GÓP-fréttir
FKE-vefurinn
|
Árin 2000 - 2003 í sögu
Félags
kennara á eftirlaunum
sem stofnað var árið 1980
Efnisatriði eru tekin eftir fundargerðarbókum FKE.
Sumt er orðrétt en annað meira og minna klippt til, stytt og endursagt af GÓP. |
>> |
Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
|
194. stjf.
12. jan.
2000 |
- Formaður setti fund og bauð menn velkomna til starfa. Öll stjórnin
var mætt.
- Þórir sagði frá sameiginlegu þingi KÍ og HÍK sem haldið var í nóv.
sl.. Fulltrúar FKE voru Óli Kr. Jónsson, Rannveig Sigurðardóttir, Valborg
Helgadóttir og Þórir Sigurðsson. Á þinginu voru kennarafélögin sameinuð og
heita nú Kennarasamband Íslands. Formaður var kjörinn Eiríkur Jónsson og
varaformaður Elna Katrín Jónsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir var kjörin
formaður grunnskólakennara. FKE er deild í KÍ með öllum réttindurm nema
kjörgengi. Áætlað er að um 70 nýir félagar muni bætast við í FKE eftir
sameininguna. Næstu tvö ár fær FKE 1 milljón kr. á ári frá sambandinu í stað
ýmissa styrkja sem félagið hefur áður notið frá KÍ. Aðstaða FKE hvað snertir
húsnæði, fjölföldun og sendingarkostnað er óbreytt.
- Félagsstarfið framundan. Skemmtifundir dagsettir, árshátíð í
Skipholti 70 þann 4. mars kl. 19, kóræfingar settar niður og
bókmenntaklúbbur og skákklúbbur dagsettir einnig.
Rædd skemmtiatriði á næsta skemmtifundi og Ólafur Haukur ætlar að athuga með
skemmtiatriði fyrir árshátíð. Rannveig pantar mat hjá Veislustöð
Sveinbjarnar. Valborg annast ýmis önnur atriði varðandi árshátíðina. Ákveðið
að biðja Ólaf B. Ólafsson að leika fyrir dansi.
- Norræna mótið, það 21., verður í Kalmar í Svíþjóð 17. - 21. júní 2000
og þarf að tilkynna þátttöku fyrir 15. maí.
- Sumarferð FKE verður farin í ágúst. Þórir varpaði fram þeirri hugmynd
að fara í Dalina á slóðir Eiríks rauða vegan 1000 ára afmælis landafundanna.
- Fulltrúaskipti í Málræktarsjóði. Kristinn Gíslason hefur verið
fulltrúi FKE síðastliðin 5 ár en óskar nú eftir að láta af því starfi.
Ólafur Haukur stakk upp á því að í virðingarskyni við Óla Kr. yrði honum
boðið starfið enda væri hann íslenskumaður góður. Sjálfur féllst Ólafur
Haukur á að vera til vara samkvæmt uppástungu formanns.
- Senda út fréttabréf næsta þriðjudag.
|
195. stjf.
18. jan.
2000 |
Brotið og merkt fréttabréf
til félagsmanna. |
133. skf.
5. feb.
2000 |
- Formaður setti fund, bauð félaga velkomna og árnaði heilla á nýju
ári. Gerði grein fyrir klúbbum félagsins og hvatti til aukinnar þátttöku í
þeim.
- Rannveig stjórnaði félagsvist á 10 borðum. alls voru mættir 46
félagar.
- Veislukaffi.
- Guðmundur Magnússon, fv. fræðslustjóri, flutti erindi er hann nefndi Lítil er veröldin. Sagði hann frá námsdvöl í Bandaríkjunum árið
1963-64. Þar kynntist hann kennurum frá ýmsum heimshornum. Kynnum sínum af
tveimur afrískum konum lýsti hann skemmtilega í tali og tónum. Margt fleira
bar á góma. M.a. var hann staddur í bekk ungra nemenda er fregnin um lát
John F. Kennedy barst og upplifði þar sorg nemenda og kennara.
- Söngur við undirleik Guðrúnar Sigurðardóttur.
|
134. skf.
4. mars
2000 |
Árshátíð FKE í sal Múrarameistarafélagsins Skipholti 70. Mættir 70 manns.
Formaður setti hátíðina.
Borðhald. Veisluföng voru frá Veislustöð Sveinbjarnar Péturssonar í
Kópavogi. Maturinn var ljúffengur og vel fram borinn. Ólafur B. Ólafsson lék
undir borðum.
Skemmtiatriði voru:
- EKKÓ-kórinn söng nokkur lög undir stjórn Jóns H. Jónssonar.
Undirleikari var Solveig Jónsson.
- Eva Þyrí Hilmarsdóttir lék á píanó.
- Helgi Seljan flutti gamanmál í tali og tónum. Undirleikari var
Sigurður Jónsson.
- Ólafur B. Ólafssonstjórnaði fjöldasöng milli atriða og í samkomulok.
- Einnig var dansað af miklu fjöri við dynjansi harmonikkuleik Ólafs.
Þessi ánægjulega skemmtun stóð fram yfir miðnætti. |
196. stjf.
21. mars
2000 |
- Formaður setti fund og bauð menn velkomna, ekki síst gest fundarins,
Tómas Einarsson, sem nýkominn er frá Bali þar sem hann keypti nokkra
handgerða listmuni sem notaðir verða sem spilaverðlaun síðar. Var Tómasi
þakkaður þessi greiði. Þá var lítillega rætt um sumarferðina. Fyrirhugað að
fara 22. ágúst og verður Tómas að sjálfsögðu fararstjóri.
- Sennilega fara 6 Íslendingar á mótið í Svíþjóð 17. - 21. júní.
- Þórir sagði frá því að borist hefði boð frá finnska kennarasambandinu
um að senda fulltrúa frá Íslandi á fund eftirlaunakennara. Kvaðst hann hafa
þakkað boðið en tjáð um leið að við gætum ekki þegið það.
Einnig hafði borist bréf frá svæðisfélagi eftirlaunakennara í Uddevall í
Svíþjóð. Þar var hópur kennara sem langaði til Íslands. Var beðið um ráðgjöf
og aðstoð FKE. Þórir tók vel í að veita góð ráð. Síðan kom í ljós að
þátttaka var ónóg og ákveðið að fresta förinn til næsta árs.
- Sveinn Kristjánsson kvaðst hafa áhyggjur af launamálum
eftirlaunakennara. Starfandi kennarar fengu talsverða launahækkun á sl. ári.
Vegna þess að hún er ekki inni í grunnlaununum fengu kennarar á eftirlaunum
enga hækkun. Voru menn sammála um að fylgjast þyrfti með framvindu þessara
mála.
- Skemmtifundur verður 1. apríl. Valborg sér um verðlaunin. Næsti
stjórnarfundur 17. apríl.
|
135. skf.
1. ap.
2000 |
Formaður etti fund. Hann tilkynnti að Danmarks lærerforening hefði sent boð
til KÍ um að senda tvo félaga ír FKE á einn þriggja fræðslufunda í Danm0rku
á sumri komanda. Þeir verða 7. - 9. júní, 28. - 30. júní og 2. - 4. ágúst.
Gestgjafar greiða gistingu, máltíðir og skoðunarferð. Þátttaka tilkynnist
stjórn FKE fyrir 10. apríl.
Rannveig Sigruðardóttir stjórnaði spilum á 8 borðum en alls mættu 38
félagar.
Veislukaffi.
Þórunn Lárusdóttir sagði frá ferðalagi um Norðurland. Hún sýndi skuggamyndir
frá ýmsum stöðum utan alfaraleiða frá Vatnsnesi og allt austur á
Flateyjardal. Var frásögn hennar bæði fróðleg og skemmtileg.
Söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur. |
197. stjf.
17. ap.
2000 |
Brotið og merkt fréttabréf félagsins
til útsendingar. Aðalefnið er boðun aðalfundar 6. maí. |
198. stjf.
4. maí
2000 |
Undirbúningur aðalfundar
Stjórnin gaf öll kost á því að starfa næsta ár fái hún umboð til þess.
Sömuleiðis skoðunarmenn reikninga. Hins vegar verður að kjósa menn í
Kjararáð en samkvæmt lögum fer sú kosning fram þriðja hvert ár. |
21. félf.
6. maí
2000 |
Aðalfundur.
Spiluð félagsvist á 11 borðum en alls mættu um 50 félagar. Rannveig
stjórnaði vistinni og afhenti verðlaun.
Formaður setti aðalfund og tilnefndi Tómas Einarsson fundarstjóra.
-
Skýrsla stjórnar
Stjórnarfundir voru 9. 8 fræðslu- og skemmtifundir. Þakkir til allra sem þar hafa komið fram og
Sigurbjörgu Þórðardóttur og Guðrúnu Sigurðardóttur fyrir undirleik við
fjöldasöng á fundunum. Átta kennarar sóttu norrænt mót eftirlaunakennara í Vigö á Norður-Jótlandi
12.- 16. júní síðasta sumar, sem bæði var fróðlegt og skemmtilegt.
Sumarferðin í Húnaþing vestra. Þátttakendur 92. Vel
heppnuð ferð. Kvöldverður snæddur í Munaðarnesi. Freysteini Gunnarssyni var reistur
minnisvarði við Vola í Hraungerðishreppi 22. ágúst við hátíðlega athöfn.
EKKÓ-kórinn söng við það tækifæri lög við ljóð eftir Freystein.
Í mars var haldið sameiginlegt þing Kennarasambands Íslands og Hins íslenska
kennarafélags. Á þinginu voru félögin sameinuð og heita nú Kennarasamband
Íslands. Formaður er Eiríkur Jónsson, varaformaður er Elna Katrín
Jónsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir er formaður grunnskólakennara. FKE er
deild í KÍ með um 780 félögum. Fram að þessu hefur FKE fengið styrk
til starfsemi sinnar frá sambandinu. Nú varð sú breyting á að félaginu er
úthlutað ákveðinni upphæð eins og öðrum deildum. Tvö næstu ár fær félagið
okkar eina milljón króna á ári. Aðstaða FKE hvað varðar húsnæði, fjölföldun
og póstgjöld, er óbreytt. Stjórnin telur að staða FKE í þessu nýja sambandi
sé ekki verri en var í hinum gamla.
Þrír hópar áhugafólks hafa starfað í vetur. Bókmenntahópur, skákhópur og
EKKÓ-kórinn. Hann hefur sungið þrisvar opinberlega á starfsárinnu og tvisvar
á fundum félagsins. Söngstjóri er sem fyrr Jón Hjörleifur Jónsson og Solveig,
kona hans, leikur undir. Þeim og öðrum sem dyggilega hafa starfað í hópunum
færði Þórir þakkir. Fulltrúi FKE í Málræktarsjóði er nú Óli Kr. Jónsson. Varamaður er Ólafur
Haukur Árnason.
Erlent samstarf Félag finnskra kennara á eftirlaunum sendi FKE boð um að senda einn félaga á
vetrarfund félagsins. Vegna stutts fyrirvara var ekki unnt að þiggja boðið. Danska kennarasambandið sendi nýlega svipað boð eins og kynnt var á síðasta
skemmtifundi. Auðunn Bragi Sveinsson tók boðinu og mun taka þátt í móti 7. -
9. júní nk. Sex félagar ætla að sækja 21. mót norrænna kennara á eftirlaunum í Kalmar í
Svíþjóð 17. - 21. júní nú í sumar.
Að lokum færði Þórir Kristínu Valgeirsdóttur kærar þakkir fyrir að sjá um
veitingar á öllum skemmti- og fræðslufundum félagsins í Kennarahúsinu á
þessu starfsári. Hann þakkaði einnig samstarfsfólki sínu í stjórn FKE fyrir
gott samstarf og öllum öðrum sem lagt hafa félaginu lið.
- Reikningar félagsins. Rekstrartekjur voru kr. 864.102. Gjöld voru kr.
607.531. Eigið fé samtals kr. 541.066.
Fundarstjori lýsti áhyggjum sínum af óhóflegum eignum félagsins. Hann gaf
orðið laust en enginn kvaddi sér hljóðs nema Hans Jorgensson sem þakkaði
stjórninni störf hennar í þágu félagsins.
- Kosningar: Formaður og aðrir í stjórn og skoðunarmenn reikninga voru
endurkjörnir.
Stjórnina skipa: Þórir Sigurðsson, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir, varaformaður, Ólöf H. Pétursdóttir, ritari, Valborg Helgadóttir, gjaldkeri, Sveinn Kristjánsson, skjalavörður.
Varastjórn - meðstjórnendur: Auður Eiríksdóttir,
Ólafur Haukur Árnason.
Endurskoðendur - skoðunarmenn reikninga: Þorsteinn Ólafsson, Margrét Jakobsdóttir Líndal.
Í kjararáð voru kosnir Tómas Einarsson og
Valborg Helgadóttir.
- Önnur mál
Óli Kr. sagði frá því að þegar
minnisvarðinn um Freystein hafði verið reistur, að mestu leyti fyrir fé
frá kennurum á eftirlaunum, voru eftir nokkrir peningar. Á síðasta aðalfundi
kom fram rödd um að minnisvarðinn ætti að vera við Kennarahúsið. Menn voru
sammála um að þar væri ekki pláss fyrir hann. Því var ákveðið að nota þessa
afgangspeninga tila ð útbúa minningarskjöld með nöfnum þeirra tveggja
skólastjóra sem starfað höfðu í gamla skólanum. Þessi skjöldur prýðir nú
Kennarahúsið Barónsstígs-megin.
- Dagskrá var tæmd og formaður þakkaði traust honum sýnt, minnti á
fyrirhugaða sumarferð 22. ágúst - og sleit fundi.
Þá kvaddi Hjörtur Þórarinsson sér hljóðs. Hann minntist þeirra tveggja,
Magnúsar Helgasonar og Freysteins Gunnarssonar. Á minnisvarðanum í Vola
standa þessi orð: Öllum kom hann til nokkurs þroska. Taldi Hjörtur að
það ætti við um báða þessa heiðursmenn. Síðan var gengið út og
skólasöngurinn sunginn við minningarskjöldinn. Nokkrum gestum hafði verið
boðið vegna þessarar stuttu athafnar. Mætt voru börn Freysteins, Guðrún og
Sigmundur, makar þeirra og nokkrir afkomendur. Rektor KHÍ, Ólafur Proppé, og
fyrrverandi rektor, Þórir Ólafsson. Hins vegar var enginn mættur fyrir hönd
KÍ þar sem forystusveit KÍ er öll stödd erlendis.
Nú var borið fram langþráð veislukaffi og því gerð góð skil.
Að lokum sungin nokkur lög undir stjórn Jóns Hjörleifs við undirleik
Sigurbjargar Þórðardóttur.
Skemmtilegum degi lokið.
Söngur EKKÓ:
1. Heilsuhælinu í Hveragerði 18. maí 2000.
2. Aflagranda 40 á vorhátíð eldri borgara 19. maí 2000.
3. Til heiðurs formanni sínum, Rannveigu Sigurðardóttur, þann 26. júní í
áttræðisafmæli hennar. |
199. stjf.
18. júlí
2000 |
Brjóta og merkja
fréttabréf um
sumarferðina. |
7. suf.
22. ág.
2000 |
7. sumarferð FKE þriðjudaginn 22. ágúst.
Þátttakendur 109. Fararstjóri Tómas Einarsson.
Ekið var á tveimur bílum sem voru samtengdir þannig að allir nutu
skemmtilegrar frásagnar fararstjórans. Eftir stuttan stans í Borgarnesi var
ekið áfram norður og síðan yfir Bröttubrekku og um Dali. Aðeins var komið
við í Búðardal og kíkt í kaupfélagið. Þá var ekið áfram að Reykhólum. Í
forföllum sóknarprestsins tók Eygló Gísladóttir, kennari, á móti hópnum en
hún er sóknarnefndarformaður. Hún sýndi gestum kirkjuna og fræddi okkur um
staðinn. Eftir að menn höfðu neytt nestis síns var ekið að
Þörungaverksmiðjunni. Ekki var farið inn í verksmiðjuna en utan dyra var
okkur sagt í stórum dráttum frá starfseminni sem nú er með nokkrum blóma.
Náttúrufegurð er mikil á Reykhólum.
Næst var ekið að Eiríksstöðum í Haukadal þar sem eitt sinn bjuggu Eiríkur
rauði og Þjóðhildur, kona hans. Þar er talið að Leifur heppni sé fæddur en
hann fann Ameríku sem kunnugt er. Þar hafa verið grafnar upp rústir af skála
frá landnámsöld. Skammt vestan við þær er búið að reisa tilgátubæinn,
þ.e bæ sem menn halda að sé líkur þeim er þar stóð fyrir meira en 1000 árum.
Hann er hlaðinn úr torfi og þiljaður innan með timbri sem unnið er úr
rekaviði.
Við bæinn stendur stytta af Leifi gerð af Nínu Sæmundsen.
Koman að Eiríksstöðum var hápunktur þessarar skemmtilegu ferðar sem farin
var í blíðskaparveðri þrátt fyrir óhagstæða veðurspá. Það fór reyndar að
rigna þegar farið var yfir Bröttubrekku á heimleið og rigndi duglega því
meir sem sunnar dró.
Var nú ekið að veitingasalnum í Munaðarnesi þar sem dýrindis krásir biðu
hópsins. Að venju voru seldir happadrættismiðar. Dagný Valgeirsdóttir
hlaut 2 miða á árshátíð félagsins 2001 en Ingólfur Guðmundsson 2 farmiða í
næstu skemmtiferð.
Á heimleiðinni voru sagðar nokkrar góðar sögur en menn voru tregir til að
tjá sig í bundnu máli. Komið var í bæinn kl. rúmlega 22 eftir velheppnaða og
ánægjulega ferð. |
200. stjf.
1. sept.
2000 |
Þórir kvaðst búinn að bóka húsnæði fyrir starfshópana á vetri komanda.
Hópastarfið fært á daga.
Á fundinum 9. sept. mun Þórir segja frá Svíþjóðarför.
Kristín Valgeirsdóttir ráðin til að annast kaffiveitingar á skemmtifundum í
vetur.
Brotin og merkt fréttabréf til útsendingar. |
136. skf.
9. sep.
2000 |
Formaður setti fund - 41 félagi mættur.
Valborg Helgadóttir stjórnaði spilum á 10 borðum. Vegleg verðlaun í boði að
vanda.
Veislukaffi.
Unnur Kolbeins minntist látins félaga, Guðrúnar Pálsdóttur. Hún hafði oft
annast undirleik á fundum félagsins. Fundarmenn minntust hennar með því að
rísa úr sætum.
Þórir Sigurðsson, formaður, sagði af mótinu í Svíþjóð 17. - 20. júní. Af
Íslands hálfu tóku þátt þau Þórir, Valborg, Rannveig, Óli Kr., Solveig og
Halldór Hafstað. Var þetta hin skemmtilegasta frásögn sem vænta mátti.
Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur. |
137. skf.
7. okt.
2000 |
46 mættir.
Rannveig stjórnaði félagsvist á 11 borðum.
Kaffi.
Sigríður Haraldsdóttir flutti erindi og sagði frá stríðsárunum í Danmörku og
Tékkóslóvakíu. Hún bjó öll stríðsárin í Danmörku en móðurfólkið hennar var í
Tékkóslóvakíu. Frásögn hennar var bæði fróðleg og skemmtileg.
Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.Söngur EKKÓ:
Alþjóða kennaradagurinn var hátíðlegur haldinn í Kennarahúsinu þann 5.
október 2000. Þar söng EKKÓ-kórinn nokkur lög. |
138. skf.
4. nóv.
2000 |
Rannveig stjórnaði félagsvist á 10 borðum. Alls mættir 45.
Kaffi.
Óli Kr. Jónsson flutti frumsamdar vísur ogljóð sem gaman var á að hlýða.
Kröftugur fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
Söngur
EKKÓ:
Kórinn hefur átt mjög annríkt að undanförnu og sungið við ýmis tækifæri.
Sungið var:
10. nóv. í Bóstaðarhlíð 43,
11. nóv. í Gullsmára í Kóavogi,
1. des. á Aflagranda 40,
2. des. á jólafundi í Kennarahúsi |
139. skf.
2. des.
2000 |
Rannveig stjórnaði félagsvist á 11 borðum.
Veislukaffi. Nú var EKKÓ-kórinn mættur svo að kaffi drukku milli 70 og 80
manns.
Jón Hjörleifur Jónsson flutti erindi sem hann nefndi Örlagarík ákvörðun.
Þann 7. janúar ætlaði hann til Vestmannaeyja með vélbátnum Helga. Systir
Jóns og mágur ákváðu skyndilega að fara til Eyja þennan sama dag með
Herðubreið sem talið var gott skip. Fengu þau Jón til að hætta við að fara
með Helga og fara með sama skipi og þau. Skipin héldu af stað um sjöleytið á
föstudegi og ráðgert að koma til Vestmannaeyja á laugardagsmorgun. Var
haldið af stað í góðu veðri en skyndilega brast á aftakaveður af austri.
Herðubreið var yfirfull af sjóveiku fólki. Helgi varð vélarvana og rakst á
Faxasker. Hann brotnaði og sökk fyrir augum Jóns. Tveir menn komust upp á
skerið en það var ógerningur að bjarga þeim. Þarna fórust 10 manns.
Herðubreið komst í var við Heimaklett seint á laugardag og loks í höfn á
mánudag. Nokkrum dögum síðar var haldin minningarathöfn í Landakirkju. Þá
var Jón næstum neyddur til að syngja Alfaðir ræður sem kveðju frá
Aðventusöfnuðinum. Það var Jóni mikil raun.
Þetta var áhrifarík frásögn og gott að heyra nokkur jólalög flutt af
EKKÓ-kórnum undir stjórn Jóns H. að henni lokinni. Söngurinn var í styttra
lagi enda langt liðið á dag. Formaður þakkaði góða fundarsókn, óskaði
gleðilegra jóla og sleit fundi. |
201. stjf.
9. jan.
2001 |
- Formaður setti fund og bauð menn velkomna til starfa á nýrri öld.
- Áður en eiginleg fundarstörf hófust leit Eiríkur Jónsson, formaður
KÍ, inn á fundinn. Hann gerði í mjög stuttu máli grein fyrir þeim hluta
nýgerðra kjarasamninga er eftirlaunakennara varðar. Við fáum 5% hækkun frá
1. jan. 2001. Samningarnir taka gildi ágúst 2001. Þá fáið þið peninga
sem ekkert ykkar hefur dreymt um voru lokaorð hans. Honum voru færðar
þakkir og heillaóskir með samningana sem undirritaðir verða í dag.
- Þórir gat þess að fulltrúar FKE í kjaranefnd væru aldrei kallaðir til
viðræðna eða á samningafund. Þótti fundarmönnum það furðu gegna.
- Rætt um vetrarstarfið. Áætlun um það verður send út í næstu viku.
- Haldið verður 22. norræna mótið í Tanhovaara í Finnlandi dagana 12. -
16. júlí nk. Verður auglýst í næsta fréttabréfi.
- Borist hefur þakkarkort frá fjölskyldu Helga Þorlákssonar fyrir
auðsýnda samúð við andlát hans.
Ennfremur þakkarbréf frá Svíþjóð fyrir þátttöku í mótinu þar á síðasta ári
ásamt kveðju frá Siv Selinder.
- Hafin er útgáfa á blaði KÍ. Kristín Elfa Guðnadóttir, ritstjóri,
óskar eftir frásögnum eftirlaunakennara um það hvernig var að hætta að kenna
og hvað tók þá við.
|
202. stjf.
16. jan.
2001 |
Brjóta og merkja fréttabréf til félagsmanna.
Þar segir frá skemmti- og fræðslufundum í Kennarahúsinu, árshátíð 3. mars,
aðalfundur verður 5. maí.
Bókmenntir, EKKÓ-kór og skák. Einnig fréttir um 22. norræna mótið. |
140. skf.
3. feb.
2001 |
Formaður seti fund. Rannveig stjórnaði félagsvist á 10 borðum en alls mættu 45
félagar.
Glæsilegar kaffiveitingar.
Ingibjörg Björnsdóttir flutti þátt af Vatnsnesi sem maður hennar, Jónas
Guðjónsson, hafði tekið saman. Þátturinn fjallaði að mestu um þann merka
mann, Jakob Bjarnason, bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi.
Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur. |
203. stjf.
20. feb.
2001 |
Sent út
fréttabréf
um árshátíðina 3. mars í Félagsheimilinu, Skipholti 70. |
141. skf.
3. mars
2001 |
Árshátíð í sal Múrarafélagsins að Skipholti 70. Mættir 90 manns.
Formaður bauð gesti velkomna og kynnti dagskrána.
- Borðhald. Veisluföng frá Veislustöð Sveinbjarnar Péturssonar í
Kópavogi. Maturinn var ljúffengur og vel fram borinn. Ólafur B. Ólafsson
lék ljúfa tónlist meðan matast var og einnig á milli skemmtiatriða.
- Árshátíðarræðu flutti Ólafur H. Jóhannsson, lektor. Var hún á
léttari nótunum og vakti mikla kátínu hjá áheyrendum.
- EKKÓ-kórinn söng nokkur lög við góðar undirtektir. Söngstjóri nú
sem fyrr, Jón Hjörleifur Jónsson. Undirleikari Solveig Jónsson.
- Þorbjörg Guðmundsdóttir, félagi okkar, og fjórar aðrar dömur,
allt eldri borgarar, sýndu línudans og var þeim vel fagnað.
- Þá var stiginn dans við harmonikkuleik Ólafs B. Ólafssonar. Stóð
þessi ágæta skemmtun fram yfir miðnætti og lauk með fjöldasöng.
|
142. skf.
7. ap.
2001 |
Formaður setti fund og Rannveig stjórnaði félagsvist á 10 borðum en alls mættu
45 manns.
Veislukaffi.
Auðunn Bragi Sveinsson tók til máls og sagði frá fræðslufundi er hann sótti
í Danmörku 7. - 9. júní sl.. Gerði hann góða grein fyrir fundinum og söng að
lokum nokkra danska texta.
Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
Söngur EKKÓ:
Kórinn söng á Gjábakka í Kópavogi 21. mars undir stjórn Jóns Hjörleifs
Jónssonar við undirleik Solveigar Jónsson. |
204. stjf.
20. ap.
2001 |
22. mótið í Finnlandi 12. - 16. júlí. Sjö manns hafa tilkynnt þátttöku.
Boð hefur borist frá danska kennarasambandinu um helgarnámskeið svipað og sl
sumar en það barst svo seint að ekki var hægt að sinna því.
Fyrirhuguð er ferð EKKÓ í söngbúðir 20. - 22. apríl. Kórinn nýtur styrks frá
FKE. Dvalið verður að Varmalandi.
Sent út fundarboð fyrir aðalfund. |
22. félf.
5. maí
2001 |
Aðalfundur
Formaður setti fund og Valborg Helgadóttir stjórnaði félagsvist á 10 borðum en
alls mættu 47.
Myndarlegar kaffiveitingar.
Formaður setti aðalfundinn og tilnefndi Óla Kr. fundarstjóra.
- Minnst félaga sem látist höfðu á árinu og sérstakleg nefnd þau
Guðrún Pálsdóttir og Helgi Þorláksson er bæði höfðu unnið gott starf í
þágu FKE. Vottuðu fundarmenn þeim virðingu sína með því að rísa úr
sætum.
- Skýrsla formanns
5 formlegir stjórnarfundir á árinu og auk þess nokkrir samráðsfundir,
m.a. þegar send voru út fréttabréf til félagsmanna. 8 skemmti- og fræðslufundir sem allir fóru fram í Kennarahúsinu nema
árshátíðin sem haldin var í Skipholti 70. Sex félagar sóttu 21. mótið í Kalmar í Svíþjóð 17. - 21. júní sl. sumar.
Dagskráin var fjölbreytt og gestgjöfunum til sóma. Sumarferð FKE var farin 22. ágúst undir fararstjórn Tómasar Einarssonar.
Þátttakendur voru 109. Ekið var um Dali að Reykhólum. Síðan að
Eiríksstöðum í Haukadal. Kvöldverður var snæddur í Munaðarnesi. Þrír hópar áhugafólks störfuðu í vetur.
EKKÓ-kórinn æfði vikulega undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar.
Píanóleokari er Solveig Jónsson. Söngfélagar eru nú 30. Sungið var níu
sinnum opinberlega. Kórinn fór í söngbúðir að Varmalandi í
Borgarfirði 20. - 22. apríl til frekari æfinga og nú er meiningin að
syngja inn á geisladisk. Formaður kórsins er Rannveig Sigurðardóttir og
er hún óþreytrandi að vinna kórnum allt það gagn er hún má. Bókmenntaklúbbur starfaði hálfsmánaðarlega undir stjórn Þóris
Sigurðssonar. Færði Þórir öllum þátttakendum og stjórnendum þessara hópa
bestu þakkir. Erlent samstarf Félag finnskra kennara á eftirlaunum bauð einum félaga FKE á vetrarfund.
Einnig kom boð frá danska kennarasambandinu svipað og á síðasta ári.
Þessi boð bárust svo seint að hvorugt var hægt að þiggja. 22. mótið verður í Finnalndi um miðjan júlí. Sjö félagar hafa skráð sig
til þátttöku. Að lokum þakkaði formaður öllum sem unnið höfðu fyrir FKE á þessu
starfsári. Einnig þakkaði hann starfsfólki KÍ, þeim Valgeiri, Sigurlínu
og Margréti, alla lipurð og hjálpsemi. Einnig Kristínu Valgeirsdóttur
semannast hefur kaffiveitingar á skemmtifundum félagsins.
- Reikningar félagsins - Rekstrartekjur voru kr. 2. 161.864.
Útgjöld kr. 1.366.059. Eigið fé kr. 1.336.871
- Kosningar Formaður var endurkjörinn og svo öll stjórnin
Stjórnina skipa: Þórir Sigurðsson, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir, varaformaður, Ólöf H. Pétursdóttir, ritari, Valborg Helgadóttir,
gjaldkeri, Sveinn Kristjánsson, skjalavörður.
Varastjórn: Auður Eiríksdóttir, Ólafur Haukur Árnason.
Endurskoðendur: Þorsteinn Ólafsson, Margrét Jakobsdóttir Líndal.
Varaendurskoðandi kjörin Ingunn Árnadóttir.
- Önnur mál
Þórir gerði grein fyrir kjaramálum eftirlaunakennara. Þann fyrsta júní
fá menn tveggja launaflokka hækkun reiknaða frá áramótum en aðal
launakerfisbreytingin verður framkvæmd 1. ágúst. Þá hækka launin
verulega. Vegna góðrar fjárhagsstöðu félagsins taldi hann að etv væri unnt að
styrkja félaga til þátttöku í t.d. tölvunámskeiðum. Torfi Guðbrandsson
kvað eldra fólk ekki geta tileinkað sér og munað allt sem kennt væri á
tölvunámskeiði og taldi mikla þörf á að gefin væri út greinargóð bók um
allt sem lyti að tölvunotkun. Þórir tók undir nauðsyn þess að slík bók
yrði gerð. Jón Hjörleifur hvatti alla til að læra á tölvu vegna
margvíslegra nota hennar. Þá gat Þórir þess að etv væri þetta í síðasta sinn sem við funduðum í
þessum sal vegna breytinga á húsnæði. Leikskólakennarar koma inn í KÍ í
haust og þurfa að fá skrifstofu og er hugmyndin að skipta salnum. Þá
verður KÍ að fá sér samkomusal úti í bæ og fær FKE þá aðgang að honum. Fjöldasöngur við frábæran undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
|
205. stjf.
30. maí
2001 |
- Væntanleg sumarferð verður farin að Veiðivötnum 21. ágúst nk.
Fararstjóri verður Tómas Einarsson. Valborg Helgadóttir hefur pantað
veitingar í Hrauneyjum og Básum. Fréttabréf verður sent út í júlí.
- Söngur EKKÓ-kórsins hefur verið tekinn upp á geisladisk og verið er
að leggja síðustu hönd á vinnu hans. Útgáfan er væntanleg í næsta mánuði.
- Nokkrar umræður um 22. mótið í Finnlandi.
|
206. stjf.
1. ág.
2001 |
- Sumarferðin verður farið 21. ágúst ogundirbúningi er lokið. Brotið og
merkt kynningarbréf til félagsmanna. Þar segir líka frá nýju
sjálfboðaliðastarfi á vegum Rauða krossins. Um er að ræða stuðning kennara á
eftirlaunum við nemendur af erlendum uppruna.
- Breytingar á Kennarahúsinu. Samkomusalurinn verður minnkaður. Það
kemur illa við starfsemi FKE. Hóparnir fá þó húsaskjól hér en leita verður
annað fyrir félagsfundi.
- 23. mótið 2003. Færeyingar áttu að halda mótið á næsta ári en treystu
sér ekki til þess. Norðmenn taka því að sér mótshaldið 2002. Það verður í
Lillehammer 5. - 9. júní og hefur dagskráin þegar verið ákveðin. Þá kemur
röðin að Íslendingum árið 2003. Næsta vetur verður að undirbúa það svo hægt
verði að greina frá því í Lillehammer.
- Þórir sagði af mótinu í Finnlandi og gaf fundarmönnum afrit af
ferðasögunni og ljóðum sem samin voru í ferðinni. Einnig útbýtti hann sögu
norrænu mótanna 1988 - 2000.
- Geisladiskur EKKÓ-kórsins kom út í byrjun júní og hefur þegar selst
nokkuð.
Dagskrá lokið og hófst vinna við fréttabréfið. |
8. suf.
21. ág.
2001 |
8. sumarferð FKE þriðjudaginn 21. ágúst.
Ekið á þremur bílum enda met þátttaka, samtals 133.
Veður var stillt en þungbúið og rigningarsuddi.
Eftir að formaður, Þórir Sigurðsson, hafði ávarpað ferðafólkið fól hann
Tómasi Einarssyni fararstjórnina. Kallkerfi var milli bílanna þannig að
allir nutu fræðandi og skemmtilegrar frásagnar hans.
Ferðinni var heitið að Veiðivötnum.
Stutt viðdvöl var á Selfossi. Síðan var ekið upp Skeið, Hreppa, Þjórsárdal
og áfram upp á hálendið. Í Hrauneyjum fengu menn súpu og nýbakað brauð og
kaffi. Þá var ekið áfram yfir sandauðnina í átt að Veiðivötnum. Á þessari
leið eru nokkrar virkjanir og uppistöðulón. Vöktu þessi mannvirki aðdáun
ferðalanga. Tómas lét þess getið að á Íslandi væri stærsta eyðimörk í
Evrópu. Komið var í skálann við Tjaldvatn laust eftir hádegi. Gengið um
svæðið og margt skoðað, m.a. hellisgjóta er hjón bjuggu í um tíma á sl. öld.
Þá var Vatnahringurinn ekinn. T'ómas greindi frá nöfnum vatnanna. Sum þeirra
voru mjög skemmtileg svo sem Ónýtavatn og Ónefndavatn.
Lítilsháttar rigning var á svo að fjallasýn var ekki eins og best varð á
kosið. Hins vegar bjargaði rekjan mönnum frá mýbiti við vötnin og
sandfoki úti í auðninni.
Eftir að hafa skoðað sig vel um og notið náttúrufegurðar við vötnin var
haldið heim á leið. Smástans var í Hrauneyjum en síðan ekið niður Landsveit
og Holt. Komið í Básinn upp úr kl. 18. Þar var vel tekið á móti hópnum með
veisluhlaðborði. Að venju voru seldir happdrættismiðar og vinningar dregnir
út. Ferðavinninga hlutu Aðalbjörg Albertsdóttir og Helga Þórarinsdóttir.
Miða á árshátíð félagins hlaut Ingibjörg Þorvaldsdóttir.
Jón Hjörleifur Jónsson stjórnaði söng og var vel tekið undir.
Í ljós kom að skáldskapargyðjan hafði verið með í för og las Þórir kveðskap
ferðalanga í hátalarann. Voru sumar vísur dýrt kveðnar, jafnvel sléttubönd.
Er leið að ferðarlokum flutti formaður fararstjóra og ferðafélögum þakkir
sínar. Fararstjóri þakkaði einnig samfylgdina.
Komið var á Umferðarmiðstöðina kl. 22 eftir ánægjulega ferð. |
206. stjf.
27. ág.
2001 |
Miklar breytingar hafa orðið á húsnæðinu í Kennarahúsinu við innflutning
leikskólakennara. Bókmennta- og skákklúbbar rúmast hér þó enn en EKKÓ-kórinn
hefur fengið æfingaaðstöðu í Austurbæjarskólanu og skemmifundir verða frá og
með 6. okt. í Húnabúð í Skeifunni 11.
Viðburðir dagsettir: skemmtifundir, söngæfingar undir stjórn Jóns Hjörleifs
Jónssonar, bókmenntahópur í umsjón Tómasar Einarssonar og Valborgar
Helgadóttur, skákhópur í umsjón Þóris Sigurðssonar.
Skemmtifundir hefjist kl. 13:30 þegar flutt verður í Húnabúð.
Stjórnin var sammála um að framvegis yrði að selja veitingar á
skemmtifundum.
Brotið og merkt fréttabréf til útsendingar. |
143. skf.
8. sep.
2001 |
Formaður bauð gesti velkomna til síðasta skemmtifundarins sem haldinn yrði í
gamla skólanum okkar.
- Hann gerði grein fyrir væntanlegum breytingum á húsnæðinu og hvaða
áhrif það hefði á starfsemi FKE. Þá gerði hann grein fyrir því helsta
sem gerst hefur í sumar. Geisladiskur EKKÓ-kórsins kom út 7. júlí. Sjö
félagar héldu áleiðis til Finnlands 10. júlí til árlegs norræns móts sem
þar var þá haldið 12. - 16. júlí. Skemmtiferð FKE var farin að
Veiðivötnum 21. ágúst.
- Félagsvist undir stjórn Valborgar Helgadóttur á 10 borðum.
- 47 manns gæddu sér á veislukaffi sem Kristín Valgeirsdóttir bar
fram. Hún ætlar að fylgja okkur í Húnabúð og sjá um kaffið þar í vetur,
okkur til mikillar gleði.
- Þórir sagði af Finnlandsferðinni. Greinargóð og skemmtileg frásögn.
Í tengslum við hana flutti Óli Kr. Jónsson ljóð, fallega
Finnlandskveðju.
- FKE hafði borist sú hugmynd frá Rauða krossinum að fá
eftirlaunakennara til að hjálpa nýbúabörnum að læra íslensku og vera
þeim til styrktar á ýmsan hátt. Til að fylgja þessu máli úr hlaði voru
mættar Huldís Haraldsdóttir frá Rauða krossinum og Friðbjörg
Ingimarsdóttir frá Fræðslumiðstöðinni. Lítils háttar umræður urðu um
málið. Þær boðuðu fund næstkomandi miðvikudag fyrir þá sem áhuga hefðu á
málinu.
- Söngur við undirleik Torfa Guðbrandssonar.
|
207. stjf.
6. okt.
2001 |
Í lok september hittust Þórir, Rannveig, Valborg og Sveinn í Kennarahúsinu.
Þau flokkuðu gögn félagsins sem geymd voru í kjallaranum og fluttu þau upp í
ris. Þar hefur FKE fengið skáp til afnota og þar uppi starfa framvegis skák-
og bókmenntahópar FKE.
Þann 6. ágúst, áður en skemmtifundur hófst, greindi formaður frá því að bréf
hefði borist með lögum KÍ þar sem FKE var beðið um athugasemdir ef
einhverjar væru og um að senda KÍ lög FKE. |
144. skf.
6. okt.
2001 |
Skemmtifundur í Húnabúð.
- Formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna. Sagði hann að þar sem við
værum nú í nýju húsnæði er greiða þyrfti fyrir kr. 15.000 hverju sinni,
hefði stjórnin hugleitt hvort ekki yrði að selja veitingar framvegis.
Leitaði hann álits fundarmanna um hvort þeir væru tilbúnir að greiða kr. 300
fyrir kaffið framvegis. Var þetta borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- Rannveig Sigurðardóttir stjórnaði félagsvist á 9 borðum og veitti
verðlaun.
- Nokkrir félagar höfðu ekki áttað sig á breyttum fundartíma, mættu því of
seint og misstu af vistinni.
- 48 manns nutu veislukaffis.
- Sveinn Kristjánsson las upp tvær nútíma þjóðsögur er nefndust Trölli
og Finnur Jóns. Voru þær vel fluttar og vöktu kátínu hjá áheyrendum.
- Fjöldasöngur undir stjórn Sigurbjargar Þórðardóttur.
|
145. skf.
3. nóv.
2001 |
Formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna
- Formaður minntist Hans Jörgenssonar, fv. skólastjóra, er borinn var til
grafar í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Þar var kvaddur mikilvirkur
menningar- og félagsmálafrömuður. Þórir ræddi sérstaklega um störf Hans í
FKE. Hann tók virkan þátt í norrænu samstarfi eftirlaunakennara. Síðast
sótti hann mót í Danmörku 1999. Skemmtifundi FKE sótti hann vel. Þann
síðasta, 6. okt. sl.. Hans var mikill tónlistarunnandi, var félagi í EKKÓ og
söng síðast með kórnum á Hótel Sögu fáum dögum fyrir andlát sitt. Hann var
einstakur félagi, glaðlyndur og ósérhlífinn. Fundarmenn vottuðu honum
virðingu sína með því að rísa úr sætum.
- Félagsvist á 7 borðum undir stjórn Rannveigar Sigurðardóttur. Alls mættu
34 félagar.
- Veislukaffi að vanda og nú greiddu menn í fyrsta sinn fyrir
veitingarnar.
- Páll Guðmundsson, fv. skólastjóri, flutti erindi um kynni sín af Líbýju,
landi og þjóð, á árunum 1981-83. Þar vann hann á vegum Arnarflugs í
sumarfríinu sínu. Var erindið bæði fróðlegt og skemmtilegt.
- Fjöldasöngur undir stjórn Sigurbjargar Þórðardóttur.
|
208. stjf.
13. nóv.
2001 |
- Undirbúningur jólafundarins. Séra Frank M. Halldórsson mun fara með
talað orð. EKKÓ-kórinn syngur. Ólöf sér um spilaverðlaun og kemur á framfæri
við húsráðendur að salurinn verði vel upphitaður.
- Útsending fréttabréfs á vorönn er ákveðin 10. jan. 2002.
- Fyrsti skemmtifundur 2002 verður 26. jan. kl. 13:30. Húsið er ekki laust
í febrúar. Árshátíðin er ákveðin 9. mars. Þar skemmtir Hjördís Geirs ásamt
undirleikara. EKKÓ-kórinn mun syngja. Verið er að leita að ræðumanni
kvöldsins.
- KÍ-þing verður 8. og 9. mars. FKE á rétt á að senda 5 fulltrúa og þarf
að hafa jafnmarga varamenn. Aðalmenn verða Þórir Sigurðsson, Rannveig
Sigurðardóttir, Valborg Helgadóttir, Sveinn Kristjánsson og Óli Kr. Jónsson.
Varamenn verða Ólöf H. Pétursdóttir, Auður Eiríksdóttir, Svavar Björnsson,
Erla Emilsdóttir og Elín Vilmundardóttir.
- Tímabært er að hefja undirbúning að 23. norrænu móti eftirlaunakennara
sem haldið verður á Íslandi 2003. Hugmyndin er að það verði dagana 12. - 15.
júní. Vestfjarðaleið verður sennilega falið að skipuleggja ferðir og
hóteldvöl, reikna út kostnað og þess háttar. Gera má ráð fyrir 100 - 120
manns. Dagskrárgerð er í höndum stjórnarinnar.
|
146. skf.
8. des.
2001 |
Formaður setti fundinn.
- Félagsvist undir stjórn Rannveigar Sigurðardóttur á 13 borðum.
- Um þrjú-leytið fór að fjölga í salnum og nutu 70 manns kaffiveitinga í
boði félagins.
- Séra Frank M. Halldórsson flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um
Katrínu af Bora, eiginkonu Marteins Lúters.
- EKKÓ-kórinn söng nokkur jólalög undur stjórn Jóns Hjörleifs við
undirleik Solveigar Jónsson.
- Fundarmenn risu úr sætum og sungu tvo jólasálma.
|
209. stjf.
10. jan.
2002 |
Fréttabréf brotið og merkt til útsendingar.
Úr fréttabréfi:
Skemmtifundir í Húnabúð kl. 13:30 26. jan., 6. apríl, 4. maí sem er
aðalfundur. Árshátíð 9. mars. Kóræfingar í Austurbæjarskóla kl. 16:00
upptalda daga undir söngstjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar og við undirleik
Solveigar Jónsson. Bókmenntir í Kennarahúsinu kl. 14:00 upptalda daga í
umsjón Valborgar Helgadóttur og Tómasar Einarssonar. Skák í Kennarahúsinu
kl. 14 upptalda daga í umsjón Þóris Sigurðssonar. |
147. skf.
26. jan.
2002 |
- Félagsvist á 12 borðum en alls voru 50 félagar mættir.
- Veislukaffi að hætti Kristínar.
- Torfi Guðbrandsson las úr nýútkominni bók sinni kafla er hann nefndi Dagur í heimavistarskóla. Var bæði fróðlegt og skemmtilegt að fá innsýn
í lífið á Finnbogastöðum á Ströndum upp úr miðri síðustu öld, en Torfi var
þar skólastjóri við góðan orðstír á árunum 1955 - 1983.
- Fjöldasöngur. Við píanóið var Sigurbjörg Þórðardóttir. Var tekið undir
og sungið af hjartans list.
|
210. stjf.
26. feb.
2002 |
Gengið frá fréttabréfi um árshátíðina 9. mars.
Formaður las upp þingsályktunartillögu til KÍ þar sem farið var fram á
aukið fast framlag til FKE úr 1 milljón króna í 1,7 milljón á ári. Samþykkt.
Útbúið sönghefti til að syngja úr á árshátíðinni. |
148. skf.
9. mars
2002 |
Árshátíð haldin í Húnabúð. Mætir 83 félagar.
Þórir formaður setti hátíðina, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrá.
- Borðhald. Glæsileg og vel framborin veisluföng frá Múlakaffi glöddu
neytendur sem tóku myndarlega til matar síns.
- Séra Þórir Stephensen flutti létt spjall sem vakti mikla kátínu meðal
áheyrenda.
- Danssýning. Fermingarbörnin Tinna Rut og Arnar dönsuðu af hreinni list
fyrir aðdáunarfulla áhorfendur.
- EKKÓ-kórinn söng nokkur lög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar við
undirleik Solveigar Jónsson. Jón stjórnaði einnig fjöldasöng milli atriða.
- Að lokum var stiginn dans. Tónlistarflutning annaðist Hjördís Geirs og
félagi. Dansað var af miklu fjöri til miðnættis. Samkomunni lauk með því að
allir héldust í hendur og sungu Hin gömlu kynni.
|
211. stjf.
4. ap.
2002 |
Allir mættir nema Auður. Formaður setti fund og kvaðst vera með eina 9
minnispunkta er ræða þyrfti.
- Fréttir frá þingi KÍ.
Það sem okkur varðar mest er að nú fær FKE 2 milljónir á ári í fast framlag
frá KÍ. Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum og erum við mjög þakklát
fyrir höfðingsskapinn.
- Komin er fram hugmynd um að stofna Norðurlandsdeild innan FKE. Hefur
Þórir unnið nokkuð að þessu máli. Nánar síðar.
- Á næsta skemmtifundi, 6. apríl, mun Sigurður Kristinsson flytja talað
mál. Valborg kaupir spilaverðlaun.
- Norrænt þing eftirlaunakennara verður 5. - 8. júní næstkomandi. Gera
þarf grein fyrir þátttakendum héðan hið fyrsta. Enn eru aðeins 5 bókaðir.
- Aðalfundur félagsins verður 4. maí. Þórir, Rannveig og Valborg gefa ekki
kost á sér til endurkjörs í stjórn. Verða þeirra skörð vandfyllt.
- Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, biður EKKÓ að syngja á aðalfundi
lífeyrissjóða. Eftir er að athuga hvort af því getur orðið.
- Formaður spurði hvort EKKÓ vildi fara í söngbúðir í vor. Rannveig og
Ólöf töldu að það væri gagnlegra að fara í haust þegar hefst nýtt starfsár.
- Rætt hefur verið við Vestfjarðaleið um 23. norræna þingið á Íslandi
2003. Þetta er í athugun og verður rætt nánar síðar. Vestfjarðaleið mun aka
okkur í árlega skemmtiferð félagsins í ágúst n.k.. Farið verður um
Reykjanes.
- Hvað getum við gert til að auka þátttöku í áhugahópunum? spyr
formaður. Hann var með hugmyndir um stutt námskeið. Til dæmis tölvunámskeið,
námskeið um sögu skriftar á Íslandi, myndlistarnámskeið og fleira. Ólafur
Haukur taldi nauðsynlegt að koma hér upp skólasafni og sagði að skemmtilegt
væri ef FKE gæti haft forgöngu þar um. Valborg upplýsti að Þorsteinn
Ólafsson hefði eitt sinn verið að safna gömlum skólamunum. Þykir því
sjálfsagt að ræða við hann um þetta mál. Góður rómur var gerður að öllu sem
fram kom undir þessum lið.
|
149. skf.
6. ap.
2002 |
Formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna.
Rannveig Sigurðardóttir stjórnaði félagsvist á 9 borðum en alls mættu 37
félagar.
Veislukaffi og spjall.
Sigurður Kristinsson, kennari, flutti fróðlegt erindi um séra Einar
Sigurðsson, prófast í Heydölum og afkomendur hans.
Sungið við undirleik Torfa Guðbrandssonar. |
212. stjf.
22. ap.
2002 |
Fréttabréf brotið og merkt til útsendingar.
Þetta er síðasti fundur sem þessi stjórn situr því að á aðalfundi er gert
ráð fyrir að miklar breytingar verði á stjórn félagsins. |
23. félf.
4. maí
2002 |
Aðalfundur FKE í Húnabúð. Jafnframt síðasti skemmtifundur starfsársins.
Þórir Sigurðsson, formaður, ávarpaði fundargesti og fól síðan Rannveigu
Sigurðardóttur að stjórna félagsvist.
Spilað á 12 borðum en alls mættu 51 félagi.
Veisluborð - en að þessu sinni voru veitingar í boði félagsins.
Aðalfundur
- fundarstjóri Óli Kr. Jónsson.
- Minnst látinna
Formaður minntist félagsmanna er látist höfðu á árinu. Vottuðu
fundarmenn þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum.
- Skýrsla stjórnar
Formaður nefndi þá sem með honum höfðu verið í stjórn á liðnu starfsári.
Eftir fyrsta skemmtifund síðastliðið haust urðum við að flytja úr
Kennarahúsinu vegna breytinga á því húsnæði. Skemmtifundir færðust yfir
í Húnabúð. Kennarasambandi veitti styrk til greiðslu á leigukostnaði.
EKKÓ-kórinn fékk inni í Austurbæjarskólanum endurgjaldslaust og erum við
mjög þakklát fyrir það. Bókmennta- og skákhópar eru áfram í
Kennarahúsinu. Einnig fara þar fram stjórnarfundir og útsendingar
fréttabréfa er stjórnin annast en Valgeir Gestsson hefur séð um
fjölföldun bréfanna. Hann fær bestu þakkir fyrir allt sem hann hefur
gert fyrir FKE. EKKÓ gaf út geisladisk í júlí sl. og fékk kr. 150.000 í
styrk frá KÍ til verkefnisins. Þetta var mjög kostnaðarsamt en sala
diskanna hefur endurgreitt tímabundið framlag frá félaginu. Sjö félagar sóttu 22. mót eftirlaunakennara í Finnlandi. Næsta mót
verður í Lillehammer í Noregi 5. - 9. júní nk. og munu 8 félagar sækja
það. Á næsta ári verður 23. mótið hér í Reykjavík. Búast má við 120
þátttakendum. Stjórn FKE hefur að mestu leyti lokið við að skipuleggja
mótið og fest herbergi á Hótel Loftleiðum. Ferðaskrifstofa
Vestfjarðaleiða mun sjá um akstur og uppgjör vegna þessarar framkvæmdar. Sumarferðin var farin að Veiðivötnum 21. ágúst. Metþátttaka var eða 133.
Okkar frábæri félagi, Tómas Einarsson, var fararstjóri. Á starfsárinu voru 8 fræðslu- og skemmtifundir. Söngæfingar EKKÓ voru
einu sinni í viku undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar og Solveigar,
konu hans. Bókmenntahópur starfaði hálfsmánaðarlega og Valborg
Helgadóttir og Tómas Einarsson héldu utan um hann. Skákæfingar voru
hálfsmánaðarlega undir stjórn Þóris Sigurðssonar. Formaður kórsins er
Rannveig Sigurðardóttir. Kórinn söng 8 sinnum opinberlega á árinu. Fimm fulltrúar FKE sátu þing KÍ. Í fjárhagsnefnd þingsins bar FKE fram
rökstudda tillögu um aukið fjárframlag KÍ til FKE. Það hefur verið 1
milljón á ári síðastliðin ár. Eftir nokkrar umræður var það hækkað í 2
milljónir árlega amk næstu þrjú ár. Er FKE mjög þakklátt fyrir þennan
velvilja KÍ. Skráðir félagar eru nú 800 og er búist við talsverðri aukningu á næstu
árum. Vegna þess hve erfitt er að ná til félaga úti á landi er nú gerð
tilraun með að stofna Norðurlandsdeild með aðsetur á Akureyri. Félagar
FKE á svæðinu frá Hrútafirði að Þórshöfn hafa fengið bréf þar að
lútandi. Eiga menn að hafa samband við Angantý Einarsson á Akureyri
vilji þeir taka þátt í þessu. Þórir færði Kristínu Valgeirsdóttur þakkir fyrir frábæran viðurgjörning
á skemmtifundum. Hann þakkaði einnig Sigurlínu, Ástu og Margréti á
skrifstofu KÍ þeirra vinsemd og alveg sérstaklega Eiríki Jónssyni,
formanni KÍ fyrir velvilja og aðstoð við FKE. Næst tilkynnti Þórir að hann gæfi ekki kost á sér áfram til formennsku í
FKE. Þakkaði hann samstarfsmönnum í stjórn og öðrum félagsmönnum gott
samstarf og óskaði nýrri stjórn og fundarmönnum alls hins besta.
- Reikningar félagsins - Rekstrartekjur kr. 2.113.032 og útgjöld kr.
2.465.237. Gjöld umfram tekjur voru kr. 352.205.
- Kosningar
Stjórnina skipa: Ólafur Haukur Árnason, formaður,
Hörður Zophaníasson, Ólöf H. Pétursdóttir, ritari, Hermann
Guðmundsson, Sveinn Kristjánsson, skjalavörður.
Varastjórn: Auður Eiríksdóttir, Bryndís Steinþórsdóttir.
Endurskoðendur: Þorvaldur Óskarsson, Óli Kr. Jónsson.
- Engar lagabreytingar höfðu verið boðaðar.
- Önnur mál
Sigurður Kristinsson þakkað fráfarandi formanni og stjórninni góð störf.
Tekið var undir með lófaklappi. Gísli Ólafur Pétursson lagði til að hætt yrði að taka gjald fyrir kaffi
á fundum. Fundarstjóri sagði að kaffi hefði ætíð verið ókeypis þar til
flutt var í Húnabúð en vísaði þessu máli til nýrrar stjórnar. Bryndís Steinþórsdóttir spurði hvort ekki ætti að kjósa fulltrúa í
Kjararáð KÍ. Engar uppástungur bárust og var málinu vísað til stjórnar.
Fundarstjóri taldi æskilegt að það yrði gert fljótlega. Nýkjörinn formaður taldi skopskyn kennara í góðu lagi að velja sig sem
formann. Hann þakkaði traustið og kvaðst hugsa gott til samstarfs við
nýja stjórn. Fundarstjóri þakkaði Rannveigu, Valborgu og Þóri þeirra frábæru störf.
Sagði að Þórir yðri áfram fararstjóri á erlendri grund - amk í Noregi í
sumar.
|
213. stjf.
6. maí
2002 |
Verkaskipting: Varaformaður Hörður Zophaníasson, gjaldkeri Hermann
Guðmundsson, ritari Ólöf H. Pétursdóttir, skjalavörður Sveinn Kristjánsson.
Varastjórn Auður Eiríksdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir.
Í Kjararáð KÍ voru kosin Óli Kr. Jónsson opg Bryndís Steinþórsdóttir.
Rætt um sumarferð FKE. Samþykkt að fela Tómasi Einarssyni að annast
ferðarundirbúning. |
214. stjf.
19. júní
2002 |
- Húsnæðismál EKKÓ-kórsins
Hægt er að fá inni í KHÍ. Jón Hjörleifur, Ólafur Haukur og fleiri hafa kynnt
sér aðstöðuna og hljóðfærið og líst vel á. Kostnaður ófrágenginn. Ákvörðun
tekin á næstu dögum.
- Formaður sagði stuttlega frá þingi eftirlaunakennara í Lillehammer 5. -
9. júní sl. Skýrsla um ferðina verður sennilega flutt á fyrsta skemmtifundi
félagsins á starfsárinu.
- Sumarferð félagsins verður farin 20. ágúst um Suðurland. Fréttabréf
verða send út 6. ágúst.
|
215. stjf.
6. ág.
2002 |
- Íslensku menntasamtökin höfðu sent bréf þar sem sagt var frá námskeiðum
um skólamál sem hefjast í Áslandsskóla um þessar mundir.
- Bréf hefur borist frá Rauða krossinum þar sem óskað er eftir
áframhaldandi aðstoð sjálfboðaliða úr FKE við nýbúabörn. Þessa verður getið
í næsta fréttabréfi.
|
9. suf.
20. ág.
2002 |
9. sumarferð FKE þriðjudaginn 20. ágúst kl. 08 frá BSÍ - um Suðurland.
Rigning var og þoka en hiti þokkalegur eða um 10 gráður. Þátttakendur voru
135 sem er nýtt met.
Ekið var í þremur rútum. Þær voru samtengdar þannig að rödd Tómasar
Einarssonar, fararstjóra, náði eyrum allra. Að loknu stuttu ávarpi í upphafi
ferðar hóf hann þegar að fræða okkur á leið út úr bænum.
Stutt viðdvöl var bæði á Selfossi og í Vík. Í Kirkjubæjarklaustri fengum við
heita súpu, brauð og kaffi. Var þetta góð hressing sem ljúft var að njóta í
hinu fagra umhverfi.
Eftir góða hvíld og smárölt um staðinn var ekið um Landbrot og Meðalland.
Tómas gerði okkur góða grein fyrir því hvað íbúar Skaftafellssýslna hefðu
mátt þola af völdum vatns, eldsumbrota og sandfoks. Einnig hve erfitt hefði
verið með alla aðdrætti - sen næsta verslun var á Eyrarbakka.
Á heimleið var aðeins komið við í Vík. Síðan ekið að Básnum í Ölfusi. Þar
beið okkar veisluborð. Í upphafi borðhalds ávarpaði formaður hópinn. Meðal
annars gat hann þess hvað hann saknaði Óla Kr. Jónssonar, sem ætíð er með
ljóð og glens á vörum. Kona hans var jarðsungin 19. ágúst. Bað Ólafur Haukur
viðstadda að heiðra minningu hennar með því að rísa úr sætum.
Hófst svo borðhaldið og var matnum óspart hrósað.
Þá var dregið í happdrætti félagsins en miðar höfðu áður verið seldir í
rútunum. Ferðavinninga hlutu Jóna Sveinsdóttir og Hulda Jósefsdóttir. Tvo
miða á árshátíð félagsins hlaut Anna Þorsteinsdóttir.
Að máltíð lokinni léku Ernst Backman á píanó og Sigurþór Þorgilsson á
munnhörpu. Margir tóku lagið og nokkrir stigu dans.
Óskar Ágústsson þakkaði ánægjulega ferð.
Rannveig Sigurðardóttir hvatti söngglatt fólk til liðs við EKKÓ-kórinn.
Á leiðinni að austan söng og las Auðunn Bragi ljóð frumsamin við góðar
undirtektir.
Séra Ingólfur Guðmundsson óskaði eftir skýringu á orðinu Rangá og kom
sjálfur með uppástungur.
Að veislulokum þakkaði formaður frábæra leiðsögn og samferðarmönnum
ánægjulega samfylgd.
Þrátt fyrir óhagstætt veður voru menn ánægðir með vel lukkaða ferð.
Komið var að Umferðarmiðstöð kl. 23. Ólöf H. Pétursdóttir, ritari. |
216. stjf.
2. sep.
2002 |
Öll stjórn var mætt. Fyrir var tekið:
- Húsnæðismál kórsins. Ólafur Haukur hefur rætt við fjármálastjóra KHÍ um
greiðslu fyrir húsnæðið sem kórnum stendur til boða í skólanum.
Fjármálastjórinn bað hann að hafa ekki áhyggjur af því. Skólanum væri heiður
að því að hýsa kórinn á söngæfingum.
- Þá var skipað í framkvæmdanefnd vegna 23. mótsins sem verður hér á
Íslandi í júní 2003. Nefndarmenn eru Ólafur Haukur Árnason, Þórir
Sigurðsson, Tómas Einarsson og Bryndís Steinþórsdóttir.
- Hugað að ræðumönnum fyrir næstu skemmtifundi. Þórir Sigurðsson mun tala
á septemberfundinum, Hörður Zophaníasson mun verða ræðumaður á
októberfundinum. Fleiri voru nefndir til að tala við síðar. Sigurbjörg
Þórðardóttir verður beðin um að leika undir fjöldasöng í fundarlok.
Kaffi verður selt á 300 kr. á fundunum. Stjórnin skiptir með sér að annast
stjórn félagsvistar og kaup á spilaverðlaunum.
- Hörður stakk upp á að við héldum stjórnarfund á Akureyri með vorinu og
reyna með því að virkja fleiri til þátttöku í félaginu.
- Lagt var fram bréf frá Hugbúnaðarhúsinu um tölvunám.
- Formaður minntist Guðmundar Inga Kristjánssonar, kennara og skálds, sem
er nýlátinn í hárri elli. Risu menn úr sætum til að heiðra minningu hans.
- Nú hefur félagið fengið gagnageymslu í litlum fundarsal í kjallara
Kennarahússins og flutt efnið alfarið úr risinu.
- Þá var komið að því að brjóta og merkja fréttabréf sem inniheldur
starfsáætlun til áramóta. Þar segir frá mætingardagsetningum fyrir
skemmtifundi, kóræfingar undir söngstjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar,
bókmenntaklúbb undir handarjaðri Valborgar Helgadóttur og Tómasar
Einarssonar, og skákklúbb. Þar er líka minnt á afslátt af leigu orlofshúsa
KÍ yfir veturinn - og fleira.
|
150. skf.
14. sep.
2002 |
- Formaður, Ólafur Haukur, setti fund og bauð gesti velkomna. Hann þakkaði
fyrir síðast sem var í sumarferðinni og taldi hana mjög vel heppnaða þrátt
fyrir þoku og súld. Ólafur skýrði fyrir fundarmönnum hvers vegna fundurinn
væri nú í Síðumúla 37. Það væri vegna þess að nú væri haldin brúkaupsveisla
í Húnabúð og FKE hefði verið útvegaður þessi salur í staðinn.
- Hermann Guðmundsson stjórnaði félagsvist á 11 borðum en alls voru 46
mættir.
- Veislukaffi. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að Kristín Valgeirsdóttir
sér enn sem fyrr um veitingarnar.
- Þá gaf formaður Þóri Sigurðssyni orðið. Þórir sagði frá 22. þinginu í
Lillehammer í Noregi 5. - 9. júní sl. Af Íslands hálfu sóttu mótið Þórir
Sigurðsson, Ólafur Haukur Árnason, Björg Hansen, Rannveig Sigurðardóttir,
Óli Kr. Jónsson, Ragna Freyja Karlsdóttir, Gísli Ólafur Pétursson og Ólöf H.
Pétursdóttir (sem ritar þessa fundargerð). Var erindið bæði fróðlegt
og skemmtilegt. Einnig sagði hann frá ferð sem 6 félagar fóru til Notodden á
Þelamörk þar sem við nutum frábærrar gestrisni vina Þóris, sem og í Osló á
heimleið og í upphafi ferðar að Þelamörk.
- Ekkert hljóðfæri var í salnum en það kom ekki í veg fyrir að menn tækju
lagið. Torfi Guðbrandsson var skipaður forsöngvari og stjórnaði hann söng
með ágætum.
|
151. skf.
5. okt.
2002 |
- Formaður setti fund og bauð gesti velkomna.
- Hermann Guðmundsson stýrði félagsvist á 10 borðum en alls mættu 45
manns.
- Veislukaffi.
- Fræðslu- og skemmtiefni fluttu hjónin Ásthildur Ólafsdóttir og Hörður
Zophaníasson. Þemað var ástin. Hörður flutti frumort ljóð. Síðan
fjölluðu þau um ástina í óbundnu og bundnu máli á mjög skemmtilegan hátt.
Vitnuðu í ljóð ungra barna og ýmissa höfunda allt til Ljóðaljóða biblíunnar.
- Almennur söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðarsóttur.
|
152. skf.
2. nóv.
2002 |
- Formaður setti fund, bauð gesti velkomna, minntist nýlátins félaga,
Eiríks Eiríkssonar, og bað menn heiðra minningu hans og votta ekkjunni, Rósu
Pálsdóttur, samúð með því að rísa úr sætum.
- Sveinn Kristjánsson stjórnaði félagsvist á 10 borðum en alls mættu 44.
- Veislukaffi.
- Hápunktur fundarins var frásögn hjónanna Elínar Vilmundardóttur og
Stefáns Ólafs Jónssonar, af ferð þeirra til Japans haustið 2001. Sonur
þeirra, Jón Þrándur, er þar háskólakennari og á vegum hans kynntu þau sér
lifnaðarhætti og menningu Japana eins og kostur var á 18 dögum. Þau sýndu
okkur einnig ýmsa muni frá Japan. Var þetta mikill fróðleikur og hin besta
skemmtun.
- Fjöldasöngur undir stjórn Sigurbjargar Þórðardóttur.
|
217. stjf.
25. nóv.
2002 |
- Formaður setti fund. Öll stjórnin var mætt.
- Formaður flutti kveðju frá Þóri Sigurðssyni og það með að hann hefði
ráðið Ólaf B. Ólafsson sem tónlistarmann á 23. mótinu næsta sumar í
Reykjavík.
- Árshátíðin.
Rætt um tónlistina. Ákveðið að ræða við Arngrím og Ingibjörgu sem þekkt eru
fyrir að skemmta eldri borgurum. Fáist þau ekki verði leitað til Ólafs B.
Ólafssonar.
Auður kanni hvort Valgerður, dóttir hennar, og Sigurlaug Eðvaldsdóttir,
vilji flytja okkur fagra tónlist.
EKKÓ-kórinn syngur nokkur lög undir styrkri stjórn Jóns Hjörleifs.
- Jólafundurinn 7. des.
Hörður hefur ráðið Ólaf Ásgeirsson, skátahöfðingja, sem ræðumann dagsins.
EKKÓ-kórinn mun syngja. Félagið býður gestum upp á kaffi.
- Kjaramál
Bryndís og Óli Kr. hafa setið tvo kynningarfundi hjá KÍ. Þau óska eftir
varamönnum. Hörður Zophaníasson og Gísli Ólafur Pétursson voru tilnefndir
vara menn í samninganefndina. Þann 17. janúar verður næsti
kynningarfundur. Þá mega amk 5 félagar okkar mæta og er stefnt að því að svo
verði.
- Breytingar á reikningsuppgjöri.
FKE hefur ævinlega miðað reikningsuppgjör sitt við aðalfund félagsins. Öll
önnur aðildarfélög KÍ gera upp um áramót og óskar KÍ þess að svo verði
einnig með FKE. Samþykkt að verða við þessum tilmælum með fyrirvara um
samþykki aðalfundar nú í vor.
- Lagt fram bréf frá KÍ til Formanna fag- og kennslugreina. Nýjar
reglur um þjónustu og fjárstuðning við fag- og kennslugreinafélög
félagsmanna í KÍ.
|
153. skf.
7. des.
2002 |
- Formaður setti fund og bauð gesti velkomna.
- Félagsvist á 14 borðum undir stjórn Sveins Kristjánssonar.
- Veislukaffi. Nú var EKKÓ-kórinn mættur svo a ðveislukaffisins nutu um 80
manns.
- Ólafur Ásgeirsson, skátahöfðingi, flutti erindi. Kom hann víða við. M.a
sagði hann frá Baden Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og frá upphafi
skátastarfsins í Bretlandi og á Íslandi.
- EKKÓ-kórinn söng nokkur jólalög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar
við undirleik Solveigar Jónsson. Að lokum sungu allir tvö jólalög:
Skreytum hús og Heims um ból.
- Formaður þakkaði og sleit fundi með jólaóskum til fundargesta.
|
218. stjf.
13. jan.
2003 |
- Formaður setti fund og bauð menn velkomna.
- Tilefni fundarins er fyrst og fremst að koma út fréttabréfi með
starfsáætlun FKE til vors. Þar eru dagsettar mætingar tilskemmtifunda, á
árshátíð, á aðalfund, til kóræfinga undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar, í
bókmenntaklúbb undir leiðsögn Tómasar Einarssonar og Valborgar Helgadóttur
og skákklúbb í umsjá Þóris Sigurðssonar.
- Á næsta fundi mun Guðrún Pétursdóttir lesa úr nýútkominni bók sinni.
- Séra Hjálmar Jónsson verður ræðumaður á árshátíðinni. Ingibjörg
Guðjónsdóttir og Valgerður Andrésdóttir munu flytja sígilda tónlist.
EKKÓ-kórinn syngur. Ólafur B. Ólafsson annast annan tónflutning. Hörður
Zophaníasson ætlar að huga að veisluföngum.
- Skákhópurinn hefur ætíð orðið að taka sín skákborð og töfl með sér á
skákæfingar. Hann hefur nú óskað eftir að félagið kaupi slíka hluti til
notkunar á skákæfingum. Var það samþykkt samhljóða.
- Næsti fundur ákveðinn 17. febrúar kl. 10.
EKKÓ-fréttir:
Kórinn söng á jólafundi FKE 7. des. 2002.
Hann söng í Blindraheimilinu á vegum Bergmáls 7. des. og í Háteigskirkju 8.
des. - einnig á vegum Bergmáls. |
154. skf.
1. feb.
2003 |
- Formaður setti fund og bauð gesti velkomna.
- Félagsvist undir stjórn Sveins Kristjánssonar á 11 borðum en alls mættu
48 manns þrátt fyrir handboltakeppni og hríðarjaganda.
- Veislukaffi.
- Guðrún Friðgeirsdóttir las úr nýútkominni bók sinni Norðanstúlkan.
Sagði þar frá barna- og unglingaskólaárum hennar á Húsavík. Var áhugavert að
heyra hvað Húsvíkingar hafa á margan hátt verið á undan öðrum byggðarlögum í
skólamálum.
- Fundinum lauk með fjöldasöng undir stjórn Sigurbjargar Þórðardóttur.
|
219 stjf.
17. feb.
2003 |
Góður gestur, Þórir Sigurðsson, var mættur en Hermann og Auður boðuðu forföll.
- Formaður setti fund og gaf Þóri orðið. Hann hefur verið að vinna í
fánamálum FKE og sagði okkur að gert hafi verið ráð fyrir að einkennislitur
á fána FKE yrði brúnn. Ekki voru menn ánægðir með það og gerði Þórir tillögu
um að liturinn yrði blágrænn. Segja má að hann líkist þá nokkuð
leikskólafánanum en hann er grænn. Á móti kemur það að áletrun á fána FKE er
í aðeins tveimur línum en í þremur hjá öllum hinum aðildarfélögunum.
Stjórnin samþykkti þetta. Þórir hafði þá samband við Helga Helgason, sem
vinnur í þessum málum fyrir Kennarasambandið og leist honum vel á þessa
tillögu. Fánarnir verða mjög dýrir og vafamál hvort hægt verður að nota þá
til gjafa á norræna mótinu í sumar eins og ætlað var.
- Hugmynd að fá Sigurð Óskarsson sem ræðumann á aprílfundinum.
- Bryndís sér um verðlaun í apríl en Hörður í maí.
- Undirbúningur fyrir árshátíð er í fullum gangi.
Fréttablaðið brotið og merkt til útsendingar.
|
155. skf.
8. mars
2003 |
Árshátíð FKE fór fram 8. mars í Húnabúð.
- Ólafur Haukur, formaður, setti hátíðina með snjallri ræðu og stjórnaði
henni.
- Matstofa Kópavogs bar fram ljúffengan kvöldverð og voru honum gerð góð
skil.
- Í forföllum Ingibjargar Guðjónsdóttur söng Jóhanna Þórhallsdóttir við
frábæran píanóundirleik Valgerðar A. Andrésdóttur. Framkoma þeirra var fáguð
og söngurinn ljúfur á að hlýða.
- Séra Hjálmar Jónsson flutti létt og snjallt spjall. Hann var
bráðskemmtilegur og kunni sannarlega að kitla hláturtaugar áheyrenda.
- Hinn síungi EKKÓ-kór söng nokkur lög undir stjórn Jóns H. Jónssonar við
undirleik Solveigar Jónsson.
- Annáll kórsins var síðan fluttur af dömum í milliröddinni. Höfðu
þær samið skemmtilegan brag um það sem fram fer á söngæfingum.
- Dans. Ólafur B. Ólafsson annaðist tónlistarflutning milli atriða og lék
einnig fyrir dansi af miklu fjöri. Þessari skemmtilegu árshátíð lauk kl. 01.
Þátttakendur voru 92.
|
156. skf.
5. ap.
2003 |
- Formaður setti fund og bauð gesti velkomna.
- Spiluð félagsvist á 10 borðum undir stjórn Hermanns Guðmundssonar. Alls
mættu 44 gestir.
- Kaffi. Að venju hafði Kristín Valgeirsdóttir framreitt hin girnilegustu
veisluföng.
- Snorri Jónsson, fv. kennari og ritstjóri, flutti prýðilegt erindi um
hamingjuna sem hann sagði að væri fyrst og fremst hugarástand.
- Söngur við undirleik Torfa Guðbrandssonar.
|
220. stjf.
7. ap.
2003 |
- Formaður setti fund. Öll stjórnin mætt nema Auður sem boðað hafði
veikindaforföll.
- Aðalverkefni fundarins var að brjóta og merkja fréttabréf til
útsendingar fyrir aðalfundinn 3. maí.
- Valgeir Gestsson hafði óskað eftir að fá að koma á fundinn. Hann vinnur
að lífeyrissjóðsmálum fyrir hönd kennara. Valgeir kvaðst vera ánægður með
breytingarnar sem gerðar hefðu verið við síðustu samninga þar sem eftirlaun
kennara hefðu hækkað um 40% - 50%. Því kom það honum mjög á óvart að lesa
það í fundargerð frá Kjararáðstefnunni að eftirlaunakennarar séu mjög
óánægðir með eftirlaunin. Nú vildi hann frétta hjá okkur hvað hæft væri í
þessu.
Bryndís sagðist vera ein af þeim óánægðu. Hún hefði lokið
húsmæðrakennaranámi. Fór síðan í fjögurra ára framhaldsnám í þeirri trú að
aukin menntun skilaði sér í bættum launum. Ekkert tillit er tekið til
þessarar menntunar þegar eftirlaun eru reiknuð. Sagði hún að margir kennarar
í sömu stöðu séu mjög óánægðir.
Valgeir sagðist skilja vel hennar sjónarmið. Þetta ætti við um ákveðinn
hóp kennara. Nú hefði orðið kerfisbreyting. Ekki væri lengur tekið tillit
til menntunar.
Sveinn og Ólöf lýstu sig bæði ánægð með eftirlaunin og kváðust enga óánægða
kennara þekkja.
Hermann tók í sama streng en kvaðst þó hafa orðið var við óánægju hjá
kennurum sem ættu marga punkta samkvæmt gamla kerfinu.
Valgeir greindi frá því að breytingar á launakerfi opinberra starfsmanna
hefðu kostað ríkið 20 milljarða á síðustu 7 árum. Lifeyrir opinberra
starfsmanna er þreföld eftirlaun annarra stétta.
- Tómas Einarsson leit inn á fundinn. Hann lagði til að sumarferðin yrði
farin í Þórsmörk 26. ágúst. Var það samþykkt. Hermanni falið að útvega
kvöldverð á góðum stað.
- Þess var getið að FKE hefði styrkt EKKÓ fjárhatgslega þegar kórinn fór í
söngbúðir í Reykholti 21. - 22. febrúar.
Frá EKKÓ
Kórinn söng á árshátíð félagsins 8. mars.
Kórinn söng á Gjábakka 23. apríl og hefur þá sungið fimm sinnum opinberlega
á starfsárinu. |
221. stjf.
22. ap.
2003 |
- Formaður setti fund og bauð okkur velkomin. (Auður er veik en aðrir
mættir.) Hann bar okkur kveðju Þóris Sigurðssonar sem liggur fársjúkur á
sjúkrahúsi. Þórir er þó bjartsýnn og vonast eftir fullum bata.
- Fánamálið. Tillaga síðasta stjórnarfundar fékk ekki náð fyrir augum
leikskólakennara. Virðast þeir ekkert grænt mega sjá í okkar fána. Málið er
því enn á byrjunarstigi.
- Nú hafa 66 manns tilkynnt komu sína á 23. þingið 12. - 16. júní í
sumar í Reykjavík. Enn velta menn vöngum yfir því hvaða gjöf eigi að færa
þátttakendum í mótslok. Að öðru leyti er undirbúningi lokið.
- Bréf hefur borist frá norskum eftirlaunakennurum um mót sem haldið
verður í Noregi 28. - 31. ágúst. Íslendingar velkomnir. Allt frítt nema
ferðir að og frá mótsstað.
- Ræða við Vestfjarðaleið um bílakost í Þórsmerkurferðina 26. ágúst.
Ólafur, Hermann og Tómas ganga frá því eftir helgina.
- Stjórnin ætlar að gefa kost á sér til starfa næsta ár ef aðalfundurinn
óskar þess.
P.S. Þess var einnig getið á fundinum að menntamálaráðuneytið hefði veitt
FKE fjárhagsstyrk að upphæð kr. 75.000 vegna 23. norræna kennaraþingsins í
sumar. |
24. félf.
3. maí
2003 |
Aðalfundur FKE 3. maí 2003 í Húnabúð.
- Formaður setti fundinn, bauð gesti velkomna og óskaði gleðilegs sumars.
Síðan gaf hann Sveini Kristjánssyni orðið sem umsvifalaust setti félagsvist
í gang á 12 borðum en 57 manns sat aðalfundinn.
- Veislukaffi framreitt af eiginmanni Kristínar Valgeirsdóttur, sem var
uptekin við önnur störf. Veitingar voru að þessu sinni í boði félagsins.
- Ólafur Haukur setti aðalfund og fól Óla Kr. Jónssyni fundarstjórn.
Ritari var Ólöf. H. Pétursdóttir.
Aðalfundarstörf
- Skýrsla formanns:
Á starfsárinu voru 7 skemmtifundir auk árshátíðar. Ýmsir góðir fyrirlesarar
fluttu fræðslu og skemmtiefni. Ævinlega var spiluð félagsvist undir stjórn
Sveins Kristjánssonar eða Hermanns Guðmundssonar. Vandað var til árshátíðar
eins og venja er, glæsilegur kvöldverður og góð skemmtiatriði.
EKKÓ-kórinn æfði vikulega í húsi KHÍ. Þar var honum vel tekið og kórinn
ánægður og þakklátur fyrir þann velvilja sem hann mætti. Dagana 21. - 22.
febrúar fór kórinn í söngbúðir í Reykholti. Á starfsárinu söng kórinn 5
sinnum opinberlega. Söngstjóri var sem fyrr Jón Hjörleyfur Jónsson og
undirleik annaðist Solveig Jónsson. Voru þeim færðar sérstakar þakkir.
Stjórn kórsins skipa Rannveig Sigurðardóttir, formaður, Þorbjörg
Guðmundsdóttir og Svavar Björnsson.
Bókmenntahópurinn kom saman tvisvar í mánuði í Kennarahúsinu. Hann fór í
heimsóknir í Þjóðskjalasafnið og Þjóðmenningarhúsið. Tómas Einarsson og
Valborg Helgadóttir hafa frá upphafi stýrt þessu starfi farsællega en
hyggjast nú láta af því. Formaður færði þeim þakkir og bókmenntahópurinn
kvaddi Valborgu með blómum. Tómas var því miður ekki mættur. Formaður óskaði
eftir að nýir starfsmenn byðu sig fram.
Skákhópurinn hefur starfað tvisvar í mánuði og hefur Þórir Sigurðsson haldið
utan um þá starfsemi.
Sumarferðin var farin 20. ágúst um Suðurland. Þátttakendur voru 135. Ekið
var á þremur bílum. Fararstjóri var að sjálfsögðu Tómas Einarsson. Ánægjuleg
ferð þrátt fyrir óhagstætt veður.
22. mót kennara á eftirlaunum var haldið í Lillehammer í Noregi 5. - 9. júní
á síðasta sumri. Átta Íslendingar sóttu mótið. Að því loknu fóru 6 þeirra
ánægjulega ferð um Þelamörk undir stjórn Þóris Sigurðssonar og þarlendra
vina hans.
Næsta norræna mót eftirlaunakennara, hið 23., verður hér á landi 12. - 16.
júní í sumar. Þátttaka FKE-félaga óskast tilkynnt sem fyrst.
Stjórnarfundir voru 9.
Mikil vinna hefur fallið á stjórnarmenn en mest hefur mætt á Hermanni.
Fréttabréf eru send til 800 félagsmanna.
Í Kjararáði sitja Bryndís Steinþórsdóttir og Óli Kr. Jónsson. Varamenn eru
Gísli Ólafur Pétursson og Hörður Zophaníasson.
Í undirbúningsnefnd fyrir 32. norræna mótið hér heima eru Ólafur Haukur,
Bryndís, Tómas og Þórir.
Öllu þessu fólki svo og stjórnarmönnum, færði formaður þakkir sínar svo og
starfsfólki KÍ, Eiríki Jónssyni og að lokum eiginkonu sinni.
- Reikningar FKE - Tekjur umfram gjöld eru kr. 323.693. Eignir alls eru
kr. 1.339.146.
Upp borin tillaga stjórnar um að reikningsár félagsins miðist við
almanaksárið en ekki aðalfund. Tillagan var samþykkt.
- Stjórnarkjör
Öll stjórnin var endurkjörin. Einnig endurskoðendur sem eru Óli Kr. Jónsson
og Þorvaldur Óskarsson. Varamaður Ingunn Árnadóttir.
Stjórnina skipa: Ólafur Haukur Árnason, formaður,
Hörður Zophaníasson, varaformaður, Ólöf H. Pétursdóttir, ritari, Hermann
Guðmundsson, gjaldkeri, Sveinn Kristjánsson, skjalavörður.
Varastjórn: Auður Eiríksdóttir, Bryndís Steinþórsdóttir.
Endurskoðendur: Þorvaldur Óskarsson, Óli Kr. Jónsson.
Varamaður: Ingunn Árnadóttir.
- Önnur mál voru engin.
- Fundarstjóri gaf formanni orðið sem þakkaði það traust sem fundurinn
sýndi honum með endurkjörinu, óskaði fólki góðs sumars og sleit fundi.
- Nokkur lög sungin við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
|
222. stjf.
8. júlí
2003 |
- Ólafur setti fund og þakkaði öllum gott samstarf við framkvæmd 23.
norræna kennaramótsins. Allir fengu afrit af skýrslu sem hann sendi norrænu
samböndunum. Þau fá einnig afrit af fundargerð mótsins. Það var haldið 13. -
16. j úní og fór í alla staði mjög vel fram. Þátttakendur voru 74. Nú er
fáni félagsins loks tilbúinn og fengu formenn norrænu félaganna fyrstu 5
fánana að gjöf.
- Formaður ræddi um að félagið okkar nyti víða velvilja. T.d. hefði
menntamálaráðherra strax tekið vel í að veita því fjárstyrk vegna mótsins.
Forseti Íslands hefði með ánægju tekið á móti hópnum og kunnu gestirnir vel
að meta það. Þá fékk formaður ekki að greiða fyrir æfingaraðstöðu
EKKÓ-kórsins í KHÍ - og kaffið fengum við að greiða með einum blómvendi!
- Sumarferðin og næsta fréttabréf. Næsti stjórnarfundur ákveðinn 31. júlí.
Þá verður fréttabréfið sent út.
- Tómas og Valborg, sem stýrt hafa bókmenntaklúbbnum frá upphafi, óska nú
eftir að láta af því starfi. Hörður gaf kost á sér að taka við því. Sýnt
þykir að Þórir geti ekki sinnt skákklúbbnum vegna alvarlegra veikinda.
Verður leitað að manni í hans stað meðal skákmanna í félaginu. Að lokum
fengu fundarmenn hver sinn félagsfána.
EKKÓ-fréttir:
Kórinn tók þátt í skemmtilegri sönghátíð í Neskirkju 27. maí. Þar sungu
einnig Gerðubergskórinn og Litli kórinn í Neskirkju. Þá söng EKKÓ tvisvar á
23. norræna kennaramótinu. |
223. stjf.
31. júlí
2003 |
Sent út fréttabréf um sumarferðina. Farið verður í Þórsmörk 26. ágúst.
Í bréfinu eru einnig upplýsingar frá Orlofssjóði KÍ þar sem fram kemur að
mánudaga til föstuga frá 1. sept. til 31. maí er leiga á orlofshúsnæði
félagsins til félaga FKE aðeins kr. 500 fyrir nóttina. |
224. stjf.
19. ág.
2003 |
- Vetrarstarfið er að hefjast og fréttabréf frágengið til útsendingar. Þar
er sagt frá dagsetningum skemmtifunda, æfingardögum EKKÓ-kórsins undir
söngstjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar og við undirleik konu hans, Solveigar
Jónsson, fundum bókmenntahópsins undir leiðsögn Harðar Zophaníassonar og
tímum skákæfinga skákhópsins undir stjórn Þráins Guðmundssonar og
Sveinbjörns Einarssonar.
- Hilmar Ingólfsson, formaður Orlofssjóðs, kom á fundinn og gerði grein
fyrir tilboðum frá Sumarferðum.is sem auglýstar eru í
september-fréttablaðinu.
- Bréf hefur borist frá Rannsóknarstofnun KHÍ um að halda kynningu á
málþingi stofnunarinnar 10. - 11. október.
|
10. suf.
26. ág.
2003 |
10. sumarferð FKE þriðjudaginn 26. ágúst 2003.
Ekið frá BSÍ kl. 08 í þoku og súld. Þokan þéttist mjög á Hellisheiðinni. Það
glaðnaði til þegar komið var niður úr Kömbum og hlýnaði og birti eftir því
sem austar dró og endaði með 25 stiga hita í Þórsmörk.
Ekið var á þremur
bílum og ferðalangarnir urðu alls 110. Stuttur stans var gerður á Hvolsvelli
þar sem menn fengu sér kaffisopa eða aðra hressingu. Tómas Einarsson var
fararstjóri og vegna samtengingar bílanna nutu allir leiðsagnar hans. Hann
sagði m.a.: Bíll komst í fyrsta sinn í Mörkina 1934. Skógarhögg var stundað
í Þórsmörk fram til 1950. Fé var látið ganga í Mörkinni framan af vetri.
Gæslumenn fylgdu fénu og bjuggu í hellisskútum. Árið 1802-1803 var búið í
Húsadal á Þórsmörk í við harðindi og þröngan kost. Bændurnir, Sæmundur
Ögmundsson, faðir Tómasar Sæmundssonar, og Magnús Árnason réðust til að
flytjast af búum sínum í sveitinni og fara inn í Þórsmörk í framhaldi af
kóngsskipan frá 15. apríl 1776 sem ætlað var að efla framfarir í búskap á
Íslandi. Útilegumaðurinn Snorri er sagður hafa hafst við í Snorraríki sem er
torsóttur hellir í Mörkinni og náðu héraðsmenn honum ekki. Hugðu þeir þá að
svelta hann inni en þegar hann átti aðeins tvo bóga óétna kastaði hann öðrum
út. Töldu menn þá einsýnt að hann ætti nógan mat og hurfu frá. Margir fleiri
fróðleiksmolar hrutu af vörum Tómasar sem ekki verða tíundaðir hér.
Einn bíllinn var trukkur mikill og kom það sér vel því vatnsföllin eru
alltaf söm við sig. Varð að ferja fólkið yfir Hvanná og Krossá í trukknum. Í
Langadal snæddu menn nestið sitt. Sumir fóru í gönguferðir en aðrir héldu
kyrru fyrir og nutu veðurblíðunnar.
Klukkan 16 voru menn aftur komnir í rúturnar og var nú haldið heim á
leið. Numið var staðar við jökullón og aftur við Seljalandsfoss. Góður
kvöldverður var snæddur að Laugalandi í Holtum. Þar var kvöldvaka undir
stjórn Hermanns Guðmundssonar. Happdrættismiðar höfðu verið seldir í rútunum
og var nú happið dregið út. Óli Kr. Jónsson hlaut ferðavinning fyrir næstu
sumarferð en María Kristjánsdóttir hlaut 2 miða á næstu árshátíð.
Hermann sagði frá veru þeirra hjóna á Laugalandi en þar hafði hann verið
skólastjóri í 14 ár. Nokkrir félagar tóku til máls á kvöldvökunni. Einnig
voru sungin lög við undirleik Kristjáns Sigtryggssonar.
Síðan var ekið heim á leið. Raddböndin þanin til hins ítrasta. Allir glaðir
og þakklátir fyrir frábæran dag. Þótt Hellisheiðarþokan væri enn svartari en
um morguninn náðu menn háttum á skikkanlegum tíma.
Ólöf H. Pétursdóttir,
ritari. |
157. skf.
13. sep.
2003 |
- Formaður setti þennan fyrsta fund starfsársins og bauð gesti velkomna.
Ólafur minntist fallins félaga, Teits Þorleifssonar. Hann var með okkur á
síðasta fundinum í vor en lést skömmu síðar. Vottuðu fundarmenn honum
virðingu sína með því að rísa úr sætum.
- Hermann Guðmundsson stjórnaði félagsvist á 8 borðum.
- Veislukaffi að hætti Kristínar Valgeirsdóttur.
- Óli Kr. Jónsson sagði frá síðasta þingi norrænna eftirlaunakennara sem
haldið var í Reykjavík 13. - 16. júní sl. Þetta mun vera 26. mótið af þessu
tagi og það 4. sem haldið er á Íslandi.
Það fyrsta var í Borgarnesi 1987,
á Akureyri 1992,
í Reykjavík 1998 og aftur nú
í Reykjavík 2003.
Norrænu gestirnir bjuggu á Hótel Loftleiðum. Vestfjarðaleið sá um öll
ferðalög. Fararstjóri var Tómas Einarsson og honum til aðstoðar var sr.
Ingólfur Guðmundsson. Farið var um Borgarfjörð, Þingvelli, Nesjavelli og
suðvestur-hornið auk kynnisferða um Reykjavík. Heimsókn að Bessastöðum vakti
mikla ánægju enda tók forseti vel á móti hópnum.
Margt var gert til fróðleiks og skemmtunar við opnun mótsins og á
lokakvöldvökunni. Mótið tókst mjög vel.
Danir bjóða til næsta móts 6. - 10. júní 2004 og hvatti Óli menn til að
sækja þessi norrænu mót sem bæði eru fróðleg og skemmtileg.
- Formaður þakkaði fyrirlesara og fólki fyrir komuna.
- Fjöldasöngur við undirleik Sigurðar Jóelssonar.
|
158. skf.
4. okt.
2003 |
- Hermann Guðmundsson setti fund og stjórnaði í fjarveru formanns og
varaformanns. Í upphafi máls síns minntist hann Þóris Sigurðssonar,
fyrrverandi formanns félagsins, sem andaðist 18. september sl. Vottuðu
fundarmenn honum virðingu með því að rísa úr sætum.
- Félagsvist á 8 borðum en alls mættu 34 félagar.
- Veisluborð og spjall.
- Jón R. Hjálmarsson var ræðumaður dagsins og hóf máls sitt á að þakka
fyrir góðar veitingar. Ræða hans fjallaði um bernsku og átthagaást sem býr
innra með hverjum manni. Fór hann með ljóð sem þessu tengdust eftir ýmsa
höfunda.
- Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
|
159. skf.
1. nóv.
2003 |
- Formaður setti fund og bauð gesti velkomna.
- Sveinn Kristjánsson stjórnaði félagsvist á 9 borðum en alls mættu 45
manns.
- Ljúffengar veitingar.
- Ræðumaður var Baldur Ragnarsson en hann er eini Íslendingurinn sem er
heiðursfélagi í alþjóðafélagsskap esperantista. Baldur ræddi fyrst um
Þórberg Þórðarson og að það hefði næstum legið í þagnargildi hve mikill
áhugamaður hann hafði verið um esperanto og fannst mannkynið heimskt að taka
það mál ekki upp sem alheimstungumál. Baldur kvaðst ungur hafa fengið áhuga
á þessu tungumáli. Hann hefur þýtt íslenskar bókmenntir á esperantó, nú
síðast Njálu.
- Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
|
225. stjf.
25. nóv.
2003 |
- Rætt um jólafundinn. Þorsteinn Ólafsson mun flytja erindi og EKKÓ-kórinn
syngja.
- Lögð fram drög að fréttabréfi sem flytja mun starfsáætlun til vors. Á
baksíðunni verður hvatning til félagsmanna að láta í sér heyra varðandi
eftirlaunin þar sem nýr kjarasamningur verður gerður með vorinu.
- Haldinn verði félagsfundur um kjaramál í janúar. Valgeir Gestsson var
kallaður inn á fundinn en kvaðst ekki rétti maðurinn til að ræða þetta mál
og vísaði til formanna kennarafélaganna. Það sama gerði Eiríkur Jónsson
þegar málið var rætt við hann. Herði falið að ræða við Elnu og Finnboga og
ákveða fundartíma.
- Árshátíðin. Athuga hvort hægt verði að fá Helga Jónasson til að flytja
hátíðarræðuna. Ólafur B. Ólafsson sér um tónlist. Tala við Matstofu Kópavogs
um veitingar.
- Hugað verði að fundi á Akureyri með vorinu. Kórinn komi með. Félagar í
FKE fyrir norðan beðnir að undirbúa komu sunnanmanna.
- Vegna góðrar fjárhagsstöðu félagsins stakk formaður upp á því að fé væri
nú þegar tekið út af reikningi félagsins og lagt til hliðar sem framlag til
kórsins og hugsanlegrar stofnunar nýrrar félagsdeildar á Akureyri. Einnig
skyldi stofnaður ferðasjóður félagsins.
- Hermann kom með skemmtilega hugmynd um næstu sumarferð. Nefnilega þá að
við flygjum til Egilsstaða, ækjum svo um Austurland, borðuðum góðan mat og
flygjum heim að lokinni kvöldvöku sem Hörður taldi að ætti að vera undirbúin
að hluta.
Söngur EKKÓ-kórsins:
Þann 24. ágúst söng kórinn í Sólheimum í Grímsnesi á vegum líknarfélagsins
Bergmáls.
28. nóv. á geðdeild Landspítalans.
4. des. á vegum líknarfélagsins Styrks að Engjateigi 11.
5. des. Á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Allt fyrir ánægjuna og án endurgjalds. |
160. skf.
6. des.
2003 |
- Formaður setti fund og bauð gesti velkomna.
- Hermann Guðmundsson stjórnaði félagsvist á 11 borðum.
- Kaffi. Kristín hafði framreitt mikla veislu. Nú var EKKÓ-kórinn mættur
og veitingunum gerð góð skil. Þá voru samtals 73 viðstaddir.
- Ræðumaður dagsins var Þorsteinn Ólafsson sem flutti jólahugvekju sem
hver klerkur hefði mátt vera stoltur af.
- EKKÓ-kórinn söng nokkur jólalög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar og
Solveigar. Að lokum stjórnaði Jón fjöldasöng og voru þrjú sálmalög sungin,
þar á meðal Heims um ból og voru þá allir komnir í jólaskap.
- Ólafur Haukur þakkaði Þorsteini, Kristínu og kórnum þeirra framlag og
gestum komuna með ósk um gleðileg jól.
|