Forsíða

*  

Námskrár-torg * Námskeið fyrir framhaldsskólakennara:

Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
(Ágúst 1999-júní 2000)

6. lota: Námskrá í framkvæmd / Curriculum Implementation

Minnisatriði með bók H&W.

saman-
tektir:

GÓP: viðhorf
til kennarans
og kennslunnar

Nokkur
huglit
til
skólans

Útdráttur um innlegg frá Tyler, Walker og Eisner

Leiðarbækur í lotulýsingum námskeiðsins:
Lota nr. > 1 * 2 * 3 * 4 * 5 * 6 * 7

Drög að efnislista skólanámsskrár < Þetta er nokkuð ítarlegur atriðalisti með kaflaskiptingu. Uppsetningin er í formi yfirlitstöflu þar sem merkja má við atriði sem taka skal með, tilgreina hversu vinnu atriðisins er langt komið - eða lokið.

Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd.

1
Hvað
meinar
aðal-
nám-
skráin?
Hvað meinar Aðalnámskráin? < Hér er lesin út úr markmiðssetningum Aðalnámskrár skilgreining hennar á þeim persónu-eigindum kennarans sem gera hann hæfan til að fylgja markmiðssetningunni eftir. Vísað er til vinnuskjals um þá greiningu sem aftur vísar til annars vinnuskjals þar sem skilgreining Aðalnámskrárinnar er lögð að nokkrum þekktum skilgreiningum í lýðræðis-röð. Þessi skilgreining á kennaranum er síðan notuð til að geta með góðri samvisku haldið utanfræða-markmiðum utan við fræðamarkmiðin til að geta síðan lagt ýmsar þekktar mælistikur við fræðamarkmiðin.
1a
Hvernig
kennari?
Með því að kennsluskilgreiningar hafa verið lagðar í lýðræðis-röð eftir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru - þá er gripið tækifærið til að setja upp dálítinn leik fyrir kennara til að íhuga hvar þeirra eigin kennsla raðast í lýðræðisröðinni. sá leikur er nefndur alvarlegi gamanleikurinn: Svona kennari er ég! Það skal tekið fram að engin dómur er lagður á hvort betra er að vera lýðræðislegur eða einræðislegur kennari. Raunar skal því í staðinn haldið fram - hér og nú - að allt fari það eftir margvíslegum aðstæðum og þeim samskiptum sem eru í gangi hverju sinni.
5
Breyti-
ferill
námskrár
Námskrárbreytiferillinn < fjallar um lífs-hlaup námskrárbreytingar og þætti sem því tengjast. Þaðan er sérstaklega vísað í umfjöllun um aðferðir/líkön sem þróaðar hafa verið fyrir vinnu við breytingar á námskrá og til samanburðar á þeim aðferðum. Þá er einnig velt upp formi kennslugagna og kennsluleiðbeininga með nýrri námskrá og vísað í íhugun um þær viðtökur sem ný námaskrá getur átt í vændum í skóla. Í samhengi við námskrárbreytingar eru dregnir saman þættir úr þróunarsögu MK og sérstaklega rifjuð upp tilkoma tölvukennslunnar sem var námskrárnýjung og hvernig hún þróaðist í kjarnanáminu. Að lokum er í knöppum lista saman dregin staða skólanámskrárgerðar við MK í október 1999.
6
Námskrár-
leikurinn

og
persónur
hans

Nokkrar
hug-
vekjur

Hverjir eiga að þróa námskrána? < litið er yfir þá aðila sem hrærast í útkomu námskrárleiksins og íhuguð tengsl þeirra við þróun námskrárinnar. Þar er um að ræða kennara, skólastjórnendur, foreldra, nemendur, liðkendur og annan tiltækan liðsauka.

Gerð er grein fyrir viðhorfi M&W til námskrárgerðar með því að lýsa námskrárgerðarleik Purves frá 1975.

6a
Aðild útaðila
að mótun
starfskrár
skóla
Hugleiðing um aðild útaðila að mótun starfskrár (framhalds)skóla með annars vegar íhugun á því að hvaða leyti viðkomandi aðili geti verið fengur fyrir samstarfið og hins vegar aðeins litið á hvernig þátttökusvið foreldra í störfum tiltekins íslensks grunnskóla virðast vera samkvæmt fréttablaði þess skóla.

Áhugavert er að útbúa spurningalista á vefnum til að leita upplýsinga um raunverulegt viðhorf einstaklinga til umtalsverðrar þátttöku útaðila - til dæmis að spyrja hóp framhaldsskólakennara hvað einstaklingum hans þykir sér hæfileg þátttaka í mótun starfskrár þess grunnskóla þar sem börn hans stunda nám.

6b 2000-vandi íslenskra framhaldsskóla:
Staða skólanámskrárgerðar í 16 íslenskum framhaldsskólum í upphafi árs 2000
og hér í sérstökum glugga.

Hvað í ósköpunum er það sem nefna má íslenskar námskrárrannsóknir?

7.
kafli H&W

1. hluti:

2. hluti:

3. hluti:
ODM
AR
CBAM
CA

Hér er 7. kafli bókar þeirra H&W lauslega þýddur - en vonandi þó með réttri meiningu. Ef þú rekur augun í atriði sem eru bagalega úti að aka - þá vinsamlegast láttu mig vita.

1. hluti nær yfir upphaf kaflans til og með 7.3
2. hluti nær yfir 7.4 og 7.5. Hér er líka vísað í samantekt um hina merku 8-ára rannsókn í Bandaríkjunum á árunum 1933-1941 þar sem í ljós kom (!?!) að heimaunnin námsefnisstjórnun er fremri mörgu öðru - kannski öllu öðru?
3. hluti nær yfir 7.6 og 7.7 en einnig er sérstök umfjöllun um upptökuaðferðirnar:

Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd.
 

6. lota: Námskrá í framkvæmd / Curriculum Implementation

Markmið lotunnar

Þátttakendur:

  • ... geri sér grein fyrir álitamálum um framkvæmd námskrár
  • ... kunni skil á helstu hugtökum sem notuð eru í umræðu um námskrárferlið
  • ... þekki helstu þætti sem hafa áhrif á framkvæmd námskrár
  • ... þekki dæmi um rannsóknir á þessu sviði
  • ... kunni glögg skil á og beri skipulega saman fjórar aðferðir (líkön) við að hrinda námskrá í framkvæmd
  • ... taki rökstudda afstöðu til þess hvernig best sé að hrinda námskrá í framkvæmd og tengi aðstæðum í eigin skóla
  • ... nýti sér vefinn við upplýsingaleit á þessu sviði

 1. Lestur grunnbókar - leiðarbók

2. Verkefni: Leiðsagnarmat

  1. Lestur grunnbókar - leiðarbók

Þessi kafli lýsir atburðarás þegar námskrá er hrint í framkvæmd. Einkum er vikið að því hvers vegna sú námskrá sem kemst til framkvæmda er oft frábrugðin þeirri sem áætluð var og hvort þessi munur er æskilegur eða óæskilegur. Þá er fjallað um um helstu aðferðir við að hrinda námskrá í framkvæmd.
GÓP: 

7.1 INNGANGUR / INTRODUCTION (bls. 223)

Útskýrt er að litið er á Curriculum Implementation sem það ferli þegar námskrá er hrundið í framkvæmd. Áhersla er lögð á að alltaf hljóti að vera munur á þeirri námskrá sem sett hefur verið og þeirri sem kemst til framkvæmda.

  • Á hvaða forsendu byggir þessi skoðun höfunda?
    GÓP: Þeir álíta
    (1) að þar sem persóna kennarans hljóti að verða milliliður milli ætlaðrar námskrár og þeirra eigin kennslu hljóti hún að vera áhrifaríkur aðili að miðluninni - þó ekki væri nema vegna þess að kennarinn túlkar það sem hann heldur að ætlunin hafi verið að túlka.
    (2) Ef gerð er krafa um 100% samkvæmni - og fylgt eftir t.d. með stöðluðum prófum úr námefninu - er þrengt að faglegu starfsleyfi kennarans. Líklegt er að þeir sjálfstæðari hverfi úr þeirri spennitreyju til annarra starfa.
    (3) Siðfræði umhyggjunnar horfir til allra þátttakenda og tryggir hverjum og einum réttláta tillitssemi í sameiginlegri sókn þeirra allra í átt til sameiginlegs markmiðs. Alls ekki er gefið að sá sem fyrstur kemur inn með nýja hugmynd hafi fundið henni réttasta farveg og ef til vill er enginn farvegur réttastur við allar kringumstæður hjá ólíkum einstaklingum.
GÓP: 

Höfundar líkja túlkun námskrár við það þegar leikrit er sett á svið. Handrit þurfi alltaf að túlka. Því megi líkja kennurum við leikara og leikstjóra.

  • Hvaða annmarka má sjá á þessari samlíkingu?
    GÓP: Annmarkar eru ef til vill ekki orðið - en áheyrendur námsleiksins koma ekki í námsleikhúsið með sama hugarfari og gestir annarra leikhúsa. Það má leggja þann veg út að hlutverk leikarans í námsleikhúsinu sé bæði erfiðara og auðveldara en venjulegs leikara. Kennaranum er ætlað að miðla öllu námsefni en ekki aðeins því sem er sérstaklega skrifað til þess að hafa tiltekin áhrif, áhrif sem leikarinn getur magnað upp með flutningi sínum. Kennara er líka ætlað að kynna samlagningu talna og krabbameinsafleiðingar reykinga. Það varður vissulega margur anti-klimaxinn í kennslustofunni.
    (1) Ef kennarinn gengur um of fram í túlkunarhlutverkinu er hætt við að umtalsverður hluti námsefnisins verði útundan - bæði af því að tími vinnst ekki til að skila því öllu með glæsibrag og nægum tíma - og vegna þess að margt af námsefninu ljær ekki fangstað á sér til dramatiskrar túlkunar.
    (2) Dramatisk túlkun námsefnishluta getur iðulega orðið svo áhrifamikil að margt annað sem er jafnvel mun þýðingarmeira hverfur í skuggann. Um það eiga allir kennarar eftirminnileg dæmi.
 

7.2 SOME DEFINTIONS AND ISSUES / NOKKRAR SKILGREININGAR OG ÁLITAMÁL

Höfundar leitast við að varpa ljósi á Implementation-hugtakið. Hér vakna margar áhugaverðar spurningar, m.a. um það í hverju það felist í raun að hrinda námskrá í framkvæmd eða að taka upp nýja námskrá og hvernig árangur þess sé metinn. Sérlega áhugaverð er umræðan um raunveruleg áhrif kennara á það hvort námskrá kemst til framkvæmda eða ekki; að hvaða marki kennarinn ræður því sem gerist í skólastofunni og hvaða skorður honum kunni að vera settar.

  • Farðu vandlega yfir röksemdafærslu höfunda á bls. 224-226 og taktu afstöðu til hennar. Tengdu umfjöllun þeirra eigin aðstæðum í kennslu: Hver er niðurstaða þín?
  7.3 INFLUENCES ON IMPLEMENTATION / ÞÆTTIR SEM HAFA ÁHRIF Á FRAMKVÆMD NÁMSKRÁR

Vikið er að þeim þáttum sem helst hafa áhrif á það hvort námskrá kemst í framkvæmd eða ekki. Vísað er til Michael Fullan sem sett hefur fram skýringarlíkan sem oft er vitnað til. Þessu líkani er lýst á Mynd 7.1. Hugið einnig að þeim fjórum þemum sem Fullan og félagar hans telja að megi draga út úr greiningu á rannsóknum á Curriculum Implementation (bls. 227-228).
(1)  Adoption - "að taka upp" námskrá
(2)  Implementation - að hrinda námskrá í framkvæmd
(3)  Standardization - stöðlun námskrár - námskrá framkvæmd með prófum
(4)  Restructuring - þróun og mótun námskrár
  Einnig er vikið að hugmyndum Ernest House og M.W. McLaughlin um framkvæmd námskrár. Staldrið einnig við þær ráðleggingar sem hafðar eru eftir Levine og Leibert til handa skólastjórum sem vilja koma á breytingum í skólum.
  7.4 DISCOVERING AND DESCRIBING WHAT HAPPENS IN IMPLEMENTATION / AÐ ÁTTA SIG Á HVAÐ GERIST ÞEGAR NÁMSKRÁ ER HRUNDIÐ Í FRAMKVÆMD

Í þessum kafla er vikið að þremur þáttum sem snerta mat á því að hvaða marki námskrá er komin til framkvæmda. Fjallað er sérstaklega um möguleika á að afla gagna frá nemendum (Implementation: Student Activities and Achivements), um notkun útgefins námsefnis og mat á viðfangsefnum kennara.

Í undirkaflanum Implementation: Use of Currculum Materials er vikið að gátlistum sem notaðir hafa verið til að greina og meta námsefni.
  Dæmi um gátlista til að nota við greiningu og mat á námsefni er að finna á þessum öðrum vefsíðum.

Í undirkaflanum Implementation: Teachers Activities er stuttlega vikið að leiðum sem farnar hafa verið til að afla upplýsinga frá kennurum.

 

7.5 RESEARCH ON IMPLEMENTATION / RANNSÓKNIR Á FRAMKVÆMD NÁMSKRÁR

Reifuð eru tvö hugtök sem verið hafa mjög miðlæg í umræðu um framkvæmd námskrár, annars vegar Fidelity of Implementation (tryggð við námskrá) og hins vegar Adaptation in Implementation (námskráraðlögun). Þessi umfjöllun vekur umræðu um hlutverk kennara, frelsi þeirra og vald.

Ætlast er til þess að þú hafir "Teacher Proof" hugtakið á valdi þínu (sjá bls. 233) og getir gefið dæmi um það.

Adaptation in Implementation (námskráraðlögun)-hugtakið vísar til mikilvægis þess að námskrárhugmyndir séu lagaðar að aðstæðum hverju sinni.

Lestu undirkaflann The Continuing Debate: Fidelity of Use versus Mutual Adaptation og taktu afstöðu til umræðunnar. Tengdu þau sjónarmið sem rædd eru við aðstæður hér á landi.

Á bls. 235- er vikið að tilraunum til stefnumótunar í skólamálum Bandaríkjunum og áhrif hennar. Kjörið er að bera þessa þróun saman við íslenskar aðstæður.

 

7.6 SUPPORTING CURRICULUM IMPLEMENTATION / STUÐNINGUR VIÐ AÐ HRINDA NÁMSKRÁ Í FRAMKVÆMD

Vafasamt er að nokkurri námskrá verði hrint í framkvæmd nema að til komi beinn eða óbeinn stuðningur. Höfundar benda á að enda þótt verulega skorti á rannsóknir á það hvað sé þýðingarmest í þessu sambandi megi tilgreina nokkrar vísbendingar.

  • Hvaða dæmi eigum við hér á landi hliðstæð við þau sem nefnd eru í undirkaflanum Federal and State Actions (bls. 238-239)?

Í undirkaflanum Approaches Supporting Curriculum Implementation er vikið að fjórum aðferðum við að styðja við viðleitni til að koma námskrárbreytingum eða nýjum námskrám í framkvæmd. Þessar aðferðir eru

  • Organizational Development (OD)
  • Action Research (starfendarannsóknir)
  • Concerns-Based Adoption Model (CBAM)
  • Curriculum Alignment

Gerðu þér grein fyrri meginatriðum þessara leiða. Berðu þær saman með skipulegum hætti.

  • Hver eru megineikenni aðferðarinnar?
  • Á hvaða hugmyndafræði er byggt?
  • Hvaða skrefum er fylgt?
  • Hverjir eru taldir helstu kostir aðferðarinnar?
  • Hvaða gagnrýni hefur helst beinst að þessari leið?

- - -

  • Mikið efni er á veraldarvefnum um aðferðirnar fjórar. Mikið efni er einnig á vefnum sem tengist tilraunaverkefnum sem lúta að breytingum á skólastarfi. Á þessum vef er listi yfir 24 slík verkefni í Bandaríkjunum:

An Educators' Guide to Schoolwide Reform

  • Gefið ykkur tíma til að skoða eitthvað af þessu efni!
 

7.7 CONCLUDING COMMENT / NIÐURLAGSORÐ

  • Hver er meginniðurstaða höfunda?
 

2. Verkefni: Leiðsagnarmat

Í ljósi umræðna í síðustu lotu biðjum við ykkur um að senda inn á málstofu námskeiðsins hugleiðingar ykkar, ábendingar og athugasemdir með hliðsjón af þessu:

  • Hvað er það sem helst brennur á ykkur hvað varðar skólanámskrárgerð í ykkar skóla?
  • Hver eru helstu úrlausnarefni um þessar mundir og á næstu misserum?
  • Hvaða viðfangsefni er brýnast á taka til umfjöllunar í næstu lotum námskeiðsins?
  • Aðrar ábendingar til umsjónarmanna.

Ætlast er til framlags frá öllum, annað hvort einstaklingslega, eða sem niðurstöður hópumræðna (látið þá koma fram hverjir hafa um fjallað). Skil verða að hafa borist fyrir sunnudaginn 23. janúar.

Efst á þessa síðu