Forsíða


 

Námskrár-torg * Námskeið fyrir framhaldsskólakennara:

Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
(Ágúst 1999-júní 2000)

10. lota: Hverjir ráða námskránni / Politics and Curriculum Decision Making

Minnisatriði með bók HogW;.

saman-
tektir:

GÓP: viðhorf
til kennarans
og kennslunnar

Nokkur
huglit
til
skólans

Útdráttur um innlegg frá Tyler, Walker og Eisner

Leiðarbækur í lotulýsingum námskeiðsins:
Lota nr. > 1 * 2 * 3 * 4 * 5 * 6 * 7 * 8 * 9 * 10

Drög að efnislista skólanámsskrár < Þetta er nokkuð ítarlegur atriðalisti með kaflaskiptingu. Uppsetningin er í formi yfirlitstöflu þar sem merkja má við atriði sem taka skal með, tilgreina hversu vinnu atriðisins er langt komið - eða lokið.

Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd.

1
Hvað
meinar
aðal-
nám-
skráin?
Hvað meinar Aðalnámskráin? < Hér er lesin út úr markmiðssetningum Aðalnámskrár skilgreining hennar á þeim persónu-eigindum kennarans sem gera hann hæfan til að fylgja markmiðssetningunni eftir. Vísað er til vinnuskjals um þá greiningu sem aftur vísar til annars vinnuskjals þar sem skilgreining Aðalnámskrárinnar er lögð að nokkrum þekktum skilgreiningum í lýðræðis-röð. Þessi skilgreining á kennaranum er síðan notuð til að geta með góðri samvisku haldið utanfræða-markmiðum utan við fræðamarkmiðin til að geta síðan lagt ýmsar þekktar mælistikur við fræðamarkmiðin.
1a
Hvernig
kennari?
Með því að kennsluskilgreiningar hafa verið lagðar í lýðræðis-röð eftir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru - þá er gripið tækifærið til að setja upp dálítinn leik fyrir kennara til að íhuga hvar þeirra eigin kennsla raðast í lýðræðisröðinni. sá leikur er nefndur alvarlegi gamanleikurinn: Svona kennari er ég! Það skal tekið fram að engin dómur er lagður á hvort betra er að vera lýðræðislegur eða einræðislegur kennari. Raunar skal því í staðinn haldið fram - hér og nú - að allt fari það eftir margvíslegum aðstæðum og þeim samskiptum sem eru í gangi hverju sinni.
5
Breyti-
ferill
námskrár
Námskrárbreytiferillinn < fjallar um lífs-hlaup námskrárbreytingar og þætti sem því tengjast. Þaðan er sérstaklega vísað í umfjöllun um aðferðir/líkön sem þróaðar hafa verið fyrir vinnu við breytingar á námskrá og til samanburðar á þeim aðferðum. Þá er einnig velt upp formi kennslugagna og kennsluleiðbeininga með nýrri námskrá og vísað í íhugun um þær viðtökur sem ný námaskrá getur átt í vændum í skóla. Í samhengi við námskrárbreytingar eru dregnir saman þættir úr þróunarsögu MK og sérstaklega rifjuð upp tilkoma tölvukennslunnar sem var námskrárnýjung og hvernig hún þróaðist í kjarnanáminu. Að lokum er í knöppum lista saman dregin staða skólanámskrárgerðar við MK í október 1999.
6
Námskrár-
leikurinn

og
persónur
hans

Nokkrar
hug-
vekjur

Hverjir eiga að þróa námskrána? < litið er yfir þá aðila sem hrærast í útkomu námskrárleiksins og íhuguð tengsl þeirra við þróun námskrárinnar. Þar er um að ræða kennara, skólastjórnendur, foreldra, nemendur, liðkendur og annan tiltækan liðsauka.

Gerð er grein fyrir viðhorfi HogW til námskrárgerðar með því að lýsa námskrárgerðarleik Purves frá 1975.

6a
Aðild útaðila
að mótun
starfskrár
skóla
Hugleiðing um aðild útaðila að mótun starfskrár (framhalds)skóla með annars vegar íhugun á því að hvaða leyti viðkomandi aðili geti verið fengur fyrir samstarfið og hins vegar aðeins litið á hvernig þátttökusvið foreldra í störfum tiltekins íslensks grunnskóla virðast vera samkvæmt fréttablaði þess skóla.

Áhugavert er að útbúa spurningalista á vefnum til að leita upplýsinga um raunverulegt viðhorf einstaklinga til umtalsverðrar þátttöku útaðila - til dæmis að spyrja hóp framhaldsskólakennara hvað einstaklingum hans þykir sér hæfileg þátttaka í mótun starfskrár þess grunnskóla þar sem börn hans stunda nám.

6b 2000-vandi íslenskra framhaldsskóla:
Staða skólanámskrárgerðar í 16 íslenskum framhaldsskólum í upphafi árs 2000
og hér í sérstökum glugga.

Hvað í ósköpunum er það sem nefna má íslenskar námskrárrannsóknir?

7.
kafli HogW

1. hluti:

2. hluti:

3. hluti:
ODM
AR
CBAM
CA

Hér er 7. kafli bókar þeirra HogW lauslega þýddur - en vonandi þó með réttri meiningu. Ef þú rekur augun í atriði sem eru bagalega úti að aka - þá vinsamlegast láttu mig vita.

1. hluti nær yfir upphaf kaflans til og með 7.3
2. hluti nær yfir 7.4 og 7.5. Hér er líka vísað í samantekt um hina merku 8-ára rannsókn í Bandaríkjunum á árunum 1933-1941 þar sem í ljós kom (!?!) að heimaunnin námsefnisstjórnun er fremri mörgu öðru - kannski öllu öðru?
3. hluti nær yfir 7.6 og 7.7 en einnig er sérstök umfjöllun um upptökuaðferðirnar:

8.
kafli HogW

8-1. hluti

Hér er unnið að þýðingu 8. kafla bókar þeirra HogW - vissulega lauslega þýddur - en vonandi þó með réttri meiningu. Ef þú rekur augun í atriði sem eru bagalega úti að aka - þá vinsamlegast láttu mig vita.

Hér kemur skiptingalisti og skráður þýðari. Þar sem enginn er skráður er aðgangur öllum opinn að leggja sitt lið. Sendu bréf þegar þú ákveður að taka að þér einhvern hlutann svo að þitt nafn festist við hann og sá næsti velji sér annan hluta.

Eiginmat námskrár og
samanburðarmat á nemendum

Meira var ekki þýtt!

Verk-
efni:
Breytt námsefni í kjarnaáfanga nýnema í tölvunotkun.
TÖL-102 breytist í UTN-nám sem býr nemendur undir að taka TÖK-próf

Efnisyfirlit

Kennsluorð < eru heiti og hugtök skilgreind og hugleidd.
 

10. lota: Hverjir ráða námskránni / Politics and Curriculum Decision Making

Markmið

Þátttakendur:

  • íhugi hverjir það eru sem helst hafa áhrif á námskrár skólanna
  • glöggvi sig á áhrifum skólanefnda, fjölmiðla, útgefenda, atvinnurekenda og stjórnvalda á skólastarf
  • tengi umræðu um áhrif á námskrá við fagmennskuhugtakið
  1. Lestur grunnbókar - leiðarbók

2. Verkefni: Mat á skólanámskrá

1. Lestur grunnbókar og efnis sem bent er á - leiðarbók

Í þessum kafla er er fjallað um hverjir og hvernig ákvarðanir í námskrárgerð eru teknar. Rætt er um hvað gerist þegar að ákvarðanir verða pólitískar. Fjallað er um helstu áhrifaaðila í námskrárákvörðunum, forsendur að baki ákvörðunum og hvernig áhrifin birtast í skólastarfi. Í kaflanum er sérstaklega fjallað um sögulega og félagslega þróun miðstýrðra ákvarðana og hvaða áhrif miðstýringin getur haft á fagmennsku kennara.
  9.1 INNGANGUR / INTRODUCTION (BLS. 325)

Höfundar benda á að við gerð námskár komi alltaf upp spurning um hver á að taka ákvarðanir, hvenær og á hvaða forsendum. Svarið er sjaldnast einhlítt en valið hefur í för með sér ýmsar afleiðingar sem ekki er alltaf sátt um. Þannig er námskrárgerð ekki aðeins fræðilegt og hagnýtt viðfangsefni heldur stórpólitískt.

Ertu sammála þessari niðurstöðu höfunda?

 

9.2. DECISION MAKERS AND INFLUENCES ON THEM / ÁHRIFAAÐILAR OG ÞAÐ SEM HEFUR ÁHRIF Á ÞÁ (BLS. 327)

Pólitískir áhrifavaldar í námskrárgerð eru þeir sem í krafti stöðu sinnar eða valds geta haft bein eða óbein áhrif á skólastarf / námskrár skóla. Vald þeirra er hvorki tilfallandi né óformlegt. Kennarar hafa áhrif á það hvaða tökum námsefnið er tekið og skólastjórar geta með ýmsum hætti haft áhrif á hvað kennt. Hver um sig tekur þó ekki ákvarðanir í tómarúmi heldur verður beint eða óbeint fyrir áhrifum frá öðrum t.d foreldrum, samkennurum og nemendum.

Veltu fyrir þér einhverri ákvörðun sem þú tókst nýlega varðandi námskrár (t.d. vali á viðfangsefni fyrir nemendur, breytingum á námsefni, nýjum áherslum í kennslu). Reyndu að greina hvað hafði einkum áhrif á þá ákvörðun sem þú tókst?

Lestu kaflann Some Influential Groups (Áhrifavaldar), bls. 329.

 

SKÓLANEFNDIR (bls. 329). Í þessum undirkafla er fjallað um skólanefndir. Í því sambandi er eðlilegt að beina athygli að hlutverki skólanefnda framhaldsskólanna og áhrifum þeirra á námskrár og áherslur í skólastarfinu. Sjá um skólanefndir í Lögum um framhaldsskóla, nr. 80/1996

Hvaða þýðingu hafa skólanefndir framhaldsskólanna að þínum dómi?

Hver er reynslan af starfi þeirra?

Hver er æskileg skipan?

Um viðamikið hlutverk skólanefnda í grunnskóla. Sjá þessa slóð.

Um hlutverk skólanefnda í framhaldsskólum.

McCarty og Ramsey (1971) hafa skilgreint ólíkar tegundir stjórnunarstíla í skólanefndum (bls: 331):

  • Ráðandi (dominated)
  • Klíkumyndaður (factional)
  • Fjölþættur (pluralistic)
  • Óvirkur (inert)

Hversu vel þekkir þú til skólanefndar í þínum skóla? Gætirðu greint einhvern stjórnunarstíl innan nefndarinnar?

 

FJÖLMIÐLAR (bls. 331). Þeim er ekki ætlað að hafa áhrif á stefnu og mótun námskrár en eru þó býsna áhrifamiklir. Þeir geta skapað mikinn þrýsting og líka skaðlegan misskilning því sjaldnast eru fréttir sagðar til nokkurrar hlítar og fréttamenn eru oft ekki vel að sér í málunum. Einnig eru fjölmiðlar stundum grunaðir um að láta aðra og óskylda hagsmuni hafa áhrif á fréttaflutning um menntamál.

Hvernig finnst þér íslenskir fjölmiðlar standa sig í umfjöllun um skólamál?

Geturðu tilgreint dæmi um áhrif fjölmiðla á hvað kennt er í skólum?

 

ÚTGEFENDUR NÁMSBÓKA (bls. 332) geta að sjálfsögðu haft mikil áhrif á hvað er kennt og hvernig. Þó að námsbókaútgefendur fylgi útgefinni námskrá er það væntanlega hagsmunamál þeirra að útgáfan standi undir kostnaði.

Þar sem bækur eru iðulega helsta og oft eina kennslugagnið sem bóknámskennarar styðjast við er ljóst hve gífurleg áhrif þær geta haft á námskrá.
Íhugaðu eigið val á námsefni til kennslu. Hvað hefur áhrif á val þitt?

 

ATVINNUREKENDUR (bls. 333) eru jafnvel enn frekar hagsmunaaðilar en útgefendur og sjá má mörg dæmi þess að einhver atvinnuvegur hafi beinlínis breytt skólastefnu og námskrá sér og sinni grein í hag. Spring (1993) komst að því að hjá atvinnurekendum séu skammtímamarkmið ráðandi og þeir því sífellt að koma fram breytingatillögur með tilheyrandi losi á námskrá.

Áhugavert lesefni:

  • Gerður G. Óskarsdóttir (1995). Breytt atvinnulíf og færni starfsmanna. Könnun á færniþáttum sem taldir eru mikilvægir í atvinnulífi framtíðarinnar. Uppeldi og menntun. 4:59-61.
  • Gioux, Henry: Umfjöllun um markaðsvæðingu skólanna
 

STJÓRNVÖLD (bls. bls. 334). Líklega er óhætt að fullyrða að stjórnvöld ráða hvað mestu hér á landi um inntak og áherslur í námskrá.

 

ÁHRIF þeirra hópa sem hér hafa verið taldir eru misjöfn að styrk. Áhrifanna gætir mismikið, misfljótt og misjafnlega skýrt. Allt er þetta því óljóst og þokukennt og er því vert að velta fyrir sér þeim spurningum sem oft vakna við námskrárgerð.

Íhugaðu þær breytingar sem boðaðar eru með nýrri aðalnámskrá:

  • Hvaðan eru þessar hugmyndir komnar?
  • Hvaða aðilar hafa einkum haft áhrif á að þær komust í námskrána?
 

9.3. HVAÐAN KOMA HUGMYNDIRNAR? / WHO INITIATES THE CURRICULUM?

Á fyrri hluta þessarar aldar voru það einkum skólafrömuðir við ráðuneyti sem höfðu mest áhrif á skólamálaumræðuna.

Hérlendis má t.d. benda á þá Guðmund Finnbogason og Steingrím Arason.

  • Guðmundur Finnbogason (1903). Lýðmenntun. Akureyri: Prentsmiðja Odds Björnssonar
  • Kristín Indriðadóttir (1995). 

    Hugmyndir Steingríms Arasonar um kennslu og skólastarf. Uppruni og afdrif, Uppeldi og menntun, 4:9-35

    Þegar leið á öldina urðu sérfræðihópar á vegum ráðuneyta meira ráðandi um námskrárgerð. Hérlendis mætti benda á verkefnahópa sem unnu að endurskoðun námsefnis við Skólarannsóknardeild á árunum 1967-1984.

    Undir lok þessarar aldar er algengara að áhrif á námskrár komi frá pólitískt skipuðum nefndum.
    Rifja má upp helstu tilraunir til heildstæðrar stefnumótunar í skólamálum sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum:

    • Um og eftir 1970 gaf skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins út fjölmargar skýrslur um stöðu náms og kennslu í hinum ýmsu námsgreinum grunnskólans.
    • 1991 gaf Menntamálaráðuneytið út skýrsluna Til nýrrar aldar: framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins í skólamálum til ársins 2000.
    • 1993 og 1994 gaf Menntamálaráðuneytið út skýrslur Nefndar um mótun menntastefnu.
    • 1998: Enn betri skóli: þeirra réttur - okkar skylda.
    • 1999: Enn betri leikskóli.
 

9.4 HVERJIR FORGANGSRAÐA? /WHO DETERMINES PRIORITIES?

Þegar talað er um að skólar geti sett fram sína eigin skólanámskrá gleymist oft að þeim eru ekki alveg frjálsar hendur. Oft hafa stjórnvöld ákveðið að leggja fram stefnu þar sem áhersla er lögð á ákveðna þætti skólastarfs fremur en aðra. Enn betri skóli er dæmi um slíka forgangsröðun. Samræmd próf hafa einnig mikil áhrif á val viðfangsefna og áherslur.

  • Veltu fyrir þér eða kannaðu hvert svigrúm skólans til skólanámskrárgerðar raunverulega er.
 

9.5. HVER HRINDIR NÁMSKRÁNNI Í FRAMKVÆMD? / WHO IMPLEMENTS THE CURRICULUM?

Það eru gjarnan kennarar og skólastjórnendur sem sitja uppi með ábyrgðina á framkvæmd námskrár. Hins vegar getur það reynst þrautin þyngri því það er ýmislegt sem skerðir vald þeirra.

  • Hugleiddu hvaða þættir geta haft áhrif á möguleika kennarar og skólastjórnenda til að fylgja eftir t.d. nýrri Aðalnámskrá.
  9.6 HVER BER ÁBYRGÐINA? /WHO IS RESPONSIBLE FOR WHAT HAPPENS?

Þar sem kennarar bera oftast hitann og þungann af framkvæmd námskrár eru þeir jafnframt gjarnan dregnir til ábyrðar á framkvæmdinni.
  9.7. HOW POWER IS APPLIED: SOME EXAMPLES: DÆMI UM FRAMKVÆMD VALDS

Þennan kafla má hraðlesa.
 

9.8 ÁHRIF PÓLITÍSKAR UMRÆÐU Á KENNARA OG STÖRF ÞEIRRA /IMPLICATIONS FOR TEACHERS

Í kaflanum hefur verið fjallað um ýmsa aðila sem leynt og ljóst hafa áhrif á námskrár skóla. Þar hefur þó lítið farið fyrir umræðu um áhrif áhrifaðilanna á kennara og störf þeirra. Í kafla 9.8 er vikið að efni sem ætti e.t.v. að eiga stærri þátt í umræðunni, þ.e. fara ítök kennara í námskárákvörðunum vaxandi eða minnkandi?

  • Hugleiddu sjónarmið Brooks (bls. 347-349) um hvaða skilaboð til kennara séu í raun fólgin með miðstýrðum ákvörðunum um hvað kenna skuli.
  Griffin veltir fyrir sér fagmennsku kennara og hvort að miðstýrð námskrá dregur úr möguleikum kennara að vinna af fagmennsku.
  • Kynntu þér þau 5 atriði sem Griffin telur einkenna fagmenn (bls. 350). Ertu sammála Griffin? Telur þú að kennarstéttin uppfylli þessi skilyrði? Rökstyddu svarið!

Aðrir t.d. Schwarts telja að í skólaþróun megi greina sveiflur á milli vélrænna og lífrænna líkana. Þegar púlsinn er lífrænn liggur áherslan á dreifstýringu og vald kennara verður meira (teacher empowerment).

 

9.9 AÐ LOKUM / A FINAL COMMENT ON APPROACHES AND ISSUES IN CURRICULUM

Í ljósi lokaorða höfunda er áhguavert að velta fyrir sér þróun námskrár hér á landi.

  • Hver eru líkleg áhersluatriði í næstu aðalnámskrá?
  2. Verkefni: Þátttaka í námstefnu í júní og mat á henni.

Efst á .þessa síðu