GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Árið 2010 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnað var árið 1980

Fundargerðir eru útdregnar frá fundargerðarbókum FKE
en annað skrásett af GÓP.
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
210. skf.
4. des
2010

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

80
manns
á
fundi

Fræðslu- og skemmtifundur haldinn á Grand Hóteli


Emil spilastjóri og formaður óskar vinningsspilurunum, Jónu Sveinsdóttur og Stefáni Ólafi Jónssyni, til hamingju.


Eftir Grand-veislukaffið sagði Steinunn Jóhannesdóttir okkur frá tilurð bókar sinnar um æskuár Hallgríms Péturssonar og sumu af því sem upp kom í rannsóknum hennar á lífsháttum leikra og lærðra á þeim tímum.


EKKÓ-kórinn söng þótt söngstjórinn væri upptekinn við að jarðsyngja vígslubiskup eystra og annar píanóleikari  hljóp í skarðið að þessu sinni - en allt tókst auðvitað afar vel.


Að lokum leiddi kórinn almennan söng.

209. skf.
6. nóv
2010

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur haldinn á Grand Hóteli


Sumir sitja við kaffibolla á meðan spilað er.


Rósa Pálsdóttir og Þorvaldur Óskarsson ásamt spilastjóranum.


Eftir glæsikaffi hússins vakti Helgi Seljan okkur gleði.

208. skf.
2. okt.
2010

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fyrsti fræðslu- og skemmtifundur haustsins haldinn á Grand Hóteli


Kristín Ísfeld spilastjóri með Ólöfu Pétursdóttur og
Ólöfu Þórarinsdóttur sem hlutu spilaverðlaun dagsins.

25. suf.
18. ág.
2010

 

Myndir
tóku

Hulda
Jóhannes-
dóttir

 

 

 

 

 

og

 

 

Kristján
Sigfús-
son

2010 - Dagsferð í Veiðivötn


Myndir Huldu Jóhannesd. - Þaðan er einnig vísað til mynda Kristjáns.


Húsin við Tjaldvatn í Veiðivötnum - Mynd: Kristján Sigfússon
Músaðu á myndina til sjá allar hans myndir úr ferðinni.

24. suf.
11.-13. ág.
2010

Hér
sérðu
myndir
Huldu
Jóhannes-
dóttur
úr
ferðinni

2010 - Þriggja daga ferð um Skagafjörð- strendur, nes og dali


Við hina svonefndu Eyvindartóft á Hveravöllum.

Hinrik Bjarnason
lét okkur góðfúslega í té Vegaljóð sín úr þessari frábæru ferð og hlýtur þakklæti okkar fyrir.


Hinrik Bjarnason eykur á gleðina

Vegaljóð Hinriks Bjarnasonar

33. félf.
8. maí
2010

*

Aðal-
fundur

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

40
félagar
á
fundi

 

Síðasti fræðslu- og skemmtifundur vetrarins á Grand Hóteli við Sigtún - og jafnframt aðalfundur.

Spilað var á 7 borðum undir spilastjórn Emils Hjartarsonar, formanns félagsins.


Heppnustu spilararnir með viðurkenningar sínar - ásamt spilastjóra:
Þóra Kristinsdóttir, Sveinn Kristjánsson og Elín Vilmundardóttir

Eftir veislukaffið setti formaður aðalfund og bað Hermann Guðmundsson að stýra fundi.

Formaður flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. Veigamesta verkefnið var að þessusinni norrænt mót kennara á eftirlaunum sem félagið hélt á Egilsstöðum í júnímánuði 2009. Mótið þótti takast mjög vel og erlendu gestirnir gáfu því góða umsögn. Önnur starfsemi félagsins var í venjulegum skorðum. Farnar voru tvær sumarferðir, önnur dagsferð en hin þriggja daga ferð um Norðurland. Vetrarstarfið var með hefðbundnum hætti, klúbbastarfsemi, fræðslu- og skemmtifundir og árshátíð.

Kristján Siggeirsson, gjaldkeri félagsins gerði grein fyrir reikningunum sem samþykktir voru samhljóða.

Tveir stjórnarmenn höfðu setið samfellt í stjórn í 6 ár en það er hámark tímalengdar samfelldrar setu í stjórn samkvæmt lögum félagsins. Það voru þær Bryndís Steinþórsdóttir og Jóna Sveinsdóttir sem formaður þakkaði mjög gott samstarf og góð störf fyrir félagið.


Bryndís Steinþórsdóttir og Jóna Sveinsdóttir
voru leystar út með blómum og kæru þökkum.

Aðrir aðalstjórnarmenn voru endurkjörnir og í stað þeirra Bryndísar og Jónu voru í aðalstjórnina kjörin þau Hinrik Bjarnason og Þóra Kristinsdóttir.

Í varastjórn var endurkjörin Kristín Ísfeld og ný í varastjórn var kjörin Ásdís Gunnarsdóttir.


Nýja stjórnin:
Þór, Ásdís, Margrét, Kristín, Kristján og Emil. Hinrik var fjarstaddur.

Stjórnina skipa:
Emil Hjartarson, formaður,
Margrét Schram,
Kristján Sigtryggsson,
Hinrik Bjarnason,
Þóra Kristinsdóttir.

Varastjórn:
Ásdís Gunnarsdóttir,
Kristín Ísfeld.

Endurskoðendur:
Gísli Ólafur Pétursson,
Sveinn Kristjánsson.
Varamaður: Auður Jónasdóttir.

Undir liðnum önnur mál las formaður neðanskráða tillögu fráfarandi stjórnar að samþykkt um lífeyrismál og varðveislu lífeyrisréttinda. Rifjaði hann upp hvernig lagaákvæði um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) hafa frá öndverðu verið tæki ríkisins í kjaraviðræðum til að halda starfslaunum niðri. Um þessar mundir - svo sem oft áður - er í gangi umræða frá ólíklegust aðilum þjóðfélagsins þar sem ráðist er á eftirlaunakjör LSR.

Stuðningsyfirlýsing
og
áskorun

Aðalfundur Félags kennara á eftirlaunum, haldinn 8. maí 2010, lýsir eindregnum stuðningi við andstöðu fulltrúa Kennarasambandsins í stjórnum lífeyrissjóðanna gegn ásælni stjórnvalda og annarra til áhrifa á þá lífeyrissjóði, er félagsmenn eiga aðild að.

Lífeyrissjóðir íslenskra launþega geyma þann samningsbundna hluta af tekjum þeirra, sem tekinn er af öllum launagreiðslum og ávaxtaður til tryggingar afkomu lífeyrisþega þegar eftirlaunaaldri er náð. Trygg ávöxtun getur orðið með ýmsum hætti, en stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um lögbundna og stjórnarskrárvarða hagsmuni sjóðsfélaga.

Félag kennara á eftirlaunum stendur einhuga að baki þeim, er gæta hagsmuna félagsmanna í stjórnum lífeyrissjóðanna, og aðalfundurinn skorar á þá að standa styrkum fótum gegn öllum tilraunum til þess að rýra sjóðina og skerða afkomu skjólstæðinga þeirra.

Yfirlýsing þessi var samþykkt samhljóða.

207. skf.
10. apríl
2010

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

60
félagar
á
fundi

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli í Sigtúni 38 í Reykjavík -
sem jafnframt var fundur með Stjórnaráðinu en í því sitja fyrrum
stjórnarmenn félagsins.


Spilameistararnir Ásmundur Guðmundsson og Elín
Bjarnadóttir ásamt spilastjóranum,
Emil Ragnari Hjartarsyni, formanni félagsins.

Eftir veislukaffið - sem nú er einfaldlega af GRAND-skala - kom vösk kvennasveit bókmenntaklúbbsins og las okkur úr verkum Þórbergs Þórðarsonar - sem áttu sannarlega samhljóm í hugum áheyrendanna.


Elín Vilmundardóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Kristín Valdimarsdóttir
og Ingibjörg Sigurgeirsdóttir.

Bókmenntaklúbburinn sendi þær fjórar til að gleðja okkur
með upplestri úr viðfangsefnum hópsins.

206. skf.
12. mars
2010

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

30 ára afmælishátíð og árshátíð FKE var haldin 12. mars á Grand Hóteli við Sigtún 38.
Hátíðargestir voru um 130.


Emil Ragnar Hjartarson stýrði hátíðinni


Hörður Zophaníasson stiklaði á atriðum í 30 ára sögu félagsins.


Ekkókórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar.


Að lokum var stiginn dans.

Emil R. Hjartarson, formaður félagsins, stýrði hátíðinni.

Eftir úrvals kvöldverð var dagskráin þessi:

  • Hörður Zophaníasson stiklaði á atriðum í 30 ára sögu félagsins.
  • Óperusöngvararnir Stefán Helgi Stefánsson og Davíð Ólafsson skemmtu með söng og gamanmálum.
  • EKKÓ-kórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar.
  • Fjöldasöngur milli skemmtiatriða við undirleik Sighvats Sveinssonar.
  • Sighvatur Sveinsson lék svo fyrir dansi til miðnættis.

Hver aðgöngumiði var happdrættismiði.

  • Happið hlaut Stefán Þ. Stephensen og var það þátttaka í þriggja daga ferð félagsins sem farin verður dagana 11. - 13. ágúst.
  • Einnig var tilkynnt að Ingveldur Sveinsdóttir sem hlaut ferðavinning á árshátíð 2009 en gat ekki notað vegna veikinda - gæti notað þann vinning í sumar.


Sighvatur Sveinsson var hrókur alls fagnaðar og lék við hvurn sinn fingur.

205. skf.
6. feb.
2010

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38.
Fundarmenn voru um 60.

Emil R. Hjartarson, formaður félagsins, stjórnaði fundi - og spilum


Vinningshafarnir Kolfinna Bjarnadóttir, Steinn Sveinsson
og Sigríður Einarsdóttir, ásamt  Emil Ragnari.


Ragnheiður Jónsdóttir, leiðtogi bókmenntaklúbbsins, gladdi okkur eftir veislukaffið og flutti magnað kvæði sem lýsti gangverki lífsins einn almennan starfsdag í sveit. Nafn höfundar festist ekki í minni ritara en bætt verður úr þegar það berst.

Sigurður Jóelsson lék á píanóið undir fjöldasöng milli atriða og eftir erindi Ragnheiðar.

204. skf.
9. jan.
2010

 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38.
Fundarmenn voru nær 60.

Emil R. Hjartarson, formaður félagsins, stjórnaði fundi - og spilum
Ekki hafa borist myndir af fundinum.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta