GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

Skrásett
af GÓP.

 Árið 2012 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnað var árið 1980
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
224. skf.
1. des
2012

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar 

80
manns
á
jólafundi

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38. 

Fyrst voru að venju spiluð 12 spil.
Sum virtust hafa sjálfstæðar hreyfingar.

Verðlaunin hrepptu þær Hildur Jónsdóttir og Elín Bjarnadóttir,
Milli þeirra á myndinni er Þóra Kristinsdóttir úr stjórn félagsins,
en hún afhenti verðlaunin.

Bjartur Logi stjórnaði EKKÓ-kórnum.

Í lok söngskemmtunarinnar sæmdi kórinn stjórnandann með ávarpi
og blómum í tilefni afmælis hans
og með þökkum fyrir hans góða starf fyrir kórinn.

Að síðustu las Þórarinn Eldjárn upp úr bók sinni, Hér liggur skáld.

223. skf.
3. nóv
2012

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar 

 

35
á
stór-
viðris-
fundi

 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38. 

Að venju voru fyrst spilaðar 12 lotur undir stjórn
Emils Ragnars Hjartarsonar, formanns félagsins.

Eftir veislukaffi hússins - og félagsins
- kom félagi okkar,
Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur
og fyrrverandi kennari,
að hljóðnemanum og skemmti okkur
með upplestri úr verkum sínum.

 

 

222. skf.
6. okt
2012

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar 

 

50
á
fyrsta
fundi
vetrarins

 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38

Formaður félagsins, Emil Ragnar Hjartarson, setti fundinn og sagði í stuttu máli frá sumarstarfinu þar sem sinnt hafði verið norrænu samstarfi og franar þær tvær sumarferðir sem nú orðið má kalla hefðbundnar í starfi félagsins. Allt tókst þetta með besta móti. Hann tjórnaði spilamennskunni að venju og las okkur eftirminnilega fróðleikssögu eftir veislukaffið. 

Spilaverðlaunin hlutu þær Hulda Jóhannesdóttir og Anna Gísladóttir. Þær halda hér á sannkölluðum sigurkerjum sem stjórnarkonurnar Þóra Alberta Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir höfðu borið þeim.


Þær Bryndís Steinþórsdóttir og Anna Gísladóttir er höfundar matreiðslubókar sem notuð hefur verið í skólum og á heimilum og ræddu með sér að rétt væri að endurskoða síðustu útgáfu til að undirbúa þá næstu.

29. suf
12.-14. ág
2012

 

Músaðu
á
myndina
til að sjá
allar
myndir
Kristjáns
úr
ferðinni

 

29. sumarferð FKE 12 ágúst 2012

12.-14. ágúst >> Snæfellsnes og Breiðafjörður


Myndir tók Kristján Sigfússon - músaðu á myndina til að sjá allar.

Kristján sendir kveðju sína með þökkum
"fyrir samveruna þessa dásamlegu daga í ágúst 2012"
og opnar okkur aðgang að myndasafni sínu úr ferðinni.

28. suf
11. júlí
2012

28. sumarferð FKE 11. júlí 2012

Dagsferð: Reykjanes og Suðurstrandarvegur

Myndirnar tók Skúli Jón Sigurðarson.


Við Reykjanesvita. Horft vestur úr hlíðum Valahnúks til klettsins Karls.

Ekið var um Reykjanesið og síðan austur eftir nýja Suðurstrandarveginum.
Kvöldverður var snæddur á Eyrarbakka.

221. skf.
5. maí
2012

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar 

 

Fræðslu- og skemmtifundur - og aðalfundur
á Grand Hóteli við Sigtún 38
 


Emil Ragnar Hjartarson, Elín Bjarnadóttir og Sigurður Kristinsson.

Fyrst voru spiluð tólf spil þar sem Elín Bjarnadóttir varð hæst kvenna
og Sigurður Kristinsson hæstur karla.

Eftir hátíðakaffið hófst aðalfundurinn.


Hermann Guðmundsson

Samþykkt var tillaga formanns um Hermann Guðmundsson sem
fundarstjóra aðalfundarins. Formaður flutti skýrslu stjórnar um
starfsemi félagsins undangengið ár og
Kristín Ísfeld lagði fyrir og skýrði reikninga félagsins.

Emil Ragnar Hjartarson var endurkjörinn formaður. Kosnir voru í
stjórn þeir sem hefðu átt að ganga úr stjórninni en gáfu kost á sér til
áframsetu enda ekki komið að lagamörkum á stjórnarsetu neins þeirra.
Einn varamaður í stjórn gaf ekki kost á sér og í hans stað var
kjörinn Pétur Bjarnason.


Hin nýja - gamla stjórn - Emil Ragnar, Þóra Alberta Guðmundsdóttir,
Þóra Kristinsdóttir, Kristín Ísfeld, Ásdís Gunnarsdóttir og
Hinrik Bjarnason - en Pétur Bjarnason var upptekinn vestur á fjörðum.

Stjórnin skiptir svo sjálf með sér störfum að öðru leyti.

Skoðunarmenn reikninga
voru kjörnir þeir
Kristján Siggeirsson og
Sveinn Kristjánsson og til vara
Auður Jónasdóttir.


Hinrik Bjarnason

Undir liðnum önnur mál kvaddi Hinrik Bjarnason sér hljóðs en hann er annar tveggja fulltrúa félagsins í Kjararáði KÍ. Hann sagði af málefnum Lífeyrissjóðsins og þeim atgangi sem kemur nokkuð reglubundið upp frá öðrum aðilum þar sem reynt er að afflytja málefni hans og ganga á lífeyrisréttindi sjóðfélaganna.

Að lokum stjórnaði formaður félagsins fjöldasöng og sleit síðan fundinum en hvatti fundarmenn til að sitja áfram um stund og spjalla og fá sér meiri veitingar.

220. skf.
14. apr.
2012

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
 

 

82 félagar á fræðslu- og skemmtifundi
sem um leið var stjórnaráðsfundur ársins
og 15 ára afmælishátíð EKKÓ-kórsins á Grand Hóteli í Sigtúni 38 í Reykjavík
 

Formaður félagsins, Emil Ragnar Hjartarson, stýrði fundi og spilum.

Spilaverðlaunin hlutu þau
Margrét Hallgrímsdóttir og Guðmundur Rafnar Valtýsson.


Fyrrum stjórnarmenn frá vinstri: Gísli Ólafur Pétursson, Hermann Guðmundsson, Jóna Sveinsdóttir, Margrét Schram, Bryndís Steinþórsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Þorsteinn Ólafsson, Kristján Sigtryggsson og núverandi formaður félagsins Emil Ragnar Hjartarsson. Myndina tók Kristján Sigfússon.

Þessi fundur var jafnframt sá fundur ársins þegar fyrrum stjórnarmönnum eru sérstaklega þökkuð þeirra framlag til viðgangs og velgengni félagsins.

Veislukaffið markar ætíð kaflaskil á fræðslu- og skemmtifundum félagsins. Þegar glasaglaumnum slotar hefst síðari hlutinn með sínu efni og þótt menn njóti áfram veitinga er allt hljóðlega gjört. Nú hófst atburðarás afmælishátíðar EKKÓ-kórsins með fjöldasöng við undirleik kórstjórans, Bjarts Loga Guðnasonar. 


Guðfinna Inga Guðmundsdóttir flutti ávarp.
Myndina tók Kristján Sigfússon.

Þá flutti ávarp Guðfinna Inga Guðmundsdóttir, formaður kórsins,


Rannveig Sigurðardóttir flutti ávarp

og einnig Rannveig Sigurðardóttir en hún hefur verið félagi í kórnum frá stofnun hans árið 1997. Hún var formaður fyrstu 10 starfsárin og auk þess eru hún og Ernst Backman nú aldursforsetar kórsins - með einn um nírætt.


Egill Sigurðsson flutti ávarp.

Egill Sigurðsson, gjaldkeri kórsins, flutti ávarp
- sem fjallaði um ýmislegt skemmtilegra en peningamál.

Kórinn flutti valin sönglög af ýmsum gerðum og gerði öllum glatt í geði.


Guðfinna Inga, Bjartur Logi, Rannveig og Þorbjörg Guðmundsdóttir
en þær Rannveig og Þorbjörg hafa starfað í kórnum frá upphafi.
Myndina tók Kristján Sigfússon.


Bjartur Logi Guðnason stjórnandi EKKÓ-kórsins.
Myndina tók Kristján Sigfússon.


Hulda Jóhannesdóttir orti ljóðið Gamli bærinn
sem Ernst Backman samdi lagið við
og EKKÓ-kórinn flutti.

Fundinum lauk með fjöldasöng við undirleik Bjarts Loga.

220. skf.
4. feb.
2012

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
 

Árshátíð á Grand Hóteli við Sigtún 38

Veislusalurinn
opnaður kl. 18:30.
Hátíðin hófst kl. 19.

Veislustjóri var
Emil Ragnar Hjartarson,
formaður félagsins.

Hátíðarkvöldverður.

  Hinrik Bjarnason
fór með
ferðavísur
og vegaljóð
- og
rifjaði þannig
upp
næstfarnar
ferðir
félagsins.

    Hinrik og Kolfinna

 
Bjartur Logi Guðnason stýrði EKKÓ-kórnum
  Dregið var um höpp kvöldsins


Ingólfur Guðmundsson og Áslaug Eiríksdóttir
hlutu sæti í dagsferðinni 11. júlí í sumar.


Sigurður Jóelsson og Jóna Sveinsdóttir
hlutu miða á árshátíðina 2013.


Sighvatur Sveinsson lék undir fjöldasöng og fyrir dansi í lok hátíðar.

219. skf.
4. feb.
2012

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38


Vinningshafarnir Steinn Sveinsson, Karen Vilhjálmsdóttir og
Þóra Guðmundsdóttir sem afhenti verðlaunin.


Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Berta Sigtryggsdóttir og Ragnheiður
Jónsdóttir glöddu okkur með innleggi frá bókmenntahópnum.

Að þessu sinni var veislukaffið síðasti liður á dagskrá og menn sátu rólegir, nutu veitinganna og ræddust við.

218. skf.
7. jan.
2012

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
  

 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38

Um 60 voru á fyrsta fundi ársins.

Fundinn setti Emil Hjartarson, formaður félagsins

og stjórnaði inngangs-söng. Gangsetti síðan og spila-hluta fundarins.

Ásdís Gunnarsdóttir afhenti spilaverðlaunin
þeim Sigurði Jóelssyni og Rannveigu Pálsdóttur.

Tryggvi Gíslason fræddi okkur um uppruna þeirrar hugmyndar að taldir eru þrettán dagar jóla - en í dag var einmitt þrettándinn, - og las okkur ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur.

Fundarstjóri leiddi lokasöng og sleit fundinum en bauð fundargestum að taka lífinu með ró og njóta áfram veitinganna.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta