Jólakveðjan 2009
hér sækirðu prentvænt eintak á pdf-skjali
Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða GÓP-frétta 
*  


Stjörnublikið ber á grund
brosir jólagaman:
væntumþykja, vildarlund,
vinastundir saman.

 

 
út í óvissuna ...

- -


 

Þórsmörkin
8. - 10. janúar 2010

Áætlun:
Föstudagur 8. jan.
undanfarar skoða færið og kynda skálann.
- -
Laugardagur 9. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 10. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.

..Grillhátíð á laugardagskvöldi

..

..Veisla og gisting - kr. 5.000

Sjá hér nánari lýsingu!!


Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur 


Muna!!
.

að hafa meðferðis sprek á eldinn
og innlegg á kvöldvökuna

Bestu kveðjur - GÓP

.. ..

Gamansögur
jólapóstsins

Úr Gamanbók GÓP
>> http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/

Kosturinn

Presturinn hafði sinnt vel kirkju, söfnuði og drottni. Þegar hann dó fór hann rakleitt til himna og var svo lánsamur að drottinn allsherjar sinnti honum langtímum saman og bauð honum salöt og heilsufæði í öll mál. Á einum stað var mikil sjónpípa niður á hinn staðinn. Þegar hann hafði fundið hana fór hann að skoða í hana. Þar sá hann á matarborðið þar sem sífellt voru rjúkandi steikur og gómsætt meðlæti, forréttir og eftirréttir. Eftir nokkurn tíma óx honum áræðni og að lokum hafði hann sig í að vekja athygli drottins á þessu.

Já, - sagði þá drottinn, - en ég nenni sko ómögulega að standa í mikilli eldamennsku - ofan í bara okkur tvo
.

Upplyfting á hinni kvótalausu Öngulseyri

Það kom forríkur Ameríkani í þorpið. Á hádeginu bókaði hann svítuna á hótelnefnunni í heila viku. Hann borgaði 250 þúsund krónur fyrirfram - og fór í gönguferð.
Hóteleigandinn varð mjög ánægður og borgaði húsgagnasmiðnum 250 þúsund krónur sem hann skuldaði honum.

Húsgagnasmiðurinn varð mjög ánægður og borgaði kaupmanninum 250 þúsund krónur sem hann skuldaði honum.

Kaupmaðurinn varð mjög ánægður og borgaði píparanum 250 þúsund krónur sem hann skuldaði honum.

Píparinn varð mjög feginn og fór til oddvitans og borgaði 250 þúsund króna útsvarsskuld sína við hreppinn.

Oddvitinn var mjög feginn - en hreppurinn leigði skrifstofuaðstöðu í tveimur herbergjum á hótelinu. Hann flýtti sér til hótelhaldarans og greiddi leiguskuldina sem nú var orðin 250 þúsund krónur.

Þá kom Ameríkaninn úr gönguferðinni. Hann sagði hóteleigandanum að hann væri hættur við að vera í þorpinu og hóteleigandinn endurgreiddi honum 250 þúsund krónur.

Allir voru nú skuldlausir og ánægðir.
Ekki feigur

Kvöld eitt heyrði faðirinn að sonurinn var að biðja bænirnar sínar. Sonurinn segir: Takk fyrir daginn pabbi, mamma og amma. Bless afi.

Daginn eftir gerist það að afinn í fjölskyldunni fær hjartaáfall og deyr.

Nokkru síðar heyrir pabbinn aftur þegar sonurinn er að fara með bænirnar og segir: Takk fyrir daginn pabbi og mamma. Bless amma.

Daginn eftir dó amman í bílslysi.

Pabbinn fer nú að leggja sig eftir því að heyra til drengsins þegar hann fer með bænirnar. Nokkur tími líður en þar að kemur að kvöldbæn drengsins er: Takk fyrir daginn, mamma. Bless pabbi.

Nú verður faðirinn smeykur. Allan daginn gætir hann ítrustu varkárni og kemst að lokum heill á húfi heim til sín aftur.

Þar kallar konan hans á hann. Hún hefur orðið fyrir áfalli.

Hún segir: Heyrðu, elskan. Heldurðu ekki að pósturinn okkar hafi dottið niður dauður hérna á flötinni í morgun.

 

Til aðstoðar reiðubúinn

Á ferð sinni um Finnmörk stöðvaði presturinn hjá bíl sem stóð í vegarbrún og gekk til bílstjórans sem þar var hálfur ofan í vélarrúminu að bjástra.

Hann drap á sér, sagði hann, og hvað sem ég reyni þá fer hann ekki aftur í gang.

Heyrðu mig nú,
sagði presturinn. Nú skulum við prófa annað. Sestu nú inn í bílinn og eftir eina mínútu skaltu prófa hvort hann fer í gang. Á meðan ætla ég að biðja til guðs.

Bílstjórinn var tilbúinn til þess, settist inn, beið í eina mínútu og startaði svo - og í gang fór bíllinn.

Ja - hver fjandinn! hrökk þá úr prestinum.

Bóndinn á bakkanum

Ungur bóndi í Ástralíu kemur einn morguninn gangandi niður að lygnunni skammt neðan við fossinn en heyrir á leið sinni að þar eru komnar ungar stúlkur að busla naktar.

Hann gerir nokkurn hávaða til þess að þær viti af sér og heyrir að þær gefa frá sér hin hvellu kætihljóð og færa sig frá bakkanum.

Þegar hann birtist kalla þær til hans að þær muni sko ekki koma upp úr fyrr en hann sé farinn.

Hafið þetta alveg eins og þið viljið, segir hann. Ég kom sko ekki hingað til að njósna um ykkur. Ég kom bara til að gefa krókódílnum.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða