Forsíða


 

Námskrár-torg * Námskeið fyrir framhaldsskólakennara:

Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
(Ágúst 1999-júní 2000)

7. lota: Gerð þróunaráætlunar / Unnið úr niðurstöðum leiðsagnarmats

Minnisatriði með bók H&W.

saman-
tektir:

GÓP: viðhorf
til kennarans
og kennslunnar

Nokkur
huglit
til
skólans

Útdráttur um innlegg frá Tyler, Walker og Eisner

Leiðarbækur í lotulýsingum námskeiðsins:
Lota nr. > 1 * 2 * 3 * 4 * 5 * 6

Drög að efnislista skólanámsskrár < Þetta er nokkuð ítarlegur atriðalisti með kaflaskiptingu. Uppsetningin er í formi yfirlitstöflu þar sem merkja má við atriði sem taka skal með, tilgreina hversu vinnu atriðisins er langt komið - eða lokið.

Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd.

1
Hvað
meinar
aðal-
nám-
skráin?
Hvað meinar Aðalnámskráin? < Hér er lesin út úr markmiðssetningum Aðalnámskrár skilgreining hennar á þeim persónu-eigindum kennarans sem gera hann hæfan til að fylgja markmiðssetningunni eftir. Vísað er til vinnuskjals um þá greiningu sem aftur vísar til annars vinnuskjals þar sem skilgreining Aðalnámskrárinnar er lögð að nokkrum þekktum skilgreiningum í lýðræðis-röð. Þessi skilgreining á kennaranum er síðan notuð til að geta með góðri samvisku haldið utanfræða-markmiðum utan við fræðamarkmiðin til að geta síðan lagt ýmsar þekktar mælistikur við fræðamarkmiðin.
1a
Hvernig
kennari?
Með því að kennsluskilgreiningar hafa verið lagðar í lýðræðis-röð eftir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru - þá er gripið tækifærið til að setja upp dálítinn leik fyrir kennara til að íhuga hvar þeirra eigin kennsla raðast í lýðræðisröðinni. sá leikur er nefndur alvarlegi gamanleikurinn: Svona kennari er ég! Það skal tekið fram að engin dómur er lagður á hvort betra er að vera lýðræðislegur eða einræðislegur kennari. Raunar skal því í staðinn haldið fram - hér og nú - að allt fari það eftir margvíslegum aðstæðum og þeim samskiptum sem eru í gangi hverju sinni.
5
Breyti-
ferill
námskrár
Námskrárbreytiferillinn < fjallar um lífs-hlaup námskrárbreytingar og þætti sem því tengjast. Þaðan er sérstaklega vísað í umfjöllun um aðferðir/líkön sem þróaðar hafa verið fyrir vinnu við breytingar á námskrá og til samanburðar á þeim aðferðum. Þá er einnig velt upp formi kennslugagna og kennsluleiðbeininga með nýrri námskrá og vísað í íhugun um þær viðtökur sem ný námaskrá getur átt í vændum í skóla. Í samhengi við námskrárbreytingar eru dregnir saman þættir úr þróunarsögu MK og sérstaklega rifjuð upp tilkoma tölvukennslunnar sem var námskrárnýjung og hvernig hún þróaðist í kjarnanáminu. Að lokum er í knöppum lista saman dregin staða skólanámskrárgerðar við MK í október 1999.
6
Námskrár-
leikurinn

og
persónur
hans

Nokkrar
hug-
vekjur

Hverjir eiga að þróa námskrána? < litið er yfir þá aðila sem hrærast í útkomu námskrárleiksins og íhuguð tengsl þeirra við þróun námskrárinnar. Þar er um að ræða kennara, skólastjórnendur, foreldra, nemendur, liðkendur og annan tiltækan liðsauka.

Gerð er grein fyrir viðhorfi M&W til námskrárgerðar með því að lýsa námskrárgerðarleik Purves frá 1975.

6a
Aðild útaðila
að mótun
starfskrár
skóla
Hugleiðing um aðild útaðila að mótun starfskrár (framhalds)skóla með annars vegar íhugun á því að hvaða leyti viðkomandi aðili geti verið fengur fyrir samstarfið og hins vegar aðeins litið á hvernig þátttökusvið foreldra í störfum tiltekins íslensks grunnskóla virðast vera samkvæmt fréttablaði þess skóla.

Áhugavert er að útbúa spurningalista á vefnum til að leita upplýsinga um raunverulegt viðhorf einstaklinga til umtalsverðrar þátttöku útaðila - til dæmis að spyrja hóp framhaldsskólakennara hvað einstaklingum hans þykir sér hæfileg þátttaka í mótun starfskrár þess grunnskóla þar sem börn hans stunda nám.

6b 2000-vandi íslenskra framhaldsskóla:
Staða skólanámskrárgerðar í 16 íslenskum framhaldsskólum í upphafi árs 2000
og hér í sérstökum glugga.

Hvað í ósköpunum er það sem nefna má íslenskar námskrárrannsóknir?

7.
kafli H&W

1. hluti:

2. hluti:

3. hluti:
ODM
AR
CBAM
CA

Hér er 7. kafli bókar þeirra H&W lauslega þýddur - en vonandi þó með réttri meiningu. Ef þú rekur augun í atriði sem eru bagalega úti að aka - þá vinsamlegast láttu mig vita.

1. hluti nær yfir upphaf kaflans til og með 7.3
2. hluti nær yfir 7.4 og 7.5. Hér er líka vísað í samantekt um hina merku 8-ára rannsókn í Bandaríkjunum á árunum 1933-1941 þar sem í ljós kom (!?!) að heimaunnin námsefnisstjórnun er fremri mörgu öðru - kannski öllu öðru?
3. hluti nær yfir 7.6 og 7.7 en einnig er sérstök umfjöllun um upptökuaðferðirnar:

Verk-
efni:
Breytt námsefni í kjarnaáfanga nýnema í tölvunotkun.
TÖL-102 breytist í UTN-nám sem býr nemendur undir að taka TÖK-próf

Efnisyfirlit

Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd.
  Námskeið fyrir framhaldsskólakennara:

Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
(Ágúst 1999-júní 2000)
 

7. lota: Gerð þróunaráætlunar / Unnið úr niðurstöðum leiðsagnarmats

Markmið lotunnar

    • Þátttakendur fái tækifæri til að takast á við þau viðfangsefni sem þeir telja brýnast að glíma við í skólanámskrárgerð, s.s. uppbyggingu almennrar námsbrautar, skipulagningu námsáfanga og þróun kennsluaðferða. Einnig að kynna sér nýjar stefnur og strauma í skólastarfi.
    • ... vinni drög að þróunaráætlun fyrir skólanámskrárgerð / breytingastarf / þróunarstarf í eigin skóla.

Námið í þessri lotu byggir á tveimur verkefnum, annars vegar gerð þróunaráætlunar fyrir skólanámskrárgerð í eigin skóla og hins vegar á valverkefni þar sem byggt er á þeim hugmyndum sem þátttakendur hafa lagt fram í leiðsagnarmati. Gert er ráð fyrir því að valverkefnið standi í tvær lotur.

1. Leiðarbók
2. Verkefni: Gerð þróunaráætlunar

Valverkefni:

3. Verkefni: Skipulagning almennrar námsbrautar
4. Verkefni: Nýir straumar og stefnur í skólastarfi
5. Verkefni: Þróun kennsluaðferða í framhaldsskólum
6. Verkefni: Uppbygging og skipulag námsáfanga

  1. Leiðarbók

Leiðarbókarskrif í þessari lotu byggjast á hugleiðingum ykkar og vangaveltum í tengslum við þau verkefni sem þið glímið við í þessari lotu.

  2. Verkefni: Gerð þróunaráætlunar
Þetta verkefni byggist á gerð þróunar- /umbótaáætlunar fyrir skólanámskrárgerð / breytingastarf / þróunarstarf í eigin skóla. Þið leggið til grundvallar að þið ráðið (í meginatariðum) hvernig staðið verði að verki við að hrinda verkefninu í framkvæmd. Lýsið því hvernig þið standið að verki í einstökum atriðum:
    • Hvernig er undirbúningi háttað? Hvernig er fyrri þekking nýtt?
    • Hvernig er starfið skipulagt?
    • Hvaða líkani (starfsaðferð) er beitt?
    • Tímaáætlanir.
    • Hverjir koma að verkinu?
    • Hvernig er tekið á helstu hindrunum?
    • Hvernig er farið með ágreiningsmál?
    • Hvernig er staðið að kynningu?
    • Hvaða stuðningur er veittur?
    • Hvernig er árangur metinn?

Þið ráðið hvort þið leggið til grundvallar:

    • Nýja aðalnámskrá í heild sinni
    • Afmarkaðn hluta nýrrar námskrár, t.d. eina grein
    • Nýbreytniverkefni að eigin vali

Til stuðnings þessu verkefni er þess vænst að þið getið nýtt ykkur ýmis fyrri verkefni sem og lesefni námskeiðsins. Meðal verkefna má nefna úttekt á þróunarstarfi í eigin skóla, stöðu skólanámskrárgerðar og viðhorf kennara og nemenda til hennar. Þá má vísa til fyrirlestra Jóns Baldvins Hannessonar, Gunnlaugs Ástgeirssonar, Hafþórs Guðjónssonar, Aðalsteins Eiríkssonar og Eyglóar Eyjólfsdóttur. Í lestrarefninu er m.a. lýst mismunandi aðferðum (líkönum) við að standa að þróunar- og breytingastarfi. Enn skal bent á bækurnar Aukin gæði náms eftir Rúnar Sigþórsson o.fl. og Skólastarf og gæðastjórnun eftir Börk Hansen og Smára S. Sigurðsson.

  Verkefni 3-6 eru valverkefni. Miðað er við að hver velji sér eitt verkefni, en ef áhugi er á að glíma við fleiri er það auðvitað sjálfsagt. Gert er ráð fyrir því að þetta valverkefni sé unnið í tveimur næstu lotum.
  3. Verkefni: Skipulagning almennrar námsbrautar
Í almennum hluta Aðalnámskrár eru svohljóðandi ákvæði um Almenna námsbraut:
      • Nemendur, sem ekki hafa gert upp hug sinn varðandi áframhaldandi nám í framhaldsskóla, og nemendur, sem lokið hafa grunnskólaprófi en uppfylla ekki skilyrði til inngöngu á lengri námsbrautir framhaldsskólans, geta innritast á almenna námsbraut. Markmið námsins er að veita góða undirstöðu í kjarnagreinum og jafnframt að gefa nemendum tækifæri til að glíma við fjölbreytileg viðfangsefni í list- og verknámi. Námið getur tekið eitt til tvö ár og miðast við þarfir viðkomandi nemenda og möguleika viðkomandi skóla til að koma til móts við þær þarfir. Í námskránni verður þetta nám ekki skilgreint sérstaklega heldur hverjum skóla fyrir sig gert að skipuleggja það og skilgreina í skólanámskrá. Framhaldsskólar geta því markað sér sérstöðu með framboði sínu á námi á almennri námsbraut. Æskilegt er að þeim nemendum, sem hér eiga hlut að máli, standi til boða góð náms- og starfsráðgjöf. Ekki verða skilgreind sérstök inntökuskilyrði í það nám sem hér um ræðir.

Eins og þátttakendur í þessu námi hafa sjálfir bent á þá er skipulagning þessarar námsbrautar eitt brýnasta verkefnið á framhaldsskólastiginu. Ýmsir skólar hafa þegar hafið undirbúning að þessu og eins má byggja á reynslu margra skóla af sambærilegri kennslu.

Þetta verkefni byggist á skipulagningu almennrar námsbrautar í ykkar skóla og rökstuðningi fyrir uppbyggingu hennar. Gert er ráð fyrir því að þeir sem velja þetta verkefni skiptist á skoðunum og hugmyndum á málstofuvefnum og verður sérstakt svæði helgað þessum umræðum. Þar verður einnig lokaniðurstöðum skilað. Lokaniðurstöður eru greinargóðog vel rökstudd drög að almennri námsbraut þar sem fram koma t.d:

    • Markmið náms
    • Námsskipulag
    • Inntak náms
    • Kennsluhættir
    • Námmat
    • Umsjón og leiðsögn
    • Tengsl við annað skólastarf
    • Rökstuðningur
  4. Verkefni: Nýir straumar og stefnur í skólastarfi

Í leiðsagnarmati hafa nokkrir þátttakendur lýst áhuga sínum að kynnast betur nýjum stefnum og straumum í skólastarfi. Mikil gróska einkennir þróun kennslufræða um þessar mundir og má nefna eftirfarandi atriði sem dæmi:
    • Kenningar kenndar við hugsmíði (Constructivism). (Vísa má til umfjöllunar Hafþórs Guðjónssonar um þessar kenningar)
    • Kennsla byggð á grunni rannsókna á heilastarfsemi (Brain-based Teaching).
    • Hugmyndir um skólar (og allir uppaldendur) þurfi að viðurkenna mikilvægi tilfinningagreindar (Emotional Intelligence) nemenda.
    • Fjölgreindarkenningin (Theory of Multiple Intelligences) og kennsla í anda hennar.
    • Hugmyndir um kennslu sem tekur mið af rannsóknum á þeim kennurum og skólum sem ná bestum árangri (Effective Instruction).
    • Kenningar um samvinnunám (Cooperative Learning).
    • Hugmyndir að kennsla eigi að taka aukið mið af reynslu og umhverfi nemenda og námsmat í þeim anda. (Authentic Learning and Assessment).
    • "Úrlausnakennsla" (Problem-Based Learning)

Öll fyrrgreind atriði koma til greina sem verkefni. Verkefnið byggir einkum á upplýsingaleit á Netinu þar sem leitað er svara við spurningum:

    • Í hverju felast þessar hugmyndir?
    • Á hvaða grunni er byggt?
    • Hvaða þýðingu virðast þær hafa fyrir nám og kennslu?
    • Hvernig tengjast þessar hugmyndir skólanámskrárgerð á framhaldsskólastigi?

Reiknað er með því að þessi verkefni geti verið samvinnu- eða einstaklingsverkefni að eigin vali. Niðurstöður verða settar á vef námskeiðsins undir stjórn vefstjóra. Þess er vænst að til verði til upplýsingavefur fyrir framhaldsskólakennara um þetta efni.

Auk Netsins má benda á að mikið efni er til um flestar þessar hugmyndir á Bókasafni Kennaraháskóla Íslands.

  5. Verkefni: Þróun kennsluaðferða í framhaldsskólum


Í nýrri námskrá er lögð áhersla á fjölbreyttar og virkar kennsluaðferðir. Bent hefur verið á að nokkuð kunni á það að skorta að kennsluaðferðir í framhaldsskólum séu nægilega fjölbreyttar. Einnig hefur verið nefnt að fyrirlestraaðferð sé mjög ríkjandi (og að hún sé ofnotuð).

Þetta verkefni byggir á leshring um helstu kennsluaðferðir, kosti þeirra og galla og beitingu þeirra í framhaldsskólum. Byrjað er á að skoða námskrá og gera úttekt á þeim kennsluaðferðum sem þar er tilgreindar. Rætt verður (á málstofu) að hvaða marki þessar aðferðir eru notaðar í framhaldsskólum.

Lesnar eru bækurnar Litróf kennsluaðferðanna og Listin að spyrja og rætt um efni þeirra á málstofu. Þátttakendur geta einnig komið með hugmyndir að áhugaverðu lesefni. Úrlausn er í formi greinargerðar þar sem lagt er mat á þessar kennsluaðferðir.
  6. Verkefni: Uppbygging og skipulag námsáfanga

Nokkrir þátttakendur hafa lýst áhuga sínum á að fjallað verði um uppbyggingu og skipulag einstakra námsáfanga með hliðsjón af nýrri aðalnámskrá og skólanámskrárgerð.

Í þessu verkefni fást þátttakendur við að skiptast á hugmyndum (og vinna saman) um hvernig best verði að þessu staðið. Hér er hvort tveggja litið til lýsinga á námsáföngum, sem og til raunverulegs skipulags þeirra.

Úrlausnin er í formi vandaðrar áfangalýsingar, ásamt rökstuðningi og skýringum á uppbyggingu.

Niðurstöður verða settar á vef námskeiðsins.

Efst á þessa síðu