  12. Önnur mál:
    1. Samþykkt að vera svo snemma á vorinu með áætlunina um sumarferðirnar að unnt sé að segja frá þeim og dagsetningum þeirra í síðustu FKE-fréttum á vorinu en svo aftur með FKE-fréttum í byrjun ágúst.
    2. Hugmyndir komu upp um að skipa í eftirtaldar starfsnefndir á næsta fundi: Árshátíðarnefnd, Ferðanefnd, Fræðslunefnd og Sögu- og minjanefnd. Markmiðið er að virkja fleiri félagsmenn til starfa. Gert er ráð fyrir að minnst einn stjórnarmaður verði í hverri þessara nefnda. Nánari umræðu frestað til næsta fundar.

Fleira ekki. Fundi lokið kl 12:30.

230. stjf.
18. maí
2004
Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og afhenti lög FKE ásamt dagskrá fundarins.
  1. Stjórnin skipti með sér verkum:
    Gísli Ólafur Pétursson, formaður,
    Hörður Zophaníasson, varaformaður,
    Bryndís Steinþórsdóttir, ritari,
    Hermann Guðmundsson, gjaldkeri,
    Jóna Sveinsdóttir, skjalavörður.

    Varastjórn tekur alltaf þátt í stjórnarstörfum:
    Birna Frímannsdóttir,
    Margrét Schram.

    Ákveðið að stjórnin noti tölvupóst í verulegum mæli til að bera saman bækur sínar.
     

  2. Fundargerðabækur komu frá Ólöfu H. Pétursdóttur, fyrrverandi ritara félagsins. Þær fóru í vörslu skjalavarðar.
  3. Sumarferð: Tómas Einarsson er í ferð í dag. Hann er tilbúinn til að vera í fyrirsvari ferðanefndar. Hann hefur nefnt leið sem hann fór með eldri lögreglumenn í fyrra. Hún er norður Kaldadal og niður að Reykholti í súpu. Staðurinn skoðaður. Farið svo þaðan aftur upp að Hraunfossum og í Húsafell. Fleira má fara í leiðinni ef hæfir tímamörkum. Síðan snætt í Munaðarnesi. Vegna annarra bindinga Tómasar eru heppilegir ferðadagar 18. eða 19. ágúst. Rætt og samþykkt. 
  4. Rætt um fréttabréfið sem Hermann hefur unnið. Ákveðið að birta frétt um sumarferðalagið í dagblöðum þar sem fréttabréfið verður ekki sent út fyrr en fyrstu dagana í ágúst.
  5. Formaður og varaformaður tóku að sér að  reyna að koma Akureyrardeild af stað og byrja á að hvetja til dagsferðar frá Akureyri svo sem einni viku seinna en ferðin frá Reykjavík.
  6. Hugmyndir að vetrardagskrá verða nánar ræddar 25. ágúst. Stjórnarmenn voru beðnir að íhuga málið.
  7. Formaður ræddi boð sem félaginu hefur borist frá sænska kennarasambandinu 13. og 14. september. Ákveðið var að formaður mæti þar fyrir okkar hönd. Bryndís bauðst til að vera varamaður.
  8. Önnur mál.
    1. Rætt um húsnæði fyrir laugardagsfundi næsta vetur. Fundirnir hafa verið fyrsta laugardag hvers mánaðar nema í september og mars. Hermann tók að sér að tala við umsjónarfólk Húnabúðar og aðra þá sem hafa aðstoðað við fundina.
    2. Hugmynd kom frá Herði um að áætla sumarferð næsta sumar t.d. í Húnavatnssýslu eða á Hveravelli með það í huga að mæta norðanfólki á miðri leið.
    3. Hermann taldi einnig umhugsunarvert að fljúga til Akureyrar, fara í ferð þaðan og fljúga til baka.
    4. Gísli minnti á að ferðir í óbyggðir í bílalest geta verið mjög áhugaverðar.
    5. Bryndís kom með tillögu um að skrifa lista yfir ferðir sem farnar hafa verið á vegum félagsins
    6. Formaður ræddi um styrki til þeirra sem vildu ganga í Félag eldri borgara tiil að njóta þess sem þar er í boði.
    7. Rætt um að setja könnun í fréttabréfið sem fara skal út í ágúst.
    8. Bryndís vakti athygli á fundi hjá LSR 19. maí. Fundarboð hafa verið send lífeyrisþegum.
    9. Formanni falið að ræða við fyrrverandi formann um gjafir vegna Norræna fundarins í júní nk.

