GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Árið 2011 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnað var árið 1980

Fundargerðir eru útdregnar frá fundargerðarbókum FKE
en annað skrásett af GÓP.
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
 217. skf.
3. des.
2011

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
  

 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38

Um 70 voru á jólafundi
þar sem spilað var undir styrkri stjórn Emils Hjartarsonar, formanns félagsins.


Kristín Ísfeld afhenti spilaverðlaunin
þeim Hermanni Guðmundssyni og Ásrúnu Snædal.


Ármann Jakobsson las úr nýrri bók sinni sem heitir Glæsir.


EKKÓ-kórinn söng - og samsöng með viðstöddum.

216. skf.
5. nóv.
2011

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
  

 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38

Emil Ragnar Hjartarson, formaður félagsins,
setti fundinn og stýrði honum og var jafnframt spilastjóri.

Hann fékk Sigurð Jóelsson til að leika á píanóið undir
almennan söng áður en menn sneru sér að fullum krafti
að spilunum á fyrri hluta fundarins -
fram að kaffinu.

*


Spilað var á 9 borðum


Jón Hjálmarsson minntist atburðar af vettvangi fararstjórans.

Eftir kaffi sagði Jón Hjálmarsson frá eftirminnilegri atburðafléttu sem hann upplifði á vettvangi sínum sem fararstjóri og leiðsögumaður með erlenda ferðamenn.

215. skf.
1. okt.
2011

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
  

45
manns
á
fundi

 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38


Þorgerður Guðmundsdóttir og Ásmundur Guðmundsson
tóku við spilaverðlaunum úr hendi Þóru Kristinsdóttur í stjórn félagsins.


Emil Ragnar Hjartarson, formaður félagsins,
sagði frá ferðum sumarsins.

27. suf
21.-23.
ágúst
2011
27. sumarferð FKE dagana 21. - 23. ágúst 2011
 

Þriggja daga ferð í Þingeyjarsýslu
Gist tvær nætur á Narfastöðum.

Myndirnar tók Kristján Sigfússon.
Músaðu á myndina til að opna myndasafnið hans Kristjáns úr þessari ferð.


Músaðu á myndina til að sjá þær allar

Athugaðu!!
Aðgangsorðið er nafnið hans Kristjáns í lágstöfum -
svona >> kristjansigfusson

26. suf.
12. júlí
2011

100
fóru
góða
ferð

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar!

 

26. sumarferð FKE 12. júlí 2011

2011 - Dagsferð til Vestmannaeyja


Myndirnar úr ferðinni tók Skúli Jón Sigurðarson

Ekið var austur sveitir til Landeyjahafnar. Þátttakendur og hópbílarnir fóru með ferjunni út í Eyjar þar sem ekið var um og skoðað undir leiðsögn heimamanna.

Síðdegis var aftur haldið til baka í Landeyjahöfn og ekið á Hvolsvöll í hátíðarkvöldverð.

Heim var komið fyrir kl 23 eftir frábæra ferð.

34. félf.
7. maí
2011

*

Aðal-
fundur

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 
Síðasti fræðslu- og skemmtifundur vetrarins á Grand Hóteli við Sigtún - og jafnframt aðalfundur.

Spilað var á 8 borðum undir spilastjórn Emils Hjartarsonar, formanns félagsins.

Efst kvenna og karla urðu hjónin Jóna Sveinsdóttir og Sigurður Jóelsson sem hér sjást ásamt spilastjóranum.

Eftir veislukaffið setti formaður aðalfund og bað Þorvald Óskarsson að stýra fundi.


Formaðurinn og fundarstjórinn

Formaður flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári sem var í venjulegum skorðum. Farnar voru tvær sumarferðir, önnur dagsferð en hin þriggja daga ferð um Norðurland. Vetrarstarfið var með hefðbundnum hætti, klúbbastarfsemi, fræðslu- og skemmtifundir og árshátíð.

Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri félagsins gerði grein fyrir reikningunum sem samþykktir voru samhljóða.

Tveir stjórnarmenn höfðu setið samfellt í stjórn í 6 ár en það er hámark tímalengdar samfelldrar setu í stjórn samkvæmt lögum félagsins. Það voru þau Kristján Sigtryggsson og Margrét Schram sem formaður þakkaði mjög gott samstarf og góð störf fyrir félagið.


Kristján og Margrét voru leyst út með þakkarblómum

Stjórnin var að öðru leyti endurkjörin og tveir nýir í varastjórn,
þau Þóra Alberta Guðmundsdóttir og Þórir Ólafsson.


Hin nýkjörna aðalstjórn: Ásdís Gunnarsdóttir, Þóra Kristinsdóttir,
Hinrik Bjarnason, Kristín Ísfeld og formaðurinn Emil Ragnar Hjartarson.

Endurkjörnir voru skoðunarmenn reikninga
þeir Gísli Ólafur Pétursson og Sveinn Kristjánsson.

Undir liðnum önnur mál sagði Hinrik Bjarnason af nýafstöðnu þingi KÍ. Meðal annars sagði hann frá þeim átökum sem standa yfir um lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og samþykkt þingsins um það mál. Hann las síðan eftirfarandi tillögu fráfarandi stjórnar FKE um sama efni sem samþykkt var einróma á fundinum.

Aðalfundur Félags kennara á eftirlaunum, haldinn 7. maí 2011, býður nýkjörinn formann og stjórn Kennarasambands Íslands velkomin til starfa og færir þeim er láta af störfum þakkir fyrir farsælan feril og vel unnin verk.

Fundurinn gleðst yfir þeirri samstöðu, vinnusemi og einhug sem einkenndu störf og ályktanir 5. þings KÍ í aprílbyrjun. FKE fagnar sérstaklega ályktunum þingsins um lífeyrismál og fyrir að vekja verðuga athygli á þeirri nýlundu í íslenskri kjarabaráttu að ein launþegasamtök sjái eitt sitt helsta sóknarfæri í því að heimta eignaupptöku á sjóðum félaga í öðrum samtökum.

Það er von Félags kennara á eftirlaunum að stjórn Kennarasambands Íslands megi vel takast að halda á þessum þýðingarmiklu hagsmunamálum, svo og hverjum þeim öðrum, er snerta hag og framgang almenns skólastarfs á Íslandi og kjör þess fólks, sem með verkum sínum er grundvöllur þess starfs.

Í framhaldi af þessari samþykkt kvaddi Dómhildur Sigurðardóttir sér hljóðs og var ómyrk í máli um þau lágu laun sem greidd eru - og hafa verið hér á landi - fyrir kennslustörf.

Fundinum var slitið kl. laust fyrir 16.

3. maí
2011

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar
!

 

 

EKKÓ-kórinn heimsótti söngstjóra sinn í Skálholt og gerði úr dagfsferð um leið.
Þar með lauk starfsári kórsins í þetta sinn.


EKKÓ-kórinn á kóramóti í Skálholtskirkju

Myndina tók Kristján Sigfússon í þessari ferð þar sem víða var komið við.
Músaðu á myndina til að komast inn á myndasafni hans Kristjáns frá ferðinni. 

214. skf.
2. apr.
2011

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
  

50
manns
á
fundi

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38
Fundurinn var jafnframt stjórnaráðsfundur starfsársins
og til hans boðið öllum fyrrum stjórnarmönnum félagsins.


Jóhanna Axelsdóttir og Steinn Sveinsson hlutu spilaverðlaunin

Emil Ragnar, formaður félagsins sett fund og stýrði og stjórnaði spilum.

Eftir kaffi og kræsingar kom bókmenntahópurinn til skjalanna og þau Elín Vilmundardóttir og Stefán Ólafur Jónsson fluttu okkur sýn ólíkra aldurshópa, ólíkra kjara og ólíkra skálda á hamingjuna.


Elín og Stefán Ólafur

Á eftir las Ragnheiður Jónsdóttir, leiðtogi bókmenntahópsins, ljóð og frásögn Jónasar Árnasonar


Ragnheiður og Emil Ragnar

Í lokin þakkaði formaður Ragnheiði fyrir umsjónina með bókmenntaklúbbnum og Sigurður Jóelsson lék undir almennum söng.

213. skf
18. mars
2011

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

 

Árshátíð á Grand Hóteli við Sigtún 38

75 manns voru á árshátíð félagsins en úti var vetrarfæri og hríðarsveipir. Emil Ragnar, formaður félagsins setti hátíðina og fól Hinriki Bjarnasyni veislustjórn.

 

 

  Veislustjóri leiddi viðburði kvöldsins lystilega til hátíðargesta, bæði hinn góða veislukost sem og aðra skemmtan. Jóhannes Kristjánsson gerði mönnum gaman og Sighvatur Sveinsson lék fyrir öllu, bæði undir tilverunni, samsöng, dansi og hverju sem til var tekið - og með glæsibrag.
 

EKKÓ-kórinn söng og gerði lukku - eins og ætíð.

Hefðbundnir lukkudrættir fóru þann veg að Elín Vilmundardóttir hlaut farseðil fyrir tvo í dagsferð félagsins til Vestmannaeyja komandi sumar

og Málfríður Gunnarsdóttir fékk aðgöngumiða fyrir tvo á árshátíðina 2012.

Að lokum var dansað til miðnættis.

212. skf.
5. feb.
2011

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38


Sigurður Jóelsson lék undir fjöldasöng í upphafi og í lok fundarins.

Emil Ragnar, formaður félagsins, setti fundinn og bað Sigurð Jóelsson að leika undir inngangsöng. Menn stóðu upp og gerðu söngnum góð skil.

Emil Ragnar stjórnaði síðan spilum þar sem sigur báru úr býtum þau


Steinn Sveinsson og Margrét Hannesdóttir - og Kristín Ísfeld sem afhenti verðlaunin

Steinn Sveinsson og Margrét Hannesdóttir og höfðu bæði náð 93 slögum.

Eftir hina venjulegu Grand-veislu


Jón Hjálmarsson las hjartnæma frásögn

las Jón Hjálmarsson stutta frásögn af ferð um Ísland með sænskan kvennahóp.  

211. skf.
8. jan.
2011

Músaðu
á
myndina
til að sjá
þær allar.

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38.


Vinningshafarnir Anna Jóhannsdóttir og Þorsteinn Ólafsson
og úr stjórn félagsins Þóra Kristinsdóttir sem afhenti verðlaunin.

Emil R. Hjartarson, formaður félagsins, stjórnaði fundi
- og spilum og tók myndir.

 

Eftir kaffiveisluna
kynnti Hinrik Bjarnason Sigurð Óskar Pálsson,
fyrrum skólastjóra á Borgarfirði eystri.
Nýlega er út komin ljóðabók Sigurðar sem heitir
Austan um land
og úr henni las Hinrik nokkur ljóð.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta