* |
Námskrár-torg * Námskeið fyrir framhaldsskólakennara: Námskrárfræði og skólanámskrárgerð (Ágúst 1999-júní 2000) 6. lota: Námskrá í framkvæmd / Curriculum Implementation Minnisatriði með bók H&W. |
saman- tektir: |
Útdráttur um innlegg frá Tyler, Walker og Eisner
Leiðarbækur í lotulýsingum námskeiðsins: Drög að efnislista skólanámsskrár < Þetta er nokkuð ítarlegur atriðalisti með kaflaskiptingu. Uppsetningin er í formi yfirlitstöflu þar sem merkja má við atriði sem taka skal með, tilgreina hversu vinnu atriðisins er langt komið - eða lokið. Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd. |
1 Hvað meinar aðal- nám- skráin? |
Hvað meinar Aðalnámskráin? < Hér er lesin út úr markmiðssetningum Aðalnámskrár skilgreining hennar á þeim persónu-eigindum kennarans sem gera hann hæfan til að fylgja markmiðssetningunni eftir. Vísað er til vinnuskjals um þá greiningu sem aftur vísar til annars vinnuskjals þar sem skilgreining Aðalnámskrárinnar er lögð að nokkrum þekktum skilgreiningum í lýðræðis-röð. Þessi skilgreining á kennaranum er síðan notuð til að geta með góðri samvisku haldið utanfræða-markmiðum utan við fræðamarkmiðin til að geta síðan lagt ýmsar þekktar mælistikur við fræðamarkmiðin. |
1a Hvernig kennari? |
Með því að kennsluskilgreiningar hafa verið lagðar í lýðræðis-röð eftir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru - þá er gripið tækifærið til að setja upp dálítinn leik fyrir kennara til að íhuga hvar þeirra eigin kennsla raðast í lýðræðisröðinni. sá leikur er nefndur alvarlegi gamanleikurinn: Svona kennari er ég! Það skal tekið fram að engin dómur er lagður á hvort betra er að vera lýðræðislegur eða einræðislegur kennari. Raunar skal því í staðinn haldið fram - hér og nú - að allt fari það eftir margvíslegum aðstæðum og þeim samskiptum sem eru í gangi hverju sinni. |
5 Breyti- ferill námskrár |
Námskrárbreytiferillinn < fjallar um lífs-hlaup námskrárbreytingar og þætti sem því tengjast. Þaðan er sérstaklega vísað í umfjöllun um aðferðir/líkön sem þróaðar hafa verið fyrir vinnu við breytingar á námskrá og til samanburðar á þeim aðferðum. Þá er einnig velt upp formi kennslugagna og kennsluleiðbeininga með nýrri námskrá og vísað í íhugun um þær viðtökur sem ný námaskrá getur átt í vændum í skóla. Í samhengi við námskrárbreytingar eru dregnir saman þættir úr þróunarsögu MK og sérstaklega rifjuð upp tilkoma tölvukennslunnar sem var námskrárnýjung og hvernig hún þróaðist í kjarnanáminu. Að lokum er í knöppum lista saman dregin staða skólanámskrárgerðar við MK í október 1999. |
6 Námskrár- leikurinn og persónur hans |
Hverjir eiga að þróa námskrána? < litið er yfir þá aðila sem hrærast í útkomu námskrárleiksins og
íhuguð tengsl þeirra við þróun námskrárinnar. Þar er um að ræða kennara, skólastjórnendur, foreldra,
nemendur, liðkendur og annan tiltækan liðsauka.
Gerð er grein fyrir viðhorfi M&W til námskrárgerðar með því að lýsa námskrárgerðarleik Purves frá 1975. |
6a Aðild útaðila að mótun starfskrár skóla |
Hugleiðing um aðild útaðila að mótun starfskrár (framhalds)skóla með annars vegar íhugun á því að
hvaða leyti viðkomandi aðili geti verið fengur fyrir samstarfið og hins vegar aðeins litið á hvernig
þátttökusvið foreldra í störfum tiltekins íslensks grunnskóla virðast vera samkvæmt fréttablaði þess skóla.
Áhugavert er að útbúa spurningalista á vefnum til að leita upplýsinga um raunverulegt viðhorf einstaklinga til umtalsverðrar þátttöku útaðila - til dæmis að spyrja hóp framhaldsskólakennara hvað einstaklingum hans þykir sér hæfileg þátttaka í mótun starfskrár þess grunnskóla þar sem börn hans stunda nám. |
6b | 2000-vandi íslenskra framhaldsskóla: Staða skólanámskrárgerðar í 16 íslenskum framhaldsskólum í upphafi árs 2000 og hér í sérstökum glugga. Hvað í ósköpunum er það sem nefna má íslenskar námskrárrannsóknir? |
7. kafli H&W |
Hér er 7. kafli bókar þeirra H&W lauslega þýddur - en vonandi þó með réttri meiningu. Ef þú rekur
augun í atriði sem eru bagalega úti að aka - þá vinsamlegast láttu mig vita.
1. hluti nær yfir upphaf kaflans til og með 7.3
|
Kennsluorð | < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd. |
6. lota: Námskrá í framkvæmd / Curriculum Implementation Markmið lotunnar Þátttakendur:
| |
1. Lestur grunnbókar - leiðarbók Þessi kafli lýsir atburðarás þegar námskrá er hrint í framkvæmd. Einkum er vikið að því hvers vegna sú námskrá sem kemst til framkvæmda er oft frábrugðin þeirri sem áætluð var og hvort þessi munur er æskilegur eða óæskilegur. Þá er fjallað um um helstu aðferðir við að hrinda námskrá í framkvæmd. | |
GÓP: |
7.1 INNGANGUR / INTRODUCTION (bls. 223)
|
GÓP: |
Höfundar líkja túlkun námskrár við það þegar leikrit er sett á svið. Handrit þurfi alltaf að túlka. Því megi líkja kennurum við leikara og leikstjóra.
|
7.2 SOME DEFINTIONS AND ISSUES / NOKKRAR SKILGREININGAR OG ÁLITAMÁL
| |
7.3 INFLUENCES ON IMPLEMENTATION / ÞÆTTIR SEM HAFA ÁHRIF Á FRAMKVÆMD NÁMSKRÁR Vikið er að þeim þáttum sem helst hafa áhrif á það hvort námskrá kemst í framkvæmd eða ekki. Vísað er til Michael Fullan sem sett hefur fram skýringarlíkan sem oft er vitnað til. Þessu líkani er lýst á Mynd 7.1. Hugið einnig að þeim fjórum þemum sem Fullan og félagar hans telja að megi draga út úr greiningu á rannsóknum á Curriculum Implementation (bls. 227-228). | |
(1) | Adoption - "að taka upp" námskrá |
(2) | Implementation - að hrinda námskrá í framkvæmd |
(3) | Standardization - stöðlun námskrár - námskrá framkvæmd með prófum |
(4) | Restructuring - þróun og mótun námskrár |
Einnig er vikið að hugmyndum Ernest House og M.W. McLaughlin um framkvæmd námskrár. Staldrið einnig við þær ráðleggingar sem hafðar eru eftir Levine og Leibert til handa skólastjórum sem vilja koma á breytingum í skólum. | |
7.4 DISCOVERING AND DESCRIBING WHAT HAPPENS IN IMPLEMENTATION / AÐ ÁTTA SIG Á HVAÐ
GERIST ÞEGAR NÁMSKRÁ ER HRUNDIÐ Í FRAMKVÆMD Í þessum kafla er vikið að þremur þáttum sem snerta mat á því að hvaða marki námskrá er komin til framkvæmda. Fjallað er sérstaklega um möguleika á að afla gagna frá nemendum (Implementation: Student Activities and Achivements), um notkun útgefins námsefnis og mat á viðfangsefnum kennara. Í undirkaflanum Implementation: Use of Currculum Materials er vikið að gátlistum sem notaðir hafa verið til að greina og meta námsefni. | |
Dæmi um gátlista til að nota við greiningu og mat
á námsefni er að finna á þessum öðrum vefsíðum.
Í undirkaflanum Implementation: Teachers Activities er stuttlega vikið að leiðum sem farnar hafa verið til að afla upplýsinga frá kennurum. | |
7.5 RESEARCH ON IMPLEMENTATION / RANNSÓKNIR Á FRAMKVÆMD NÁMSKRÁR Ætlast er til þess að þú hafir "Teacher Proof" hugtakið á valdi þínu (sjá bls. 233) og getir gefið dæmi um það. Adaptation in Implementation (námskráraðlögun)-hugtakið vísar til mikilvægis þess að námskrárhugmyndir séu lagaðar að
aðstæðum hverju sinni. | |
7.6 SUPPORTING CURRICULUM IMPLEMENTATION / STUÐNINGUR VIÐ AÐ HRINDA NÁMSKRÁ Í FRAMKVÆMD
Í undirkaflanum Approaches Supporting Curriculum Implementation er vikið að fjórum aðferðum við að styðja við viðleitni til að koma námskrárbreytingum eða nýjum námskrám í framkvæmd. Þessar aðferðir eru
Gerðu þér grein fyrri meginatriðum þessara leiða. Berðu þær saman með skipulegum hætti.
- - -
An Educators' Guide to Schoolwide Reform
| |
7.7 CONCLUDING COMMENT / NIÐURLAGSORÐ
| |
2. Verkefni: Leiðsagnarmat
Ætlast er til framlags frá öllum, annað hvort einstaklingslega, eða sem niðurstöður hópumræðna (látið þá koma fram hverjir hafa um fjallað). Skil verða að hafa borist fyrir sunnudaginn 23. janúar. |