Fleira ekki.
Fundi slitið kl. 12.

164. skf.
15. maí
2004
Félagsfundur á Akureyri.
Fyrsti félagsfundur FKE sem haldinn er utan Reykjavíkur

Fundur var haldinn í Fiðlaranum á þakinu á Akureyri. 50 skráðu sig í fundarbók. Þetta var kynningarfundur um starfsemi FKE og fulltrúi LSR kom einnig á fundinn og skýrði samhengi eftirmannsreglu-eftirlauna við annars vegar kjarasamninga og hins vegar framkvæmd kjarasamninga úti í skólunum. Hvort tveggja hefur áhrif á upphæð þeirra eftirlauna sem eftirmannsreglan skilar.

  1. Ólafur Haukur Árnason, fyrrverandi formaður FKE og sá sem stýrði öllum undirbúningi fundarins, setti fund og stýrði. Hann bauð menn velkomna og gerði stutta grein fyrir markmiði félagsins og starfsemi. Hann gerði einnig grein fyrir 27. norræna mótinu sem verður í Danmörku í júní nk.
  2. Sverrir Pálsson, fv skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri, las frumort ljóð. Flest voru þau frá dvöl hans sem ungs drengs á Eyrarbakka þar sem afi hans og amma bjuggu.
  3. Páll Ólafsson frá LSR skýrði tengsl launa eftir eftirmannsreglu við kjarasamninga og framkvæmd þeirra. Hann afhenti yfirlit og gerði m.a. grein fyrir markmiði og framkvæmd eftirmannsreglu og meðaltalsreglu og gögnum hans mátti ráða að meðaltalsregla væri heppilegust þegar til lengri tíma er litið.
  4. Kaffi í boði félagsins.
  5. Þórarinn Guðmundsson, fv kennari við Gagnfræðaskólann  á Akureyri, las frumort ljóð úr bókum sínum.
  6. Hörður Zophaníasson, fv skólastjóri, flutti minningabrot frá dvöl sinni í Barnaskólanum á Akureyri og Skátafélaginu á Akureyri.
  7. Ólafur Haukur þakkaði og óskaði Akureyringum til hamingju með góð skáld og Herði fyrir áhugaverða og skemmtilega frásögn.
  8. Gísli Ólafur Pétursson, formaður FKE, fór yfir starfsmarkmið félagsins. Hann benti þeim sem taka laun samkvæmt eftirmannsreglu á að hafa samband við Pál Ólafsson hjá LSR um útreikning þeirra en við stjórn FKE eða beint við Kjararáð KÍ ef þeir vildu koma á framfæri óskum um að kjarasamningum yrði breytt. FKE eflir félagslíf kennara é eftirlaunum og maka þeirra og efnir til skemmtiferða með þeim hópi. Hins vegar hvetti hann félagsmenn til að taka líka þátt í starfsemi annarra félaga á sama vettvangi sem kunna að reka öflugt starf á viðkomandi heimasvæði - til að gera sér aukna ánægju. Hann dreifði veffangi upplýsingasíðu FKE - sem er http://www.gopfrettir.net/open/fke
  9. Vilberg Alexandersson, fv skólastjóri Glerárskóla á Akureyri, kvaddi sér hljóðs og þakkaði fyrir fundinn, bæði stjórn FKE og öllum öðrum og sérstaklega þeim Akureyrarmönnum sem störfuðu með honum að undirbúningnum.
  10. Formaður tók undir þakkirnar til allra þeirra sem að fundinum stóðu, þakkaði gestum komuna og Ólafi Hauki sérstaklega fyrir hans hlut - og sleit fundi.
26. félf.
8. maí
2004

*

Skýrsla
formanns
um
starfsárið

Aðalfundur í Húnabúð 8. maí eftir síðasta skemmtifundi vrsins.
  1. Formaður setti fund og bauð gesti velkomna. Þá minntist hann Óla Kr. Jónssonar, sem lést 26. apríl. Óli var góður félagi og alltaf tilbúinnað vinna fyrir félagið. Er mikill harmur að okkur kveðinn við skyndilegt fráfall hans. Fundarmenn vottuðu honum virðingu sína með því að rísa úr sætum.
  2. Sveinn Kristjánsson stjórnaði félagsvist á 12 borðum en alls voru skráðir 54 mættir.
  3. Veisluborð með kræsingar.
  4. Formaður setti aðalfund og skipaði Hörð Zophaníasson fundarstjóra. Ritari var Ólöf H. Pétursdóttir.
    Hörður gerði grein fyrir störfum aðalfundar og gaf formanni orðið.
    Skýrsla formanns: (Hér finnurðu skýrsluna í heild)
    7 skemmtifundir auk árshátíðar. Flutti formaður öllum þakkir sem að þeim komu og gat allra þeirra sem glutt hafa fræðslu og skemmtiefni á fundunum.
    EKKÓ-kórinn hefur sungið 10 sinnum við ýmis tækifæri. Auk þess fór hann í söngbúðir í Reykholt 20. - 21. febrúar og fékk til þess fjárstyrk frá félaginu. Stjórn kórsins skipa: Rannveig Sigurðardóttir, formaður, Þorbjörg Guðmundsdóttir og Svavar Björnsson. Stjórnandi kórsins, Jón Hjörleifur Jónsson, veiktist um miðjan vetur og tók þá einn kórfélaginn, Þorvaldur Björnsson, við söngstjórninni til vors. Undirleikari var sem áður Solveig Jónsson. Kórinn æfði einu sinni í viku í KHÍ.
    Það bar til tíðinda að FKE gekkst fyrir fundi um kjaramál. Sjá hér fundargerð þess fundar.
    Bókmenntahópur kom saman tvisvar í viku. Hann leiddu Hörður Zophaníasson og Ásthildur, kona hans. Tveir rithöfundar, Einar Már og Guðjón Friðriksson, komu í heimsókn. Rósa Pálsdóttir annaðist kaffiveitingar á fundunum ásamt stjórnendum.
    Skákhópurinn tefldi tvisvar í mánuði. Stjórnendur þar voru Þráinn Guðmundsson og Sveinbjörn Einarsson.
    Sumarferðin var farið í Þórsmörk 26. ágúst í 25 stiga hita, logni og sólskini. Tómas Einarsson var fararstjóri en 110 manns voru í ferðinni. Kvöldverður var snæddur að Laugalandi í Holtum. Þar var Hermann Guðmundsson áður skólastjóri í 14 ár og hann sagði frá ýmsu umstaðinn og skólahaldið.
    26. mót norrænna kennara á eftirlaunum var haldið hér 12. - 16. júní 2003. Næsta mót verður á Fjóni nú í sumar.
    Stjórn FKE var óbreytt frá fyrra ári. Stjórnarfundir voru 9. Ólafur þakkaði öllum samvinnuna og þó sérstaklega Hermanni alla hans frábæru vinnu.
    Þá gat hann þess að fyrsti fundur FKE utan Reykjavíkur verður á Akureyri 15. maí næstkomandi.
    Nú hefur hópur leikskólakennara bæst við FKE svo að fréttabréfin verða vel á níunda hundrað.
    Að lokum þakkaði Ólafur öllum samstarfið áliðnum árum. Nefndi hann starfsfólk Kennarasambands Íslands og fleiri. Einnig þakkaði hann Björgu Hansen, eiginkonu sinni, fyrir allar myndatökurnar, en þar má sjá heimildir sem ekki eru til annars staðar.
    Að lokum árnaði Ólafur FKE og öllum félögum þess alls hins besta.
    Reikningar félagsins - Eignir eru alls kr. 1. 211.974.
    Stjórnarkjör
    Ólafur Haukur gefur ekki kost á sér til formennsku. Gísli Ólafur Pétursson var kjörinn formaður. Ólöf og Auður hafa nú báðar setið í stjórninní 6 ár og verða lögum samkvæmt að hverfa úr stjórn. Sveinn gefur ekki kost á sér til endurkjörs.
    Bryndís Steinþórsdóttir var kjörin í aðalstjórn. Jóna Sveinsdóttir var kjörin í aðalstjórn, Birna Frímannsdóttir og Margrét Schram til vara. Áfram sitja í stjórninni Hermann Guðmundsson og Hörður Zophaníasson. Stjórnin skiptir með sér störfum.
    Endurskoðendur voru kjörnir Ingunn Árnadóttir og Sveinn Kristjánsson. Tómas Einarsson til vara.

    Stjórnina skipa:
    Gísli Ólafur Pétursson, formaður,
    Hörður Zophaníasson,
    Bryndís Steinþórsdóttir,
    Hermann Guðmundsson,
    Jóna Sveinsdóttir.

    Varastjórn:
    Birna Frímannsdóttir,
    Margrét Schram.

    Endurskoðendur:
    Ingunn Árnadóttir,
    Sveinn Kristjánsson.
    Varamaður: Tómas Einarsson.

    Nýkjörinn formaður þakkaði traustið.
    Fundarstjóri þakkaði góðan fund.

229. stjf.
20. ap.
2004
  1. Formaður setti fund og fagnaði því að öll stjórnin var saman komin.
  2. Fréttabréf um aðalfund brotin og merkt ti útsendingar. Á fundinum 8. maí mun Sveinn Kristjánsson stjórna félagsvist, Hörður mun svo stjórna aðalfundinum.
  3. Illar horfur eru á að EKKÓ-kórinn geti sungið á Akureyrarfundinum. Söngstjórinn, Jón Hjörleifur Jónsson, er alltaf veikur og nú liggur einn besti tenórinn okkar, Óli Kr. Jónsson, á sjúkrahúsi, rænulaus eftir erfiðan sjúkdóm og aðgerð. Hermanni falið að ræða við formann kórsins um það hvort nokkrir möguleikar séu á söng fyrir norðan.
  4. Okkar ágæti formaður, Ólafur Haukur Árnason, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í félaginu. Gísli Ólafur Pétursson ætlar að gefa kost á sér til þeirra starfa. Hann leit inn á fundinn til skrafs og ráðagerða.
  5. Á fundinn mætti einnig frábær ljósmyndari, Björg Hansen, og myndaði hún fráfarandi stjórn í bak og fyrir.
  6. Formaður þakkaði góða vinnu og sleit fundi.
163. skf.
3. ap.
2004
  1. Formaður setti fund og stýrði.
  2. Sveinn Kristjánsson stjórnað félagsvist á 8 borðum. Alls mættu 39 manns.
  3. Veislukaffi. M.a. fengu allir lítið páskaegg og glöddust menn yfir málsháttum sínum.
  4. Guðmundur Magnússon, fv fræðslustjóri, flutti erindi um fyrsta fríkirkjusöfnuðinn sem stofnaður var á Íslandi en hann var einmitt stofnaður á Reyðarfirði. Fróðlegt erindi um ótrúleg átök milli manna í héraðinu.
  5. Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
228. stjf.
30. mars
2004
Óvæntum stjórnarfundi var skotið á. Allir mættir nema Auður. Formaður setti fund.
  1. Lesnar tvær síðustu fundargerðir og samþykktar.
  2. Borist hafði bréf frá framkvæmdastjórn FEB (Félags eldri borgara). Þar er bent á að samkvæmt nýgerðum kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið breikkar enn bilið milli lágmarkslauna verkafólks og ellilífeyris. Samningamenn FKE eru hvattir til að hafa hag ellilífeyrisþega í huga við samningagerðina.
  3. Formaður leikskólakennara óskar eftir því að eftirlaunakennarar í þeirra félagi geti orðið hluti af FKE. Bætast því við 40 félagar á næstunni.
  4. Dagskrá Akureyrarfundar gæti orðið á þessa leið: 1. Ólafur Haukur kynnir félagið, 2. Minningabrot frá Akureyri, Bryndís og Hörður, 3. Söngur EKKÓ-kórsins.
  5. Nú hafa 6 manns bókað sig á norræna þingið í Danmörku.
  6. Rætt um aðalfund og væntanlega stjórnarbreytingu.
  7. Hermann hefur kynnt sér kostnað ef flogið yrði til Egilsstaða. Reynist hann vera 15.000 kr. á mann. Taldi stjórnin það of dýrt og er sú hugmynd úr sögunni.
162. skf.
13. mars
2004
Árshátíð FKE í Húnabúð.
Ólafur Haukur Árnason, formaður félagsins, setti hátíðina og stjórnaði henni.
Hann gerði í upphafi grein fyrir veislukostum og skemmtiatriðum. Þá sýndi hann fána félagsins sem nú er í fyrsta sinni kominn á stöng. Loks flutti hann þá sorgarfregn að Jón Hjörleifur, stjórnandi EKKÓ-kórsins, lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi.
Dagskrá hátíðarinnar var á þessa leið:
  1. Veislumáltíð frá Matstofu Kópavogs.
  2. Söngur - skólastjórakvartettinn Randver.
  3. Létt spjall - Helgi Jónasson.
  4. EKKÓ-kórinn syngur undir stjórn Þorvaldar Björnssonar. Undirleikari Solveig Jónsson.
  5. Dans.

