Jólakveðjan 2014 hér sækirðu prentvænt eintak á pdf-skjali Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið. |
Jólakveðjan
|
Forsíða
GÓP-frétta *
|
|
|
Gleðileg jól! |
út í óvissuna ...
- - |
Þórsmörkin Áætlun: |
|
.
að hafa meðferðis nesti og vetrarbúnað, Bestu kveðjur - GÓP |
Jólablandan |
Úr Gamanbók GÓP-frétta |
Áhættan aðlagað af netinu. Miðaldra hjón fóru í heimsókn til Ísrael að sífellunauði og eftirrekstri eiginmannsins um það sem allt annað lengst af hjónabandsævinni. Svo fór að eiginmaðurinn varð bráðkvaddur í ferðinni. Ekkjunni buðust tveir kostir. Annar að flyta hann með sér heim en það kostaði 10 þúsund dollara. Hinn að jarðsetja hann í landinu helga fyrir 150 dollara. Eftir umhugsun ákvað hún að fara með hann heim. Heimamenn spurðu hverju sætti þegar svo mikill var munur á kostnaðinum. Hún sagði þeim að eftir því sem hún best vissi hefði maður verið settur í gröf í þessu landi og svo risið talandi upp frá dauðum. Hún gæti ekki átt slíkt á hættu. |
Virkar aðlagað frá Rannveigu Haralds. Hann er orðinn hálfsextugur, býr í Kópavoginum og hringir í son sinn í Osló: "Sonur sæll, því miður verð ég að eyðileggja fyrir þér daginn - en ég verð að segja þér að við móðir þín erum að skilja - bráðum fjörutíu ár í hjónabandi og endalaus leiðindi. Við erum sammála um að nóg sé nóg - og höfum ákveðið þetta." "Pabbi - hvaða vitleysa er þetta?" hrópar sonurinn. "Við getum ekki lengur þolað hvort annað" segir pabbinn. "Ég get ekki hugsað um þetta meir. Þú hringir bara í hana systur þína og segir henni frá þessu." Sonurinn hringir æstur í systur sína í Stokkhólmi sem verður alveg æf: "Það verður sko ekki af því að þau skilji" segir hún ákveðin. "Ég sé um þetta." Hún hringir í pabbann og eiginlega hrópar í símann: "Þið eru sko ekki að fara að skilja. Gerið ekki neitt fyrr en ég kem til ykkar. Við brói verðum bæði komin heim til ykkar á morgun og þið gerið alls ekkert fyrr en við komum! Heyrirðu það!!" og hún skellir á hann. Pabbinn leggur frá sér símann og segir við mömmuna: "Þetta virkar. Þau verða hér bæði um jólin og borga sjálf." |
Óvænt uppákoma af vefnum frá Obvious Magazine Amma mín er stálminnug og athugul. Hún talar skýrt og greiðlega og liggur ekki á meiningu sinni. Henni líkar ekki við heimskulegar spurningar. Maggi saksóknari ætlaði að slá sér upp með því að fá hana til að bera vitni. Hún var hans fyrsta vitni í málinu. Hann innleiddi samtalið við hana með því að stíga í átt til hennar og spyrja hana: "Frú Sigríður, þekkið þér mig?" Hún horfði dálítið undrandi til hans og sagði: Magga saksóknara brá við þetta svar. Hann vissi ekki hvað til
bragðs skyldi taka en benti í fáti á varnarlögfræðinginn Jóhannes og spurði: Hún var jafn undrandi til augnanna þegar hún svaraði: Jói, verjandi, hefði helst viljað gufa hljóðlega upp. Dómarinn kallaði báða lögfræðingana til sín og sagði við þá lágt en skýrt: Bjálfar! Ef annar hvor ykkar svo mikið sem ýjar að því hvort þessi kona þekki mig - þá eruð þið báðir búnir að vera hér um slóðir. |
AAADD
Ég hef á seinni árum verið plagaður af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er. Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp: Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er.
Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið
og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo ég
gleymdi því ekki.
Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á
handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór
þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að
fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með
gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna þau þegar ég
færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana. Stoppaði í
svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði
upphaflega að fara að gera!!! Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku: "Aldurstengdur athyglisbrestur". |
Lóan frá Jóhanni Larsen og Jóni Óttarri Danskur tengdabróðir hagmæltra snillinga hafði lengi nauðað um að fá að koma með þegar hinir fóru á hagyrðingamót og létu ljóðaljós sín skína. Loks létu þeir eftir honum - en hann komst auðvitað aldrei að - og fyrr en varði var kvöldið liðið. Stjórnandinn stóð upp og - næstum því sleit fundinum - nema sá danski spurði hvort hann ætti ekki aðeins að komast að??? Jú- jú - hann fékk það - með þessa óaðfinnanlegu vísu:
|
Óvart Kynningarpóstur var sendur hópverjum lífs og liðnum og velvirðingar beðist á mistökunum. Sem sagt:
|
Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 2009 * 2008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *
Forsíða *