Forsíða


 

Námskrár-torg * Námskeið fyrir framhaldsskólakennara:

Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
(Ágúst 1999-júní 2000)

8. lota: Matshugtakið og námsmatsaðferðir

Minnisatriði með bók HogW.

Saman-
tektir:

GÓP: viðhorf
til kennarans
og kennslunnar

Nokkur
huglit
til
skólans

Útdráttur um innlegg frá Tyler, Walker og Eisner

Leiðarbækur í lotulýsingum námskeiðsins:
Lota nr. > 1 * 2 * 3 * 4 * 5 * 6 * 7

Drög að efnislista skólanámsskrár < Þetta er nokkuð ítarlegur atriðalisti með kaflaskiptingu. Uppsetningin er í formi yfirlitstöflu þar sem merkja má við atriði sem taka skal með, tilgreina hversu vinnu atriðisins er langt komið - eða lokið.

Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd.

1
Hvað
meinar
aðal-
nám-
skráin?
Hvað meinar Aðalnámskráin? < Hér er lesin út úr markmiðssetningum Aðalnámskrár skilgreining hennar á þeim persónu-eigindum kennarans sem gera hann hæfan til að fylgja markmiðssetningunni eftir. Vísað er til vinnuskjals um þá greiningu sem aftur vísar til annars vinnuskjals þar sem skilgreining Aðalnámskrárinnar er lögð að nokkrum þekktum skilgreiningum í lýðræðis-röð. Þessi skilgreining á kennaranum er síðan notuð til að geta með góðri samvisku haldið utanfræða-markmiðum utan við fræðamarkmiðin til að geta síðan lagt ýmsar þekktar mælistikur við fræðamarkmiðin.
1a
Hvernig
kennari?
Með því að kennsluskilgreiningar hafa verið lagðar í lýðræðis-röð eftir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru - þá er gripið tækifærið til að setja upp dálítinn leik fyrir kennara til að íhuga hvar þeirra eigin kennsla raðast í lýðræðisröðinni. sá leikur er nefndur alvarlegi gamanleikurinn: Svona kennari er ég! Það skal tekið fram að engin dómur er lagður á hvort betra er að vera lýðræðislegur eða einræðislegur kennari. Raunar skal því í staðinn haldið fram - hér og nú - að allt fari það eftir margvíslegum aðstæðum og þeim samskiptum sem eru í gangi hverju sinni.
5
Breyti-
ferill
námskrár
Námskrárbreytiferillinn < fjallar um lífs-hlaup námskrárbreytingar og þætti sem því tengjast. Þaðan er sérstaklega vísað í umfjöllun um aðferðir/líkön sem þróaðar hafa verið fyrir vinnu við breytingar á námskrá og til samanburðar á þeim aðferðum. Þá er einnig velt upp formi kennslugagna og kennsluleiðbeininga með nýrri námskrá og vísað í íhugun um þær viðtökur sem ný námaskrá getur átt í vændum í skóla. Í samhengi við námskrárbreytingar eru dregnir saman þættir úr þróunarsögu MK og sérstaklega rifjuð upp tilkoma tölvukennslunnar sem var námskrárnýjung og hvernig hún þróaðist í kjarnanáminu. Að lokum er í knöppum lista saman dregin staða skólanámskrárgerðar við MK í október 1999.
6
Námskrár-
leikurinn

og
persónur
hans

Nokkrar
hug-
vekjur

Hverjir eiga að þróa námskrána? < litið er yfir þá aðila sem hrærast í útkomu námskrárleiksins og íhuguð tengsl þeirra við þróun námskrárinnar. Þar er um að ræða kennara, skólastjórnendur, foreldra, nemendur, liðkendur og annan tiltækan liðsauka.

Gerð er grein fyrir viðhorfi M&W; til námskrárgerðar með því að lýsa námskrárgerðarleik Purves frá 1975.

6a
Aðild útaðila
að mótun
starfskrár
skóla
Hugleiðing um aðild útaðila að mótun starfskrár (framhalds)skóla með annars vegar íhugun á því að hvaða leyti viðkomandi aðili geti verið fengur fyrir samstarfið og hins vegar aðeins litið á hvernig þátttökusvið foreldra í störfum tiltekins íslensks grunnskóla virðast vera samkvæmt fréttablaði þess skóla.

Áhugavert er að útbúa spurningalista á vefnum til að leita upplýsinga um raunverulegt viðhorf einstaklinga til umtalsverðrar þátttöku útaðila - til dæmis að spyrja hóp framhaldsskólakennara hvað einstaklingum hans þykir sér hæfileg þátttaka í mótun starfskrár þess grunnskóla þar sem börn hans stunda nám.

6b 2000-vandi íslenskra framhaldsskóla:
Staða skólanámskrárgerðar í 16 íslenskum framhaldsskólum í upphafi árs 2000
og hér í sérstökum glugga.

Hvað í ósköpunum er það sem nefna má íslenskar námskrárrannsóknir?

7.
kafli HogW

1. hluti:

2. hluti:

3. hluti:
ODM
AR
CBAM
CA

Hér er 7. kafli bókar þeirra HogW; lauslega þýddur - en vonandi þó með réttri meiningu. Ef þú rekur augun í atriði sem eru bagalega úti að aka - þá vinsamlegast láttu mig vita.

1. hluti nær yfir upphaf kaflans til og með 7.3
2. hluti nær yfir 7.4 og 7.5. Hér er líka vísað í samantekt um hina merku 8-ára rannsókn í Bandaríkjunum á árunum 1933-1941 þar sem í ljós kom (!?!) að heimaunnin námsefnisstjórnun er fremri mörgu öðru - kannski öllu öðru?
3. hluti nær yfir 7.6 og 7.7 en einnig er sérstök umfjöllun um upptökuaðferðirnar:

8.
kafli HogW

8-1. hluti

8-2. hluti

Hér er unnið að þýðingu 8. kafla bókar þeirra HogW - vissulega lauslega þýddur - en vonandi þó með réttri meiningu. Ef þú rekur augun í atriði sem eru bagalega úti að aka - þá vinsamlegast láttu mig vita.

Eiginmat námskrár og
samanburðarmat á nemendum

Skólamat
Er skólamat í bígerð?
Þá þarftu að svara spurningunum í
lista Hughes og félaga frá 1979!

Verk-
efni:
Breytt námsefni í kjarnaáfanga nýnema í tölvunotkun.
TÖL-102 breytist í UTN-nám sem býr nemendur undir að taka TÖK-próf

Efnisyfirlit

Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd.
 

8. lota: Matshugtakið og námsmatsaðferðir

Markmið lotunnar

Þátttakendur:

  • ... geti fjallað fræðilega um eftirfarandi hugtök: Mat á skólastarfi / námskrármat (Curriculum Evaluation), námsmat (Student Assessment), „opið" mat (Goal Free Evaluation), rauntengt námsmat (Authentic Assessment), frammistöðumat (Performance Assessment), sýnismöppumat (Portfolio Assessment)
  • ... tengi fræðilega umræðu um mat á skólastarfi við mat á starfi framhaldsskóla
  • ... leggi gagnrýnið mat á námsmat í framhaldsskólum og það námsmat sem áhersla er lögð á í nýrri aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla
  • ... þekki og geti beitt hugtökum sem notuð er til að lýsa mismunandi áherslum í mati á skólastarfi og við námsmat
  • ... þekki dæmi um ólíkar námsmatsaðferðir og greini kosti þeirra og galla
  1. Lestur grunnbókar - leiðarbók

2. Verkefni: Úttekt á námsmatsaðferðum í námskrá og eigin skóla
  1. Lestur grunnbókar og efnis sem bent er á - leiðarbók

Áttundi kafli Curriculum. Alternative Approaches, Ongoing Issues fjallar um mat á skólastarfi / námskrármat (Curriculum Evaluation) og námsmat (Student Assessment).
Þessi lota er helguð matshugtakinu (bls. 266-277), námsmati og námsmatsaðferðum (bls. 277-292) en hin næsta (9. lota) mati á skólastarfi (bls. 292-319).

8.1 INNGANGUR / INTRODUCTION (bls. 266)

Í þessum inngangskafla eru hugtökin mat á skólastarfi / námskrármat (Curriculum Evaluation) og námsmat (Student Assessment) skilgreind og rædd frá ýmsum hliðum. Lögð er áhersla á að mat sé samofið öllu mannlegu atferli.

Athygli er vakin á því sjónarmiði höfunda (sbr. önnur efnisgrein í inngangskaflanum) að óformlegt mat sé ríkur þáttur í öllu skólastarfi og í raun engu þýðingarminna en hin formlega hlið (sem hér er einkum til skoðunar).

Í þriðju efnisgrein (neðst á bls. 266) er vikið að því að sá skilningur hafi tengst mati á skólastarfi / námskrármati að æskilegt sé að það fléttist inn í allt námskrárferlið (strax frá undirbúningsstigi). Með tilvísun til aðstæðna í Bandaríkjunum er fullyrt að í raun hafi mat fyrst og fremst verið lagt mat á námskrána þegar henni hefur verið hrint í framkvæmd.
  Hvernig horfir þetta við hér á landi?

Hvernig horfir þetta við í tengslum við nýja Aðalnámskrá?

  Á bls. 267 er matshugtakið skilgreint og lögð áhersla á heimspekilegar forsendur þess. Bent er á að nota megi hugtökin gildi (merit) og þýðingu (worth) í tengslum við mat. Námsmatshugtakið er þrengra og byggist á mati á frammistöðu nemenda.
  Viðurkenndar skilgreiningar á námsmati hljóðar svo:
"Í námsmati felst öflun upplýsinga um námsárangur og framvindu náms einstakra nemenda" (Rowntree 1983, bls. 13).
"Námsmat felst í fjölmörgum aðferðum sem beitt er til að safna upplýsingum um námsárangur nemenda, þar á meðal hefðbundum skriflegum prófum, verkefnum (t.d. ritgerðum) og verklegum æfingum (t.d. tilraunum). Með námsmati er reynt að svara spurningunni: „Hversu góður er námsárangur hvers einstaks nemenda?" " (Linn og Gronlund 1995).
  Höfundar nefna (á miðri bls. 267) að skilningur á námsmatshugtakinu sé oft mjög þröngur og í raun oft tengdur prófum einvörðungu. Gegn þessum skilningi hefur risið öflug hreyfing sem kennd hefur verið við rauntengt námsmat (Authentic Assessment) þar sem áhersla sé lögð á mun víðari skilning á námsmati.
  Um þessa hreyfingu er ítarlega fjallað í grein I.S.1999:Námsmat byggt á traustum heimildum. Í Steinum í vörðu, til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri. (Ritstjórar Helgi Skúli Kjartanasson o.fl.). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Handrit að þessari grein er að finna hér á vefnum.

Lesið þessa grein og hafið efni hennar til hliðsjónar við lausn verkefna hér á eftir.

 

Kynnið ykkur sjónarmið Skilbeck, sbr. neðst á bls. 267 og efst á bls. 268 um hvernig best sé að standa að mati. Takið einnig afstöðu til hugmynda Rogers og Badham (bls. 268):

  • Mat á að einskorðast við fá vel afmörkuð atriði.
  • Aðeins á að safna þeim upplýsingum sem telja má mikilvægar.
  • Nýta ber til hins ítrasta þau gögn sem tiltæk eru.
  • Áríðandi er að þeir sem matið varðar telji það skipta máli og hafa þýðingu.

Leggið loks mat á niðurlagsorð inngangskaflans þar sem áhersla er lögð á sveigjanleika í mati og að mikilvægi þess að tekið sé mið að þeim ólíku sjónarmiðum sem uppi geta verið.

  8.2 PURPOSES OF CURRICULUM EVALUATION / TILGANGUR MATS

Höfundar útskýra í upphafsorðum hvernig skilningur á hugtökunun mat á skólastarfi og námsmati hefur þróast í Bandaríkjunum á þessari öld og fjalla um áhrif Átta ára rannsóknarinnar (Eight-Year Study) á umræðuna. Vikið er að áhrifum Tyler á þróun þessara mála, m.a. aukna áherslu á að byggja matið á frammistöðu nemenda meðan á náminu stendur, en ekki aðeins þegar kennslunni er lokið.
  Í grein sinni Þróun samræmdra prófa í íslenskum skólum frá 1880-1977 (í Steinum í vörðu, til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri. (Ritstjórar Helgi Skúli Kjartanasson o.fl.). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands) fjallar Ólafur J. Proppé ítarlega um sögu námsmats hér á landi.
 

Bent er á (bls. 270) að undanfarna þrjá áratugi hafi verið að þróast mats- og námsmatsaðferðir sem byggi á mun fjölþættari upplýsingaöflun en áður hafi tíðkast. Lögð er áhersla á að þrjár meginspurningar hljóti að liggja til grundvallar mati:

  1. Hvers vegna þarf að meta?
  2. Hvað á að meta?
  3. Hvað á að leggja til grundvallar matinu?
  Vakin er sérstök athygli á bók Derek Rowntree (1983) Matsatriði. Námsmat og áhrif þess (Reykjavík, Námsgagnastofnun), sem til er í ágætri íslenskri þýðingu Stefáns Jökulssonar, en þar er afar vönduð umræða um þessar spurningar.

Einnig má vísa til umfjöllunar í 1. kafla bókarinnar Mælingar og mat í skólastarfi eftir Robert Linn og Norman Grunlund (þýðing Ólafs J. Proppé). Sjá hér.
  Í umræðu um námsmat eru áreiðanleiki (reliability) og réttmæti (validity) lykilhugtök. Um þessi hugtök er fjallað með skemmtilegum og áhugaverðum hætti í grein Amalíu Björnsdóttur, Áreiðanleiki og réttmæti prófniðurstaðna , sem birtist í bókinni Steinar í vörðu, til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri. Ritstjórar Helgi Skúli Kjartanasson o.fl. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Lesið þessa grein og tengið hana umfjöllun ykkar um námsmat í skólum hér á landi.

 

Í undirköflunum Why Evaluate / Hvers vegna þarf að meta? (bls. 271), What to Evaluate / Hvað á að meta? (bls. 271-272) og On What Basis to Evaluate / Hvað á að leggja til grundvallar matinu? (bls. 272-277) reifa Marsh og Willis svör sín við þessum spurningum.

Why Evaluate / Hvers vegna þarf að meta? (bls. 271)

Veltið fyrir ykkur þeim forsendum sem Marsh og Willis telja að geti legið til grundvallar mati:

  • Bæta kennslu og koma betur til móts við þarfir nemenda
  • Kanna afleiðingar og áhrif nýrrar námskrár
  • Réttlæta þýðingu tiltekins skólastarfs
  • Bregðast við gagnrýni á skólastarf
  • Leiða til lykta ágreining innan skólans um vald, hlutverk eða persónur
  Veltið þessum forsendum fyrir ykkur? Hvert er ykkar mat á þeim?
 

Glöggvið ykkur á hugtakinu "opið mat" (Goal Free Evaluation), sbr. niðurlag undirkaflans Hvers vegna þarf að meta? /Why Evaluate, bls. 271.

What to Evaluate / Hvað á að meta? (bls. 271-272)

Marsh og Willis telja að nota megi hugmyndir Schwab þegar að því kemur að ákveða hvað eigi að meta: kennara, nemendur, námsefni og námsumhverfi.

  Berðu atriðin sem Marsh og Willis nefna saman við atriði sem lögð hafa verið til grundvallar því mati á skólastarfi sem þú þekkir af eigin raun.Kemur fram munur? Ef svo er - í hverju er hann fólginn?
  On What Basis to Evaluate / Hvað á að leggja til grundvallar matinu? (bls. 272-277)

Hér er um að ræða erfiðustu spurningarnar sem tengjast mati: Á hverju á að byggja? Höfundar benda á hugmynd Harris og Bell (1994) um að styðjast við viðhorfaása (bipolar constructs), sbr. mynd 8.1, til að lýsa ólíkum áherslum við mat.
  Diagnostic and formative = Greinandi mat - leiðsagnarmat Lokamat = Summative
Informal = Óformlegt mat Formlegt mat = Formal
Criterion-referenced = Markmiðstengt mat Samanburðarmat / samræmt mat = Norm-referenced
Process = Ferlismat Afurðatengt mat - niðurstöðumat = Product
Learner-judged = Nemendamat Kennaramat = Teacher-judged
Internal = Innra mat, sjálfsmat Ytra mat = External
Inclusive = Mat sem virðir nemendur jafnt Mat sem útilokar ákveðna nemendur = Exclusive
Liberal = "Jafnaðarmat" "Ójafnaðarmat" = Technicist
  Farið vandlega yfir þessi sjónarmið og tengið mati og námsmati eins og þið þekkið það í skólum ykkar.

Hvar liggur mat á skólastarfi í ykkar skólum með hliðsjón af þessum ásum?

Hvað um námsmatið?

  Á mynd 8.2 bls. 274 (mat á nemendum), mynd 8.3 bls. 275 (mat á samskiptum kennara og nemenda) og mynd 8.4 bls. 277 (mat á kennurum og kennsluaðferðum) er að finna yfirlit um aðferðir sem beita má við mat á skólastarfi / námsmat. Fjallað er um margar þessara aðferða kafla 8.3. Athygli er vakin á því að aftur að margar aðferðanna eru einnig útskýrðar í grein I.S. Námsmat byggt á traustum heimildum.
  8.3 EXAMPLES OF STUDENT ASSESSMENT / DÆMI UM NÁMSMATSAÐFERÐIR

Í kaflanum er fjallað um algengustu námsmatsaðferðir. Sérstakur gaumur er gefinn að þeim aðferðum sem kenndar eru við Authentic Assessment og er fjallað allítarlega um það hugtak upphafi þessa undirkafla (bls. 277-279). Enn skal til stuðnings vísað til greinar I.S. um þessar aðferðir.
  Mikið efni um Authentic Assessment, Performance Assessment (eða Performance-based Assessment) og Portfolio Assessment er að finna á Netinu. Hér eru nokkur dæmi af þúsundum:

Authentic Assessment:

Performance Assessment:

Portfolio Assessment:

  Lestið með gagnrýnum hætti um námsmatsverkefni (Assessment Tasks, bls. 279-282) og sýnismöppur (Portfolios, bls. 282-285) og takið afstöðu til þessara aðferða í ljósi ykkar eigin kennslu. Hugið sérstaklega að þeim atriðum sem Marsh og Willis telja þessum aðferðum til gildis og hverjir séu helstu agnúar við nýtingu þeirra.

Lesið að lokum um aðrar námsmatsaðferðir (Other Forms of Assessment, bls. 286-292) og leggið gagnrýnið mat á þessa umfjöllun. Munið hugmyndabanka um mat á skólastarfi og námsmat.
  Áhugavert er að bera þetta yfirlit um námsmatsaðferðir saman við þá tilhögun sem hafa skal á námsmati samkvæmt nýrri Aðalnámskrá:
  • Hvaða ályktun má draga af þeim samanburði?
  Um helstu gerðir prófatriða á skriflegum kunnáttuprófum Sjá hér.
  2. Verkefni: Úttekt á námsmatsaðferðum í námskrá og eigin skóla

Þetta verkefni er þríþætt:

  • 2.1 Veldu þér einn hluta Aðalnámskrár (Íslenska, Stærðfræði, Lífsleikni, Samfélagsgreinar, Upplýsinga- og tæknimennt ...) og kannaðu hvaða hugmyndir um námsmat liggja til grundvallar. Tengdu niðurstöðu þína þeim sjónarmiðum sem fram koma í 8. kafla bókar Marsh og Willis og þeim greinum sem bent hefur verið á í þessari lotu (sjá hér á undan).
  • 2.2 Gerðu grein fyrir þeim námsmatsáðferðum sem þú notar á námskeiðum þínum. Hvernig myndir þú greina þær aðferðir í ljósi námsmatsumræðunnar í kaflanum. Hvers vegna telur þú að þessar matsaðferðir hafi orðið fyrir valinu hjá þér? Hvernig tengist það val starfskenningu þinni sem þú settir fram forðum í 1. lotu?
  • 2.3 Gerðu grein fyrir námsmatsaðferðum í þínum skóla.
    • Hvaða aðferðum er beitt? Hvaða aðferðum, sbr. yfirlitið í 8. kafla í bók Marsh og Willis, er ekki beitt.
    • Hefur verið mörkuð (formlega eða óformlega) sameiginleg stefna um námsmat og námsmatsaðferðir í þínum skóla?
    • Að hvaða marki er sú stefna ljós.

Fjallaðu um námsmatsaðferðir í þínum skóla með hliðsjón af þessum spurningum og leggðu mat á niðurstöður.

Efst á þessa síðu