Tónlistarflutning annaðist Ólafur B. Ólafsson.
Hátíðin fór vel fram og lauk um miðnætti.

25. félf.
25. feb.
2004
Kjaramálafundur FKE í Kennaraháskólanum.
Fundurinn er haldinn að frumkvæði félaga okkar, þeirra Bryndísar Steinþórsdóttur og Óla Kr. Jónssonar. Fundarstjóri Hörður Zophaníasson. Frummælendur voru Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, Elna Katrín Jónsdóttir formaður framhaldsskólakennara og Finnbogi Sigurðsson, formaður grunnskólakennara. Gerðu þau öll góða grein fyrir lífeyrismálum eftirlaunakennara og hvöttu menn til að halda vöku sinni og sjá til þess að þeir drægjust ekki aftur úr öðrum opinberum starfsmönnum hvað laun varðar.
Einnig tóku til máls Valgeir Gestsson, Gunnar Gunnarsson, Steinunn Ingimundardóttir, Jóna Sveinsdóttir, Bryndís Steinþórsdóttir og Óli Kr. Jónsson.
Fundinn sátu 29 manns.
Fundarstjóri þakkaði frummælendum góðar upplýsingar og fundarmönnum komuna.
227. stjf.
10. feb.
2004
Formaður setti fund. Allir mættir. Fréttabréf um árshátíð brotið og merkt til útsendingar.
  1. Fundur um kjaramál verður haldinn í Kennaraháskólanum, stofu 206, þann 25. febrúar. Fundarstjóri verður Hörður Zophaníasson.
  2. Árshátíðin verður 13. mars í Húnabúð. Lögð hafa verið drög að því að fá fánastengur hjá Silkiprenti fyrir þann tíma. Helgi Jónasson mun flytja hátíðarræðu. Kvartettinn Randver syngur og einnig EKKÓ-kórinn. Aðra tónlist annast Ólafur B. Ólafsson. Matstofa Kópavogs sér um veitingar.
  3. Akureyrarfundurinn ákveðinn 15. maí. Ólafur Haukur stjórnar undirbúningnum ásamt fleirum.
  4. 27. Norræna mótið í Danmörku lítillega rætt. Enn ekki ljóst hve margir íslenskir þátttakendur verða.
  5. Bókmenntahópurinn fer í Þjóðmenningarhúsið 19. feb. kl. 14 og fær leiðsögn um þær sýningar sem þá verða í boði.
161. skf.
7. feb.
2004
  1. Formaður setti fund og stýrði.
  2. Sveinn Kristjánsson stjórnaði félagsvist á 10 borðum. Alls komu 45 félagar.
  3. Veislukaffi að hætti Kristínar.
  4. Dr. Þuríður Kristjánsdóttir flutti erindi um rithöfundinn Málfríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi.
  5. Fjöldasöngur við undirleik Sigurðar Jóelssonar.
226. stjf.
13. jan.
2004
  1. Aðalverkefnið var að brjóta og merkja til útsendingar fréttabréf um störf félagsins til vors. Þar eru dagsettir skemmtifundir og árshátíð og aðalfundur í Húnabúð sem hefjast allir kl. 13:30, Kóræfingar í KHÍ undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar, og í Kennarahúsinu bókmenntafundir undir handleiðslu Harðar Zophaníassonar og skákæfingar í umsjá Þráins Guðmundssonar og Sveinbjörns Einarssonar. Á baksíðunni er greint frá því að orlofssjóður býður ódýrt húsnæði á Spáni næsta sumar. Umsóknarfrestur til 20. janúar. Upplýsingar á skrifstofu Orlofssjóðsins.
  2. Vegna þessa skamma umsóknarfrests var þessi frétt látin ganga fyrir kjaramálahvatningunni sem fyrirhugað var að kæmi í þessu bréfi. Bryndís Steinþórsdóttir var mjög óánægð með að dráttur yrði á kjaramálafundi. Ákveðið að halda hann um miðjan febrúar. Stjórnin felur kjaranefnd að leggja fram umræðupunkta.
  3. Á næsta skemmtifundi stjórnar Sveinn félagsvist. Talað mál flytir Þuríður Kristjánsdóttir.
  4. Áfram er unnið að undirbúningi fyrir árshátíð.
  5. Félagsfundur á Akureyri lítillega ræddur. Formanni falið að fá félaga fyrir norðan til að undirbúa slíkan fund.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta